Fréttablaðið - 20.07.2002, Síða 13

Fréttablaðið - 20.07.2002, Síða 13
20. júlí 2002 LAUGARPAGUR FRETTABLAÐIÐ u REGnBOGinn Sýnd kl. 4.30, 6.30, 8.30 og 10.30 UNFAITHFUL STAR WARS kl. 5.20 Synd kl. 6, 8 og 10 kl. 8 og 10.10 SPIDERMAN kl. 5.30 kl. 8 og 10.30 j jPANlC ROOM DClDolby JOOJ..... THx Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10 í SVÖRTU Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10 jVAN WILDER kl. 2, 4, 6, 8 og 10 á lífi. Livia Soprano, móðir Tonys, var ein af lykilpersónum fyrstu þáttanna. Leikkonan Nancy Marchand, sem fór með hlutverk hennar, lést eftir aðra þáttaröðina. Skosku snillingarnir í Belle og Sebastian hafa undirritað samning við Rough Trade fyrir- tækið. Hljómsveitin er sú stærs- ta sem hið nýstofnaða Rough Ti-ade America hefur gert samn- ing við í Bandaríkjunum. Belle og Sebastian eru nú á hljóm- leikaferð í Evrópu og vinna þess á milli að gerð nýrrar plötu. Stu- art Murdoch, úr hljómsveitinni, segir að tími hafi til kominn til að reyna eitthvað nýtt. Útgáfan Jeepster and Matador hafi hent- að hljómsveitinni vel, en nú hafi verið tími til kominn að reyna eitthvað nýtt. Angelina Jolie er búin að sækja formlega um skilnað við Billy Bob Thornton. Hún lagði fram tilheyrandi gögn fyrir rétti í Los Angeles á miðviku- dag. Parið hefur verið gift í tvö ár. Þau ættleiddu nýverið ellefu mánaða gamlan dreng Maddox frá Kambódíu. Jolie sótti um skilnað sama dag og viðtal birt- ist við hana í US Weekly. í við- talinu ræddi hún erfiðleikana í hjónabandi þeirra hjóna. Þær fréttir fóru sem eldur í sinu um heimsbyggðina. Pierce Brosnan verður fyrir- mynd James Bond í nýjum tölvuleik sem fyrirtækið Elect- ronic Arts setur á markað í haust. Leikurinn ber heitið James Bond 007: Night- Fire. Hann gerist á tíu mismunandi stöðum um heima og geima. f hon- um bregður fyrir ýmsum óþokkum eins og vera ber auk þess sem Bond stúlkur úr gömlum James Bond mynd- um verða á sveimi. „Við erum rnjög spenntir yfir því að fá Pi- erce með í lið með okkur til að ná sannri Bond stemmingu,“ segir fulltrúi fyrirtækisins. Lil’ Kim segir að nýja platan hennar verði ekki eins kyn- ferðisleg og sú síðasta sem bar einmitt heitið Notorious KIM. Söngkonan er þegar búin að semja sjö lög fyr- ir nýju plötuna. Hún segir að lög- in séu sambland af poppiog r og b tónlist. Lil’Kim segir að hún vilji meiri fjöl- breytni. „Ég er skemmtikraftur, ég er breytileg og ég er nógu skapandi til þess að vera hæf til að gera alls konar tónlist." B-mynda- sumarið ógurlega I Hollywood róa menn núna óspart á mið hinna hallærislegu en óborganlegu B-mynda. Hinar furðulegustu skaðræðisskepnur vekja jafnt hlát- ur sem ótta bíógesta. Nýju B-myndirnar eru hins vegar alls ekki ódýrar í framleiðslu. los ANCELES. ap f eina tíð voru ódýrar og frekar hallærislegar bíómyndir kallaðar B-myndir. Margar þeirra höfðu um leið eitt- hvað við sig, sem heillaði hörð- ustu kvikmyndaaðdáendur. Nú eru menn í Hollywood að gera út á þann markað. Kvikmyndasumarið í Banda- ríkjunum einkennist nefnilega þetta árið mjög af rándýrum bíó- myndum, sem líkjast mest gömlu B-myndunum. Þetta eru myndir á borð við „Attack of the Clones", „Crocodile Hunter og „Scorpion King“ þar sem skaðræðisskepnur á borð við geimverur og stökk- skiptinga af ýmsu tagi koma mjög við sögu. Þeir sem búa til þessar mynd- ir gera sér fulla grein fyrir því að þær eru hallærislegar og njóta ekki mikillar virðingar. Þeim er líka nákvæmlega sama. Það sem heillar fólk við þessar dýru B- myndir er einmitt hvað þær taka sig