Fjallkonan


Fjallkonan - 10.06.1899, Side 6

Fjallkonan - 10.06.1899, Side 6
94 FJALLKONAN. XVI. 23.-24. Yesturfarir. Það er sagt, að vesturfarahugur sé mikill í fólki hér sunnanlands, einkum í Mýra og Borgarfjarðarsýslu. Nákunnugur merkismaður, sem var hér á ferð fyrir skömmu, fullyrti, að fjöldi bænda far mundi flytja til Ameríku á næsta vori, ef þeir gæti selt eignir sínar fyrir eitthvert verð. — Norð- aniauds er vesturfarahugurinn minni. Ástandið lítur því út að vera enn verra í Mýra og Borgarfjarðar- sýslu enn nyrðra. Yorliarðindi. Sífeldir kuldar hafa verið i ait vor til þessa tíma. Fjárfailir hefir enginn verið, sem tel- jandi sé, enn fénaðarhöid ill, lambadauði með mesta móti bæði hér austanfjalls (í Árnes og Rangárvalla- sýslu) og upp um Mýrar og Borgarfjörð. Bæjarhruni. 19. maí brann bærinn Bakki í Arnar- firði; öll bæjarhús og þar með sérstakt timburhús. Auk þess brann mikið af innauhúsmunum. Nokkuð var vátrygt. Skaðinn metinn 4—5000 kr. Misliermt var það í ísafold, að dúfuskeytið frá Andrée, annað skeytið, sem enn heflr komið til skila úr ferð þeirra félaga, hafi verið ódagsett. Það var sent út tveimur dögum síðar en þeir félagar lögðu upp og vóru þeir þá komnir á 82° 2' nbr. og 15° 5' au.br. Leiðbeining til vesturf'ara. Norska og sænska kon- súlatiðíNewcastlehefirskýrtinnanríkisstjórninninorsku frá því nýlega, að það beri oft við, að Ameríkufarar hafi með sér bankaávísanir (til Ameríku), sem þeir halda að þeir geti komið í peninga í Englandi. Enn á því eru talsverðir snúningar, því slíkar ávfsanir verða ekki borgaðar nema af þeim banka, sem þær hljóða upp á. Aðrir bankar geta að visu leyst inn slíka bankaávísun, enn á því stendur venjulega í tvo daga. Vesturfarinn getur því komist í vandræði, ef hann hefír ekki nægilega peninga með sér til að brúka á ferðinui, fyrir utan það sem hann kann að hafa í bankaávísunum. — Þetta á ekki síður við ís- lenzka vesturfara, og er það sett hér sem svar gegn fyrirspurn. Vöruverð í Reykjavík. Júní 1. 1899. Peningaverð. Reikningsverð. Rúgur.................pd. 0.08 pd. 0.09. Bankabygg 126 pd. með poka 10,75 —12.00...................... _ 0.13. Bannir 126 pd. með poka pd. 12,50 — 0.13. Bygg....................— 0.10 — 0.11. Hafrar 126 pd. með poka — 11.00 — 0.11. Rúgmjöl 200 pd.............. 16.00 — 0.10. Overheadsmjöl...............pd. 0.10 — 0.10. Hveiti (flðrmjöl) 252’pd. með poka 25.50 — 0.16. Haframjöl 126 pd. með poka . 18.00 — 0.20. Rísgrjðn heil ..... pd. 0.13 — 0.16. ---- 7..............— 0.12 — 0.14. ----*/4 200 pd............ 23.00 — 0.14. Kaffi .... pd. 0.46—0.60—0.55 — 0.66. Export-kaffi............— 0.38 — 0.50. Kaudís 0.23 — 0.34. Púðuriykur . . . 