Fréttablaðið - 26.07.2002, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 26.07.2002, Blaðsíða 2
INNLENT FRÉTTABLAÐIÐ 26. júli 2002 FÖSTUPAGUR Bæjarráð Reykjanessbæjar lýsti áhyggjum af fyrirhug- uðum fjöldauppsögnum starfs- fólks hjá fyrirtækjum á Kefla- víkurflugvelli á fundi sínum í gær. í bókun bæjarráðs segir að þó gera megi ráð fyrir að um sé að ræða árstíðarbundna sveiflu að einhverju leyti megi vera ljóst að grípa þurfi í taumana og leita allra ráða til að draga úr fjöldauppsögnum. Skuldir Norðurljósa hjá Landsbankanum: Hætt við gjaldfellingar 19 skuldabréfa Minnihlutinn í bæjarráði Vestmannaeyja gagnrýndi meirihlutann í gær fyrir að hafa ekki skipað menn í viðræðu- nefnd við dómsmálaráðuneyti til að koma í veg fyrir að breyting- ar á reglugerð um kostnað við löggæslu á útihátíðum setji Þjóðhátíð ekki í uppnám á kom- andi árum. MILOSEVIC Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu, þarfnast hvíldar. Slobodan Milosevic: Gæti fengið hjartaáfall HAAC. hollandi. ap Slobodan Milos- evic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu, er í alvarlegri hættu á að fá hjartaáfall og þarfnast hvíldar. Þetta segir læknir á veg- um Sameinuðu þjóðanna sem rannsakaði hann hátt og lágt ný- verið. Milosevic, sem er sextugur að aldri, hefur að minnsta kosti tvisvar fengið flensu síðan réttar- höldin yfir honum hófust hjá stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í febrúar síðastliðnum. Hefur þurft að fresta réttarhöld- unum um mánuð af þeim sökum. Milosevic, sem er lögfræðingur að mennt, ver sig sjálfur í réttar- höldunum. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Brotist var inn í Lyf og heilsu í Glæsibæ í fyrrinótt. Að sögn lögreglu voru tveir menn hand- teknir þegar þeir reyndu að kom- ast af vettvangi í bíl. Stolið var ávanabindandi lyfjum, en ekki er vitað hversu miklu. Málið er í rannsókn. Drengur slasaðist þegar hann féll í húsgrunn og lenti á steyputeini í Grafarholti í fyrra- kvöld. Að sögn vakthafandi lækn- is liggur drengurinn alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Land- spítalans í Fossvogi. Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldssúrskurð yfir manni á þrítugsaldri. Manninum var sleppt af Litla-Hrauni 18. júlí en um klukkutíma síðar stöðvaði lögreglan á Selfossi hann á ofsa- hraða á stolnum bíl. Maðurinn var með talsvert þýfi í bílnum og verður í gæsluvarðhaldi til 2. september. Þorri Bryndísarson, 16 ára pilt- ur, sem lögreglan hefur leitað síðan 1S. júlí, kom í leitirnar í austurbæ Reykjavíkur í fyrr- inótt. Barnaverndaryfirvöld eru nú með hann í sinni umsjá, en málið er til rannsóknar hjá lög- reglu. NORÐURLJÓS „Við höfum vitneskju um að Landsbankinn ætli að falla frá gjaldfellingu þessara 19 skuldabréfa. Við greiddum fyrir skömmu vaxtaafborgun af þess- um bréfum upp á tæpar fjórar miljónir og höfum nú greitt það sem upp á vantaði, tæplega 250 þúsund krónur. Tékkinn hefur verið innleystur og lögmönnum falið að hætta við gjaldfelling- una,“ segir Sigurður G. Guðjóns- son, forstjóri Norðurljósa. Bréfin eru hluti skuldabréfa upp á tvo milljarða króna sem lífeyrissjóðirnir í landinu keyptu af Norðurljósum. Landsbankinn á 22 þessara