Heimdallur - 01.06.1884, Blaðsíða 5

Heimdallur - 01.06.1884, Blaðsíða 5
85 í svo vel. Hann mundi eptir því kveldi. fJað var ekki !; nema rúm vikasíðan; þcir höfðusetiðsaman í litlu stof- í unni á Bauk, og hafði Magnús verið að gefa honum í púns. Hann hafði þá enn ekkert af ástum að í segja, því hann hafði verið Kristínu samtíða á j Akureyri allt sumarið svo, að hann hafði ekki í fundið til neins óvanalegs. Hafði liann nú gaman | af, að iáta Eyjúlf segja sjer allrahanda. Meðal i annars sem á góma bar, hafði Magnús svo farið > að nudda honum um nasir, að það væri víst eitt- \ hvað á milli Kristínar og hans, því hann hafði sjeð þau í einhverju flangsi uppi á ullarlopti um í morguninn. «Nei, það er nú annar sem hún hefur > hugann við, Magnús minn», hafði hann þá sagt i svo undarlega alvarlegur í málrómnum allt í einu: síðan gjörði hann ekki annað það sem eptir var | kvelds, enn að útmála þá fjarskalegu ást sem hún \ hefði á þessum manni, og hvað hún tæki sjer kulda \ hans nærri, og hvernig hún ekki væri alveg með > sjálfri sjer út úr þessu öllu saman, og loksins trúði ji hann Magnúsi fyrir, að þessi maður, sem hún elsk- ; aði svona, væri hann sjálfur, Magnús. Alla nótt- \ ina dreymdi hann svo Kristínu, daginn eptir sá ; hann livað hún var dæmalaust falleg, og daginn \ þar á eptir var hann orðinn bálskotinn í > henni. En nú skyldi allt verða gott, hugs- > aði hann með sjer. Hann þyrfti að eins að l segja eitt orð, — svo væri allt búið, — og búið \ með siglinguna líka, fyrst um sinn. Ósköp skyldi - hann verða góður við hana. Fyrst skyldi liann : koma henni fyrir hjá foreldrum sínum ef hún : vildi fara úr kapstaðnum, og hún skyldi ekkert þurfa : að gjöra. Svo skyldi hún fá fullan rjett yfir hon- \ um gráskjóna litla, sem var bezti hesturinn út með ; ströndinni, og enginn kvennmaður enn hafði feng- \ ið að koma á bak. Svo gætu þau riðið út á ! sunnudögunum — kannski líka dansað, fyrst henni ! þætti það svo gaman, í öllu falli gæti hann útveg- í að honni harmoníku. Allt í einu stanzaði hann ósjálfrátt, gretti sig \ og þreif upp undir hattinn, og klóraði sjer í höfðinu. \ Já, «harmóníku.» Ýmislegt, sem honum hafði ekki : komið til hugar þessa daga, síðan hann hafði tal- að við Eyjúlf, raktist nú upp fyrir honum við þetta orð. Hvernig hafði hann farið að gleyma helv..........honum Madsen beyki með harmóníkuna og pípuhattinn. Hann sem hafði setið á livcrju kveldi meðan hann var á Akureyri niðrí beykishúsinu, og'L’gaulað á harmóníku fyrir \ Kristínu, opt eina. Nú mundi hann livað ] Kristín hafði brosað blítt til hans, og hvernig > þau opt höfðu verið að pukra eitthvað saman. Nú ' mundi hann hvað bann sjálfur hafði sagt um þau j þá, og seinast fyrir svo sem þrem vikum, þegar í frjettist, að Kristín ætlaði að sigla, hafði hann \ sagt: «Ætli hún ætli ekki að elta hann Madsen - sinn tetrið», svo sem hann hafði nú kveðið á. fað skyldi þó aldrei vera rjett, hugsaði hann. jj «Helvítis danskurinn.» Hann gekk nokkur spor | auðsjáanlega í mestu vonzku. Svo fór að smá- \ hýrna yfir honum aptur. «Nei, það er ómögulegt að það hafi verið trúlofun eða svoleiðis, því jeg sá j hún var næstum eins blíðleg við hina beykjana, > og marga búðarmenn líka, og hún getur þó ekki j verið trúlofuð þeim öllumsaman >, hugsaði Magnús með sjer; síðan hjelthann í huganum heilmiklalofræðu yfir henni, að hún væri svona glaðleg og innileg ; við alla jafnt, af því að hún væri svo góðog blíð í sjer. í pó fjekk hann enn ofurlítinn sting í hjartað. - Hvernig gat þá staðið á því, að hún hafði aldrei j sýnt honum neina blíðu, fyrst hún annars var góð j við alla, og ekki sízt, fyrst hún elskaði hann svona > heitt. Hún hafði meira að segja verið bist við ; hann opt fyrmeir, þegar hann kom inn í beykis- j húsið; en þegar hann var búinn að ganga dálítinn \ spöl var hann búinn að sansa sig á, að það væri ] náttúrlegt, og hlyti að vera svo. Hann fann, i hvað hann var feiminn við liana,, síðan hann fór að < elska hana, og skildi því, að hún væri eins ; feimin við sig, og auk þess sár yfir því, að hann skildi okki skilja hana. «Við höfumst ólíkt að», ; hugsaði hann; «jeg gjöri þjer getsakir, og þú elskar , mig út af lífinu; jeg bregð þjer um að þú ætlir að j elta strák úr landi, og þú ætlar kannski að flýja úr landi mín vegna, af því þú ert úrkulavonar — nei, elskan mín, það skal aldrei verða.» Og hann ! gekk hart og kallmannlega upp að húsi frænku sinnar. En við götudyrnar stanzaði hann ogroðn- j aði. «Kannski hún sje nú í forstofunni, hvað á jeg þá að segja? Nei, það er vissara að finna frænku fyrst, og spyrja hana hvort hún liafi ekki komizt, að neinu», og hann læddist boginn framhjá gluggun- f um, og fór inn um skúrdyrnar. * * í * Inni í stofunni var þegar farið aö verða glatt á hjalla. Lampi stóð á miðju borði, og kastaði

x

Heimdallur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimdallur
https://timarit.is/publication/123

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.