Fréttablaðið - 20.07.2002, Side 14

Fréttablaðið - 20.07.2002, Side 14
HVER ER TILGANGUR UFSINS? Ég er ekki alveg búinn að Finna það út enn- þá en maður verður að reyna að finna hvað veitir manni hamingju. Bjarni Þór Erlingsson SPEKÚLERAÐ Á STÓRUM SKALA Árni P. Reynisson leikari í hlutverki Þorláks Ó. Johnson, en leikritið Spekúlerað á stór- um skala verður sýnt klukkan 14 á sunnu- daginn. Arbæjarsafn: Dagskrá helguð fjölskyldunni söfn Boðið verður upp á fjöl- breytta dagskrá í Árbæjarsafni um helgina. í dag verða tónleikar kl. 14 þar sem básúnuleikararnir Ingi Garðar Erlendsson og Guð- rún Rútsdóttir leika ásamt pí- anistanum Ellu Völu Ármanns- dóttur. Á efnisskránni eru meðal annars gömul íslensk tvísöngslög og erlend verk fyrir básúnur frá síðari hluta tuttugustu aldar. Á morgun verður fjölskyldudag- ur í safninu. Klukkan 14 verður sýndur sjónleikurinn Spekúlerað á stórum skala en þar býður Þorlákur Ó. Johnson gestum upp á skemmti- dagskrá og varpar ljósi á lífið í Reykjavík á 19. öld. Húsfreyjan í Árbæ býður gestum og gangandi upp á nýbakaðar lummur. ■ FRÁ VIÐEY Farin verður stutt staðarskoðun og beinist hún að klausturminjum. Klausturdagur í Viðey: Messa í miðaldastíl menning Klausturdagur verður haldinn í Viðey á morgun og keppst verður við að mynda and- rúmsloft klausturtímans með ýmsu móti. Kl. 14.00 verður hald- in messa í miðaldastfl í Viðeyjar- kirkju. Sr. Jakob Ágúst Hjálmars- son sér um hana ásamt sönghópn- um Voces Thules. Eftir messuna verður farin stutt staðarskoðun og beinist hún að klausturminjum sem er að finna norðan Viðeyjar- stofu. Einnig verður koma Jóns biskups Arasonar í Viðey árið 1550 rifjuð upp. Þá verður boðið upp á kaffihlaðborð með fornlegu ívafi á efri hæð Viðeyjarstofu og munu Jónas Þórir yngri og eldri spila þar á langspil og harmoniku. Bátsferð er farin með messu- gesti kl. 13.30, en áætlunarferðir ferjunnar hefjast kl. 13.00. í ferj- una kostar 500 krónur fyrir full- orðna og 250 krónur fyrir börn. ■ 14 FRÉTTABLAÐIÐ 20. júlí 2002 LAUGARUPAGUR Jónsson/Grönvald-kvintett: Á leið í hljómleika- ferð um lcindið jass Á morgun, sunnudag, heldur jasssveitin Jónsson/Gröndal-kvin- tett tónleika_ í Tónlistarskóla Garðabæjar. í framhaldi af því ætlar sveitin í tónleikaferð um landið, sem lýkur með tónleikum í Hlaðvarpanum 31. júlí. í hljóm- sveitinni eru þrír íslendingar, Dani og Svíi. „Aðalatriðið í þessu hjá okkur er að koma á framfæri frumsaminni tónlist," segir Ólaf- ur Jónsson, tenórsaxófónleikari sveitarinnar. „Þetta er svona nú- tíma-jasstónlist sem svingar hart og er skemmtilega lagræn. Við Haukur Gröndal höfum starfað saman í hinum ýmsu hljómsveit- um, en þetta er í fyrsta skipti sem við erum með okkar eigin tónlist. Haukur spilar á altsaxófón. Mort- en Lundsby, bassaleikari, kemur frá Danmörku og er einn af þess- um ungu og upprennandi kontra- bassaleikurum þar í landi og Erik Qvick er frá Svíþjóð, en hann hef- ur verið búsettur hér í tvö ár og verið að kenna og spila. Síðan er Kjartan Valdimarson píanóleik- JASS-KVINTETT Á leið út á landsbyggðina með frumsamda tónlist. ari, þaulreyndur og gamalkunnur jassisti." Ólafur segir sveitina munu hafa viðkomu á Blönduósi, Akur- eyri, Mývatni, Sauðárkróki og Reykjanesbæ, en eftir tónleika- ferðina er ætlunin að taka af- rakstur ferðarinnar upp á plötu. Tónleikarnir í Garðabæ á morgun hefjast klukkan 20. ■ LAUGARDAGURINN 20. JÚLÍ HÁTÍÐ______________________________ 13.00 Barnahátið verður haldin á Ing- ólfstorgi á vegum Ungmenna- hreyfingar Rauða kross fslands í Reykjavík. Hát/ðin er liður í „Gegn ofbeldi" verkefninu sem unnið er innan Ungmennahreyfingar Rauða krossins. Á hátíðinni verða meðal annars leiktæki af ýmsum toga, andlitsmálun. Þá verður gestum boðið upp á að taka táknræna afstöðu gegn ofbeldi með handþrykki. Hátíðinni lýkur kl. 17. TÓNLEIKAR__________________________ 14.00 í dag verða tónleikar í Árbæjar- safni þar sem básúnuleikararnir Ingi Garðar Erlendsson og Guð- rún Rútsdóttir leika ásamt pí- anistanum Ellu Völu Ármanns- dóttur. Á efnisskránni eru meðal annars gömul íslensk tvísöngslög og erlend verk fyrir básúnur frá síðari hluta tuttugustu aldar. DANSLEIKIR_________________________ 21.00 I Gunnukaffi á Hvammstanga verður Diskórokktekið & Plötu- snúðurinn DJ SkuggaBaldur. Frá kl. 21til 24 verður fjölskylduvænt diskórokktek og eru allir U18 ára velkomnir. Miðaverð 300 kr. Eftir miðnætti hækkar aldurstakmarkið í 18 - 107 ára og miðaverðið í 500 kr. Stórdansleikur í félagsheimilinu á Blönduósi. SUNNUDAGURINN 21. JULI MESSA_______________________________ 14.00 Messa í miðaldastíl í Viðeyjar- kirkju. Sr. Jakob Ágúst Hjálmars- son sér um messuna ásamt söng- hópnum Voces Thules. Bátsferð er farin með messugesti kl. 13.30. LEIKHÚS_____________________________ 14.00 Sýndur verður sjónleikurinn Spek- úlerað á stórum skala í Árbæj- arsafni. Þar býður Þorlákur Ó. Johnson gestum upp á skemmti- dagskrá og varpar Ijósi á lífið í Reykjavík á 19. öld. 20.30 Ferðir Guðríðar eru sýndar í Skemmtihúsinu, Laufásvegi 22. Leikið er á ensku. TÓNLEIKAR___________________________ 17.00 Þriðju tónleikarnir í tónleikaröð- inni Sumartónleikar í Akureyrar- kirkju. Flytjendur eru Judith og Wolfgang Portugall frá Rheinland Phalz héraði í Þýskalandi og leika þau á flautu og orgel, verk eftir: Carl Reinecke, Johann Ludwig Krebs, Johann Sebastian Bach, Wolfgang Amadé Mozart, Zsolt Gárdonyi, Gabriel Fauré og Cécile Chaminade. 20.00 Katrin Meriloo frá Tallinn í Eist- landi fjölbreytta efnisskrá í Hall- grímskirkju sem gefur möguleika á að nýta hið Klais-orgel Hall- grímskirkju til hins ítrasta. Tónleik- arnir eru í tónleikaröðinni Sumar- kvöld við orgelið. 20.00 Jasssveitin Jónsson/Gröndal- kvintett heldur tónleika í Tónlist- arskóla Garðabæja. Hljómsveit- ina skipa Ólafur Jónsson, Haukur Gröndal, Morten Lundsby, Erik Qvick og Kjartan Valdimarsson. 21.00 Jazzvakning og Kringlukráín bjóða upp á ókeypis tónleika. Danski píanistinn Arne Forchhammer leikur ásamt Tómasi R. Einarssyni bassaleikara og Pétri Grétarssyni trommara. OPNUN_______________________________ Tvöfalt afmæli f Listhúsi Ófeigs. Þórður -tbtááítt ■EK/.j r ÆBt wm * M'" m s* \ 'VM m STUÐBOLTAR ÚR ÞJÓÐLEIKHÚSINU Hljómsveitin íslendingar spilar allar tegundir af tónlist og lofar mögnuðu fjöri í Iðnó í kvöld. Húrra, nú ætti að vera ball! Þeir sem enn eru fráir á fæti geta hoppað úr kæti í Iðnó í kvöld. Hinir geta bara komið og notið tónlistarinnar. Það er ný hljómsveit, Islendingar, skipuð leikurum úr Þjóðleikhúsinu, sem ætlar að æra alla úr fögnuði. pansleikur í kvöld vei'ður blásið til mikils fagnaðar í Iðnó þar sem nokkrir félagar úr Þjóð- leikhúsinu troða upp í fyrsta skipti með flunkunýja hljóm- sveit. Hópurinn spilaði reyndar saman í lokahófi Þjóðleikhúss- ins, en í kvöld gefst hinum al- menna borgara