bréfa, sem voru með gjalddaga á vaxtagreiðslum í lok maí síðastliðnum. Norður- ljós gátu ekki að fullu staðið í skilum með vaxtagreiðslurnar og hugðist Landsbankinn gjald- fella 19 þessara bréfa. Vaxta- greiðslur af þremur bréfanna voru í skilum. Hvert þessara 22 skuldabréfa er upp á fimm millj- ónir króna, þannig að til stóð að gjaldfella bréf upp á 95 milljónir króna. ■ Umræðan alls ekki góð fyrir bankann Ekkert samráð við keppinauta Norðurljósa um að knýja fyrirtækið í gjaldþrot segir formaður bankaráðs. Lögregla rannsaki hvort trúnaðar- upplýsingar komu frá bankanum Það er óraun- hæft að halda því fram að við getum knúið Norður- ijós í gjaid- þrot. búnaðarbankinn „Við erum þess fullvissir að það sem gert var fyr- ir hönd bankans var fyrst og fremst til að ti’yggja hagsmuni hans. Hitt er jafnljóst að öll sú umræða sem spunnist hefur að ___ undanförnu er alls ekki góð fyrir bankann," segir Magnús Gunnars- son, formaður bankaráðs Búnað- arbanka Islands. Ráðið þingaði í gær og fjallaði —4__.~ meðal annars um kæru Norðurljósa til Fjármálaeftirlitsins, vegna inn- heimtuaðgerða bankans gagnvart félaginu. í yfirlýsingu banka- ráðsins segir að ráðið telji að fullnægjandi skýringar hafi kom- ið fram um atvik málsins. Bank- inn geti hins vegar ekki tjáð sig frekar um málið vegna banka- leyndar. Málsatvik verði skýrð fyrir Fjármálaeftirlitinu. Þá tel- ur bankaráðið upplýst að upplýs- ingar um lánastöðu Norðurljósa hafi ekki komið frá bankanum, þrátt fyrir að skjalanúmer hafi fyrir mistök verið sett á blað af hálfu bankans. „Skjalanúmerin segja ekkert um lánin sjálf og við erum þess fullvissir að bankaleynd var ekki brotin. Við höfum hins vegar ósk- að eftir lögreglurannsókn á því hvort og þá með hvaða hætti trún- aðarskjöl hafi komið úr bankan- um,“ segir Magnús Gunnarsson. Magnús segir að bankinn hafi alls ekki átt samráð við keppi- nauta Norðurljósa um að beita að- stöðu sinni til að knýja fram gjald- þrot Norðurljósa. „Það er óraunhæft að halda því fram að við getum knúið Norður- ljós í gjaldþrot. Kröfur Búnaðar- bankans eru afar lítill hluti heild- arskulda Norðurljósa og stærri kröfuhafar láta Búnaðarbankann ekki ráða ferðinni í þeim efnum,“ segir Magnús Gunnarsson. MAGNUS GUNNARSSON FORMAÐUR BANKARÁÐS BÚNAÐARBANKA ÍSLANDS HF. Hagsmunir bankans hafðir að leiðarljósi við úrlausn mála Norðurljósa. Umræðan að undanförnu ekki Hann ítrekar að bankinn sé og hafi verið tilbúinn til viðræðna við forsvarsmenn Norðurljósa um nauðsynlegar tryggingar fyrir ið fyrir bankann. lánum, svo unnt verði að falla frá yfirstandandi innheimtuaðgerð- um. the@frettabladid.is Upplýsingar um lánveitingar til Skjás eins: Las rangt úr gögnum frá Búnaðarbankanum búnaðarbankinn „Ég harma að hafa lesið rangt úr þeim gögnum sem ég hafði um skuldastöðu Skjás eins við Búnaðarbankann. Mér datt bara ekki í hug að fyrirtæki sem hyggst yfirtaka rekstur Norð- urljósa væri með 160 þúsund krón- ur í vanskilum í næstum heilt ár,“ segir Sigurður G. Guðjónsson, for- stjóri Norðurljósa. í frétt blaðsins í gær var haft eftir Sigurði G. að Skjár einn skuldaði Búnaðarbankanum 162,5 milljónir sem fallið hefðu í gjald- daga 15. ágúst 2001 og að inn- heimtuaðgerðir hefðu