Heimdallur - 01.05.1884, Blaðsíða 14

Heimdallur - 01.05.1884, Blaðsíða 14
'z án þess að verða nokkra ögn reiður. Hann talaði ; líka vingjarnlega við mig, rjett eins og ekkert ' hefði í skorizt. Yiltu ekki drekka hjerna dálítið í með okkur, sagði hann, og ýlti glasinu sínu til | mín. Með yðar leyfi, náðugi herra, sagði jeg, og í saup á glasinu, og vínið var gott. Svo fórum við \ að tala saman, svona um landsins gagn og nauð- synjar, hann spurði mig um hitt og þetta og jeg í; leysti úr spurningum hans, en Frygíus sat steinþegj- ; andi og var algjörlega hlessa á þessum samræðum í okkar. Svo gekk baruninn út, og þá deplar Frygíus ■ augunum framan í mig og segir: Hjörtinn þann arna, Sepp, má fjandinn sjálfur hafa skotið. það > er svo stórt gatið á skinninu, að það gætu komizt ) í það tvær af kúlum barúnsins. Hann hefur þá ; líklega hlaðið með þeim tveimur, svaraði jeg, en ; hvort það nú hefur verið djöfull eða ekki, það \ kemur djöflinum við og ekki þjer. Svona sátum j við dálitla stund, og skenzuðum hver annan,þang- : að til barúninn kom aptur með brjef í hendinni. \ Sepp, sagði hann við mig, þú ferð sjálfsagt upp ; á fjallið á undan mjer; viltu þá ekki gjöra mjer í þann greiða, að fá henni Resei þetta brjef, við \ hcntugleika. Burðarlaunin borgar hún þjer vonandi j sjálf. Og heyrðu, Sepp, jeg þekki greifa, sem býr ; yfir í Reichenhall, hann hefur lengi verið sjer úti : um duglegan veiðimann; ef þú vilt, þá skal jeg benda honum á þig. f>ú kannt hvort sem er full- ; vel að fara með blý og púður og að öllum líkindum hefur þú ekkert á móti því, að fá einhverja fasta atvinnu. fað er nóg af björtum þar í skógunum, j og tóurnar vantar heldur ekki; nú, hvernig lízt þjer á það, Sepp? Á meðan hjelt jeg á brjefinu í hendinni og hoifði á utanáskriptina, og þá fór \ blóðið aptur að ólga í mjer, og jeg vissi ekki hvað | jeg átti við því að segja, að barúninn skyldi geta verið svo ósvífinn, að biðja mig um að bera ástar- ; brjef til þín frá honum En þegar jeg leit framan ; í hann, þá gat jeg þó engu orði upp komið, hann ; var svo hreinskilnislegur á svipinn. Jeg hneigði < mig þessvegna og sagði: já, herra barún, hinn daginn skal jeg fara til Reichenhall, og svo þakka jeg yður fyrir meðmælinguna. Svo tók hann í ' hendina á mjer og kvaddi mig, tók svo byssuna í sína niður af veggnum, Frygíus kastaði gamminum á bak sjer og svo fóru þeir út. En þegar jeg var j orðinn þarna einsamall eptir, þá var eins og fjandinn færi út undir mig, jeg sting brjefinu í vasa minn og geng aptur niður að vatninu, því mjer fannst jeg verða að ljúka þessu faliega erindi samdægurs, og heyra í seinasta sinni hvernig allt væri komið. Og jeg get eins vel gengizt við því strax, Resei, þegar jeg var kominn út á mitt vatnið, fannst mjer brjefið brenna mig eins og það væri eldurinn í helvíti, svo jeg þók það upp úr vasanum og hugsaði moð sjálfum mjer: [>að er bezt að sjá hvað í því er, og ef Resei hefur reynzt þjer ótrú, þá tætirðu það í sundur og kastar sneplunum framan í hana og býður henni með þeim góða nótt' í seinasta skipti. Brjefinu var heldur ekki lokað. Svo opnaði jeg það þá, og það titruðu á mjer fingurnir, eins og jeg ætti að lesa dauða- dóminn yfir sjálfum mjer; en hvað heldur þú að standi því, Resei? Bíddu við svolitla stund, jeg skal lesa þjer það, því það er svo dimmt að þú getur það naumast sjálf. þekkiröu svona seðil? [>að standa 100 gyllini á honum. Og á brjefi, sem er utan um hann, hefur hann skrifað: Dálítið tillag til brúðkaupsins hennar Resei og hans Sepps frá Thiereck, og þó hún Resei væri ófáanleg til til þess að kyssa mig, þá vona jeg að hún neiti mjer ekki um að dansa við mig einn dans á \ brúðkaupsdeginum síuum. [>angað til er jeg \ hennar — Barún F— » Hvað segir þú nú Resei? þú ert orðin náföl. [>ú getur vel vísað mjer enn þá á burtu, ef þú vilt. [>essi hundrað gyllini eru hvort sem er einskis virði; því þeir eru víst ekki margir, sein vilja taka að sjer, að temja ■ villidýr fyrir peninga.» «Sepp», svaraði hún eptir langa þögn, alla : þína æfi getur þú ekki nægilega þakkað forsjóninni fyrir, að svona fór og ekki öðruvísi. Hárin rísa á höfðinu á mjer þegar jeg hugsa um hvernig það hefti. getað farið, en um hitt getur þú spurt ; einhverntíma seinna, þegar vorið kemur. Og ef ; þú sjerð barúninn, þá berðu honum kveðju mína og segðu honum að jeg ætli að geyma brjefið, þangað til að þeim tíma kemur. pví jeg verð þó að hugsa mig dálítið nm. Og reyndu nú að útvega þjer eitthvert skýli í nótt yfir höfuðið, því hjerna í kofanum hjá mjer getur þú ekki sofið. "Svo?» sagði hann hálfhlægjandi, jog hjelt þó, að [iar sem barúninn getur smogið um, þar væri heldur ekki of þröngt fyrir Sepp.» «[>ar er þó mikill munurá,» svaraði hún, «því það er ekkert í barúninum af þessu óstjórnlega

x

Heimdallur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimdallur
https://timarit.is/publication/123

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.