Fréttablaðið - 26.07.2002, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 26.07.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTABLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja hf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. 10 26. júlí 2002 FÖSTUDAGUR Sæluríki við ysta haf Sameinuðu þjóðirnar meta að lífskjör séu með ágœtum á ís- landi. Við erum í sjöunda sæti á lista yfir þær þjóðir þar sem lífs- ___kjör eru talin best. Frá því 1990 Þetta kemur fram í hafa 3.6 millj- skyr®lu s«m.Sam' emuðu þjoðirnar , ...* ,. sendu fra ser í vik- faNið í borg- unni Af þeim sex arastyrjoldum þjóðum ^ taldar 08f°k™ eru búa við betri milli kynþatta. jcost en vjg eru fremstar Norðmenn og Svíar. Á eftir þeim koma Kanada, Belgía, Ástralía og Banda- ríkin. Þessi niðurstaða er okkur til mikils sóma. Hluti af góðum lífs- kjörum okkar fæst með meiri vinnu en víðast hvar annars staðar. Það gerir það hins vegar að verkum að við höfum skemmri frí- tíma dag hvem en margar aðrar þjóðir. Þrátt fyrir að þjóðin hafi það gott að meðaltali, þá er gæð- unum misskipt. Það sem gerir ís- land ekki síst svo gott má lesa í skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Þar má finna eftirfarandi upp- lýsingar sem við íslendingar þekkjum sem betur fer ekki úr okkar lífi: Á 20. öldinni féllu 170 milljónir manna fyrir hendi eigin stjórn- valda, sem er miklu hærri tala en nemur fjölda þeirra sem fórust í styrjöldum milli tveggja eða fleiri ríkja. Frá því 1990 hafa 3,6 milljónir Mál manna Sigurjón M. Egilsson skrifar um ísland manna fallið í borgarastyrjöldum og átökum milli kynþátta. Þetta er 16 sinnum hærri tala en fjöldi þeir- ra sem fallið hafa í styrjöldum milli ríkja. Árið 1999 höfðu 2,8 milljarðar manna innan við 170 krónur á dag til þess að lifa af. Þar af höfðu 1,2 milljarðar manna innan við 85 krónur á dag í tekjur. Um það bil 11 milljónir barna deyja árlega af ástæðum, sem hægt hefði verið að koma í veg fyr- ir. Mörg þessara dauðsfalla hefðu ekki átt sér stað ef gerðar hefðu verið einfaldar umbætur í næring- armálum, hreinlæti, heilsufari mæðra og menntun. Aðildarríki Efnahags-og fram- farastofnunar Evrópu, OECD, greiða samtals um það bil 850 millj- arða króna í styrki til landbúnaðar- framleiðslu innanlands. Þetta er meira en sex sinnum hærri fjár- hæð en sömu ríki verja til þróunar- aðstoðar til fátækra ríkja. ■ | BRÉF TIL BLADSINS Pétur Blöndal og sumarleyfi þingmanna Hafsteinn skrifar: _ Mér var hugsað til þess hversu fangt er síðan að alþingis- mennirnir okkar hafa verið að störfum. Þeir eru samt ekki langt komnir með óhóf- legt sumárléyfi sitt. Þeir hafa sagt að mikil vinna fylgi starfi þeirra og þeim veiti ekki af löng- um fríum frá eig- inlegum þing- störfum þar sem þeir þurfa að undirbúa sig fyrir annríki vetrar- ins. Ekki hefur sést til þingmanna þjóðarinnar að undanförnu. Þó er ein skýr undantekning þar á. Pétur Blöndal, þingmaður Reykvíkinga, hefur keppst við að yfirtaka Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis. Mig minnir að hann hafi haft á orði að hann fái fimm eða sjö milljónir frá margumtöl- uðum Búnaðarbanka takist hon- um að ná SPRON. Pétur hefur ekki leynt því að hann standi í þessu vegna þess hversu vel hann fær borgað. Sem alþingismaður er líklegt að Pétur sé á rausnarlegum laun- um frá Alþingi í yfirtökuáformum sínum. Ekki er trúlegt að hann komi mikið hæfari til þings í vet- ur eftir að hafa staðið í viðskipta- stríði allt sumariö og það á tvö- földum launum. Annars vegar frá ríkisbankanum og hins vegar frá Alþingi. Er þetta eðlilegt? ■ —4— • • Okumenn sem drepa Stefán Vilhelmsson skrifar: Hraðakstur drepur eru orð að sönnu og hann drepur fleira en mannfólk! Ömurlegt er að fara um Álftanesveg- inn þessa dagana og sjá dauðan ungfuglinn. Á nesinu er mikið fuglalíf og t.d. kríuungarnir að læra fluglistina og eru því hálffleygir! Fyrir suma ökumenn er þetta hraðakstursleið og sinna þeir engum aðvörunum um fuglalíf og hámarkshraða. Þeir drepa!! ■ LESENDABRÉF Lesendur geta