Heimdallur - 01.05.1884, Blaðsíða 10

Heimdallur - 01.05.1884, Blaðsíða 10
þeir, er þar áttu hlut í, Motið verklaun sín : hallar- stjórinn var orðinn ofursti, Nunziante hershöfðingi var gjörður að aðalsmanni og Luidgi var drepinn á eitri. I Upp til fjalla. f Saga eptir ! Paul Heyse. Signrðnr Hjörleifson þýddi. (Endir.) Loksins komst hann upp áfjallið ogsáútyfirvatn- ; ið. iin ennþá var ekki allt búið, því enn varð hann < að ganga mjög langan veg og það var mjög grýtt \ og ákaflega illt yfirferðar. Honum er því ekki í láandi þó hann kastaði dálítið mæðinni og hugsaði í sig um, hvað bezt mundi að gjöra. Nú fór hann \ að iðrast eptir því að hann beið ekki eptir Frygíusi, ; því hann vissi að Frygíus hafði betra vit á því, ; livað bezt væri að gjöra, heMur enn hann sjálfur. Hann fór að hlusta, hvort hann heyrði hvergi til ) hans og honum heyrðist þá gengið á grjótinu, ; einliversstaðar ekki langt í burtu, rjett eins og | gengið væri á járnuðum skóm á hörðum klettum. Hann fór að kalla á Frygíus; hann kallaði í hátt þrisvar sinnum, en Frygíus kom ekki að heM- ur. í öðru veifinu langaði hann til að snúa ; aptur, en hann gat þó ómögulega fengið það af \ sjer, því blóðblettirnir urðu ávallt stærri, og hann ; sá þá svo vel í sólskininu. «Áfram", sagði hann ; hátt við sjálfan sig, o hljóp eptir blóðferlinum, - sem lá í krákustig eptir grjótinu, en steinarnir ( ultu niður brekkuna undan fótum hans. Allt í einu sá hann, hvar gammur einn mikill t kom fljúgandi í loptinu; hann var á harða flugi, ; nú bar hann yfir björgin og flaug hann ávallt í ; sömu átt. Hann fór að gæta betur að, og þá sá ; hann, hvar hjörturinn lá fyrir neðan einn hamarinn, ; og það var ekki meira enn svo sem fimmtíu fet á milli þeirra. Hjörturinn bærði ekki á sjer, svo það : gat vel verið að hann væri þegar dauður. Honum í þótti leiðinlegt að láta gamminn fljúga svona nærri ; sjer, án þess að senda honum sendingu. Að vísu ; hafði hann kúlu í haglahlaupinu á byssunni sinni. ; En gammurinn flaug svo þráðbeint, og þó hann aMrei nema hitta hann ekki, þá átti liann þó í í öflu falli eitt skot eptir í byssunni, til þess að senda hirtinum. Svo miðaði hann ofur rólega, , hleypti afog gammurinn datt niður steindauður. En ; þegar skotið reið af, spratt hjörturinn upp; það lagaði úr honum blóðið, en hann vissi að það var um lífið að tefla, og því bjóst hann til að renna sjer á barúninn. ; þ>á var barúninum nóg boðið; hann sá hengiflugið í fyrir neðan sig, svo hann gat hvergi flúið og hann : sá, að hjörturinn var aðeins særður á bógnum, og ) það ekki hættulegu sári. Hjörturinn stakk undir ; sig höfðinu, till þess að renna á hann, og nú var allt undir því komið, að hann hitti með kúlunni, \ sem hann átti eptir; rólegur lagði hann byssuna : upp að vanganum á sjer, miðaði á hjörtinn, sem ; renndi sjer á hann og hann hefði sjálfsagt hitt í hann, ef það hefði ekki einmitt viljað svo óheppi- ; lega til, að það brann fyrir. Nú var úti um allt, í og hann varð Ijemagna af ótta. Hjörturinn hentist : æðisgenginn að honum. Hann bað guð fyrir sjer, ; og fleygði sjer niður, ef vera mætti að hjörturinn ; stykki yfir hann. En allt í einu heyrði hann ; skotið fyrir aptan sig. Hann hrökk við og skimaði ; í kringum sig, og þá sá hann að hjörturinn steyptist á hausinn, stakk hornunum niður í jerðina, rótaði upp mold og grjóti og henti því langar leiðir burt frá sjer. Nú var honum borgið, svo hann stóð þegar upp og horfði upp eptir brekkunni, til þess að gá ; að því, hver það væri, sem hefði bjargað sjer. Hann ' sá einhvern mann þar upp frá, og hjelt það væri í Frygíus og kallaði á hann, því það var allt í þoku | fyrir augunum á honum, svo hann þekkti hann ekki. ; Maðurinn lagði byssuna upp á öxlina, og lagði af ? stað niður brekkuna, og þá fyrst sá barúninn, að ; það var enginn annar enn Seppí frá Thiereck. En áður enn hann væri búinn að átta sig á þessu öllu saman, var Seppí horfinn, og hann stóð þar ein- samall yíir hjartarskrokknum. Eptir fjórðung stundar kom -Frygíus þangað með öndina í hálsinum. Harúninn sat þá á steini einum og einblíndi á sárið, sem hjörturinn hafði fengið og Jiað var eins og hann væri sokkinn niður í sjálfan sig. Hann ávarpaði hann marg- í; sinnis, en hann bærði ekkert á sjer, svo hann fór : að ímynda sjer, að hann svæfi þarna með opin augun. Loksins leit hann þó við honum. «pjer S getið ekki trúað því, •> sagði Frygíus, í hjartans ;

x

Heimdallur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimdallur
https://timarit.is/publication/123

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.