Norðurljósið


Norðurljósið - 01.08.1913, Blaðsíða 2

Norðurljósið - 01.08.1913, Blaðsíða 2
58 Norðurljósið skipið kom þangað rjett um það leyti að »Nancy«- rannsóknarmálið fór fram. Það voru allar horfur á, að »Nancy« og skipsmönn- um hennar yrði slept, því að ekki var liægt að færa beinar sannanir fyrir misgerðum hennar. En þá kom foringinn frá »Abergavenny« með hin rjettu skjöl henn- ar, sem skipstjórinn á »Nancy« hafði fleygt fyrir borð þegar herskipið »Sparrow« fór að elta hana, og var þá hægt að sanna það, að hann hafði verið í víkinga- ferð og rænt af mörgum skipum. Skjöl þessi, sem tekin voru úr maga hákarlsins, eru enn í dag til sýnis í »Institute of jamaica« í Kingston. Haus hákarlsins, sem gleypti þau, er í »United Service« gripasafni í London. Skipstjórinn á »Nancy« imyndaði sjer að skjölin, sem sönnuðu sekt hans, lægju á sjávarbotni, en þau komu upp í dóminum, svo að rjettlætið naut sín og hann og menn hans voru látnir sæla maklegri refsingu. * * * Það er margt, sem nú leynist mannlegum augum, og kemst að líkindum aldrei upp í þessu lífi. Það er margt ódáðaverkið, sem framið hefir verið í skugga næturinnar, sem sökudólgurinn heldur að engum manni sje kunnugt um. Það er margt illræðisverk framið af þeim, sem njóta trausts og virðingar annara, sem þeir halda að sje eins hulið eins og það hefðí verið framið á sjávarbotni. Ef til vill er eitt verk,—eða fleiri,— sem lesarinn vonar að komi aldrei nokkurntíma fyrir sjónir manna. En samt kemur sá tími, þegar Ouð almáttugur flettir ofan af öllu því, sem nú er hulið. »Það verður á þeim degi, er Guð dœmir hið dulda hjá mönnunum fyrir Jesum Krist." (Róm. 2. 16.) Augu hans sjá það, sem leynistfyrir Röntgensgeislum, - hann sjer hjörtu manna. Það er ósegjanlega miklu betra að koma hreinskilnis- Iega til Krists nú, og láta blóð hans »hreinsa frá allri synd«, heldur en að bíða hins mikla dags. Er þetta ekki satt ? Athugið það vel! »Ástvinir um alla eilífð.« (Sönn saga.) »Wilfrid,« sagði Emily Lawson, um leið og hún helti í kaffibolla handa bróður sínum, >það eru veikindi í húsinu hjerna fyrir handan.« »Svo? Það er leiðinlegt,« svaraði Wilfrid og hjelt á- fram að líta yfir morgunblaðið um leið og hann flýtti sjer að borða, til þess að komast sem fyrst af stað til skrifstofunnar, þar sem hann vann. »Já, — en heldurðu ekki að við eigum að reyna að hjálpa?« spurði Emily hálfhikandi. »Það er ungi mað- urinn sem leigir þar, sem er veikur, og þeir segja, að hann sje dauðans matur. Þú veist, Wilfrid minn, hvað við höfum heyrt um hann.« »Nú! er það maðurinn, sem sat og drakk og reykti alla sunnudaga og kemur oft fullur heim á kvöldin?« sagði Wilfrid. »En hvað gætum við gert?« »Jeg held að við, — það er að segja, þú, Wilfrid, — gætir gert eitthvað. Það er satt, að við þekkjum hann sama sem ekkert, en við þekkjum þó Drottin Jesúm. Það gerir hann víst ekki, og það er óttalegt að hugsa um mann, sem liggur fyrir dauðanum rjett f sömu götu, án þess að gera neitt fyrir sálu hans. Hvað get- um við gert, Wilfrid?« Og Emily spenti greipar og horfði á bróður sinn rannsóknaraugum. Wilfrid leið ekki mjög vel. Hái, fyrirmannlegi, ungi maðurinn, sem hann hafði svo oft sjeð á götunni, lá nú dauðveikur og átti víst skamt eftir ólifað. Wilfrid hugsaði sem svo, að ef þau systkin væru sannir læri- sveinar Krists, mundu þau ekki láta siðavenjur eða feimni aftra sjer frá að vita, hvort ungi maðurinn væri búinn við því að fara um »dauðans skuggadal«. Hann hafði ekki tíma til að tala meira við systur sína, en hann vissi að hún mundi biðja Guð um leiðbeiningu. Hann fann að hann mátti til að heimsækja manninn, en hann fann líka, að hann var of feiminn til þess. Þó þorði hann ekki að snúa sjer frá rödd samviskunn- ar og bað innilega og heitt um hjálp og leiðbeiningu oftar en einu sinni þann dag, og þegar hann kom heim, var hann fastráðinn i því að fara og finna unga, deyjandi manninn. Systir hans var því innilega sanr- þykk. Hann fór í húsið, þar sem sjúklingurinn var, og bað um leyfi til að finna hann. Veiki maðurinn virtist taka mikið út, en hann heilsaði glaðlega, þegar Wilfrid kom inn, og var auðsjeð að hann var ánægður yfir að fá þessa heimsókn. Hann sagðist vera ákaflega leiður á einverunni. Þeir töluðu margt og mikið saman; leitaðist Wilfrid við að Ieiða samtalið að andlegum málum, en Frank Turner hafði lítið um þau að segja. »Farið þjer nokk- urn tíma í kirkju?« spurði Wilfrid. »Nei, ó nei!« svaraði sjúklingurinn stuttlega. »Jeg hefi ekkert að gera við þessháttar.« »Þá hafið þjer líklega aldrei borið neina umhyggju fyrir sálu yðar?« sagði Wilfrid rólega, og í svo blíðum róm, að ekki var hægt að taka því illa. En Frank Turner svaraði eitthvað á þá leið að »sjer þætti öll afskifti óviðkoniandi manna af sínum málum leiðinleg*. Eftir dálitla stund bjó Wilfrid sig til brottfarar, en veiki maðurinn sagði, um leið og hann kvaddi hann: »Ger- ið svo vel að líta inn til mín á morgun. Mjer þykir vænt um að sjá yður.« Þegar Wilfrid var kominn heim, spurði systir hans,

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.