Heimdallur - 01.05.1884, Blaðsíða 7

Heimdallur - 01.05.1884, Blaðsíða 7
71 | ? i < ( \ \ I 5 Jeg læt líf mitt saklaus og ranglátlega dæmdur. Verið sæl, mín kæru börn, Achilles, Letitia, Lucien og Lovísa; breytið eins og mínum börnum sómir; verið sterk í mótlætinu og minnist þess ætíð, hvað þið hafið verið. Lifið heil, jeg blessa ykkur og bið þess, að þið gleymið mjer aldrei og munið ávallt eptir því, að það hryggði mig mest af öllu að verða að deyja fjarri konu og börnum og hafa ekki einusinni vin til að lykja aptur hinu brostna auga. Lifið vel enn eitt sinn, mín ástkæra Carólína, mín ástkæru börn; jeg græt ykkar vegna og kyssi ykkur í huganum. Lifið vel, lifið vel og gleymið aldrei ykkar ógæfusama föður. Pizzo 13. október 1815. Joachim Murat. Síðan klippti hann lokk úr hári sjer og lagði í brjefið. í sama bili kom Nunziante hershöfðingi inn; Murat gekk á móti honum og tók í hönd honum. • Hershöfðingi», mælti hann, • þjer eruð kvænt- ur maður og faðir, sá dagur mun koma, er þjer skiljið hvað það er að verða að skilja við konu og börn. Strengið mjer þess heit, að brjefþettaberist konu minni. • — «]>ess strengi jeg heit við her- mennsku mína,» svaraði hershöfðingi og strauk hendinni um augun. • Jeg þakka yður fyrir, hers- höfðingi, en verið nú hughraustur, munið að við erum hermenn og vitum, hvað dauðinn er. Veitið mjer enn eina bón. Leyfið mjer að segja fyrir, er skjóta skal. f>ess synjið þjer mjer ekki, eða hvað ?» Hershöfðinginn laut við því, og dómstjórinn Froio kom nú inn og hjelt á brjefi. Murat rjeð í hvers efnis það mundi vera. «Lesið, herra minn,» mælti hann rólega, .jeg lilýði á.» Dómstjóri gjörði sem hann bauð. Murat liafði ekki skjátlazt, því að eins einn hafði greitt atkvæði á móti dauða- dómnum. fegar búið var að lesa dóminn, sneri Murat sjer að hershöfðingjanum og mælti: «Trúið mjer, hershöfðingi, jeg kann að gjöra mun á verkfærinu, sem fellir mig, og höndinni, sem því veldur. Jeg hefði ekki haldið það, að Ferdínand mundi láta skjóta mig eins og rakka. Honum hefur ekki vaxið í augum að vinna slíka fúlmennsku. Gott og vel, það er úttalað um það. Jeg hef mótmælt dómurum mínum, en ekki böðlum. Hvenær á l aftakan að vera?» — «Takið sjálfur til tímann, í herra,» ansaði hershöfðinginn. Murat tók fram úr | sitt; á úrkassanum var mynd af konu hans, og sneri hann óvart að sjer myndinni í stað skífunnar; ; hann virti hana fyrir sjer með blíðleik. «Bíðið þjer við litla stund, hershöfðingi,« mælti hann og benti á myndina, «það er myndin af drottning- ; unni, þjer þekkið hana, er þetta ekki líkt? •• Hershöfðinginn leit undan til að dylja geðshræringu sína og svaraði ekki. Murat andvarpaði og stakk úrinu á sig. — «Heilir svo, herra,» mælti dóm- í stjóri, «hvaða tíma tiltekur yðar hátign?» «Æ, » það er satt,» svaraði Murat og brosti, «þegar jeg sá mynd konu minnar, gleymdi jeg til hvers jeg hafði tekið úrið fram.» Hann leit aptur á úrið. «Svo veri það þá klukkan fjögur, ef yður sýnist í svo. Klukkan er nú yfir þrjú, jeg bið um fimmtíu mínútur — er það of mil<ið?» Froio hneygði höfuðið þegjandi og fór burt. Hershöfðinginn ætlaði að fara á eptir. «Sje jeg yður ekki framar Nunziante?”, mælti Murat. «Mjer er boðið að vera við aftökuna, herra, en jeg hef ekki kjark í » mjer til þess.» «Gott og vel, hershöfðingi, þjer eruð undanþeginn, en mig langar til að kveðja yður enn eitt sinn og faðma yður.» «Jeg skal vera á leið yðar, herra.» «pakka’ yðurfyrir, vinur ; minn, loíið mjer svo að vera einum.» .Fyrirgefið, herra, hjer eru tveir prestar . . . ». IJað var Murat auðsjáanlega ekki að skapi. «Vill yðar hátign veita þeim viðtöku?» «Ef það getur ekki öðruvísi verið, þá látið þá koma.» Hershöfðinginn ! fór leiðar sinnar, og lítilli stundu síðar komu prest- : arnir] inn i herbergið. «Hvað viljið þið?», mælti , Murat. «Spyrja yður, herra, hvort þjer viljið deyja : sem kristinn maður.» «Jeg dey sem hermaður og : þarf ekki huggunar við . . . hið eina, sem jeg í æski, er að vera einn hina síðustu afskömmtuðu stund.» Við þessi orð konungs fór annar prestur- inn burt, en hinn stóð kyrr við dyrnar. «Skilduð þjer mig ekki?» mælti Murat óþolinmóðlega. «Vissulega hef jeg skilið yðar hátign,» ansaði hinn S gamli múnkur, «en jeg trúi því ekki, að þetta sje ; yðar síðasta orð. petta er ekki fyrsta sinn að jeg ; kem til yðar með bónmæli.» — «Hvað er um > það?» — «I>egar yðar hátign kom hingað til Pizzo 1810, bað jeg yður um 25.000 fránka til að ljúka -i

x

Heimdallur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimdallur
https://timarit.is/publication/123

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.