0.18 — 0.20. Melis i toppum . . . . — 0.23 — 0.30. — höggvinn . . . . — 0.23 — 0.25. Steinolía .... . . pt. 0.18 pt. 0.20. Kol . . skp. 4.60 4,76 Um verð á innlendum vörum verður ekki sagt að svo itöddu. Enn nákvæmari verðskýrsla muu koma i þessu blaði áður langt líður. Eftirmæli. f Merkisbóndinn Runólfnr Qunnsteineson and- aðist á heimili sínu Skálmarbæ i Yestur-Skaftafellsýslu 13. april þ. á. nær 70 aldri; hann var sonur atorkumannsins Qunnstaina sál. Runólfssonar, er síðait bjó í Kerlingardal og varð margra barna auðið, sem öll þau, er enn lifa, eru mestu atorkumenn og mannfélaginu til uppbyggingar, þar á meðal óðalibóndinn Egill sem enn býr eftir föður linn i Kerlingardal. Runólfur sál. var tvigiftur og eignaðist alis 13 börn. Slðari kona hans Þórunn Jónsdóttir, Runólfssonar frá Svinadal i Skaftrátúngu, lifir mann sinn ásamt 6 börnum þeirra hjóna, iem nú eru um það bil upp- komin, og öll mannvænleg. Runólfur sál. var uppalinn við fá- tækt, því foreldrar hans voru börnum hlaðnir, enn árferði slæmt hér í Skaftafellssýslu um þær mundir; naut hann því engrar ment- unar á yngri árum; byrjaði fátækur búBkap á Skálmarbæ og bjó þar nokkuð yfir 40 ár. Með sínum eigin handafla og framúr- skarandi atorkusemi tókit honum brátt svo vel að komait áfram, að hann ekkieinungishafðinægilegt fyrir sigog sína, held- ur varð hann jafnan öðrum veitandi, og þó hann á síðustu ár- um væri þrotin að heilsu og kröftum, þá var hann jafnan glað- ur við hvern sem að hans húsum bar, sem ávalt voru opin veg- farendum tii hvíldar og endurnæringar. Það er ekki ofsagt, að Runólfur sál. með sinni sakiausn glaðværð og rósemi gaf öðrum jafnan gott eftirdæmi. J. Umbætur í Síberíu. Salómon heitir sá maður, sem er æðstur stjórnandi síberakra fangelsa. Hann er nýkorainn heim til Pétursborgar úr embættlegri eftirlitsferð. Hann var fimm mánuði í Síberíu, og hefir skýrt og skorinort látið í ljós, að vistin í fang- elsunum í Síberiu væri óþolandi, og að það væri bæði skömra og skaði fyrir Rússland, að hafa Síberíu fyrir sakamannanýlendu ; álítur meira enn mál til komið, að hætta því að útlægja sökudólga til Síberíu. Hann segir margt ófagurt um refsfvinnustofnanir í blýnám- um og silfurnámum, sem Rússakeisari á sjálfur. Á Sachaliuey við austurströnd Síberíu eru fangelsi og sjúkhús miklu verri enn heima á Rússlandi, og verð- ur þá ekki við verra jafnað. Stjórnin rússneska veit- ir eynni 28 miljónir rúblua, enn Salomon kvað ekki helming þess fjár koma til skila; mundi hann sjá um, að eftirlitið yrði betra eftirleiðis. Sagt er, að hann ætli að leggja fyrir keisarann tillögur sínar um, að hætt sé að miklu leyti við að gera menn útlæga til Síberíu og að sakamamanýlendurnar þar verði lagðar niður. Inu í búð á Ansturgötu (í Khöfn) kom nýlega velklæddur kvenmaður og lézt vilja kaupa ýms dýrindis fataefni. Búðar- maðurinn sýndi henni hvað af öðru, enn henni líkaði ekkert; hann reif alt niður, og hún fjallaði um alt, enn ekkert likaði; gekk svo langa stund. Búðarmaðurinn hafði við og við gefið kvensunni auga, og fór að taka eftir, að hún var altaf að gildna þangað til hún var orðin eins digur og hofgyðjan í Júmalabofinu, þar sem Sturlaugnr kom. Hann bauð henni inn í lítið herbergi við hliðina, og leyfði sér þá að lyfta fötunum af henni; hún hafði þá náð i hvern dúkinn af öðrum og vafið honum inn á sig meðan sveinninn var að taka niður strangana, og ætlaði út með alt saman, enn varð að skila öllu aftur, þótt nauðugt væri.

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.