Norðurljósið - 01.07.1913, Blaðsíða 5
Norðurljósið
53
Nasirnar.
(Framhald).
Það kemur stundum fyrir að börn láta eitthvað upp
J nasirnar, sem ekki er æfinlega svo hægt að ná undir-
eins út aftur. Foreldrar eiga að banna börnunum það
stranglega, ef þau sjá þau láta eitthvað, sem ekki má
vera, upp í sig, eða upp í nefið eða eyrað.
Þegar eitthvað situr þar fast, verður barnið vanalega
hrætt og segir fólki frá því, en ekki altaf. Ef aðskota-
'hluturinn situr lengi í nösinn', fer hún oftast að bólgna.
’Pegar úrrensli er aðeins úr annari nösinni á barni, þá
er það oftast nær végna þess að eitthvað hefir komist
upp í nösina og situr þar fast.
Til þess að losna við það, sem komið er upp í nös-
ina, má reyna þessar ráðleggingar:
1. Ef barnið hefir vit á að gera það, á það að draga
djúpt andann, loka munninum, halda hinni nösinni
lokaðri og anda frá sjer gegnum nösina þar sem hlut-
urinn hefir lent, svo hart sem hægt er. Anda inn aftur
gegn um munninn og anda út á sama liátt aftur.
Endurtaka þetta nokkrum sinnum. Þetta reynist oftast
nær fullnægjandi.
2. Ef það reynist samt ekki nóg, má taka dálítið af
pipari í lófann og blása á það, svo að örlítið fer upp
í nasirnar á barninu og kemur því til að hnerra. Það
má líka kitla nasirnar með fjöður.
3. Ef þetta reynist ekki nóg til þess að ná hlutnum
út, á að láta barnið halda höfði sínu yfir skál með
opinn munninn, og á þá að sprauta volgu vatni hægt
upp hina nösina. I vatnið á fyrst að láta salt svo sem
1 teskeið af salti í 1 pela af vatni.
Það á aldrei að stinga neinu verkfæri upp í nefið
Ef þessar ráðleggingar duga ekki, verður að fara með
barnið til læknis.
Rensli úr nefinu.
Rénsli úr nefinu orsakast oftast af kvefi (sem vjer
höfum ritað um áður, sbr. 1. árg. 1. tbl.), en þegar
það heldur lengi áfram, án þess að það sje í sambandi
við kvef, getur það stafað af fjórum orsökum: (1.) það
getur verið »polýpi« í nefinu; (2.) það getur komið af
því, að sjúklingurinn er kirtlaveikur; (3.) gröftur frá kýli
í holinu bak við kinnbeinin getur komið út um nefið;
(4.) rensli úr annari nösinni á börnum bendir oftast á,
að eitthvað hafi setið fast í nefinu, eins og áður er
getið.
(1.) Polýpi er óeðlilegur vöxtur í nefinu, í lögun eins
og pera, sem stíflar svo nösina, að sjúklingnum veitir
erfitt að draga andann um þá nösina. Það er hægt að
sjá þá, ef litið er upp í nösina. Þeir eru stærri og ónota-
legri í votviðri, heldur en þegar þurt er. Þeir eru vana-
lega teknir í burt með læknisskurði, en koma þó mjög oft
aftur. Betri aðferð er að eyða þeim, ef hægt er, og eru
beztu ráðin til þess eins og hjer segir: Menn eiga að
fá sjer litla sprautu, sem hægt er að sprauta með upp
í nefið, og sprauta upp e.liksýru, þyntri í volgu vatni
en samt svo sterkri, að sjúklingurinn finni örlitinn sviða
þegar sýran kemur við nefið. Það á að sprauta vel upp
svo að -ediksýran fari ofan í hálsinn, og halda áfram í
fimm mínútur, en ekki svo lengi, ef það veldur sársauka.
Þá á að þurka nasirnar með hreinni ríu og stinga dá-
litlu af bómolíu upp í þær eftir á.
Þetta á að gera tvisvar á dag í að minsta kosti tvær
vikur.
Þessi aðferð reynist einnig mjög vel við vanalegu
kvefi í nefinu.
(Framhald.)
ýtthugasemd.
Þeir sem leita til mín um lækningar, eru sjerstak-
lega beðnir að gæta þess, að mjer er ekki hægt,
vegna annara starfa, að sinna neinum lækningum
nema á miðvikudögum og laugardögum einum, frá kl.
ir árdegis til kl, 5 síðdegis.
Menn eru vinsamlega beðnir að koma ekki til mín
á öðrum dögum en þessum; það bakar mjer þá hrygð
að vera neyddur til að senda þá á burt og kostar þá
ómaksferð. Jeg vildi með gleði sinna mönnum á öllum
tímum, ef jeg gæti, dag eða nótt; en hin önnur störf
mín banna mjer það algerlega. Einasta undantekning
er, ef að báðir hinir settu læknar hjer skyldu vera
fjarverandi og sjúklingurinn biði skaða af að bíða.
Arthur Gook.