Fjallkonan - 03.04.1895, Side 1
Kemr út um miðja yiku.
Arg, 8 kr. (erlendii? 4kr.).
Auglýeingar mjög ódýrar
Gjalddagi 15. júli. Tpp-
sðgn ekrifieg (yrir 1. okt.
Afgr.: Þingholtsstr, 18.
FJALLKONAN.
XII, 14. Reykjavík, 3. apríl. 1896.
Útlendar fréttir.
Khöfn 14. marz.
Hér hefir verið regluleg vetrarveðrátta, snjóalög all-
niikil, frost og ísalög. Possi tíð hefir staðið síðan um
miðjan janúar. Pað hefir komið hér 15° frost, oger
það eigi alUítið, ef gætt er að því, að Kaupmannahöfn
er hálft annað hundrað mílum sunnar enn Reykjavík.
Eystrasaltið er hálfiult af lagnaðarís, og Eyrarsund,
Stóra- og Litla-belti eru illfær sökum isa. Einkum
eru skipaferðir um Eyrarsund erfiðar, og algerlega
hefði það verið ófært, ef eigi hefði menn ísbrotaskip,
er vakar skipunum leið. „Laura“ var látin fara til
Kristjánssands frá Granton, er hún kom núna frá ís-
landi, og sótti loks ísbrotaskipið hana norðr til Kull-
en. Yóru þá allir farþegar farnir úr henni, enn bréf
og bögglar vóru sendir landleið suðr í Svíþjóð, og kom
það eigi hingað fyr enu á eftir „Laura“. Seinustu
dagana er Eyrarsundið orðið svo ilt viðfangs, að ís-
brotsskipið fær litlu áorkað, og verðr því eigi séð,
hvenær póstskipið fer héðan. Eystrasaltið er mjög
snautt af salti. Orsakast af því isalög, þótt eigi séu
mikil frost. Járnbrautaferðir hafa verið allerfiðar
sökum snjóalaga. Enn vetrarharðindin eru víðar enn
hér. Á Frakklandi og Ítalíu hefir þannig komið snjór
mikill og frost.
Forsetaskifti urðu í Frakklandi 15. jan. eins og
áðr er getið um í Fjallk. Casimir Perier sagði af
sér forsetatigninni. Barði haun við því, að hann
gæti eigi þegjandi setið hjá, er beztu menn þjóðar-
innar væru svívirtir á allar lundir, og forseti ríkis-
ins væri varnarlaus gegn öllum árásum. Dupuys-
ráðaneytið hafði velzt úr völdum rétt á undan, og
eigi var neitt nýtt ráðaneyti myndað. Menn vóru
því eigi óhræddir um, að einhver vandræði mundu
hljótast af aðgerðum forseta. Þótti þetta bera vott
um staðfestuleysi og gunguskap hans. Fékk hann
ávítur miklar í frönskum blöðum, jafnt hjá flokks-
mönnum sínum sem mótstöðumönnum, og vildu sum-
ir jafnvel draga hann fyrir lög og rétt fyrir tiltækið.
Seinna hefir þess verið getið í frönskum blöðum,
að aðalorsökin til þess, að Perier fór frá völdum,
hafi verið sú, að ráðaneytið hafi sýnt svo mikið ein-
ræði í stjórnmálum, að það hafi eigi einusinni skýrt
forsetanum frá ýrasum stórmálum, og þannig þegjandi
gert ýmsar ákvarðanir, án þess að forseti þjóðveldis-
ins fengi færi á að kynna sér þær áðr. Telja menn
það gerræði mikið af ráðaneytinu, enn kjarkleysi af
Casimir Perier að láta slíkt viðgangast.
Kosningar fóru fram 17. jan. í Versölum. Þrír
vóru í kjöri, Waldeck-Rousseau, ötull stjórnmálamaðr
af flokki hinna íhaldssamari þjóðveldismanna, Felix
Favre, flotaráðgjafi, og Brisson foringi vinstrimanna
og forseti fulltrúadeildarinnar. Brisson hefir hvað
eftir annað kept um forsetatignina, enn jafnan borið
lægra hlut. Nú hugðu menn, að betr mundi takast.
