Norðurljósið


Norðurljósið - 01.08.1913, Blaðsíða 6

Norðurljósið - 01.08.1913, Blaðsíða 6
62 Norðurljósið • ••••• • • ••• • • ••»• • • • • • • • •••••••• • •• • • ••• •-• •• • • • • •• •* Molar frá borði meistarans. (Á þessari blaðsíðu verða jafnan fluttar uppbyggilegar greinar fyrir trúaða.) Hið sigursæla líf. (Framhald.) Einhver kann nú að segja: »Jeg er ekki viss um, að jeg hafi leitað Jesú eða fundið hann á þann hátt, sem átt er við í Guðs orði.« Þá vildi jeg af öliu hjarta ráða þjér, kæri vinur, að koma til hans að nýju, alveg eins og þú hefðir aldrei komið fyr, svo að þú getir orðið viss um að hann hafi veitt þjer viðtöku. Kom til hans sem syndari, hver sem þú ert; treystu því, að hann dó á krossinum fyrir syndir þínar og að hann vill taka á móti »þeim, sem til hans kemur,« eins og hann lofaði, (Jóh. 6. 37.). Reiddu þig því næst á það, að hann hafi veitt þjer viðtöku sakir loforðs síns og trúfesti. Og jafnvel þótt þú kunnir að hafa komið til hans áður, þá veistu að þú hefir gert það, og þá getur þú lika vifað að þú hefir eilíft líf. Jóhannes postuli sagði: »Sá, sem hefir soninn, hefir lífið; sá, sem ekki hefir Guðs son, hefir ekki Iífið. Þetta hefi jeg skrifað yður, til þess að þjer vitið, að þjer hafið eilíft líf, yður, sem trúið á nafn Guðs sonar.« (I. Jóh. 5. 13.) Eftir þessu, geta þeir, sem meðtekið hafa Krist sem frelsara sinn, hver og einn, vitað að þeir hafa eilíft líf. Drottinn Jesús sagði: »Sá sem heyrir mitt orð og trúir þeim, sem sendi mig, hefir eilíft líf og kemur ekki til dóms, heldur hefir hann stigið yfir frá dauð- anum til lífsins.« (Jóh. 5. 24.) Af þessu veistu, ef þú hefir heyrt (o: móttekið) Krists eigin orð og trúað vitn- isburði Föðurins um hann, (1.) að þú hefir eilíft líf; (2.) að þú kemur ekki til dóms; og (3.) að þú ert stig- inn yfir frá dauðanum til lífsins, (það er, að þú ert endurfæddur). Pjetur postuli segir í fyrra pistli sínum (1. 22.-23.): »EIskið hver annan innilega af hjarta, þjer, sem eruð endurfœddir, ekki af forgengilegu sæði, heldur ófor- gengilegu, fyrir orð Guðs.“ Pað er einmitt þegar vjer trúum vitnisburði Guðs orðs um Jesúm, að andi vor verður endurnýaður af Guðs Anda, með öðrum orðum, að vjer endurfæðumst. Ef þú nú veist að Kristur hefir tekið á móti þjer, aumum syndara, þá er það fyrsta sporið til þess að lifa hinu sigursæla lífi. 2. Gerðu þjer glögga grein fyrir þvi, að jesús Krist- ur er upprisinn og talar máli þinu fyrir Guði. Þú átt ekki þann frelsara, sem dó á krossinum fyrir nærri því 19 hundruðum ára og var þar með úr sögunni. Jesús Kristur er upprisinn! Hann situr Guði á hægri hönd,. og englar, völd og kraftar eru undir hann lagðir! (I. Pjetur 3. 22.) »Hann getur og til fulis frelsað þá, sem fyrir hann ganga fram fyrir Guð, þar hann ávalt lifir, til að biðja fyrir þeirn." (Hebr. 7. 25.) í brjefinu til Hebrea, sem þessi síðasta tilvitnun er tekin úr, er all- mikill kafii um Melkisedek og er þar sagt, að Drott- inn Jesús er »orðinn æðsti prestur að eilífu, að hœtti Meikísedeks" (6. kap. 20. vers). Höfundurinn ségist hafa »Iangt mál að segja og torski!ið« um þetta, og getur þess um leið, að það er ekki von, að þeir, sem ungir eru í trúnni, geti skilið slíkt. (Hebr. 5. 11,—14.) En það er éitt atriði, þar sem Melkísedek er fyrirmynd Jesú Krists, sem er öllum auðskilið, enda og mjög nauðsynlegt fyr- ir hvern trúaðan að skilja. Vjer lesum um það í 14. kapítula fyrstu bókar Móse, Abraham kom heim úr herför, þar sem honum hafði tekist að bjarga Lot, bróðursyni sínum, úr höndum óvinanna, sem höfðu hertekið hann, ásamt öðrum, sem áttu heima í Sódóma. Hann náði öllu, sem óvinaherinn hafði tekið úr Só- dóma og var á heimleiðinni, þegar konungurinn í Só- dóma, — borg, sem alræmd var fyrir guðleysi, — kom til fundar við hann. Var það ætlun konungsins, að taka við mönnunum, sem Abraham hafði frelsað, en bjóða Abraham fjárhlutina að launum, Var hjer innifalin mikil freisting fyrir Abraham, en það var ekki Guðs vilji, að hann skyldi taka við neinu af þessari guð- lausu borg, sem bráðum myndi eyðileggjast með eldi frá himni. Ekki er hægt að vita, hvort Abraham hefði fallið fyrir freistingunni, en rjett áður en Sódómakonung- ur kom til Abrahams, kom Melkísedek, »prestur hins hæsta Guðs«, til hans með brauð og vín, blessaði hann og minti hann á að Guð hans væri »skapari himins og jarðar«. Þvi næst kemur Sódóma-konungur og seg- ir: »Gef mjer mennina, en tak þú fjárhlutina.t En nú er Abraham sterkur, blessun Melkísedeks hljómar enn í eyrum hans, og hann segir: »Jeg upplyfti höndum mínum til Drottins, hins hæsta Guðs, skapara himins og jarðar: Jeg tek hvorki þráð nje skóþveng, nje nokk- uð af öllu, sem þjer til heyrir, svo að þú skulir ekki segja: Jeg hefi gert Abraham ríkan. Ekkert handa mjer! . . .« Eftir þessa atburði kom orð Drottins til Abrahams í sýn, þar sem hann sagði; »Laun þín munu mjög mikil verða.« (I. Mós. 14. 17.—24.; 15. 1.) Vjer sjáum á þessu, á hvern hátt Jesús Kristur er »æðsti prestur að hætti Melkísedeks«. Melkísedek flýtti sjer að finna Abraham áður en konungur Sódóma næði til hans. Hann blessaði hann og styrkti hann svo að hann gæti staðist freistinguna sem var á vegi til að mæta honum. Það er Iíking þess, sem vor himneski frelsari gerir fyrir oss. (Framhald.)

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.