Heimdallur - 01.06.1884, Side 2

Heimdallur - 01.06.1884, Side 2
82 Adolf Erik Nordenskjöld ) fæddist 18. nóv. 1832 í Finnlandi; útskrifaðist úr - skólanum í Helsingfors og fjekk 1855 ljelegt em- bætti, sem hann var settur frá skömmu síðar, og hafði hann þó ekki unnið mikið til saka. Náms- J menn í Helsingfors höfðu komizt að því, að einn af lagsmönnum þeirra var njósnarmaður v. Bergs < greifa, sem þá var landstjóri á Finnlandi, og > tóku sig því saman og hegndu honum fyrir, > og neyddu hann til þess að hafa sig hurt úr > borginni; en er v. Berg frjetti þetta, varð hann reiður og hugsaði námsmönnum þegjandi þörfina. \ Nokkru síðar hauðst honum gott færi; námsmenn í Helsingfors hjeldu samsæti og eins og vant er meðal ungra manna barst margt á tal, menn hjeldu politiskar ræður og hafa ef til vill ekki vegið hvert orð á gullvogum, en afleiðingin varð ; sú, að v. Berg komst að þessu, rak marga af samsætismönnum frá háskólanum og svipti Norden- skjöld embætti. |>egar nú svo var komið fór N. til Berlínarborgar og dvaldi þar hálft ár og fjekkst við í efnafræðislegar rannsóknir, en um haustið 1856 fór hann aptur heim til Finnlands, og var honum tekið í vel; honum var boðið, hvort hann vildi heldur kennaraembætti við háskólann í Helsingfors eða stóran ferðastyrk, til þess að geta dvalið erlendis > og aflað sjer meiri kunnáttu; N. kaus styrkinn og fjekk hann en varð hans þó ekki aðnjótandi. ' Skömmu síðar átti nefnilega að halda háskólahátíð í Helsingfors og átti að gjöra N. að doktor við það tækifæri og vildi hann því vera við á henni; hátíðiskveldið var haldin fjölmenn veizla, og voru í henni margir Svíar, er komið höfðu á hátíðina; þar var drukkið og haldnar ræður og í lok veizlunnar var skorað á N., að halda ræðu fyrir einhverju. N. í gjörði það og mælti fyrir skál gamalla endurminn- inga. þetta frjetti landstjóri, og þrátt fyrir það, að honum var send ræðan skrifuð og þrátt fyrir það, að ekkert saknæmt var í henni, þóttist land- - stjóri samt geta lesið það á milli línanna, að N. vildi æsa menn gegn keisaranum og varð æfareiður. ; N. ljet sjer fátt um finnast og fór heim til foreldra sinna, og hafði að eins verið þar skamma stund, áður ; enn einn af vinum landstjóra Ijet hann vita, að annað ■ tveggja yrði hann að gjöra, annaðhvort fara burt : af Finnlandi eða lýsa því yfir, að allt væri tómur í misskilningur. N. kaus að fara, ogfór til Svíþjóðar, og var hann nú látinn vita, að hann hefði fyrir- | gjört ferðastyrknum og allri von um kennara- embætti við háskólann í Finnlandi. Nordenskjöld j fór með Torell l), kennara í jarðmyndunarfræði i við háskólann í Lundi, í rannsóknarferð til J eyjunnar Spitsbergen í Norðuríshafinu og kom j heim aptur til Finnlands haustið 185 ■. í Finn- j landi gat hann enn þá ekki fengið nokkurt embætti, en aptur á móti bauð Svíastjórn honum kennara- \ embætti og umsjón yfir steinasafninu í Stokkhólmi ; og þáði N. það boð; en er hann ætlaði á stað, gat J hann ekki fengið leiðarbrjef, og varð að lokum að J fara í landstjórann sjálfan til þess að fá það; v. { Berg tók honum vel, fór að tala um veizluræðu hans og sagði að allt gæti orðið gott aptur og bar uppá hann, að hann hefði farið af landi burt : áður án leiðarbrjefs; N. svaraði fáu en sagðist hafa J orðið fyrir svo miklum skaða, að sjcr fyndist, J að þessu máli gæti verið lokið og gleymt. v. Berg sneri sjer þá að embættismanni, sem við \ var, og sagði, að ekki nægði að játa yfirsjón sína, : heldur væri nauðsynlegt að iðrast liennar. J»essu I; svaraði N. svo, að það gæti sjer ekki dottið í \ hug. v. Berg varð þá reiður og sagði: f»jer J skuluð fá leiðarbrjefið, en þjer verðið að kveðja J Finnland alfarinn; N. fekk leiðarbrjefið og fór til ; Svíþjóðar, en landstjóri fór þess síðan á leit við j stjórnina, að liún gjörði N. útlægan, en hún vildi ; ekki; því gat Jiann þó kornið til leiðar, að lagt var fyrir sendiherra Iíússa í Stokkhólmi, að hann J skyldi ekki skrifa á leiðarbrjelið ef N. ætlaði heim ; til Finnlands, og fyrst þegar v. Berg var farinn burt af Finnlandi, var N. leyft að koara aptur heim : til fósturjarðar sinnar. 1867 sótti N. um kennaraembætti við háskól- ann í Helsingfors og mæltu allir kennararnir í við háskólann með honum, og sendiherra Kússa í Stokkhólmi, scm var kunnugur N., sagðist, geta gefið honum vissa von um embættið, eí hann vildi lofa sjer því einslega, að fást ekkert við póli- tík, en því vildi N. ekki lofa; sendiherrann reyndi J þá, að fá konu Ns. til þoss, að tala um fyrir ‘) Otto Martin Torcll, f. 1838, 1866 háskólakennari í j Lundi, er raesti náttúrufræðingur. 1856—57 kannaði ; hann jökla í Svissaralandi og íslandi, kannaði Spits- J bergen og 1859 og 61 fór til Grænland 1859.

x

Heimdallur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimdallur
https://timarit.is/publication/123

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.