tækifæri til að bregða undir sig betri fætinum og mæta á dansskónum í Iðnó. „Við erum að spila svona skemmtileg lög,“ segir Þórunn Lárusdóttir, trompetleikari og söngvari í bandinu. „Svo erum við náttúrlega að fíflast inn á milli, Pálmi Gestsson, sem er með mér í brassdeildinni og spilar á saxófón, bregður fyrir sig ýmsum karakterum og ómögulegt að segja fyrir um hvað gerist, það fer eftir skapi Pálma í það og það skiptið. Jó- hann Sigurðarson, stórleikari, er aðalsöngvarinn, hann syngur nú t.d. Tom Jones eins og fyrir- myndin sjálf væri lifandi komin, og Stefán Karl er trommuleik- ari,“ segir Þórunn. Þess má geta að Stefán Karl er eiginlega höf- uðpaurinn, það var hann sem átti hugmyndina að hljómsveit- inni og ákvað í framhaldi af því að læra á trommur. „Nú er hann með betri trommuleikurum, enda æfði hann sig 14 tíma á dag í fimm vikur," segir Þórunn hlæjandi. „Hjörtur Howser sér um píanóleik, Kristján Edelstein spilar á gítar og Dóri hljóðmað- ur er bassaleikari. Svo sér Gest- ur Pálma um slagverkið." Þórunn segir bandið spila rokklög í sambaútsetningum og gamla íslenska slagara. „Þetta verður brjálað stuð,“ segir hún. „Aðalmálið er að við höfum svo ofboðslega gaman af þessu sjálf. Okkur þykir líka sérstaklega vænt um Iðnó, húsið hefur svo yndislegan karakter og er svo kósý.“ Um verslunarmannahelg- ina ætlar hljómsveitin að sjá um fjörið á síldarævintýrinu á Siglufirði, en Þórunn segir ekk- ert ákveðið um framhaldið. „Við erum náttúrlega öll ofvirk svo trúlega höldum við áfram í vet- ur, í bland við önnur verkefni.“ edda@frettabladid.is áttræður, Listhús Ófeigs tíu ára. (tilefni afmælanna hefur listhúsið efnt til sýn- ingar Á nýrri og eldri verkum lista- mannsins Kíkó Korriró. Sýningin verður opnuð í dag en hún stendur til 7. ágúst. Opið er á verslunartíma, mánudaga til laugardaga. MYNDLIST____________________________ Listakonan Loes Muller hefur opnar sýningu á skúlptúrum í Gallerí Reykja- vik, Skólavörðustíg 16. Verkin á sýning- unni eru unnin úr kljá og kalksteini. Sýn- ingin stendurtíl 31. júlí. Gallerí Reykjavík er opið virka daga kl. 12-18 og laugar- daga kl. 11-16. Ríkharð Valtingojer hefur opnað sýn- ingu á grafíkverkum í Galleri Klaustri á Skriðuklaustri. Verkin á sýningunni eru unnin með aðferð sem Ríkharður hefur verið að þróa að undanförnu og kallar „ferrotinta". Sýningin stendur til 2. ágúst. Gallerí Klaustur er opið frá kl. 11-17 alla daga vikunnar. Diana Hrafnsdóttir, myndlistarmaður, heldur stuttmyndasýninguna Sýnir I Gallerí Reykjavík. Díana sýnir tréristur sem unnar eru á þessu ári. Gallerí Reykjavík er opið virka daga frá kl. 12 til 18 og laugardaga frá kl. 11 til 16, lokað er á sunnudögum. Sýningin stendur til 26. júlí ( Café Kultura, Alþjóðahúsinu, Hverfis- götu, stendur yfir sýning á vegum spæn- sku listakonunnar Marijo Murillo. I Grafarvogskirkju stendur sýning á vatnslitamyndum eftir Björgu Þorsteins- dóttur. Sýningin ber heitið Spunnið úr trúartáknum. Sýningin er opin daglega á opnunartíma kirkjunnar og stendur til 18. ágúst. Magnús Sigurðsson sýnir í galieri@hlemmur.is. Sýningunni lýkur i dag 20. júlí. Sabine Funke, Ragna Róbertsdóttir og Beate Terfloth sýna í i8, Klapparstíg 33, til 17. ágúst Irýminu undir sti- ganum heldur Frosti Friðriksson sýningu. Yfirskrift sýningarinnar er Útibú. Þar getur að sýna myndir frá Indlandi en

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.