Norðurljósið - 01.01.1945, Page 7
NORÐURLJÓSIÐ
7
Vísindaleg tilraun.
Tveir klerkar voru að tala saman um biblíuna,
«r þeir hittust á kirkjuþingi í Bandaríkjunum.
Annar var trúaður maður, hinn var „nýguðfræð-
ingur“. Hinn trúaði spurði nýguðfræðinginn, hvort
hann þekti ekki tvo nafngreinda ræðumenn, sem
tóku þátt í fundinum. Jú, hann þekti þá vel per-
sónulega. Hvort hann hefði lesið bækumar, sem
þeir höfðu, hvor um sig, gefið út? Já, hann hafði
lesið bækur þeirra. Hvort hann hefði oft heyrt þá
flytja ræður? Já, oft.
Klerkurinn fór þá til annars þessara manna, sem
vjer skulum láta heita síra A., og bað hann að skrifa
fyrir sig skýrslu um fundina, sem halda átti næsta
dag. Hann lofaði að gera það. Þá gekk klerkurinn til
hins, sem vjer skulum kalla síra B., og spurði hann,
hvort hann vildi ekki gera hið sama. Hann var fús
til þess.
Þegar hann f jekk handritin, samdi hann skýrslu
um fundina og notaði eingöngu orð þessara tveggja
manna. Hann ljet annan byrja, og á hentugum
stað ljet hann hinn taka við, svo að útkoman var
samfeld skýrsla úr orðum þeirra beggja.
Þá fór hann aftur til nýguðfræðingsins og tjáði
honum, hvað hann hefði gert. Hann skoraði1 á hann
nú að merkja á skýrslunni, hvað væri eftir síra A.
og hvað eftir síra B., samkvæmt aðferðum nýguð-
fræðinga, er þeir greina milli höfunda, sem þeir
segja, að hafi átt kafla í ritum gamla testament-
isins.
Nýguðfræðingurinn gerði svo vel sem hann gat
og beitti aðferðum þeim, sem hann hafði lært í
guðfræðideild háskólans. En árangurilnn var blátt
áfram hlægilegur! Hann hitti á hið rjetta aðeins
einstöku sinnum, og hefði hver maður, sem giskað
hefði á höfundana, getað fengið jafngóðan árangur.
Hjer er þá gáfaður maður, sem tekur handrit til
meðferðar. Hann veit, að það er eftir tvo höfunda,
sem hann þekkir persónulega. Hann hefir oft hlust-
að á þá og lesið rit þeirra. Samt getur hann ekki
fundið, hvaða kafla hvor þeirra hefir skrifað.
Oss er því spum, hver von er til þess, að guð-
fræðingur nú á 20. öld geti sannað, að Móse hafi
ekki ritað þetta eða hitt, heldur hafi „endurskoð-
ari“ nokkur, nokkmm öldum fyrir Krist, skotið
þessari eða hinni setningu inn í? En þetta er það,
sem biblíugagnrýnendur svo nefndir þykjast geta
gert.
Það er von, að hilnn kunni biskup Welldon ritaði
um verk dr. Cheynes, nýguðfræðingsins, sem ætl-
aði að tæta Davíðs-sálma í sundur og spádóms-
bækurnar: „Meðhöndlun dr. Cheynes á Davíðs-
sálmum og ritum spámannanna ber vott um lítiö
annað en brjálsemi
Og það er von, að síra A. H. Finn, sjerfræðing-
urinn í hebreskum bókmentum, skrifaði: „Það vom
reyndar hinar gersamlega óvísindalegu aðferðir,
sem notaðar vom við þessa svo nefndu ,vísinda-
legu gagnrýni* í ritum nýguðfræðinga, sem
hneyksluðu mig, jafnvel áður en jeg hafði athugað
bækur andstæðinga þeirra.“
Saoan um ÐðUamanninn Kim.
Kim var með dramblátustu mönnum í Kóreu.
Hann var hreykinn af ætt sinni, af húsi sínu, af
gáfum sínum og þekkingu. Hann talaði sem minst
við þá, sem hann áleit standa sjer skör lægra í
mannfjelaginu.
En hann var mikill bókamaður. Honum þótti
ákaflega vænt um bækur sínar og reyndar um all-
ar bækur. Þess vegna var það, að hann tók vel á
móti umferðabóksala, sem kom til hans einn dag
og vi'ldi selja honum nýja bók. Það mátti ekki
frjettast, að hinn mikli og lærði Kim hefði neitað
að kaupa bók, sem honum var boðin.
Þegar maðurinn var farinn, opnaði Kim bókina
og fór að blaða í henni. Það var rit um trúmál,
meira að segja um einhverja útlenda trú, svo að
hann lagði bókina frá sjer og gleymdi henni brátt.
Árin liðu, og miklar breytingar urðu á kjörum
hins drambláta manns. Auður hans var að mestu
horfinn honum. Hið verðmætasta í húsi hans hafði
verið selt, myndir hans og fallegustu húsgögsiin.
En honum var ómögulegt að selja bækur sínar.
Þær vildi hann geyma til hins síðasta, hvað sem
öðru liði.
Einn dag stóð hann og horfði með hrygð á
veggina í svefnherbergi sínu. Það var langt síðan
hann hafði getað látið mála listana, og veggfóðrið
var orðið slitið og rifið á mörgum stöðum. Hvað
átti hann til bragðs að taka? Fátækt hans bannaði
honum að kaupa nýtt veggfóður. Það var ekki um
annað að gera en að fá einhvem annan pappír til
að líma yfir auðu blettina. En hvaðan átti hann að
fá pappírinn? Blöð og tímarit vom miklu sjald-
gæfari þar í landi en tíðkast hjá okkur. Það var
ékkert annað ráð en að nota einhverja bók, að rífa
blöðin úr henni og líma á veggina, þar sem götin
vom.
Nú átti hann í miklu stríði. Hvaða bók ætti
hann að fórna til þess ama? Hann leit yfir bóka-
safn sitt, eins og nirfill lítur á peninga sína. Hann
tók fyrst eina bók og svo aðra, en hristi höfuðið og
ljet þær aftur á hilluna. Enga þeirra mátti hann
missa. Ef hann seldi eina, fengi hann ekki nógu
mikið til að kaupa fyrir veggfóður, og hann var
ákveðinn í að fórna ekki nema einni bók.
Þá kom hann auga á bókina, sem hann hafði
keypt fyrir nokkmm ámm af umferðabóksalan-
um. Jú, hann skyldi nota hana til þess, því að hann
hafði minstar mætur á henni af öllu í bókasafni
sínu.