Fjallkonan


Fjallkonan - 03.04.1895, Side 4

Fjallkonan - 03.04.1895, Side 4
56 FJALLKONAN. XII 14 auðtrúa menn til þess að trúa því, að Z. hafi selt miklu betr fé enn Slimon á sama tíma og líkt að gæðum“. Ég tók það fram í minni grein, að fyrir mér vekti að eins það, að sá maðr hefði fjársöluna á hendi, er bezt væri til þess fær, enn einskis væri um það vert, hvað hann héti. — Þarf því ekki aðsvara því. — Enn hitt gat ég ekki dulið, með þvi þvi að ég hélt við sannleikann, að Z. tókst langbezt salan. — Ég varð að skýra frá því, þar sem ég skýrði frá allri fjársölunui, og hingað til helir ekki tekizt að sýna fram á eitt einasta mishermi í minni frásögn, og að eins verið með dylgjum reynt að gera liklegt, að hún væri ekki rétt, og að Z. gæfi miklu hærra verð enn vera ætti. — Björn Kr. byrjaði á því, og mundi fáum koma það mjög á óvart, því að hann hefir gnægð hugsjóna, svo sem raun er á orðin.— Hitt er furðulegra, að góðir menn og greindir, eins og G. E. og Ágúst Helgason, skuli láta glepjast af slíkum dylgjum. — Það er að vera of „auðtrúa“, því fyrst og fremst eru dylgjurnar bygðar á því, að ég hafi logið í frásögn minni, logið vísvitandi til að blekkja landa mína og félagsbræðr, logið til að selja föðurland mitt með „húð og hári“, eins og B. Kr. kallar það. — Sömu útreiðina fá svo þeir Thor Jensen og Baldvin í Höfða. — Ég vona, að hinir háttvirtu herrar, sem ég nú á orðastað við, þeir Guðmundr og Ágúst, vor- kenni mér, þótt mér þyki þetta nokkuð óætilegt og ilt að melta. Ég hafði ekki búizt við þessu af þeim; ég ann Guðmundi fyrir tillögur hans í verzlunar- stefnunni að uudanförnu, og kunnugir menn segja mér, að Ágúst sé mjög vandaðr og valinkunnur maðr; enda á hann kyn til þess í fremsta lagi. — Enn á þann einn hátt að væna okkr, er viðstaddir vorurn söluna, lygi, er mögulegt að koma þessari tilgátu um gjafir Z. að, þar sem ýmist einn eða tveir okkar voru við, er fé allra félaganna, að undanteknum tveimr, var selt. Annað þeirra félaga var félag Skagfirðinga, og hefir mér skilizt svo á bréfum þaðan, að þeir þykist ekki hafa fengið ofmikið fyrir fé sitt. — f reikningum þeim er félögin fá er allstaðar sýnt söluverðið, þar næst er reiknaðr allr kostnaðr, bæði flutningskostn- aðr og sölukostnaðr, og þegar hann er dreginn frá er eftir nettó-verðið, það sem fél. „fá“. — Ekkert af þessu er leyndarmál, og getr, vona ég, hver sem vill saunfært sig um þetta með þvi, að fá að skoða reikn- inga eiuhvers félags. Það er því illa farið, að Guðm. E. skuli vera að slá út því sem sé „sagt“ um flutn- ingskostnaðinn hjá Z. og draga ályktanir af því, þar sem honum hefði átt að vera innanhandar að vita vissu sína, og málið annarsvegar er svo mikilsvert, að það er í minum augum þjóðsynd, að villa hugmyndir fólksins um það með dylgjum eða ósannindum. í öðru lagi skal ég benda á, að hefði Z. selt fyr- ir jafnhátt verð og B. Kr., þá hefði hann orðið að gefa úr sinum vasa 3—400,000 kr., og þótt hann sé fjáðr vel, mundi hann hafa hugsað sig tvisvar um áðr enn hann gerði það. — Að það séu ekki nema hálfar árstekjur hans, eins og B. Kr. segir — ja — það sver sig svo ljóslega í ættina Bjarnar, að óþarfi er um að tala. Hr. Ágúst Helgason talar mest um samanburð á viðskiftunum við uinboðsverzlauir þeirra Z. og B. Kr. Við grein hans er fleira enn eitt að athuga. 