ekki verið hafnar þann 23. maí síðastliðinn. Vísaði forstjóri Norðurljósa þar í trúnaðarupplýsingar úr viðskipta- mannaskrá Búnaðai'bankans. í tilkynningu sem Búnaðar- bankinn sendi frá sér segir að um- fjöllun blaðsins sé í meginatriðum röng. Að fenginni heimild skuldara upplýsir bankinn að um hafi verið að ræða viðskiptavíxil að fjárhæð 162.500 krónur auk dráttarvaxta. Víxillinn hafi verið í innheimtu- meðferð en hafi nú verið greiddur að fullu. Þá segir Búnaðarbankinn að Norðurljós hafi komist yfir um- rædd gögn með ólögmætum hætti og notað þau undanfarið til að koma höggi á bankann í fjölmiðl- um. Forstjóri Norðurljósa bað í gær Árna Tómasson, aðalbankastjóra Búnaðarbankans afsökunar á um- mælum sínum. Fréttablaðinu þykir miður að hafa farið rangt með upplýsingar um lánveitingar Búnaðarbankans til Skjás eins og biður hlutaðeig- andi velvirðingar á því. the@frettabladid.ís Launamisréttisdómur: Bærinn áfrýjar dómstólar Bæjari’áð Akureyrar ákvað í gær að áfrýja dómi Hér- aðsdóms Norðurlands eystra í máli Guðrúnar Ólafíu Sigurðar- dóttur gegn bænum. Héraðsdóm- ur hafði fundið bæinn sekann um að hafa greitt Guðrúnu Ólafíu lægri laun en karlmanni í sam- bærilegu starfi. Var bænum gert að greiða henni 4,8 milljónir króna leiðréttingu. Ákvörðun um áfrýjunina var tekin með fjórum atkvæðum gegn einu. ■ Smáauglýsingar Nýtt met á hverjum degi útgáfa Nýtt met er sett í smáaug- lýsingum Fréttablaðsins í dag. Blaðið hefur aldrei birt fleiri auglýsingar sama daginn. Það sama gerðist i gær. Þá var sett met - sem er síðan slegið í dag. í gær gerðist það að smáauglýs- ingar í Fréttablaðinu voru fleiri en smáauglýsingar í DV. „Þetta eru frábærar viðtök- ur,“ segir Dagný Jóhannesdóttir, deildarstjóri smáauglýsinga- deildar. „í gær höfðum við birt smáauglýsingar átta daga. DV hefur hins vegar verið rúma átta áratugi á markaðnum." Þrátt fyrir að smáauglýsingar Fréttablaðsins hafi augljóslega tekið frá smáauglýsingum DV eru áhrifin fyrst og fremst þau að fleiri nota smáauglýsingar. „Smáauglýsingar koma nú fyrir augu miklu fleiri og það ýtir und- ir að fólk notfæri sér þennan frá- bæra auglýsingamáta,“ segir Dagný.B ERLENT Zacarias Moussaoui lýsti sig í gær saklausan af ákærum um að hafa tekið þátt í að skipu- leggja hryðjuverkaárásirnar í New York og Washington 11. september sl. Moussaoui hafði áður lýst sig sekan um nokkur ákæruatriði. Stjórnvöld í Erítreu hafa óskað eftir aðstoð hjálparstofnana og alþjóðastofnana til að koma í veg fyrir að miklir þurrkar valdi mannskæðri hungursneyð. Norður-Kóreumenn lýstu því yfir í gær að þeim þætti leitt að komið hefði til mannskæðrar sjóorrustu milli Kóreuríkjanna 29. júní sl. N-kóresk stjórnvöld höfðu áður sakað Suður-Kóreu- menn um að bera ábyrgð á orr- ustunni. Ibúar á Gíbraltar munu ganga til atkvæða um það hvort landssvæðið heyri sameiginlega undir Bretland og Spán eins og stjórnvöld ríkjanna hafa verið að semja um eða hvort þeir hafni því að Gíbraltar heyri á nokkurn hátt undir Spán. SIGURÐUR G. GUÐJÓNSSON Datt bara ekki í hug að fyrirtæki sem hyggst yfirtaka rekstur Norðurljósa væri með 160 þúsund krónur í vanskilum í næstum heilt ár.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.