Vinstrimenn fylgdu honum allir að málum og einnig
jafnaðarmenn. Við fyrstu atkvæðagreiðslu veitti hon-
um og betr, enn fékk eigi nógu mörg atkvæði. Wal-
deck-Rousseau fékk fæst atkvæði, og gengu þá kjós-
endr hans í flokk með Felix Favre, því Brisson vildu
íhaldsmenn ekki velja. Fór þá svo, að Felix Favre
var kjörinn með 430 atkv., enn Brisson fékk 361
atkvæði.
Felix Favre er 55 ára gamall. Er hann lítt kunnr,
hvað stjórnarstefnu hans snertir. Þó ætla menn, að
hann fylgi fram stefnu hinna gæflyndari þjóðveldis-
manna. Hann er af lágum stigum. Hefir hann auðg-
ast af kaupskap (skinnaverzlun) og skipaútvegi í
Havre. Hann var kominn um fertugt, er hann fór
að gefa sig við stjórnmálum. Hefir hann á seinni
árum haft ýms stjórnarstörf á höndum, er snerta fjár-
mál og siglingar. Var þannig flotaráðgjafi í Dupuys-
ráðaneytinu, og þykir hann hafa leyst þau störf vel
og vandlega af höndum. Það orð fer af Felix Favre,
að hann sé vandaðr maðr og samvizkusamr, og það
hefir óefað ráðið baggamuninn við kosningarnar, enn
þó einkum það, að hann aldrei hefir verið ákafr
flokksmaðr. — í ávarpi hans til þings og þjóðar er
ekkert nýstárlegt. Kveðst hann sérstaklega láta sér
hugað um verzlun og verklegar framfarir, enn forð-
ast muni hann að fylgja nokkurum sérstökum flokki
að máium. Vináttu við stórveldi Norðrálfunnar muni
hann efla, enn her og floti Frakka muni verja sóma
fóstrlandsins, ef á sé leitað.
Nú var eftir að velja nýtt ráðaneyti. SneriF&vre
sér fyrst til eins af foringjum vinstrimanna í neðri
deildinni, Bourgois, og bað hann að mynda nýtt ráða-
neyti. Þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir tókst Bour-
gois eigi að fá þá merin er hann vildi í ráðaneytið
með sér. Var Ribot, er forseti var utn stund á
Panama-tímanum, falinn sá starfi á hendr, og tókst
það.
Hin nýja stjórn lét þegar bera upp frumvarp á
þinginu um uppgjöf pólitískra saka, og var það sam-
þykt. Þá voru og meðal annars Henri Rochefort
gefnar upp sakir. Hann lieíir um mörg ár haldið til
í Englandi; flýði hann þangað undan dómi. Hann
var einn af aðalfylgifiskum Boulangers; er skarpvitr
maðr, enn eigi er þeim vært, er verða fyrir árásum
hans. Hann er ritstjóri og eigandi blaðs í París, er
heitir „Intransigeant“, og þangað hefir hann daglega
sent hinar bitrorðu greinar sínar, og miskunnarlaust
hefir blað hans veitt stjórnmálamönnum einatt þau
holundarsár, er þeir aldrei hafa beðið bætr á.
Engiand. Enska ráðaneytið hefir staðið á völtum
fæti. Rosebery er eigi jafn-sýnt um að halda sam-
an hinum ýmsu flokkum framsóknarmanna sem öld-
ungnum Gladstone. írarnir hafa reynzt honum ó-
tryggir, og jafnvel Labouchére, sem er einn af hin-
um æstustu framsóknarmönnunum á Englandi, hefir
verið ráðaneytinu erfiðr viðfangs. í umræðunum um
ávarp drotningarinnar til þingsins, er sett var 5.
febr., dundu ávíturnar á stjórnina úr öllum áttum.