Heimdallur - 01.05.1884, Blaðsíða 15

Heimdallur - 01.05.1884, Blaðsíða 15
79 dýrseðli, og þegar jeg tek stigann frá loptsgatinu, þá dettur honum ekki í hug að stökkva niður. Og barúninn er heldur ekki kærastinn minn, en / Sepp —» Og áður enn hann var búinn að átta sig, var hún búin að skella aptur hleranum og loka honum að innan. "Góðar nætur Sepp» kallaði hún út til hans. «Opnaðu strax aptur, tóan þín,» sagði hann og Iamdi í gluggann eða — — En svo hugsaði hann sig um og leizt það þá ráðlegra að fara betur að henni. Svo söng hann þessar vísur, hátt og fjörugt: í Lítið blóm, ei blómakransinu, bað jeg þig að gefa, fljóð; ef þú vilt það aðeins gjöra en hvað þú þá værir góð. ) ' Resei svaraði fyrir innan gluggann: | Veiztu ei, þú ert voiðimaður, veiddu mig ef unnt er þjer, en síðan þegar það er búið, þá máttu aldrei sleppa mjer. Svo söng liann aptur: Menn veiða ekki fiskinn fráa, sem fylgir straum í brattri á; hvað þessi orð þín eiga að þýða enginn held jeg gizki á. Hun svaraði fast við gluggann: Heyrðu vinur hvað jeg segi: hjarta mitt sem skuggsjá er, ef að viltu í hana líta, aðeins sjerðu inynd af þjer. Nætur kyrðin er svo inndæl, ef að stjörnu birtan er; I eins er líka ástin leynda ótal sinnum kærri mjer. S / Allt í einu opnaðist glugginn; það komu út tveir sterklegir handleggir og lögðust utanum ; hálsinn á Seppí, og áður enn hann var búinn að átta sig, fann hann til brennheitra varanna á í ástmey sinni á vörunum á sjer. En svo lokaðist | glugginn strax aptur, og það í seinasta sinn. | «Guð veri með )(jer, Resei», kallaði Sepp inn til hennar. «Góðar nætur Sepp,» sagði hún fyrir l innan gluggann. Seppí tók ofan hattinn og veifaði < honum í kringum sig, með miklu gleðiópi. Svo < gekk hann af stað í ástarsælu skapi út í tungls- / skinið og söng þessar vísur um leið og hann fór: í Og ástin er sem fuglinn frái, er ílygur hátt og syngur dátt, hann þagnar aðeins allra snöggvast, svo aptur geti hann sungið hátt. Hún er eins og ævintýri, sem enginn slær þó'botninn í, sagan fer í hús úr húsi, en hún verður þó ávallt ný. < Útlendar frjettir. Danmörk. þess var getið í síðasta blaði, að stjórnin ■ liafði leitt til lykta vc rzlunarsamning við Spánverja; en ; svo var eptir að ná satnþykki ríkisdagsins, og hefur það ; ekki gengið greiðlega. Viustrimenn láta illa yfir ; samningnum og segja hann vera miklu lakari enn verzlunar- '; samning þann, sem Svíar og Norðmenn fengu hjá Spán- ; verjum í fyrra. þeim hefur samt ekki þótt fært að hafna ) honura beinlínis, því málið er áhugamál alþýðu og einkum ■ verzlunarstjettarinnar sem hefur sent fólksþinginu bænar- > skrá um að veita samningnum samþykki sitt; þeir sáu að > það mundi að líkindum spilla þeirra málstað við kosning- ■ arnar í sumar, ef þeir höfnuðu honum algjörlega. þeir ■ fóru því þann veginn, að þeir kváðust mundu samþykkja > samninginn, svo framarlega sem stjórnin vildi slaka til ■ við þá í öðrn máli og ganga að því, að tolllögin væru ■ endurskoðuð; en endurskoðun tolllaganna var í fyrra eitt > af helztu ágreiningsmálum þings og stjórnar; segja I vinstrimenn að þessi mál sjeu svo skyld, að ekki hæfi að. ; leiða annað til lykta, en láta hitt liggja niðri; en stjórnin \ þvertekur fyrir alla endurskoðun, svo ekkert útlit er fyrir \ að verzlunarsamningur þessi komist á. — Jafningjar, i líberali flokkurinn og vinstrimenn í Kaupmannahöfn hafa ' orðið ásáttir um að fylgjast að við kosningar í sumar ■ gegn stjórninni; þetta er mikill flokkur og harðsnúinn, og > má Estrup biðja fyrir sjer, ef duga skal. — Af látnum > mönnum skal eins getið. 22. apiíl dó Jörgen Christian ■ Schjödte, prófessor í dýrafræði við háskólann, á 70. aldurs > ári, nafntogaður vísindamaður í sinni grein og rnikilmenni > um flesta hluti. Frakkland. Á annan í páskum var afhjúpað líkneski > af Gambetta í fæðingarbæ hans Cahors. þar var saman- > komið margt stórmenni; ráðherraforseti Jules Perry hjelt j höfuðtöluna, og minntist með fögrurn orðum hins mikla > ættjarðarvinar og hvatti menn til að feta í fótspor hans. Nokkur stórslys hafa orðið síðasta mánuðinn. 27. ; apríl bilaði biú á ánni Guadiana á Spáni milli bæjanna Badajoz og Ciudad-real undir gufuvagni; vagninn hrapaði ; í ána og fórust þar 60 manns. það er talið víst að þetta ) hafi orðið af mannavöldum, því þess sáusr merki eptir á, ; að brúin halði verið t.ekin í sundur og skeytt þannig saman ; aptur, að engann grunaði neitt fyr enn um seinan. þetta illvirki er eignað gjöreyðöndum (anarchistum eða níhílistum), > sem helzt vilja að allt gangi á trjefótum í heiininum og

x

Heimdallur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimdallur
https://timarit.is/publication/123

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.