1. Vörur þær er Björn flutti til landsins voru keypt- ar inn á alt öðrum tíma og miklu seinna enn vör- ur þær, er Stokkseyrar fél. fékk frá Zöllner. Alt árið vóru vörurnar að lækka í verði, og sumar mjög mikið. 2. Sauðir þeir, er B. Kr. flutti, vóru úr Árnessýslu, enn ekki úr Rangárvallasýslu og Skaftafellssýslu, eins og megnið af sauðum Stokkseyrarfélagsins. Zöllner seldi líka fé fyrir félag í Árnessýslu, sem er í sömu sveitum og það félag er notaði Björn. — Því tók ekki Á. það félag til samauburðar? — Þar var þó líkast til að sauðirnir væri nokkuð svipað- ir að gæðum þeim er Björn flutti og samanburðr- inn því réttari. — Enn þeir seldust að visu hátt á fjórðu hrónu betr enn sauðir Stokkseyrarfél., svo Diðrstaða samanburðarins hefði orðið mjög svo önnur. 3. Hvernig er sauðasölureikningr Björns? Mér sýn- ist harla ótrúlegt, að félagsmenn hans hafi getað fengið 9 kr. fyrir rýringssauð (108 pd.) að frá- dregnum kostnaði. Ég held það væri dýrmætt, að almenningr fengi að sjá þann reikning. Kostnaðr- inn hefir verið furðu lítill. Ég skal ekki fara fleiri orðum um þetta hér, enu skora á alla góða menn að yfirvega málið vel og al- varlega, eins og ég líka gerði í vetr, er ég skrifaði grein mína um fjársöluna. Ég var þá svo barnalegr að halda, að hún mundi verða vel þegin, eins og satt orð og frekjulaust í tíma talað. — Það fer ef til vill eins nú og þá, að mér verði bara brugðið um, að minsta kosti óbeinlínis, lygi og landráð.-------Oss ísl. — við erum svo fáir, — ríðr lífið á að halda sam- an; ef við höldum saman, hvort sem það er í lög- gjafarmálum eða öðru, þá erum við kraftr, sem hefir þýðingu og getr notið sín út á við. — í verzlunar- efnum er okkr það einna mest áríðandi; ill verzlun hefir gert oss mest tjón á undauförnum öldum og ár- um, og öfl þau, er enn vilja halda oss sem mest í gamla haftinu, eru svo sterk, að við verðum að verja oss öllum til að slíta þau. Vér megum ekki brúka þá krafta, sem til eru hjá oss, til að gefa hver öðrum á hann, heldr eigum vér allir að taka saman hönd- um, og leiða verzlun vora smátt og smátt í það horf, að alt landið verði eitt verzluuarfélag undir vernd hentugra laga. — Þá loks værum vér á heimsmarkað- inum, og engin kúgun eða samkeppni gæti hnekkt verzlun vorri. —• Þetta á nú líklega langt í land, enn að þessu eigum við að stefua, og þeir sem móti því verka vinna í mínum augum glæp, og þeirra verstir eru þeir sem sá eitrinu, tortrygninni út á meðal fólksins. — Það er hörmulegt að vita til þess, hve mikið ilt hún hefir leitt yfir oss. Vér eigum að kappkosta að uppræta hana. — Nú er hún komin lengra enn nokkru sinni áðr, þar sem umboðsmenn vorir eru rægðir fyrir, að hafa gefið ofgóð viðskifti. Báða þá Guðm. og Ágúst mundi ég vilja úr kjósa andskotaflokki þessa máls, 9: sameiningar ails lands- ins í eitt verzlunarfélag. Og svo ætla ég að vera

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.