Fréttablaðið - 26.07.2002, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 26.07.2002, Blaðsíða 22
FRÉTTABLAÐIÐ 26. júlí 2002 FÖSTUDAGUR MEÐ SÚRMJÓLKINNTT þegar bóndi hennar kom að. „Ég bara skil þetta ekki,“ sagði ljóskan. „Þetta á að vera hani.“ „Ástin mín, settu kornflexið aftur í pakkann," svaraði maður- inn. ■ 22 Heilbrigður lífsnautnamaður ekktari sögu- og náttúrusveit en Bláskógabyggð er ekki til,“ segir Ragnar Sær Ragnarsson, nýráðinn sveitarstjóri í sveitinni. Ragnar er þó ekki ókunnugur á þessum slóðum því áður vann hann í fjögur ár fyrir Biskups- tungnahrepp. „Starfið leggst mjög vel í mig,“ segir Ragnar, „og jafnframt því að vera starf er þetta áhugamál. Ég hef til dæmis óþrjótandi áhuga á uppeldis- og skólamálum og hlakka til að vinna að því að byggja hér upp blómlegt samfélag." Þar fyrir utan eru áhugamál Ragnars útivist og hreyfing og hann stundar sund og kennir bad- minton. „Svo er ég líka mikill lífs- nautnamaður og elska að borða góðan mat. Við hjónin erum í mat- arklúbbi þar sem félagarnir hitt- ast reglulega. Nú er fyrirhugað spænskt kvöld með tapas-réttum og paellu og fram að því er verið að spá í hvaða rauðvín séu best með.“ Ragnar segist ekki vera mikið í eldamennsku sjálfur nú- orðið, konan hans sé mun betri kokkur. „Ég er liðtækur við frá- ganginn," segir hann. Þá segist Ragnar vera duglegur að sækja tónleika og sýningar og njóta hvers kyns menningarviðburða. Nú bíður hann í ofvæni eftir að 11 ára dóttir hans, Katrín, komi heim úr sumarbúðum í Noregi. „Þetta eru alþjóðlegar sumarbúð- ir og héðan fóru tuttugu börn til að dvelja á ýmsum stöðum í heim- Persónan Ragnar Sær Ragnarsson hefur verið ráðinn nýr sveitarstjóri Bláskógasveitar. inum. Ekki má hafa samband við börnin meðan á dvölinni stendur, fyrst og fremst til að þau verði ekki gripin heimþrá, svo ég er mjög spenntur að fá hana heim.“ Ragnar er annars nýkominn af ættarmóti í Húnavatnssýslu það- an sem hann er ættaður. Hann er kvæntur Unni Ágústu Sigurjóns- dóttur, hjúkrunarfræðingi. ■ RAGNAR SÆR RAGNARSSON Hefur gaman af vinnunni sinni, en stundar líka útivist og elskar að borða góðan mat. VEÐUR eðrið hefur versnað. En samt er það gott. Menn skyldu minnast orða landbúnaðarráð- herra sem hann viðhafði eftir út- reiðatúr í 40 stiga hita í Ameríku þess efnis að ekkert jafnaðist á við kuldann á íslandi. Þetta vita þeir sem víða fara. Kuldinn er betri en hitinn. Kuldann má klæða af sér en það háttar sig enginn gegn hita. Draumur mar- gra um að eyða ævikvöldinu á Flórída eða öðrum suðlægum slóðum er reistur á sandi. Sá sem reynt hefur að fara í göngu- ferð á miðju sumri á slíkum stöðum kemst vart úr spori. Vegna hitans og ekki síður vegna þess að hann sekkur ofan í bráð- ið malbikið. Úti í náttúrunni ganga menn helst ekki af ótta við skordýr, snáka og eiturslöng- ur. Þá er íslenska þúfan betri í rigningu. Svo ekki sé minnst á blessaða þokuna á fjallshálsum sem byrgir sýn og gerir allt svart/hvítt. Þá er fallegt um að litast. Eins og í álfheimum. Það er veður sem bragð er að. ■ f_________ Leiðrétting Að gefnu tilefnl skal tekið fram að Friðrik Þór Friðriksson fer með rangt mál þegar hann segir að Hrafn Gunnlaugsson sé at- vinnumaður í að afla sér óvina. Hið rétta er að Hrafn er atvinnumaður í kvikmynda- gerð og skáldskap og vinalegur að auki. TÍMAMÓT JARÐARFARIR__________________________ 10.30 Pétur V. Snæland, fyrrum for- stjóri, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík. 13.30 Anna Vigfúsdóttir, Skaftahlíð 27, verður jarðsungin frá Háteigs- kirkju. 13.30 Gísli Jónasson, Hjúkrunarheimil- inu Eir, Reykjavík, verður jarð- sungin frá Dómkirkjunni 13.30 Guðbjörg Helgadóttir Bergs, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju. 14.00 Gunnar Axel Davíðsson, húsa- smiðameistari, Bröttuhlíð 13, Hveragerði, verður jarðsunginn frá Hveragerðiskirkju. 14.00 Páll Sesselíus Eyþórsson, Víkur- braut 14a, Grindavík, verður jarð- sunginn frá Grindavíkurkirkju. 15.00 Elín Jónasdóttir, Sóltúni 2, verð- ur jarðsungin frá Áskirkju í Reykjavík. 