Fjallkonan - 03.04.1895, Side 5
XII 14
FJALLKONAN.
57
svo djarfr að kveðja þá með tveim alþektum hend-
ingum úr rímnavísu:
„Skjóttu geiri þínum þangað,
sem þörfln meiri fyrir er“.
Kaupmannahöfn, 24. febr. 1895.
Jón Jónsson, frá Múla.
Rit Br. Kr.: „Fjársölumáliö ll“.
Nokkuvar athugasemdir.
Eftir Jón Jónsson frá Móla.
Ég skal fyrst geta þess, að höfundrinn hefir eigi
gert mér það létt, að fá að sjá ritlinginn; það er
ekki honum að þakka, að ég hefi náð í slitr af hon-
um. — Eins og allir vita, er rítið mestalt dylgjur
og óhróðr um L. Zöllner, Jón Yídalín og mig. Enn
engum okkar sendi hann eða ritstj. það, og kaupa þeir Z.
og V. þó blaðið. Heiðarlegum mönnum og drenglyndum
fel ég að dæma um þessa aðferð. — Ég náði nú
samt í ritið og hefi lesið það rækilega. Mig langar
til að gera við það nokkurar athugasemdir.
Ekki dettr mér í hug að taka ritgerðina grein
fyrir grein; það yrði alt of Iangt, þar sem hún er
35 kapítular. Enn ég hef flokkað eínið dálítið og
skift henni niðr eftir því- Meiri hluti hennar —
sumt er náttúrlega meinlaust — heyrir, að mér finst,
undir þessa 6 flokka: ósannindi, útúrsnúninga, fjar-
stæður, ótrúlegt, fávíslegt og dylgjur. — Ég ætla að
telja nokkur dæmi af hverju fyrir sig og minnast lítið
eitt á þau um leið.
Ósannindi.
Á þrem stöðum, í 6. 10. og 28. kap. segir höf. að
Z. hafi áðr notað skip það, „Princess Alexandra“,
sem Björn nú hafði og að Z. hafi þá mist svo og
svo margt fé. Af því ályktar hann svo og þykist
sannað hafa, að hann kunni eins vel að leigja og
„innrétta“ skip til fjárflutninga sem Zöllner. Pessi
ályktuu verðr nú samt lítilsvirði, þegar þess er gætt,
að það er með öllu ósatt, að Z. hafi nokkurntíma notað
þetta skip.
í 14. kap. segir, að sala á fé Björns hafi verið „fult
eins góð og öllu betri enn sala B,. & D. Slimons og
Franz“. — Þetta er ósatt. Saia Slimons á hinum
fyrra farmi var slæm, enn þó betri enn Björns; enn
hinu síðara farm sinn seldi Slimon þolanlega. Fé
Franz seldist alt þolanlega; það sem gerði honum
tjón var missirinn á leiðinni. — Það er hvergi sagt
i greinunum í Fjallk., Þjóðólfi eða Þjóðv. „að Slimon
hafi í hæsta lagi fengið 10 kr. fyrir hverja kind að
frádregnum kostnaði fyrir þessi 11000, sem hann
flutti út“, eins og B. segir í 25. kap. 10. tölul., og
er það furðu djarft af honurn að bera það fram, að
slík ummæli standi í greinum okkar í nefndum blöð-
um, þar sem það er hæfulaust. Þó leyfir hann sér
að draga ályktanir af því. — Þessi framburðr Björns
hefir lika orðið til þess, að Guðmundr Einarsson (ísf.
22. des. 94) byggir á hinu sama og fær út sömu á-
lyktanir og Bjöin. — Tvent smávegis get ég um leið
sagt, sem gerir þessa sölu Björns, og þá eigi síðr
frásögn hans um hana, ennþá merkiiegri. Daginn
áðr enn Björns fé var selt, var selt norskt fé í Edinb.
og seldist mjög vel, svo vel, að þegar samstundis
var telegraferað þaðan til Newcastle, þar sem þá eiu-
mitt var verið að selja fé Dalamanna og Riis kaup-
manns á Borðeyri; þá hækkuðu kaupendr undir eins
boð sín, er fregnin kom frá Edinb. um sölu norska
fjársins. — Ég var sjónar og heyrnarvottr að þessu.
