Norðurljósið - 01.07.1913, Blaðsíða 2
50
Norðurljósið
fór fram. Hann segir, að það sjeu nokkrir menn, sem
lifa enn, sem kannast mjög vel við það.
Við sjáum miskunn Guðs í því, að hann Ijet mann-
inn ekki falla dauðan á svipstundu, heldur gaf honum
tíma til iðrunar og afturhvarfs.’
Sá, sem elskaði svo heiminn, að hann gaf sinn ein-
getinn son, gefur þannig öllum mönnum tækifæri til
að sætíast við sig, þvi hann vill, að allir menn verði
hólpnir og komist til þekkingar á sannleikanum. Hann
sviftir mennina samt ekki frjálsræði, svo að hver um
sig verður að ákveða, hvort hann vill kjósa eða hafna
syni Guðs.
Vitnisburður mikilmenna.
iii.
W. E. Gladstone. (1809—1896.)
Mr. Gladstone var án efa einn hinn mesti stjórnvitr-
ingur sinna tíma og hlaut hylli flestra landa sinna, og
andstæðingar hans virtu hann mikils. Starfaði hann að
stjórnmálum í 54 ár og tókst honum að framkvæma
margt, sem verður þjóð hans til langvarandi heilla,
svo að hans er minst með mestu vinsæld.
Gladstone var bókmentamaður mikill og ritaði mikið
t. d. ;im bókmentir Forngrikkja.
En umfram ait var hann kristinn maður, og skamm-
aðist sin ekki fyrir að játa Krist fyrir mönnum. Þrátt
fyrir það, að hann var lengi æðsti ráðgjafi hins breska
ríkis, þóíti honum tímanum vel varið til þess að ræða
og rita um trúmál, enda starfaði hann af kappi að
því að mótmæla þeim, seni gera lítið úr biblíunni og
kenningum hennar. Þannig lenti hann í harðri baráttu
við Huxley prófessor, hinn alkunna efunarmann, og
fór hann halloka fyrir hinni dæmafáu rökleiðslu Glads-
tones. Hjer á Islandi, þar sem eru svo fáir, sem berj-
ast fyrir málefni Krists af lífi og sálu, tekst hinum
kirkjulegu vantruarmönnum í Reykjavík að afvegaleiða
menn frá biblíulegri trú áti mikillar fyrirhafnar, en það
er öðru máli að gegna í þeim löndum, þar sem margir
eru til, sem vilja finna sannleikann, og eru svo skarp-
skygnir, að þeir geta hæglega flett ofan af hugsunarvill-
um og ósamkvæmni biblíugagnrýnenda.
Gladstone var mikill kirkjuvinur, en vildi þó fyrir
alla muni láta kirkjuna vera sjálfstæða, þ. e. óháða
ríkinu. Áleit hann það óhæfu, að kirkja, sem á að
vera kirkja Krists, skuli taka peninga með valdi frá
nokkrum manni og taldi það kirkjunni hnekki í dýpsta
skilningi að gera það, Þannig kom hann lögum í gegn
um þingið (1868), sem afnámu þrælalögin sem veittu
kirkjunni þetta vald. Kom hann því og til Ieiðar að
að írsku kirkjunni var gert jafn hátt undir höfði og
öðrum trúarflokkum á írlandi. Hann lifði það ekki að
sjá það sama á Englandi.
Þrátt fyrir annir sínar í þarfir þjóðar sinnar, skrifaði
hann mikla bók um biblíuna, sem er orðin fræg, ekki
aðeins vegna mikilleika höfundar hennar, heldur og
vegna efnis hennar og hinnar skýru rökleiðslu hennar.
Titill hannar er: »Hið óvinnandi bjarg heilagrar ritn-
ingar.«
Hjer er vitnisburður Mr. Gladstones: —
»Það er ekki nema eitt stórt velferðarmál hjer í heim-
inum og það er, — hvernig á að leiða náðarboðskap
Krists í hjarta fólksins. I fjörutíu ár hefi jeg verið við-
riðinn bresku stjórnina og hefi komist í náin kynni
við sextíu hinna mikilhæfustu manna þessara tíma. Af
þessum sextíu voru fimtíu trúaðir menn og fimm báru
vírðingu fyrir trúnni. Jeg segi satt, trú mín verður
altaf sterkari og meira lifandi, því eldri sem jeg verð.«
Það er nauðsynlegt að taka það hjer fram að Mr.
Gladstone notar ekki orðin »trúaðir menn« í þeim víð-
tæka skilningi, sem biskup þessa lands leggur í þau, *
sem virðist innihalda hvert einasta mannsbarn á hnett-
inum með afarfáum undantekningum, heldur notar hann
þau um þá menn, sem hafa ákveðna trú á Krist og
opinberun Guðs í ritningunni.
22 ár í Mið-Afríku.
í síðasta blaði var lofað að skýra stuttlega frá fram-
förum þeirra landa í Mið-Afríku, sem Livingstone ferð-
aðist um.
Maðurinn, sem lengst hefir starfað á þeim svæðum,
heitir Daníel Crawford, Kom hann heim til Englands
í fyrra í fyrsta sinn eftir tuttugu og tveggja ára dvöl í
»háa grasinu«, sem innfæddir kalla Mið-Afríku.
Mr. Crawford fór til Afríku ásamt níu öðrum trúboð-
um og var hann talinn veikbygðastur þeirra allra. Af
þeim tíu lifa að eins þrír nú, að mig minnir, og er
Mr. Crawford sá eini, sem ekki hefir þurft, heilsunnar
vegna, að koma til Norðurálfu sjer til hvíldar í öll
þessi 22 ár. Eru það þó fáir hvítir menn sem þola
loftslagið þar syðra til lengdar.
* Sbr. orð hans í N. Kbl. »Trúaðan kalla jeg hvern þann
mann, sem kennir guðtaugarinnar með þeim hætti,
að hann má eigi úr sínu lífi missa þá vitund, að ein-
hver góður vilji sje þó í tilverunni, og að gott sje
og eftirsóknarvert að mega vera eitthvað í verki
m.eð þeim vilja,«