Norðurljósið


Norðurljósið - 01.07.1913, Blaðsíða 6

Norðurljósið - 01.07.1913, Blaðsíða 6
54 Norburljósið • • • • Molar frá borði meistarans. (Á þessari blaðsíðu verða jafnan fluttar uppbyggilegar greinar fyrir trúaða.) Hið sigursæla líf. AUir trúaðir, sem hafa haft nokkra reynslu og hafa þekt mörg önnur Guðsbörn, hljóta að hafa tekið eftir því, að það er auðsjáanlegur munur á lífi trúaðra manna. Hjá sumum er kraftur, sem hinir þekkja ekki. F>að er glampi í augum þeirra, gleðibros á andliti þeirra, sem aðrir skilja ekki; þeir eru bjartsýnir og finna eitthvað gott í öllu sem kemur fyrir, þeir eru sjaldan óánægð- ir, þeim þykir skemtun að öllu starfi, sem kemur fyrir þá að gera, og það er yndi þeirra að lesa eða heyra Guðs orð eða að tala við Guð í bæn. Þeir eru ekki eins og sumir, stundum kátir og brosandi og stundum þungbúnir og leiðinlegir, heldur er lífsgleði þeirra eins og straumur, sein rennur svo djúpt, að það heyr- ist varla niður og sjest varla gára. Þeir eru ekki full- komnir, en kannast hreinskilnislega við það, ef þeim skyldi verða á, og berjast hinni góðu baráttu gegn synd og freistni með einbeittum vilja, enda sjest það á breytni þeirra, að þeir eru að brjóta á bak aftur sjer- hverja freisting sem hefir, ef til víll, tekið þá herfangi áður en þeir þektu Krist. Hvað er það, sem greinir slíka menn frá öðrum, jafnvel frá öðrum trúuðum? Hvað er þessi kraftur, sem þeir virðast hafa fram yfir aðra? Það er ósk höfundarins í þessari stuttu ritgerð, að sýna eitt: að þessi gleði, þessi kraftur, þetta sigrandi líf, er enginn leyndardómur, heldur hin rjetta eign sjerhverr- ar sálar, sem meðtekið hefir Krist sem frelsara sinn, hversu lítilfjörleg sem hún kann annars að vera. Sumir segja, ef til vill: »Það er nú hægt fyrir þessa aðra að ná því stigi, að lifa hinu sigrandi lífi, en jeg er svo skamt kominn og kringumstæður mínar eru svona lagaðar að jeg mun aldrei geta það.« En hjer er að ræða um, hvernig á að sigrast á kringumstæð- um vorum, hvernig vjer eigum að lyfta oss upp yfir armæðu og áhyggjur þessa lífs, það er að segja, hvern- ig þeir, sem nú geta það ekki, geta fengið kraft til að gera það framvegis, svo að gleði þeirra verði alveg óháð öllum kringumstæðum þessa lífs. Jeg get vel trúað því, að sumir segist aldrei hafa þekt mann eða konu, sem hafði þessa sigursælu trú og sigrandi lífsgleði, þótt trúaður sje. Þá vildi jeg spyrja: >Langar yður ekki sjálfa eftir þessari sælu, ef að hún er fáanleg? Hafið þjer þessa sístreymandi frið- arlind, sem jeg hefi reynt að lýsa?« Ef ekki, þá lang- ar mig til aðTsýna*og7 sanna að þetta eru ekki andí legir loftkastalar, heldur að hverju einasta Guðs barni er bæði heimilt og skylt að njóta þessa sigursæla lífs. Ritningin talar um þá, sem »rikja í lífi,«. (Róm. 5. 17.) og það er sagt: »Synd skal ekki drotna yfir yður,? (Róm. 6. 14.). Um þjáning, þrenging, ofsókn, hungur, nekt, háska og sve.ð, (það er, um vondar kringum- stæður), er sagt: »1 öllu þessu vinnum vjer meira ert sigur fyrir hann, sem elskaði oss.« (Róm. 8. 37.) Vjer sjáum hjer og víða í ritningunni, að það er ekki vilji Guðs, að börn hans skuli lifa því kraftalausa lífi, sem nokkr- ir játendur Krists lifa, heldur að þau skuli fyllast gleði, friði og fögnuði Heilags Anda og »ríkja í lífi,« sigri- hrósandi yfir gömlum freistingum og tilhneigingum og vaxandi daglega í líkingu Krists. Oss langar til að benda hjer á nokkrar reglur, sem rnunu, með blessun Guðs, vísa hinni þreyttu sálu á veginn til takmarksins. 1. Trygðu þjer það um fram alt, að þú sjert sann- arlega kristinn, sjert endurfœddur af Anda Guðs. Hjer má enginn vafi vera. Það er enginn sigur, eng- inn fögnuður í Heilögum Anda, þar sem ekki er full vissa um sáluhjálp sína. Það er ekki nóg að vona að þú sjert endurfæddur, eða að ætla að þú sjert það vegna þess að þú ert uppalinn á góðu heimili, og haf- ir fylgt hinum ytri siðum kirkjunnar. Þú mátt ekki hugsa, að þú sjert Guðs barn, af því að faðir þinn og móðir þín hafi verið guðrækin. Ekki má heldur neinn ætla að hann sje endurfæddur, vegna þess að faðir hans eða bróðir eða sonur er prestur, eða vegna þess að hann er sjálfur prestur, og prestskonan má ekk- hugsa að sál hennar sje hólpin, vegna þess að mað- urinn hennar er prestur. I þessum málum er ekkert rúm fyrir óvissu; vjer verðum að vita á hverjum grund- velli vjer byggjum von vora um sáluhjálp i þessum heimi og eilifa sœlu í hinum tilkomanda. Margir sem eru uppaldir þar sem Guðs orð er haft um hönd, eru efalaust endurfæddir, en ekki vegna þcssara hluta. Það var eitiu sinni ferðamannaflokkur, sem var á leiðinni frá Jerúsalem til Galíleu og fólkið hjelt áfram áhyggju- laust, af því það »ætlaði, að Jesús væri með samferða- fólkitiu«•, en sú varð raunin á, að fesús var ekki með. Þjer er ekki nóg, kæri lesari, að »ætla að Jesús sje með«; þú ert ekki óhultur, nema þú hafir leitað að honum og fundið hann. (Framhald.) sem ætlaðir að skrifa ritstjóra þessa blaðs og > biðja hann um fáeinar bækur og rit til útsölu meðal nágranna þinna, (sbr. júníblað »Nðlj.«) en ert þó ekki enn þá búinn að gera það, ert beðinn vinsam- legast um að gera það í dag, svo það gleymist ekki.

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.