Heimdallur - 01.05.1884, Blaðsíða 3

Heimdallur - 01.05.1884, Blaðsíða 3
67 þátt í því, að stjórnarskráin 5. janúar 1874 kom út. 1. dag aprílm. 1873 varð Finsen fyrsti lands- ; liöfðingi íslands. Hiimar Finsen er stjórnsamur og duglegasti embættismaður; hann hafði gott eptirlit með em- bættismönnum þeim, sem undir honum stóðu, og ferðaðist optsinnis um landið í því skyni. Honum mun mikið hafa verið það að þakka, að póstmál vor eru komin í viðunanlegt horf, gufuskipaferðirnar, vegabætur, og í stuttu máli er víst óhætt að segja, að Hilmar Finsen hefur átt eigi líþinn þátt í því, að landi voru hefur farið talsvert fram síðustu 10 árin. Hilmar Finsen er giptur Ólúfu, dóttur jústits- ráð Bojesens, og eiga þau hjón 4 börn á lífi, en 2 eru dáin. Hilmar Finsener kommandöraf Dbr. og danne- brogsmaður, riddari af heiðursfylkingu Frakka og Stanislásorðu Rússa Björn Bjarnarson. Til Konráðs Gíslasonar. I^að er enn ómælt og ómetið, hvað mikið íslenzkur fróðleikur og bókvísi eiga Próf. K. Gísla- syni að þakka í svo marga staði. Kvæði það, sem hér er prentað á eptir, er ei annað, enn lítill vottur þess þakklætis, sem við allir erum honum um skyldir, og ber það sjálft bezt með sjer, þar sem upphafið er kveðið fyrir meir enn 36 árum, en niðurlagið fyrst í fyrra, að einlæg viðurkenning þessa er ei höfundinum ný, þó sjaldan hafi verið tækifæri til að láta hana koma opinberlega fram. En hitt kann sumurn heldur að vera nokkuð nýrra, að Konráð er ei síður hinn djúpspakasti maður um allan fornan fróðleik og málvísi, hvort sem heldur er í latínu eða grísku, enn um norrænar og íslenzkar sögur og skáldskap, og skilst ei kvæðið til hlítar, nema þess se einnig gætt. Kaupmannahöfn 8. Mai 1884. «Leiðr er jeg á lögum, leiðr á molludögum, leiðr á lífsins snögum, leiðr á flestum brögum, leiðr á lýðum rögum, og lærdóms sundrhlutan, leiðr á öllu utan íslendingasögum. f>ú hefr sjálfr sagt, að er sorg og ami grandi þér, þú í sögurn fornum fyndir fagrtærar svalalindir! [>að er satt, jeg sje nú betr, enn segir þetta böguletr, að sá er munr á sögum fornurn og sögum, er getr þessi öld, sem hjá hnetti himinbornum hangi tjörublys um kvöld; og svo er á eptir sögum nýjum sögur að lesa um forna öld, sem er út úr svælubýjum um svalandi og fögur kvöld út á frjálsa að ganga grund — jeg get ei verið að nefna lund — eðr eptir dauðadá daprs vetrar gæðing á í hressanda vorblæ um heiðar að ríða og hugann svo losa við angr og kvíða.» 1846—47. Svo kvað um nótt, Corrado mio! kveldförull sveinn við lítinn þrótt, en þessi sveinn, nú það var lo, og þessi nótt var bjarnar nótt, þegar að húm af Huldar slóð Heimis úr görðum skýldi þjóð, þegar á fold,um frænings jól fölnaða skein of dauffeg sól — þegar að árið aldar hjet átján hundruð, þess eg get, fjörutíu, fyllum tal, fimm og einn, ef ráða skal ártal víst á óðarskjal. 0. Br.

x

Heimdallur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimdallur
https://timarit.is/publication/123

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.