— Svona var verðlagið í raun og veru í Edinb. þá
dagana. — Annað er það, að Slirnon keypti talsvert
af fé Björns; hann hefir líklega haldið, að hann muudi
ekki skaðast á því. — Þó segir Björn, að hans fé
hafl selzt öilu betr enn Slimons, og í öðrum stað
hæðist hann að því, að ’Þjóðviljinn’ hefir sagt, að það
væri ekki fyrir viðvaninga að selja fé í Engiandi. —
Björn hallar auðsjáanlega allri frásögninni til að sýna
hans góðu hæfileika til að sjá um fjársölu. — Rök-
færslan hjá B. er þessi: ’Z. hefir ekkigetað seit betr
eun Slirnon, þar sem Si. ergamalvaur; ég seldi eins
vel og Sl., þess vegna er ég eins fær til að selja og
Zöliner’. Enn sá ólukku hængr er á, að grundvöllr
rökfærsluunar er slæmr: eintórn ósannindi, þar sem
Björns fé seldist miklu ver enn Slimons þegar á ait
er litið, og Zöllner seldi aftr miklu betr enn Siimon.
í 33. kap. segir B., að Z. hafi orðið að hætta við
uppboð á einum farminum. og gefr svo í skyn, að
það fé hafi enn verið óselt. þegsr ég skrifaði grein
mína og þegar Z. gaf út reikninga um fjársöluna
til félaganna. Út úr þessu fær svo B. náttúrlega það,
að verðið, sem upp var gefið, hafi verið falskt, og
þar með líka ö!l frásögnin; hann gerir talsvert skop
að því, að hægt hafi verið að reikna „upp á eyriu
hvað hvert félag fengi. Já það viidi nú svo óheppi-
lega til, að meðalverðið gat ekki staðið á krónu hjá
neinu félaginu. Það er æðimikið þægilegra eins og
það er hjá Árnesingum þeim, er B. flutti fé fyrir;
þar stendr verðið einmitt á krónu, eins og sjá má
af skýrsiu Ágústs Helgasonar. Máske B. hafi það
annars fyrir reglu, að reikna bara með krónum. „Það
gerir ekkert í svo mikilli mjólk“. — Annars er öli
þessi saga, sem B. setr fram um það, að Z. hafi orðið
að hætta við söln, tilhæfulaus ósannindi, og ályktanir
þær, sem hann dregr af því, og aðdróttanir sem hann
byggir á því, eru því tóm iokleysa og markleysa.
B. segir það ósatt í 35. kap., að ’Þjóðviljiun’ haíi
„skýrt frá, að Jóni Vídalíu hafi verið vikið úr félagi
íslenzkra kaupmanna í Höfn“. ’ÞjóðviIjinn’ sagði, að
eins það sem satt var, að nokkrir limir þess félags
hefðu farið fram á það. Sú saga er í stuttu máli
þannig, að J. Vídalín var rækr ger úr nefndu féíagi
með atkvæðagreiðslu á félagsfundi, enn ekhi fyr enn
26. janúar þ. á. Næsta lygin út af þessu verðr lík-
lega sú, að Vídalín hafi keypt þá til að reka sig brott.
TJtúrsnúningar
Björns eru ekki mjög Baknæmir. Ég ætla að minnast á að eins
einn í 29. kap. Björn gerir mjög mikið skop að pví, að ég gat
þess að fjárdauðinn hjá Pranz yrði ef til vill til pess, að lög um
innflutning fjár yrðu skerpt á Bretlandi. Þeesu var þegar hreyft
í blöðum þar, er fregnir bárust af hrakförum Franz í hinni síð-
ustu ferð. Mér datt ekki í hug að gefa í skyn, að F. hefði ver-
ið kærðr eða fengið sekt. Rann hefir vist ekki brotið brezk