Norðurljósið


Norðurljósið - 01.08.1963, Síða 5

Norðurljósið - 01.08.1963, Síða 5
NORÐURLJÓSIÐ 61 snoturt og lítið heimili Ethel átti. Hvernig hafði hún getað eignazt öll þessi húsgögn? hugsaði hann. Hvaðan fékk hún öll þessi fallegu föt, sem hún var klædd? Hvað var orðið af syni hans og dóttur eftir öll þessi ár? Það var svo langt síðan hann hafði séð þau. Allar þessar spurningar og margar fleiri streymdu um huga hans og hjarta hans fylltist eftirsjá. Að hugsa sér það, að hann hefði getað búið hér með Ethel í öll þessi eyddu ár, en í staðinn hafði hann, eins og glataði sonurinn, eytt ævi sinni í synd. Hann truflaðist í hugsunum sínum, er Ethel kom inn til hans með gott te' og heitar kökur á fallegum bakka. „Gerðu svo vel, Fred, ég man, hve gott þér þótti te og heitar kökur.“ „Þakka þér fyrir, Ethel, góða mín,“ sagði hann og sötr- aði teið. „Það virðist fara mjög vel um þig hérna. En hvernig hefir þú komizt af í öll þessi ár? Hvernig vinnur þú fyrir þér? Hjá hverjum vinnur þú?“ „Ég vinn fyrir minn himneska föður, Fred. Hann frels- aði mig frá syndum mínum, skömmu eftir að þú yfirgafst mig, og ég hefi alltaf unnið fyrir hann síðan.“ „En hvernig getur þú fengið svona góð föt og öll þessi húsgögn með því að vinna fyrir hann?“ „Ég lifi af trú, Fred. Ef ég er sönn gagnvart Guði og vinn fyrir hann, annast hann um allar þarfir mínar. Eg hefi bænahóp kvenna, sem koma saman einu sinni í viku til að biðja fyrir starfi mínu. Þær eru samverkakonur mínar, Fred. Guð leggur þeim sumum á hjarta að líta eftir þörfum mínum, sumum. Ein konan í hópnum á kjóla- verzlun. Hún sér um kjóla handa mér. Önnur kona sér um hatta handa mér úr hattabúðinni sinni. Ein hefir lofað því, að hún skuli kaupa skó handa mér, meðan ég lifi. Það er ekki eingöngu, Fred, að séð er um þarfir mínar, heldur hefir hárgreiðslukona í hópnum snyrt hár mitt, svo oft sem ég vil. Þetta eru ekki tilviljanir. Guð vinnur fyrir mig, þegar ég er trúföst og sönn í starfi mínu fyrir hann.“ „En, Ethel, þú ert svo vel klædd?“ „Fred, biblían segir í Sálmi 84. 12.: „Hann synjar þeim engra gæða, er ganga í grandvarleik.“ Ég er barn Kon- ungsins, Fred, og allar konungadætur eru vel búnar.“ „Ég vildi, að ég þekkti hann, eins og þú gerir, Ethel, en hann mundi ekki geta tekið á móti mér sem barni sínu.“ „0, hann mundi gera það,“ svaraði Ethel og seildist eftir biblíunni sinni. „Sjáðu til, hann segir: „Þann, sem til mín kemur, mun ég ekki burt reka.“ Og hér, í I. Jóh. 5.1. stendur: „Hver, sem trúir, að Jesús sé Kristur, er af Guði fæddur.“ Ef þú ert af Guði fæddur, Fred, þá er hann faðir þinn, og þú ert barn hans.“ „Mig langar til að taka á móti honum sem frelsara iriínum og verða barn hans, eins og þetta vers segir, Ethel. Eg sé, hvað hann hefir gert fyrir þig, og mig langar til að þekkja hann líka. Ég hefi lifað svo lengi í synd, og ég hefi aldrei átt andartaks frið eða sælu. Þú munt aldrei geta vitað, hve illa mér hefir liðið.