Norðurljósið - 01.01.1956, Page 5
NORÐURLJÓSIÐ
5
„Ég kannast við það,“ segir hann, „að það kostar
mig strit að vera kristinn. En þegar erfiðast blæs,
fer ég að telja upp þær blessanir, sem árið hefir fært
mér. Við hjónin erum hamingjusamari en við höf-
um verið síðan í tilhugalífinu. Börnin okkar fimm
eiga hamingjusamara heimili. Þið ættuð að heyra
„litlu Harringay" samkomuna hjá okkur á sunnu-
dagskvöldin, þegar við syngjum sálma.“
Þegar Billy Gráham hélt samkomur sínar í
Wembley vorið 1955, ók þessi maður nágrönnum
sínum þangað. 18 af þeim 37, sem hann fór með,
sneru sér til Krists. „Nú er fullt hús hjá okkur á
sunnudagskvöldum," sagði hann.
Matvælaframleiðandi fór ásamt konu sinni og 60
af starfsfólki sínu til Harringay. Konan hans sagði:
„Við skulum vera sammála um það, að við gerum
okkur ekki að glópum í augum starfsfólks okkar.
Hvað svo sem þetta er, þá skulum við ekki falla fyr-
ir því.“ Hann samþykkti þetta hjartanlega. Nri
segir hann: „Þegar Billy Graham skoraði á fólk að
taka ákvörðun, þá vissi ég það, hvort sem ég liti út
sem glópur eða ekki, þá yrði ég að rjúfa loforðið og
ganga fram.“ Hann sneri sér að konu sinni til að
skýra málið fyrir henni: „Við förum bæði,“ sagði
hún.
„Leiðbeiningaritin, sem við fengum, gátu þess
ekki sérstaklega, hvað við ættum að gera við fjöl-
skyldu óeining. Okkur var aðeins sagt að byrja
heimilisguðræknistundir. Þegar við höfðum reynt
þær í fáeinar vikur, þurftum við ekki á neinum að
halda til að segja okkur, hvernig leysa ætti vanda-
mál fjölskyldu óeiningar. Við vorum að leysa það.
„Billy Graham sagði mér ekki, hvernig ég ætti
að stjórna viðskiptum mínum. Hann sagði mér, að
mér væri happasælast að biðja Guðs hjálpar. Ég
hefi nú í eitt ár gert það, og reynist það vel. Hér um
daginn, þegar við höfðum jafnað á friðsamlegan
hátt óþægilega atvinnudeilu, kom gamall starfsmað-
ur hjá mér í skrifstofu mína og sagði: „Gaman þætti
okkur að vita, sem vinnum úti í verksmiðjunni,
hvað komið hefir fyrir þig.“
Læknirinn, sem sagt var frá í „Nlj.“ greininni,
segir, að þátttakendur í biblíulestrunum heima hjá
honum, séu nú komnir upp í 50. Af þeim hafa 25
snúið sér til Krists. Á þessu ári, sem liðið var frá aft-
urhvarfi hans, liafði hann ekið um 11.500 km. og
talað yfir um 20.000 manns á samkomum.
„Orð mín hafa lítið að segja,“ segir hann, „en
þegar konan mín segir, að ég sé betri eiginmaður og
faðir og sjúklingar mínir segja, að ég skilji þá betur
sem læknir, þá geri ég í sannleika Guði þakkir."
Prestur nokkur segir frá því, er hann var á sam-
komu dr. Grahams og sá sóknarbörn sín koma frani
hvert á fætur öðru til að snúa sér til Krists, og með-
al þeirra var sonur hans. Seinna hélt unga fólkið
hina árlegu æskulýðssamkomu. Er hún var úti,
sagði einn af öldungunum í söfnuðinum við prest-
inn: „Þér vitið, að samkomur þessar höfum við
haldið í 60 ár. Unga fólkið hjá okkur hefir gengið
fram og talað á svona almennan hátt urn Guð og
trúarbrögðin. En hafið þér veitt því athygli, að í
þetta sinn hefir talið verið persónulegt? ,Drottinn
minn, frelsari minn og Guð minn‘.“
Mikil breyting virðist hafa komið yfir brezku
þjóðina í trúarefnum við þessar starfsferðir Billy
Grahams. Einn þingmaður segir: „Áður en Harrin-
gay samkomurnar voru haldnar, forðuðust menn að
minnast á trúarbrögðin, ef þeir vildu komast hjá að
fara hjá sér. Nú getur venjulegur leikmaður, eins
og ég, rætt án feimni við aðra leikmenn um per-
sónulegan raunveruleik Jesú Krists. Og það er enn
þá merkilegri staðreynd, að svo margir leikmenn
skuli vera að gera það.“
Síðan þessar Harringay samkomur voru haldnar,
hefir Bíblíulestrarsambandið, sem efla vill biblíu-
lestur, fengið fleiri nýja félaga en nokkru sinni áð-
ur á einu ári. Bóksölubúðir í Lundúnum hafa selt
fleiri biblíur en nokkru sinni fyrr.
Nú skal segja frá starfi dr. Grahams vorið 1955
í Skotlandi og London.
Þegar tilkynnt var, að landssíminn mundi taka
að sér að símsenda samkomur þær, sem hann héldi
í Skotlandi, streymdu beiðnir um sambönd hvaðan-
æva að. Voru meira en 2000 taltæki sett upp í ná-
lega 600 borgum og þorpum, á margs konar stöð-
um, svo sem í kirkjum, kvikmyndahúsum, í mat-
stofum flughers og landhers, í sjúkrahúsum, fang-
elsum, og jafnvel í sumum frægustu dómkirkjum
Englands.
Fréttamaður sótti slíka samkomu í litlu þorpi,
sem telur 400 íbúa. Þar er gömul kirkja, en prest-
laus. Þegar messað er, koma þar saman 15 til 20
manns. 500 manns voru í kirkju þetta kvöld, sem
fréttamaðurinn var þar.
Talið er, að nálega tvær milljónir manna hefðu
sótt Jjessar símsendu samkomur. Meira en 30.000
manns, er sóttu Jrær, ákvörðuðu að snúa sér til
Krists.
í maí 1955 kom Billy aftur til London. Hann
sótti að þannig, að kosningar stóðu yfir, frægar fyrir
sinnuleysi kjósenda og lélega sókn að stjórnmála-
samkomum. Billy talaði í sjö kvöld á Wembley
íþróttavellinum. Fimm af þessum kvöldum voru
áheyrendur hans þarna úti í kalsarigningu. Þó tal-
aði hann þar yfir meira en 400.000 manns þessa
viku. 23.000 ákváðu að taka á móti Kristi.
„Ég hefi ferðazt um allan heim,“ segir víðkunnur
trúmálaleiðtogi, „en aldrei hefi ég séð neitt, sent
jafnast við það, sem ég sá í Wembley: 4000 manns
streymdu yfir leikvanginn í úrhellisrigningu til að
lýsa yfir því, að þeir tækju á móti Kristi. Nú vitum
vér samt um enn þá stærra kraftaverk: með fáeinum
undantekningum er þessum þúsundum alvara.“