Norðurljósið - 01.07.1913, Blaðsíða 7
Norðurljósið
• ••••••••• •-• •
Er biblían ábyggileg?
(Framhald.)
Öll aðferð þeirra er tómar getgátur, og því er mest-
megnis haldið fram af mönnum, sem hafa unnið eið að
því, að prjedika sannleika fagnaðarerindisins, og þann-
ig afiað sjer trausts annara. Þó kenningar þeirra koll-
varpi trú margra og spilli um leið siðferði þeirra, virð-
ist svo sem þeir láti sig slíkt iitlu skifta.
Áður en vjer yfirgefum hinar fimm bækur Móse, vil
jeg benda á það, að í þessum bókum eru ótal margir
aðrir vitnisburðir um guðlegan uppruna þeirra, en þeir
sem jeg hefi drepið á í köflunum hjer á undan Jeg vil
t. d? vitna í eitt, sem í mínum augum hefir mikla þýð-
ingu.
Sú kenning kemur oftsinnis fram í bókum Móse, að
ásýnd Guðs verði ekki lýst með neinni mynd eða lík-
ingu. Þessi kenning er framsett í fám orðum í 5. bók
Móse 4.14.—18., þar sem Móse minnir Israelsmenn á,
að þeir skuli ekki búa tíl neina líkneskju, sem er »í líki
karls eða konu, í líki einhvers ferfætlings, sem til er á
jörðinni, í líki einhvers fleygs fugls, er flýgur í loftinu,
í líki einhvers dýrs, sem skríður á jörðunni, eða í líki
einhvers fisks, sem til er í vötnunum undir jörðinni.s
Takið eftir röðinni: Maðurinn, spendýrin, fuglarnir, skrið-
dýrin og fiskarnir. Mannleg skynsemi gat vel gert sjer
það Ijóst, að maðurinn sje líkari Guði en dýrin, en
hver gat gert grein fyrir hinu rjetta tröppustigi vitsmun-
anna hjá lægri verum? Líkskurðarfræðin hefir leitt það
í ljós, að hlutfallið milli þyngdar heilans og mænunnar
er hjá manninum eins og 33 :1, hjá spendýrunum eins og
4 :1, hjá fuglunum eins og 3:1, hjá skriðdýrunum eins
og 2'/2 : 1 og hjá fiskunum eins og 2 :1, svo dýrin koma
nákvæmlega í sömu röð, eins og þau eru flokkuð í
fimtu bók Móse 4. kap. Nákvæmlega sama röðin kem-
ur fram í 1. Konungabók 4. 33., þar sem Salómon tal-
ar um hinar ýmsu dýrategundir. En hver kendi Móse
og Salómon líkskurðarfræði? Sumir segja nú ef til vill,
að þetta sanni ekki annað en það, að hinir gömlu höf-
undar hafi verið komnlr nokkuð langt í þekkingu, en
þessa fróðleiksgrein er hvergi að finna nema í biblí-
unni. Á Indlandi verða menn þess varir enn i dag, að
naut eða kýr er sett hærra en maðurinn. Á Egyptalandi
voru fuglar og skriðdýr tilbeðin sem guðir, og hjá
Filisteum fiskurinn (Dagon). En hvernig stendur á því,
að menn finna þessa hárrjettu, lífeðlisfræðislegu niður-
röðun í þessum gömlu bókum, ef þær eru ekki inn-
blásnar af Guði?
VIII.
Vitnisburður frá Kína.
Eins og jeg hefi áður getið um, halda biblíugagnrýn-
endur fram, að sagan um sköpunina og syndafallið og
lögin sem Móses gaf Ísraelítum, eigi kyn sitt að rekja
til kaldverskra rita og sjeu teknar þaðan af ritendum
þeim, sem »settu saman« Mósebækurnar. Samkvæmt
þessu eiga þessir ritendur, sem gagnrýnendurnir þyk-
jast geta haft upp á, að hafa gert sig seka í vísvitandi
ósannindum, fimtíu og einu sinni með því að nota
orðin: »Þá sagði Drottinn við Móse«, og sjötíu og
tveimur sinnum þegar þeir notuðu orðinr »Drottinn
talaði við Móse og sagði«. Sannarlega liafa þessar ver-
ur, sem hvergi eiga heima nema í hugskoti biblíu-
gagnrýnenda, haft mjög litlar mætur á sannleikanum!
En þær eru þó ekki nema eðlilegur ávöxtur þess sam-
viskuleysis, sem leyfir mönnuin svo hæglega að fara á
bak við vígslueiðinn, eins og margir biblíugagnrýnend-
ur gera.
Það er öflug sönnun fyrir því, að syndafallið, synda-
flóðið og fórnalögmálin yfirleitt voru kunn hinum
fyrstu mönnum, þar sem vjer finnum í tungumáli
Kínverja órækan vott þess að helstu atriði þessara sagna
hljóta að hafa verið þeim mönnum eða kynslóðum alkunn,
sem mynduðu kítiverska letrið í öndverðu. Hvað það
hefir verið fyrir mörgum þúsundum árum veit enginn,
en að minsta kosti yrði það jafnvel biblíugagnrýnend-
um ofureili, að ætla að láta kínverska tungumálið
rekja upptök sín til Babýionar!
I kínverska tungumálinu eru 50,000 merki, og þessi
merki þýða ekki bókstafi heldur orð, því það er ekkert
stafrof. Þessi orð voru upphaflega myndletur, það er
ónákvæmar myndir af því, sem orðin eiga að þýöa,
en nú er ekki hægt að sjá að mörg af þessurn merk-
jum líkist neitt því, sem þau eiga að þýða. Eftirfylg-
jandi upplýsingar fjekk jeg hjá vini mínum, sem hefir
verið búsettur í Kína mörg ár og talar og ritar kín-
versku liðugt.
1. Merkið fyrir trje er lóðrjett strik með tvær rætur
og tvær greinar. Merkið fyrir yfirlýsirtg er gert af fimm
strikum og er ekki hægt að likja því við neitt. Þegar
nú tvö trje eru sett ofan á merkið fyrir yfírlýsing, þá
þýða þessi sameinuðu merki að banna. Takið nú eftir:
þegar Fornkínverjar vildu ná hinni bestu aðferð til að
lýsa hugmyndinni »að banna«, þá fundu þeir enga
betri en að vitna til yfirlýsingar um tvö trje.
„En af skilningstrjenu góðs og ills — af því mátt
þú ekki eta.“ (I. Mós. 2. 17.). »En svo hann nú ekki
útrjetti hönd sína og taki af lifsins trje og eti og lifi
eilíflega, þá ljet Guð Drottinn hann í burt úr aldin-
garðinum í Eden.« (I. Mós. 3. 22.-23.).
í þessu kínverska orði virðist vera ákveðið merki