Fréttablaðið - 26.07.2002, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 26.07.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTABLAÐIÐ 26. júlí 2002 FÖSTUPACUR SPURNING DAGSINS Borðar þú hvalkjöt? María Jónasdóttir GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 85,52 -0,04% Sterlingspund 134,36 0.31% Dönsk króna 11,49 0,96% Evra 85,43 -0,92% Gengisvístala krónu 127,85 0,81% KAUPHOLL ISLANDS Fjöldi viðskipta 186 Velta 891,1 milljón lCEX-15 1.266,9 0,16% 1 Mestu viðskipti j Jarðboranir 37.370.000 Kaupþing banki 22.914.000 íslandsbanki 20.725.204 Mesta hækkun Landssíminn 6,60% Kögun 2,34% Búnaðarbankinn 2,27% Mesta lækkun Líftæknissjóðurinn MP BIO 22,22% Flugleiðir 4,07% Sjóvá Almennar 2,64% ERLENDAR VÍSITÖLUR* Dow Jones 8157,3 -0,4% Nasdaq 1248,5 -3,2% FTSE 3965,9 5,0% DAX 3545,5 -2,4% Nikkei 9929,9 -0,2% S&P 839,4 -0,5% *Erlendar vísitölur kl. 19.00 LANDSPÍTALINN Útlendingum fjölgar ört í starfsliði. Menntun: Metaðsókn í Lögregluskólann LÖGGÆSLA Aldrei fyrr hafa fleiri stundað nám við Lögregluskólann en nú er. 48 verðandi lögreglumenn eru þessa dagana í starfsnámi en nám við skólann hest í janúar og lýkur með útskrift í desember. Fyrstu fjórir mánuðirnir fara 'í bóklegt nám og síðan tekur starfs- nám við yfir sumartímann. Um haustið setjast lögregluefnin aftur á skólabekk þar til þeir útskrifast í lok árs. Ekki eru lengur gerðar kröfur um lágmarkshæð verðandi lögreglumanna. Þeir mega vera af öllum stærðum en þó standast þrekpróf og vera vel að manni. All- ir nemar þreyta inntökupróf og gerðar eru sérstakar kröfur um ís- lenskukunnáttu svo og þekkingu á einu norðurlandamáli, ensku og jafnvel þýsku. Lögregluskólinn er til húsa á Krókhálsi þar sem er vel útbúinn leikfimissalur auk kennslustofa. Skólastjóri Lögreglu- skólans er Arnar Guðmundsson lögfræðingur. ■ LÖGREGLUMENN Auknar vinsældir starfsins. Ætlar ekki að gefast upp Jóhannes Davíðsson, gullsmiður og MS-sjúklingur, hefur kært stjórn LÍN í þriðja skiptið. Hann vill fá námslán felld niður. LIN hefur þegar gjaldfellt lánið og gengið á ábyrgðarmenn. lín Jóhannes Davíðsson, gullsmið- ur og MS-sjúklingur, hefur enn og aftur kært stjórn Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna til málskots- nefndar. Hann vill fá námslán, sem nema um einni milljón króna, felld niður. Þetta er í þriðja skiptið sem Jóhannes, sem er öryrki og hefur ekki getað unnið síðan 1998, kærir Það þýðir stjórnina til mál- ekkert að senda skotsnefndarinn- sköllóttan mann ar. í samtali við í klippingu. Fréttablaðið sagði Jóhannes, sem er búsettur í Dan- mörku, að málskotsnefndin hefði tvisvar úrskurðað sér í vil, en stjórnin hefði ekki að fullu tekið það til greina. Málið væri því kom- ið í marga hringi. „Ég er orðinn ofboðslega þreyttur á þessu og það er kannski meiningin hjá Lánasjóðnum að reyna að láta mig gefast upp á end- anum,“ sagði Jóhannes. „En ég gefst aldrei upp og held áfram að leita réttar míns.