Máni - 18.10.1881, Side 8

Máni - 18.10.1881, Side 8
151 MÁNI. 152 landsþinga, ungur aö aldri og líklegur til góðra framkvæmda í félagi sínu. G. N. Eduard Siemsen, konsúll og kaup- maður, andaðist 27. ágúst (f. 1815), gam- all og merkur borgari í Reykjavík í 40 ár. Guðlaug Guttormsdóttir, prófasts í Valla- nesi, ekkja eptir Gísla Hjálmarsson lækni, andaðist 6. sept. Háöldruð og skörungur kvenna. Einar Hjörleifsson , uppgjafaprestur , í Vallanesi, andaðist 19. ág., f. 2/u 1798, „merkisprestur, og skyldurækinn em- bættismaður11. Guttormur Guttormsson, prestur að Stöð í Stöðvarfirði. Jón Guffmundur þorsteinsson Pálsson, verzlunarfulltrúi í Reykjavik, deyði 11. ágúst, úr langvinnum og þungum veik- indum, vandaður og gjörvilegur maður. þorsteinn Eggertsson, bóndi á Hauka- gili í Húnaþingi, valinkunnur maður. Guðbrandur Guðbrandsson, ljósmyndari, í Reykjavík, deyði 8. ágúst; hann var fyrrum hreppstjóri, og borgari á Grund- aríirði, vel að sér, gjörvilegur maður á sínum fyrri árum, en farinn að heilsu þá er leið á æfina. — Amtmannsembættið nyrðra er nú laust fyrir uppgjöf Kr. Kristjánssonar amtmanns; fyrst um sinn frá 9. júlí er settur Júlíus Havstein cand. juris. Útskrifaðir af prestaskólanum: Magnús Helgason . . með 1. eink. 51 stig Sigurður Stefánsson . — 1. — 50 ~ Lárus Eysteinsson- . . — 1. — 45 — Jón Ól. Magnússon . — 1. — 43 ~ Pétur Jónsson . . . . — 1. — 43 — Helgi Árnason . . . . —-2. 41 — Prestvígslur. 26. júní næstl. 2. sunnud. e. Tr. vígði biskup vor kandídatana: M. Andrrésson til Gilsbakka og Eirík Gíslason til Prest- hóla.— 18. þ. m. 14. sunnud. e. Tr. Helga Arnason til Sanda í Dýrafirði, Jón Magn- ússon til Hofs á Skagaströnd, Lárus Ey- steinsson til Helgastaða, Pétur Jónsson til Fjallaþinga og Sigurð Stefánsson til Ög- ursþinga. — Póstskipið „Valdimar11 kom hinn 15. þ. m., með því komu : GuðniGuðmundhs., er numið hafði læknisfræði við háskólann og tekið próf í henni, hann á að kenna hjer við læknaskólann. Markús Bjarnason, er numið hafði sjómannafræði í Khöfn, og tekið próf í henni. — Fyrst um sinn er J. Jónassen hjer- aðslæknir, settur landlæknir í stað Dr. J. Hjaltalíns, er fengið hefir lausn frá em- bættinu. iPF~ Ærið sýnist síðasta alþinginu mislagðar hendur, það lagði ferfaldan útflutningstoll á eina vörutegundina, sjávaraflann, en gleymdi sveitavörunni, hestum, fé og dún. A næsta þingi ætti það eigi að gleymast. Óveitt prestaköll: Hof, í Vopnafirði. þykkvabcejarklaustur (Meðallandsþing). Setberg, í Snæfellsnessýslu, Stöð, í Stöðvarfirði, og Hof, í Álptafirði. Smáregis. þess er getið í fréttum í bréfi einu frá Khöfn 1767? um Skúla Magnússon landfógeta, að: »Hann kom hjer, þann 20. nóvbr. og spurði fyrst, hvar er jaktin sú íslenzka, haffrúin? Svar: Hún er vel hjer komin og seld við publique auction á Kaupmannahafnar Börs til Englands. Skúli svarar: Komi nú loksins yfir ykkur allt hungrað íslenzkt blóð, frá blóði Ing- ólfs til Skúla, hvern þjer munuð drepa milli Cammeriet og Compagniet. Utgefandi: „Félag eitt í Reykjavík11. Ritstjóri: Jónas Jónsson. Prentaður í prentstofu ísafoldar.

x

Máni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Máni
https://timarit.is/publication/111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.