lítt alvarlega. „Ég sækist alls ekki eftir virð- ingu. Mig langar til að skemmta mér,“ segir Ellory Elkayem, leik- stjóri og meðhöfundur myndar sem heitir „Eight Legged Freaks" og fjallar um risa- kóngulær sem gæða sér á íbúum smábæjar í eyðimörkinni. „Ég lít á það sem hrós að henni sé líkt við B-myndirnar,“ segir Elka- yem. B-myndirnar gömlu fengu nafnið vegna þess að þær voru gjarnan sýndar á eftir dýru og vinsælu myndunum, með stóru stjörnunum sem drógu fólk í kvik- myndahúsin. Þá tíðkaðist að sýna tvær myndir á einu kvöldi og fólk sat undir því eins og ekkert væri. ÞESSI KÓNGULÓ ER VARLA KOMIN A BERJAMÓLeikarinn Rick Overton virðist ekkert hafa áttað sig á því að risakónguló er að athafna sig á þaki lögreglubílsins hans. Úr myndinni „Eight Legged Freaks". GLÍMT VIÐ KRÓKÓDÍLA f LEÐJUNNI Ævintýramaðurinn Steve Irwin tekst þarna á við krókódíl í myndinni „The Crocodiie Hunter: Collision Course". Eftir að þessi hefð lagðist að hef- ur nafnið samt áfram loðað við ódýrar bíómyndir. B-myndirnar bera oft furðu- lega og frekar fáránlega titla á borð við „The Killer Shrews“, „Teenagers from Outer Space“ eða „Creatures from the Haunted Sea“. Þær taka sig reyndar misjafn- lega alvai'lega. Sumar eru gegn- sýrðar fáránleikahúmor, eins og gamanmynd Tim Burtons „Mars Attacks" frá 1996 eða hin óborg- anlega „Attack of the Killer Tom- atoes“ frá 1978. En meira að segja Star Wars, ein vinsælasta og arðbærasta kvikmyndaröð sögunnar, var með- al annars gei'ð til heiðurs gömlu hallærislegu geimmyndunum þar sem stundum mátti sjá böndin sem geimskipin héngu í. ■ David Beckham: Hafnaði hlutverki í kvikmynd fólk Fótboltaleikarinn David Beckham hefur hafnað hlutverki í kvikmyndinni Red Light Runners. Fregnir höfðu borist af því að hann ætlaði að leika leigumorðingja í myndinni. Hið rétta er að honum var boðið hlutverk í myndinni, en hann hafnaði því. Talsmaður aðstandenda kvik- myndarinnar segja, að þrátt fyrir að hlutverkið sem honum var boð- ið hafi verið mjög lítið, þá hafi hann ekki viljað taka þátt í kvik- myndinni. Hún er framleidd af Michael Mann, sem lék í Reservoir Dogs, og leikur hann í myndinni. Madsen er búinn að ná í annan fótbolta- kappa til að leika í kvikmyndinni, Vinnie Jones. Hann er orðinn þaul- vanur kvikmyndaleikari eftir leik í nokkrum bíómyndum, þar á meðal kvikmyndum Guy Ritchie, Lock, Stock and Two Smoking Barrels og Snatch. Madsen er staddur í Bretlandi um þessar mundir til að safna fé til framleiðslu myndarinnar. Hann þarf að tryggja sér átta milljónir punda fyrir 15. ágúst, og hefur þegar tryggt sér tvær. Spui'ningin er hvort það að orða Beckham við myndina hafi verið sniðug brella til að vekja athygli á verkefninu? ■ ALLTAF SVALUR David Beckham hefur ekki áhuga á kvikmyndaleik, að minnsta kosti ekki í augnablikinu. Guy Ritchie: Tekur ráðin af Madonnu fólk Guy Ritchie stóð uppi í hárinu á sinni heittelskuðu ektakvinnu þegar hún fór fram á að klipping myndar þeirra „Swpt Away“ yrði endurskoðuð. Ritchie er leikstjóri myndarinnar og hafði því síðasta orð- ið þrátt fyrir að Madonna sé þekkt fyrir annað en að láta ráð yfir sér. Krafa Madonnu kom fram vegna þess að myndinni var ekki sérlega vel tekið af áhorfendum á nokkrum forsýningum. Madonna leikur aðalhlutverkið í myndinni og hafði treyst á að slá í gegn sem kvikmyndaleikkona í henni. Guy lætur sér hins vegar f+átt um finnast og er kominn á fullt í vinnu við næstu mynd sína. ■ GUY RITCHIE Veldur greini- lega hlutverki sínu.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.