“ í byrjun mánaðarins bauð stjórn LÍN Jóhannesi að fella niður eina greiðslu lánsins og skuld- breyta afgangnum. Jóhannes sagð- ist ekki una þessari niðurstöðu og því hefði hann kært málið enn og aftur til málskotsnefndarinnar. „Það þýðir ekkert að senda sköllóttan mann í klippingu. En þeir vilja það svo gjarnan þó ég sé ekki með neitt hár.“ Jóhannes sagði að í lögum LÍN væri ákvæði sem heimilaði stjórn- inni að fella niður námslán sjúk- lings eða öryrkja. Stjórnin vildi hins vegar ekki fara eftir því ákvæði, líklega vegna hræðslu um að holskefla mála myndi fylgja í kjölfarið. Ef málskotsnefndin staðfestir síðasta úrskurð stjórnar LÍN verð- ur það lokaniðurstaða stofnunar- innar í málinu. Jóhannes sagði að ef svo færi myndi hann samt ekki gefast upp. Réttur hans væri ótví- ræður og umboðsmaður Alþingis hefði m.a. tekið undir það í áliti sínu síðastliðið sumar. Hann sagði að ef málskotsnefndin myndi stað- festa úrskurð stjórnarinnar hygð- ist hann leita réttar síns hjá alþjóð- legum dómstólum, væntanlega Mannréttindadómstól Evrópu, en hann myndi skoða það þegar að því kæmi. Jóhannes sagði að málið væri orðið ansi snúið og í raun hið ÖRYRKI í STRÍÐI VIÐ LÍN í byrjun mánaðarins bauð stjórn LIN Jó- hannesi Davíðssyni að fella niður eina greiðslu lánsins og skuldbreyta afgangn- um. Hann sagðist ekki una þeirri niður- stöðu og því hefði hann kært málið enn og aftur til málskotsnefndarinnar. furðulegasta, þar sem hann væri að reyna að fá felld niður námslán sem þegar hefðu verið greidd. LÍN hefði þegar gjaldfellt lánið og gengið á ábyrgðarmenn sem hefðu í vor samið um greiðslu á því. Hann sagði ótrúlegt að LÍN gæti gjaldfellt lán og gengið á ábyrgð- armenn á meðan málið væri enn í gangi, en þannig væri það nú samt. Hann væri því í raun að fara fram á endurgreiðslu lánsins. Ekki náð- ist í Steingrím Ara Arason, fram- kvæmdastjóra LÍN, vegna máls- ins. trausti@frettabladid.is Vegaframkvæmdir hamla strætisvagnaferðum um Breiðholtið: V ísnasöngvari í leigubíl HÖRÐUR TORFASON Frá London í Breiðholtið - en kemst vart um. Landspítalinn - háskólasjúkrahús: 300 starfs- menn frá 56 þjóðlöndum sjúkrahús Útlendingum í starfs- liði Landspítalans fer stöðugt fjölgandi. Nýjustu tölur frá því fyrr á árinu sýna að sex prósent starfsliðsins er af erlendu bergi brotið. Starfsfólk Landspítalans telur nú tæplega fimm þúsund manns og þar af eru yfir 300 út- lendingar frá 56 þjóðlöndum. Samkvæmt niðurstöðum úttektar sem var gerð þá starfa útlending- arnir helst við þrif og í eldhúsi en einnig eru þeir að verða áberandi meðal hjúkrunarfræðinga. Flestir útlendingana í starfsliði Landspít- alans koma frá Tælandi, Filipps- eyjum og Danmörku. ■ samgöngur „Ég er nýkominn heim eftir 10 mánaða veru í Lundúnum og bý hérna hjá föður mínum í Fellunum í Breiðholti á meðan ég bíð eftir íbúðinni minni. En ég kemst aldrei í strætó. Hann kem- ur aldrei hingað,“ segir Hörður Torfason, vísnasöngvari og skáld. „Hér sé ég bæði fatlaða og ófatl- aða bíða eftir strætisvögnum sem aldrei koma. Ég veit ekki hvernig fólk fer hér að. Sjálfur verð ég að ferðast um í leigubílum," segir Hörður. Samkvæmt upplýsingum frá Strætó bs þá má rekja ástæðu þessa ástands til undirganga sem