Norðurljósið


Norðurljósið - 01.07.1913, Blaðsíða 8

Norðurljósið - 01.07.1913, Blaðsíða 8
56 Norðurljósib «««»«««««>>••••••»«««•««««••«••••••«••*•»••• þess, að menn vissu um bann Drottins viðvíkjandi þessum tveimur trjám. 2. Það er annað tákn, sem þýðir konu. Á kínversku sýndu menn hugtakið að þrá eða að ágirnast með því að hafa merkin fyrir tvö trje og konu. Nú sjáum vjer, að Fornkínverjum fanst fyrir nokkrum þúsundum ára, besta aðferð til að lýsa ágirnd vera sú, að gera mynd af konu og tveim trjám. Við hvað getur þetta átt, ef ekki við syndafallið, eins og frá því er sagt í 3. kapí- tula I. bókarMóse? Vjer vitum allir um það, að Eva girnt- ist hinn forboðna ávöxt. En hvernig áttu Kínverjar að vita um það, hafi það alls ekki átt sjer stað, en er að- eins nokkurskonar eddusaga, stolin frá goðafræði Baby- lóníumanna, eins og biblíugagnrýnendur halda fram? 3. Samkvæmt 1. bók Móse var hegningin, sem lögð var á karlmanninn, sú, að jörðin yrði bölvuð fyrir hans skuld og að í sveita síns andlitis skyldi hann brauðs síns neita. Á kínversku þýða merkið fyrir »akur« og merkið fyrir *kraftur«, þegar þau standa saman, „karl- maður", það er, sá, sem verður að eyða kröftum sínum til að yrkja jörðina, sem er bölvuð og sem ber þyrna og þistla. 4. í sögunni um syndafallið í 1. bók Móse gerir Drottinn hið mikla fyrirheit, að sæði, eða afkvæmi, kon- unnar skyldi loksins merja höfuð freistarans. Það er sæði konunnar, sem hjer er talað um, en ekki manns- ins, eins Og í öðrum fyrirheitum Drottins um afkvæmi, (t. d. er talað um »sæði Abrahams*-, um »sæði Jakobs«, en ekki um »sæði Söru« o. s. fr.). Merkið á kínversku fyrir konu, ásamt merkinu fyrir son eða sceði, merkja til samans lýsingarorðið »góður«. Gat nokkuð verið eins gott fyrir hina fyrstu foreldra vora í eymd þeirra og blygðun, eins og fyrirheitið um »sæði konunnar,« sem merja mundi höftið freistara þeirra. 5. I máli Kínverja finst sönnun fyrir því, að grund- vallarhugmyndin í friðþægingunni, sem hinum einasta vegi til Guðs, var fornþjóðunum kunni Samkvæmt ritn- ingunni hljóta Kain og Abel að hafa skilið hana að nokkru leyti, (sbr. I. Mós. 4. 1,—7.) og það eru ótal mörg merki þess í trúarbrögðum villimanna, að menn hafa einhverntíma haft meira eða minna skilning á henni. Hjer skal athugaður hinn kínverski vitnis- burður um þetta. Merkið fyrir sduð, sett fyrir ofan merkið fyrir eld, þýðir tamb. Þess skal gætt, að fórn- ardýrið, sem átti að vera fyrirmynd friðþægingardauða Krists, var altaf lamb á fyrsta ári, (sbr. II. Mós. 12. kap.). Þannig var það aðferð Kínverja, er þeir vildu tákna ungan sauð eða lamb, að gera mynd af sauð yfir eldi (altarísins). Hugtakið, að hinn saklausi leggur sig í sölurnar fyrir hinn seka, var líka kunnugt Fornkínverjum, eins og sjest á orðinu, sem þýðir „rjettlœti". Þetta orð er mynd- að þannig: Merkið fyrir „sauð" er sett fyrir ofan merk- ið fyrir „mig“. Þá er komin fornkínverska hugmyndin um rjettlceti, — fórnardýrið í staðinn fyrir mig! Þetta stendur vel heima við kenningu biblíunnar um það rjettlæti, sem tilreiknast hinum iðrandi syndara, er hann trúir á »það Guðs lamb, sem ber heimsins synd«. Það er líka eftirtektarvert að merkin fyrir „yfirlýsing" og „sauð", sett saman, þýðá „góður fyrirboði frá guð- unum". Þetta virðist benda á »yfirlýsing« Drottins um þann, sem koma myndi, og yrði eins og »lamb, sem leitt er til slátrunar«, sem myndi deyja fyrir syndarana, enda þótt þýðing hennar hafi efalaust týnst hjá Kín- verjum, eftir því sem aldirnar liðu. Sannarlega var þessi yfirlýsing hinn besti »fyrirboði«, sem þessi seki heimur hefir nokkurn tíma fengið! 7. Loksins sjáum vjer á máli Kínverja glögg merki þess, að þeim var kunnugt um syndaflóðið. Það er málsháttur Kínverja að segja t. d. »fimtíu munnar", þegar vjer mundum segja »fimtiu manns". Það er mjög eftirtektarvert, að kínverska orðið fyrir „skip" er mynd- að af merkinu fyrir „hús" méð merkið fyrir »átta munna« við hliðina á því. »Húsið með átta menn« þýðir þá „skip". Hvaða hús með átta menn var í raun og veru skip, nema örkin hans Nóa, þar sem hann og sjö ætt- ingjar hans bjuggu á vötnunum? Það virðist vera nærri því óhjákvæmilegt að viðurkenna, að Fornkínverjar vissu eitthvað um syndaflóðið og Nóa. Þegar tillit er tekið til þessaalls í sameiningu, er ó- mögulegt að halda, að það hafi alt verið tilviljun. Hin einasta útskýring er, að syndafallið og syndaflóðið hafi átt sjer stað, eins og I. bók Móse segir, og vegna þess að þau hafa átt sjer stað, hafa öll afkvæmi Adams og Nóa haft einhverja vitneskju um þau, sem þau hafa svo haft með sjer, þrátt fyrir það að þau breiddust út um allan heim; þannig finnum vjer merki þessara við- burða jafnvel á tungumáli Kínverja. (Framhald) * * * Athugasemd. Níundi kapítuli á að vera: >Stóðsðlin kyr á dögum JósúaPt eins og í frumritinu, enjeg hefi áður gefið út rit á íslensku með þeirri fyrirsögn og tilfært vitnisburð vísindanna um jarteiknið, sem sagt er frá í Jósúabók io. kap,; sleppi jeg þá þessum kapítula nú. Lesendur »Norðuríjóssins« mega fá ritið fyrir io au., sent með pósti. ^JoRÐURLJÓSIÐ kemur út einusinni á mánuði, og verð- ur 96 blaðsíður á ári. Árgangurinn kostar 50 aura og borgist fyrir fram. Menn mega senda útgefandanum verð- ið í ónotuðum frímerkjum. Verð í Vesturheimi, 30 cents. Ritstjóri og útgefandi: ýtrfhur Gook, Akureyri. (Afgreiðslumaður blaðsins áísafirði er hr.James L.Nisbet.) Prentsmiðja Odds Björnssonar-

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.