skrifað bréf í blaðið. Æskilegt er að hvert bréf sé ekki lengra en sem nem- ur hálfri A4-blaðsíóu. Hægt er að senda bréfin í tölvupósti, rit- stjorn@frettabladid.is, hringja í síma 515 7500, faxa í síma 515 7506 eða senda bréf á Fréttablaðið, Þverholti 9, 105 Reykjavík. AOL TIME WARNER Vegfarendur ganga framhjá höfðustöðvum AOL Time Warner við Rockefeller Center í New York. Hlutabréf í fyrirtækinu hafa fallið gífurlega undanfarið Meint bókhaldssvik AOL Time Warner ranr sökuð Rannsókn bandaríska Qármálaeftirlitsins er á frumstigi. Fyrirtækið segist ekki hafa óhreint mjöl í pokahorninu. new york ,ap Bandaríska fjár- málaeftirlitið hefur hafið rann- sókn á bókhaldi stærsta fjöl- miðlafyrirtækis heims, AOL Time Warner Inc. Rannsóknin hófst í kjölfar ásakana í blaðinu Washington Post um að fyrirtæk- ið hafi m. a. samið við breskt fjölmiðlafyrirtæki með ólögleg- um hætti um kaup á auglýsing- um á árunum 2000 til 2002. Rannsóknin er á frumstigi sem þýðir að engar sannanir eru fyrir því að fyrirtækið hafi brot- ið af sér. AOL Time Warner hef- ur lýst því yfir að allar bókhalds- færslur sínar hingað til hafi ver- ið í samræmi við viðurkennda bókhaldsvinnu. Að sögn Richard Parsons, framkvæmdastjóri fyr- irtækisins, aðstoða þeir fjár- málaeftirlitið við rannsókn máls- ins. Fréttir af rannsókninni hafa skyggt á þá staðreynd að AOL Time Warner greindi nýverið frá hagnaði í fyrsta sinn síðan sam- eining AOL og Time Warner gekk í gegn í janúar árið 2000. Tilkynnt var um hagnað á öðrum fjórðungi ársins upp á um 33 milljarða króna. 6 milljarða tap varð á sama tíma í fyrra. Mál AOL Time Warner kemur í kjölfar nokkurra hneykslismála upp á síðkastið. Enron, WorldCom, Xerox og Adelphia Communications hafa öll lent í klóm fjármálaeftirlitsins sem er nú í mikilli herferð gegn fyrir- tækjasvikum. Mikil ólga hefur skapast á bandaríska hlutabréfamarkaðin- um vegna þessa. Féllu hlutabréf í AOL Time Warner um 7% í fyrrakvöld eftir að fregnirnar um hin meintu bókhaldssvik höfðu borist. Verðmæti hluta- bréfa í fyrirtækinu hafa nú fallið um 65% frá byrjun ársins vegna ótta fjárfesta um að sameining AOL og Time Warner hafi ekki gengið sem skildi. Dregið hefur úr auglýsingasölu fyrirtækisins og áskrifendum á netdeild þess hefur fækkað umtalsvert. ■ Byggðastofnun: A enga sjónvarpssenda 7 BYCGÐASTOFNUN : SJÓNVARPSSENDAR Ekki er búið að ganga frá eignarhaldi Byg :, astofnunar á sjónvarpssendum. Þar með er ekki búið að tryggja útsendingar sjónvarps á landsbyggðinni. BYGGÐASTOFNUN „Byggðastofn- un hefur ekki leyst til sín þessa sjónvarpssenda og það liggur ekki fyrir nú með hverjum hætti getur orðið af því,“ segir Aðal- steinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar. Stjórn Byggðastofnunar ræddi málið í síðustu viku, á fyrsta fundi sem haldinn er eftir að Jón Sigurðsson tók við stjórn- arformennsku af Kristni H. Gunnarssyni. Þar voru ítrekuð þau markmið sem fyrri stjórn setti um þátttöku í uppbyggingu dreifikerfis sjónvarps á lands- byggðinni. Ráðgert er að Byggða- stofnun leysi til sín sjónvarps- senda sem eru í vörslu þrotabús Skjávarpsins. í framhaldinu taki stofnunin þátt í uppbyggingu dreifikerfis sjónvarps á lands- byggðinni, meðal annars dreifi- kerfi Sýnar, Skjás eins og Aksjón á Akureyri. Sjónvarpssendarnir sem um ræðir eru 24 um allt land og er hver um sig metin á um eina milljón króna. Kröfur Byggða- stofnunar vegna lána til Skjáv- arpsins nema samkvæmt heim- ildum blaðsins, rúmlega 20 millj- ónum. Stofnunin á fyrsta veðrétt í sendunum og hefur þegar lýst kröfu í þrotabúið. Kröfulýsingar- frestur rennur út 5. ágúst. „Málið er í vinnslu. Áður en við leysum sendana til okkar þarf meðal annars að svara ýmsum tæknilegum atriðum. Þau mun ég leysa í samráði við skiptastjóra þrotabús Skjávarpsins. Þetta skýrist væntanlega fljótlega í næsta mánuði. Þá fyrst getum við hafið viðræður við þær sjón- varpsstöðvar sem óskað hafa eft- ir samstarfi," segir forstjóri Byggðastofnunar. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.