verið er að grafa við Austurberg- ið. Fyrir bragðið þá aka leið 12,14 og 112 aðeins að Fellaskóla því það er eini staðurinn á svæðinu þar sem vagnarnir geta snúið við. Þaðan er svo aftur ekið niður Vesturbergið í stað þess að taka Austurbergshringinn. Við þetta detta tvær biðstöðvar út: „Framkvæmdirnar hófust 10. júlí og ráðgert er að þeim ljúki 10. ágúst," segir talsmaður Strætó bs. ■ Söfnun RKÍ fyrir starf með ungu fólki: 1 æp Ijogur tonn af mynt fjársöfnun Tæp fjögur tonn af er- lendri mynt hafa skilað sér í söfn- un Sparisjóðsins, íslandspósts og Flugleiða-Frakt fyrir starf Rauða kross íslands með ungu fólki. Áætlað verðmæti myntarinnar er milli átta og tólf milljónir króna. Rauði krossinn rekur Rauðakross- húsið, athvarf fyrir ungt fólk, og Trúnaðarsímann, sem er opinn all- an sólarhringinn. Við upphaf söfn- unarinnar í apríllok gáfu starfs- menn fyrirtækjanna þriggja mynt að verðmæti um ein milljón króna, sem bætist við upphæðina sem safnaðist meðal almennings. ■ GUNNAR I. BIRGISSON „Reynum vera eins mannleg og við get- um." Stjórnarformaður LIN: Höfum gengið út á ystu nöf lín Gunnar I. Birgisson, stjói'nar- maður í Lánasjóði íslenskra náms- manna, sagði að stjórnin þyrfti að fara eftir lögum og úthlutunarregl- um sjóðsins og það hefði hún gert í máli Jóhannesar Davíðssonar, MS- sjúklings. Hann sagði það rétt að í lögum LÍN væri ákvæði sem heim- ilaði stjórninni að fella niður náms- lán sjúklings eða öryrkja. í þessu einstaka máli hefði maðurinn hins vegar verið kontinn í vanskil löngu áður en hann hefði veikst. „Við reynum vera eins mannleg og við getum og koma til móts við okkar skjólstæðinga sem eru í vanda,“ sagði Gunnar I. „Við telj- um okkur hafa gengið alveg út á ystu nöf til að reyna að koma á móts við hann (Jóhannes)." Aðspurður sagði Gunnar I. að ef lán Jóhannesar yrði fellt niður myndi það eflaust gefa ákveðið fordæmi. Stjórnin hefði velt því fyrir sér. ■ Verkalýðsfélag Akraness áfrýjar: Þarf að bíða Hæstaréttar dóivismál Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur áfrýjað til Hæsta- réttar dómi Héraðsdóms Vestur- lands í máli Vilhjálms Birgissonar gegn félaginu. Hatrammar deilur hafa verið innan félagsins í nokkurn tíma og hefur Vilhjálm- ur, sem kjörinn var í stjórn félags- ins fyrir tveimur árum, gagnrýnt slælega ávöxtun fjármuna félags- ins og sakað stjórnina um óráðsíu. Hann krafðist aðgangs að bók- haldsgögnum félagsins en fékk ekki. Héraðsdómur kvað upp þann dóm í júní að skylt væri að veita Vilhjálmi aðgang að um- beðnum gögnum. Því unir stjórn félagsins ekki og áfrýjaði til Hæstaréttar. Vilhjálmur fær því ekki aðgang nerna Hæstiréttur staðfesti dóm undirréttar. „Okkar skilningur hefur verið sá að Verkalýðsfélag Akraness sé frjálst félag og taki sínar eigin ákvarðanir, meðal annars um að- gang að gögnum félagsins. Á því var vörn okkar byggð og nú vilj- um við fá endanlega niðurstöðu æðsta dómstóls í landinu hvað það varðar meðal annars,“ segir Her- var Gunnarsson, formaður Verka- lýðsfélags Akraness. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.