Norðurljósið


Norðurljósið - 01.03.1929, Page 8

Norðurljósið - 01.03.1929, Page 8
NÖRÐURLJÓSIÐ 1 6 b\'ggjíi í einn aukaatriði, sem ekki kom rökleiðslu minní við, á ótvíræðum fullyrðingum manna, sem jeg talaði við persónulega og mjer virtust áreiðanlegir. Ritstjóri »Bjarma« byggir rökleiðslu sína viðvíkjandi barnaskfrninni á reikulum og óljósum staðhæfingum nokkurra manna, sem dánir eru fyrir 15—17 öldum og mjög tvísýnt er, hvort vjer höfum rit þeirra ó- breytt. Og báðum okkur hefir skjátlast. Okkur öll- um er best, að fara beint til Guðs orðs í ritningunni og hafna öllu öðru en því, sem þar stendur svart á á hvítu. A. G. Góð heimsókn. Ujer á Aku.reyri er fjelag, sem heitir Kristniboðs- fjelag kvenna. Pó að fjelag þetta sje ekki mjög gamalt, rjeðst það í, að bjóða Ólafi Ölafssyni, trú- boða frá Kína, hingað til Akureyrar í vetur. Hann kom snemma í febrúar og hjelt margar samkomur, fyrirlestra og skuggamyndasýningar hjer og f ná- grenninu um fjögurra vikna skeið. Meðal annars hjelt hann vakniiigar-samkomur frá 3. til 10. febrúar í Sjónarhæðarsal við mikla aðsókn og virtist blessun Guðs hvíla yfir samkomunum. Mánud. hinn 25. febr. var baldin sameiginleg vakningar-samkoma í stóra salnum í Samkomuhúsi bæjarins, og töku þátt í henni, auk Ólafs kristniboða, Árni Jóhannsson, deild- árstjóri í Hjálpræðishernum, og ritstjóri þessa blaðs. Húsið var troðfult og alt fór hið besta fram. »Senan« var þjettskipuð s'öngvurum ásamt hljóðfærasveit, og virtist samkoman hafa mikil áhrif á fólk yfirleitt. Næsjta kvöld talaði Ólafur fyrir söfnuðinum á Sjón- arhæð og miðvikud. hinn 27., daginn áður en hann fór hjeðan, var honum haldið Samsæti í stóra sal Samkomuhússins, þar sem voru um 100 manns. Töluðu þar margir, ýmist úr Kristniboðsfjelagi kvenna, Hjálpræðishernum og Sjónarhæðarsöfnuðinum. Var það, að dómi allra, hin blessunarríkasta stund. Sam- koman cndaði með áhrifamikilli bænastund, og nokkurir ljetu í Ijós ósk sína um persónulega fyrir- bæn og ákvörðun sína um að leita Krists. Hinn 28. febr. hjelt Ólafur til Reykjavíkur og hafði viðdvöl á Sigiufirði og ísafirði á leiðinni. Meðan bróðir vor var í Noregi, hafði hann mikið andlegt samfjelag við Ólaffu sál. Jóhannsdóttur, og sjest það glögt, að bænir hennar íyrir honum hafa rætst. Hann boðar náðarboðskap Krists trúlega og • með einurð, látlaust og með djörfung. Var okkur öllum hjer á Akureyri sjer.stök ánægja að njóta sam- fjelags hans, og við þökkum honum fyrir heimsókn- ina og vonum, að við fáurn að sjá hann aftur, þegar Guðs tími er kominn til þess. Á meðan viljum við biðja Guð' að blessa öll störf hans, svo að hann megi leiða marga til Krists. Á hinum sameiginlegu samkomum var öllum liokkanöfnum og sjeriiokkareglum slept. Vjer kom- um saman eingöngu í nafni Drottins vors Jesú Krists og á grundvelli sameiginlegrar trúar vorrar á vitnis- burð ritningarinnar um hann. En hví skyldi ekki þetta nafn og þessi grundvöll- ur nægja okkur œtíð? »Norðurljósið« vill starfa að því framvegis, eins og að undanförnu, að leiða menn til þess að strika út öll flokkanöfn, að sameinast eingöngu í nafni Krists og byggja - safnaðarlíf sitt aðeins á grundvelli nýja testamentisins. Þetta er vafalaust vilji Drottins. „ Veröi finn vilji7“ Um lækningar. Að gefnu tilefni skal endurtekið hjer, að mig er ekki að hitta upp á lækningar nema á miðvikudögum og laugardög- um einum, frá 11 f. h til 5 e. h. En menn mega koma á öðntm tímum áþessam tveimur dögum, ef þeir panta viðtöl í talsímanum áður en þeir koma. Það er alveg þýðingarlaust fyrir menn að koma á öðrum tímum, eða dögum, en hjer er sagt. Aftur á móti geta menn fengið meðöl þau, sem auglýst eru á meðalaskránni, sem jeg hefi gefið út, á hvaða degi eða tíma sem vera skal, án þess að finna mig persónulega. Skráin verður send hverjum sem vill ókeypis. Ef menn senda mjer skriflegar lýsingar, eru þær nær því undantekningarlaust afgreiddar rneð fyrsta pósti. Þegar menn biðja um meðul gegn póstkröfu, ættu þeir að senda að minsta kosti 1 kr. fyrir fram. Ef ofmiklir peningar eru sendir, verður afgangurinn endursendur með meðulunum. Meðan jeg var í útlöndum í fyrrasumar komst jeg í kynni við firma, sem hefur fundið upp kviðslitsumbúðir, sem reyn- ast ótrúlega vel. Jeg þekti dæmi þess, að menn höfðu fengið albata með því að nota þessar umbúðir, og fór því til að rannsaka málið betur. Árangurinn varð, að jeg hefi gerst umboðsmaður þessa firma og hefi birgðir af umbúðum þeirra í mörgum stærðurn og tegundum. Þeir, sem þjást af kviðsliti, geta fengið upplýsingar um umbúðirnar, með því að skrifa mjer. Jeg veit ekki til, að riokkurar umbúðir sjeu til jafn þægilegar og hentugar, (sjerstaklega fyrir verkafólk), og í mörgum tilfellum getur maður haft von um að kviðslitið læknist til fulls. Ritstj. Vinagjafir til blaðsins. J. E. J. (Barð.) kr. 4,00; tveir Skagfirðingar 15 kr.; P. S. (V.-Hún.) 5 kr.; G. A. (S.-Múl.) kr. 4,00. „Norðurljósið11 vottar þessum vinuni þakklæti sitt og óskar þeim alls góðs. Prátt fyrir háa áskrifendatölu borgar blaðið sig ekki fjárhagslega, vegna þess hve það er selt ódýrt, og hluttekning þessara vina og annara, sem á undan hafa gengið, er þvi mikils virði. Kaupendur blaðsins, sem hafa bústaðaskifti, eru vin- samlegast beðnir að tilkynna ritstjóranum það hið fyrsta. Peir, sem enn þá hafa ekki greitt áskrifendagjaldið fyrir 1929, eru beðnir að muna eftir því og senda það við fyrsta tækifæri. Gjöf til Útvarpsstöðvarinnar. Bóndi í Skagafirði, 50 kr. Innilegar þakkir fyrir þenna góða stuðning! Norður/fósið kemur út mánaðarlega og verður 48 blað- sfður á ári. Árgangurinn kostar 1 kr. og greiðist fyrirfram Verð í Vesturheimi 40 cents. Ritstjóri og útgeýandi: Arthur Gook, Akureyri. Prentsmiðja Björns Jónssonar, Akureyri.

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.