Heimdallur - 01.04.1884, Page 6
i hann. «Við skulum sjá hvor okkar syngur betur».
i Og svo söng hann:
Gullþjófar jafnan
í geysi-háðung fá,
heldur þú sje betra’ að stela
; hjörtunum þá.
Franzel svaraði:
Hafur vildi framast,
sem heimskum er tamt;
hann vildi verða gemsa,
varð nú hafur samt.
Seppí svaraði þannig:
i Hani er enginn páfugl,
< en hanakamb þó á;
■ jeg hefðargaukur enginn er,
en undan mun ei slá.
f>au settu upp stór augu og horfðu á barún-
; inn, en hann sat undur rólegur, og hlustaði á kapp-
í söng þeirra, og skildi víst naumast, að nokkru úr
| honum væri beint að sjer. En gamli maðurinn
- skildi það því betur, og til þess að reyna til að
; neyða Seppí til að hætta, þá hugsaði hann sjer að
; stinga honum sneið, fyrir hvað hann væri sólginn í
i spil, og söng þessar vísur:
Ef tóa í gildru gengur
hún gjarnan sprikla má,
því harðar sem hún spriklar
; herðir járnið á.
Og glópsku spilafíflin,
þau geta sagt fljótt,
sem tóa flækt og fjötruð,
við frelsið góða nótt.
En þó höggið væri hátt reitt, þá mistókst það
/ algjörlega. Seppí hjelt áfram að leika lagið ofur
ljett á fiðluna, leit á barúninn og einblíndi á hann
í og söng yfir honum tvær vísur. Hann söng lágt,
í en það var auðheyrt að hatur og reiði bjó niðrí
Ifyrir hjá honum. Vísurnar voru svona:
Vita skaltu að enginn
veiðimaður er,
þó beri’ í hatti fjaðrir
; og byssu á herðum sjer.
; Og íkornanunn ann jeg
uppi’ í fjalla reit,
í en hata drómedarann,
í sem dragnast um sveit.
Hann hætti að syngja, en hjelt áfram að leika
á fxðluna. Gamli maðurinn þagði á meðan, og
það leit út fyrir að hann væri að hugsa sig um,
hvernig hann gæti bezt borið vörn fyrir þennan
varnarlausa útlending. Ein af stúlkunum ætlaði
þá að hjálpa upp á sakirnar. Hún var farin að ;
eldast, en það leit út fyrir að hún væri findnust af
þeim. Hún söng þessa vísu:
Búa má bergmál
\ið býsna þung kjör, í
ef gaukum öllum frömum ;
það gefa skal svör. ;>
Seppí varð bálreiður og ljet ekki standa á sjer ;
að svara:
Og Gred’l, hún gleymir öílu, ;
hún gleymir fyrri tíð. ;
Hún gleymir aldrei einu:
hún var einusinni fríð. ;
Hann ljet sjer nægja að hefna sín á stúlkunni ;
með þessari vísu. Svo sneri hann sjer að barún- ;
inum. Hann sá að hann var ógnar rólegur, og ;
hjelt að hann vildi sýna sjer með því óvirðingu og ;
fyrirlitningu og espaðist hann enn þá meira við ;
það; en í raun og veru hafði barúninn ekki hug- ;
mynd um í hvaða hættu hann var staddur. Svo
söng Seppí, og það var eins og hann yrði ávallt ;
reiðari og reiðari: ;
þ>ó kálf menn eigi’ úr gulli,
það kemur út á eitt:
hvern sem vantar hjartað,
hann á ekki neitt. ;
Og láslausa byssu
og mannlausa mey \
og veiðimann hníflausan ;
virði jeg ei. |
í>ó að bjart sje loptið,
þokan skellur á, . ;
en langt mun ei að bíða þess, ;
hún líði aptur frá. ;
Gamla manninn langaði til að taka fram í, i;
og segja eitthvað barúninum til varnar, en Seppí í
gaf honum ekki ráðrúm til þess. Hann hjelt áfram í
að syngja, og ljek um leið á fiðluna, varirnar '
skulfu, augun tútnuðu út, hann söng einlægt \
hærra og hærra og leit aidrei af barúninum. Barún- í
inn horfði á Seppí með hæðnis svip; það var sú ;
eina vörn sein hann gat borið fyrir sig, því ekki gat ;