“ Hann féll á kné, huldi andlitið í höndum sér og bað Ethel að biðja fyrir sér. Þegar Ethel hafði beðið fyrir honum, reis hann á fætur, tók upp úr vasa sínum talnaband og bænabók. Hann rétti Éthel þetta og sagði: „Ég þarf ekki framar1 á þessu áð halda. Ég reiddi mig á þau mér til hjálpræðis, en nú sé ég, áð ég get einungis frelsazt með því að taka á móti Jesú Kristi sem frelsara mínum.“ Fred, hinn fráhorfni eiginmaður og faðir var kominn heim. Ethel gat ekki látið hann dvelja hjá sér i troðfullu stúlknaheimilinu. en dóttir hennar, Klara, sem gift var ágætum sannkristnum manni og átti því eig-ið heimili, bauðst til þess að annast föður sinn. Hún sá um hann um tíma, unz hann gerðist sálsjúkur og þurfti að fara í geð- veikra sjúkrahús. Þar var hann þann tíma, sem hann átti ólifaðan. Hve góður Guð var að láta hann koma aftur nógu löngu áður en geð hans bilaði. Guð fyrirgaf honum, Ethel og börnin fyrirgáfu honum, en hann varð að gjalda synd- arævi sinnar. Syndin skilur ávallt eftir slóð af örum og blettum. ---------x--------- (Framhald.) N ÁMS KE I Ð Áður en samkomur dr. Oswalds J. Smiths hófust í Reykjavík á síðastliðnu sumri, hélt ég ofurlítið námskeið í því, sem á ensku máli er nefnt „soulwinning" og „coun- selling". Fyrra orðið merkir það starf, að vinna sálir til trúar á Drottin Jesúm Krist. Mætti ef til vill íslenzka það sálvinning, sbr. orðin sigurvinning og landvinningar. Verð- ur það notað þannig hér framvegis. Síðara orðið merkir, ráðlegging, eða leiðbeining. Er það notað um það leið- beiningastarf, þegar fólki, sem leita vill Krists, er leiðbeint, sagt til vegar, hvernig það geti komið til hans og veitt honum viðtöku. Á námskeiði mínu í fyrra kynntist ég allmörgu fólki, sem virtist þrá bæði þekking og þjálfun í því mikilvæga hlutverki, sem sálvinning og leiðbeining er. Þar sem eng- inn biblíuskóli starfar hér á landi, sem veiti þessa fræðslu, hefi ég hugsað mér að gefa fólki kost á námskeiði, þar sem þetta tvennt er einkum kennt. Vildi ég fórna nokkurra vikna tíma til þessa síðla hausts og framan af næsta vetri, ef Guð vill svo vera láta. Reynt yrði að haga námi þannig, að sem flestir gætu notið þess. Samhliða þessu námi er ráðgert, að nemendur læsu yfir bréf Páls postula og að nokkrar helztu meginkenningar þeirra yrðu athugaðar á sem hlutlausastan hátt. Ég liefi hugsað mér, að námskeið þetta verði lialdið í Reykjavík, en hvar í Reykjavík er enn óráðið, þegar þetta er ritað. Ég hefi hugsað mér, að þátttakendur greiddu fyrir kennsluna sem svarar kostnaði við húsnæðið. Hins vegar mun ég ekki taka neitt kaup eða gjald fyrir kennsluna sjálfa. Kennslustundir yrðu að kvöldinu og líklega aðeins tvær á kvöldi. Sálvinning er hlutverk allra þeirra, sem trúa á Drottin Jesúm Krist. Hann hefir falið okkur að boða orð sitt, og og það má gera með samtölum alveg eins og með prédikun. Drottinn notaði sjálfur einkasamtöl til að vinna fólk og leiða það til trúar á sig. Getur hver séð það, sem les guð- spjöllin. Þeir, sem kynnu að hafa áhuga á þessu, eru beðnir að setja sig í samband við mig fyrir septemberlok. Sæmimdur G. Jóhannesson. --------x---------

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.