Norðurljósið


Norðurljósið - 01.07.1913, Blaðsíða 3

Norðurljósið - 01.07.1913, Blaðsíða 3
Norðurljósið 51 Innfæddir, sem höfðu sjeð Livingstone, kölluðu Craw- ford »bróðir« hans, og var það auðsjeð, að þeir mint- ust hans með mestu virðingu. Ferðin frá London til Garenganze, þar sem Crawford starfaði mest, tók 32 mánudi, og til næsta verzlunar- staðar voru um 1000 mílur enskar. Allstaðar er »háa grasið« (bambusreyr) um 13 feta hátt, svo að ferða- menn sjá ekkert nema heiðan himininn uppi yfir sjer. Vegir eru engir, að eins fetsbreiðar götur, sem liggja eins og krákustígur þvert um landið. Allan flutning bera menn á höfðinu og bera þeir 30 kilogr. hver. Þegar kvöld er komið búa menn til stóreflis eld til að fæla villudýr í burtu, og sofa í kring um hann. Það er siður á meðal innfæddra að Iáta unglingana ganga svo sem klukkutíma á undan á morgnana, því grasið er þá mjög blautt af dögginni. En unglingarnir hrista döggina af grasinu um leið og þeir þreyfa sig áfram, og eftir litla stund er orðið þægilegra fyrir aðallestina að komast áfram. Ljón og hýennr eru tíðar í þeim löndum og árnar úa og grúa oft af krókódílum. Hjer og þar eru þorp, þar sem eru hjer um bil 50 lneysi úr leiri, um 4 feta há og eru þau mjög óhrein. Margir smákonungar eru í Miðafríku, sem eru sí og æ í ófriði. Manndráp er hversdagslegur hlutur, því menn- irnir eru mjög grimmir að eðlisfari. Mr. Crawford hefir starfað með niiklum árangri, og það er furða, hverju þessi eini maður hefir komið til leiðar, fyrir einlæga trú á Guð. Hann fór ekki út undir vernd neins fjelags, heldur fylgdi stefnu Georgs MiiII- ers, sem Iýst er í 4. tbl. »Nðlj.« í 1. árg., það er, í stuttu máli, að fylgja ritningunni einni, sem leiðar- vísi og biðja Guð einn um hjálp í starfi sínu. Craw- ford reyndi, að hinn lifandi Guð er eins máttugur og trúfastur í Mið-Afríku, eins og MúIIer og margir fleiri hafa reynt hann í Norðurálfulör.dum. „Hann ber um- hyggju fyrir yður,“ sagði postulinn Pjetur, og fjöldi manna hefir reynt, að himnaföðurnum er ant um alla, sem taka á rnóti syni hans, Jesú Kristi. Satt er það, að hann »Iætur rigna yfir rjettláta og rangláta«, en hjer er átt við persónulega umhyggju fyrir þeim, sem hann elska. Mr. Crawford var svo langt frá öðrum hvítum mönnum, að þeir gátu ekki hjálpað honum með neinu móti. Einu sinni var það, t. d., 2 ár og 9 mánuðir, sem hann fjekk engin brjef eða frjettir frá hinum ytra heimi. En Guð var með honum, og þess vegna var honum óhætt. Starf hans var að nokkru leyti merki- legra en jafnvel Livingstones, því Livingstone var ein- lægt að ferðast, oftast útbúinn með öllum nauðsynjurn af fjelagi sínu á Englandi og var einnig styrktur af vísindafjelögum. En Crawford var ekki í neinu trú- boðsfjelagi, nje heldur trúarfjelagi. Hanu fór til að lifa meðal svertingjanna og reyna að lyfta þeim af hinu lága mentunarstigi þeirra með því að kenna þeim og menta þá, en fyrst og fremst með því að boða þeim Krist og hann krossfestan, »kraft Guðs og spéki.« Og hann treysti því, að Guð mundi hvetja fólk hans til að styðja hann af sjálfsdáð- um, á meðan það væri hægt, og sjá fyrir honum á einhvern annan hátt, þegar hann væri kominn út fyrir samgöngufæri hvítra manna. Mr. Crawford hefir haft þá gleði, að sjá marga svert- ingja snúa sjer af hjarta til trúar á Krist sem frelsara sinn. Haun hefir kent þeim að smíða hús, yrkja jörð- ina, gera brautir, lesa, skrifa og margt og margt annað. Á staðnum þar sem hann hefir sest að, er mikill bær með mörgum góðum húsum eftir nútíðar sniði, með reglulegum og hreinum götum, alt eftir heilbrigðis- kröfum menningarinnar. Þar er stórt samkomuhús, þar sem hinir kristnu bæjarmenn koma saman til að til- biðja, og fara þeir eftir kenningum nýja testamentis- ins með því að þeir koma saman til að halda kvöld- máltíðina »á fyrsta degi vikunnar«, þ. e. á hverjum sunnudegi, (sbr. Post. gern. 20. 7.). Göturnar eru sam- tals 6 enskar mílur, og það er 60 mílna braut á þessu svæði. Einu sinni, þegar Mr. Crawford hafði unnið mikið að mælingum á stórri lóð, þar sem hann ætlaði að láta byggja nokkur hús, gekk hann þreyttur til hvíldar þegar hann var búinn að reka síðasta staurinn í jörð- ina á sínum stað. Næsta morgun fór hann snemma á fætur og flýtti sjer að skoða verk sitt. En þá kðm á móti honum höfðingi einn úr nágrenninu, sem bar nokkra staura undir hendinni, brosti að fávisku hvíta mannsins og ávarpaði hann þannig: »Þessir geta ekki vaxið, herra minn!« Hann hugsaði að Mr. Crawford hefði verið að planta skóg, og tíndi þess vegna alla stauraua upp! Einu sinni, þegar Mr. Crawford var á ferð, fann hann, þegar hann var sestur að um kvöldið, að hann og menn hans höfðu lent inn á milli tveggja hera, sem bjuggust við að gera áhlaup hvor á annan þá sömu nótt. Mr. Crawford bauðst til að ganga á milli sem sáttarmaður og tók öldungana frá báðum flokk- ijm og setti þá í varðhald hjá óvinum þeirra, til að tryggja friðinn á meðan á samningatilraunum stóð. Svo gekk hann á milli þeirra alla nóttina og hafði marga erfiðleika að yfirstíga, en loks gat hann komið á sáttum. Friður þessi stóð órofinn í 19 ár. Fimm ár- um seinna, rjett fyrir kornuppskerutíð, komu engisprett- ur og átu alt hveitið sem trúboðinn ætlaði sjer til uppeldis. Á örstuttri stund var alt farið og Mr. Craw- ford stóð í örvæntingu og hugsaði sem svo: »Hvernig getur Drottinn bjargað okkur nú?« En þá leit hann upp og sá menn koma yfir hálsinn, marga menn, og bar hver sinn poka. Fleiri og fleiri komu, og enn fleiri, og Mr. Crawford horfði á með undrun þangað til 300

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.