15.00 Þórunn Matthíasdóttir, Strýtuseli 15, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. AFMÆLI_______________________________ Sjónvarpskonan Sigriður Arnardóttir er 37 í dag. ANPLÁT_______________________________ Sigurður Steinar Þorsteinsson, múr- arameistari, Hafnarbraut 15, Hólmavík, lést 12. júlí. Jarðarförin hefur farið fram. Finnlaugur Pétur Snorrason, Árskóg- um 6, lést 23. júií. Steinunn Sigurbjörg Magnúsdóttir, lést 23. júlí. Guðrún Halldórsdóttir, Aðalstræti 43, Patreksfirði, lést 20. júlí. SAGA PAGSINS 26.JULI Atök urðu á dansleik á Siglu- firði árið 1959, þar sem á annað hundrað skip voru £ höfn vegna brælu á síldarmiðunum. Teygjustökk var sýnt í fyrsta skipti á íslandi árið 1992. Sýn- ingarstökkið var við Kringluna, síðan gafst almenningi kostur á að stökkva. | AFMÆLI | Eftirminnilegir hringir í háloftum Sigríður Arnardóttir er 37 ára í dag. Hún er nýkomin frá Portúgal þar sem hún sleikti sólina ásamt eiginmanni sínum og sonunum tveimur, þriggja og ellefu ára. AFMÆLISBARNIÐ Sirrý er nýkomin frá útlöndum en ætlar að bjóða nánustu ættingjum og vinum í hnall- þórur og kaffi um helgina. Eg fagna afmæli mínu um borð í flugvél á leið til ís- lands,“ segir Sigríður Arnardótt- ir, umsjónarmaður sjónvarps- þáttarins Fólk- með Sirrý, en hún fagnar 37 ára afmæli sínu í dag. Sirrý hefur dvalið á Al- bufeira í Portúgal síðast liðnar tvær vikur ásamt fjölskyldu sinni. „Þetta er búið að vera dá- samleg afslöppun og dekur í sól- inni. Það var samt ekki of heitt því það var smá gola.“ Sirrý segir að það komi oftar en ekki fyrir að hún haldi upp á afmæli sitt á ferð og flugi, þar sem það lendi á þessum árstíma. „Ég hef mjög oft haldið upp á af- mæli mitt á skemmtilegum stöð- um, jafnvel £ fjarlægum lönd- um.“ Sirrý segist alltaf reyna að gera eitthvað sérstakt á afmæl- isdeginum. Eitt eftirminnileg- asta afmælið var þegar hún bjó i Ameriku og starfaði þar á frétta- stofu. „Þá fór ég í flug í tveggja manna flugvél sem fór í hringi í háloftunum. Einu sinni fór ég lika í golf með barnið mitt í barnavagninum og gerði mig að algjöru fífli á vellinum." „Stundum reyni ég líka bara að fara í fjallgöngur, hlaupa lengra en venjulega eða gera eitthvað til að sigra aldurinn. Aðeins meiri áskorun en síðast." Sirrý verður áfram með sjón- varpsþáttinn í vetur. Hún segir það ekki lítið mál að halda úti klukkutíma þætti í beinni út- sendingu. Þegar hún var spurð hvort hún saknaði ekki fréttanna sagði hún. „Ég hef nú alltaf haft áhuga á mannlegum hliðum lífs- ins. Ég keypti mikið af breskum blöðum í Portúgal, með skemmtilegum sögum um mann- legar hliðar lifsins. Þar er mikið fjallað um lífsstíl, lífshætti, heil- su og menningu. Ég var eigin- lega háð bresku blöðunum í sól- inni.“ kristjan@frettabladid.is FLJÓTLEGA HRINGFERÐIN UM LANDIÐ í Ráðhúsi Reykjavíkur er að finna upphleypt íslandskort sem hefur vakið athygli margra. Þessir erlendu ferðamenn tóku sig til í gær og skoðuðu landið á nokkrum mínútum. Snæfellsjökull vakti athygli ferðamannanna þegar þeir voru búnir að virða Vestfirðina fyrir sér. FÓLK í FRÉTTUM Unnendur samsæriskenninga þykjast hafa fengið staðfest- ingu grunsemda sinna um raun- verulegu ástæðurnar að baki brott- vikningar Þorfinns Ómarssonar, fram- kvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs. í ljós kom að í fréttatilkynningu menntamálaráðu- neytisins um brott- vikninguna var ekkert minnst á að Ríkisendur- skoðun tók fram að bætt hefði ver- ið úr færslu bókhalds hjá sjóðnum. Slíkt segja samsæriskenninga- smiðir að hafi ekki sæmræmst hagsmunum þeirra sem hafi ætlað að bola Þorfinni burt með öllum ráðum. Búnaðarbankamenn, núverandi og fyrrverandi, láta til sín taka við að lýsa áhuga á að kaupa hlut ríkisins í Búnaðarbanka og Landsbanka. Þannig fer Gilding- armaðurinn fyrr- verandi Þórður Magnússon fyrir hópi fjárfesta og þá má ekki gley- ma því að Þórólf- ur Gíslason hjá Kaupfélagi Skag- firðinga sat í bankaráði Búnaðarbankans sem Valgerður Sverrisdóttir sparkaði hér um árið. Reyndar var Þórólf- ur eitt sinn kallaður einn hand- rukkara Framsóknarflokksins enda var hann oft kallaður til þeg- ar innheimta þurfti fé sem fyrir- tæki höfðu lofað að styrkja flokk- inn um. Kremlverjum virðist fjölga dag- lega þessa dagana. Nýr í hópn- um er Þröstur Freyr Gylfason. Breiddin er orðin ansi mikil á vefnum. í það minnsta aldurslega þar sem elsti Kremlverjinn er 21 ári eldri en sá yngsti. Óvenjumikill munur á vefriti.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.