Norðurljósið - 01.08.1963, Síða 7
NORÐURLJÓSIÐ
63
þeim ekki. Honum var Guð ávallt fyrstur af öllu í lífinu.
„Minn matur er að gera vilja hans, er sendi mig, og full-
komna hans verk.“ Hann sagði: „Verið hughraustir, ég
hefi sigrað heiminn." Af því að hann sigraði, getum vér
sigrað. Trúin á Jesúm sem Krist, Guðs son, er það sigurafl,
sem sigrar heiminn. (I. Jóh. 5. 1.—4.) Þessa trú hefir hann
gefið þér og mér. Við verðum því án afsökunar, ef við sigr-
um ekki heiminn, heldur elskum hann og líkjumst honum.
„Hrein og flekklaus guðrækni fyrir Guði og föður er
þetta: að vitja munaðarlausra og ekkna í þrengingu þeirra
og varðveita sjálfan sig óflekkaðan af heiminum.“ (Jak.
1. 27.)
Guðs börn, vér skulum varðveita sjálf oss óflekkuð af
heiminum. S. G. J.
---------x—-------
Biblíuskýringar Framh. af bls. 59.
10. kap. 4. v. Drottinn lét setja merki á enni þeirra
manna, sem andvörpuðu og kveinuðu yfir svívirðingunum,
skurðgoðadýrkuninni, og sýndu með því, að þeir væru
Guði trúir. Á frummálinu liggur í orðinu „merki“, að
það sé Arrowlagað.
11. kap. 23. v. Fjallið fyrir austan Jerúsalem er Olíu-
fjallið. Þangað fór dýrð Drottins í sýn Esekíels, og frá
Olíufjallinu fór Drottinn Jesús á brott frá borginni, sem
hafnaði honum og krossfesti hann.
12. kap. 13. v. Höfðinginn, sem fluttur var til Babel, til
Kaldealands, var Zedekía konungur. Nebúkadnesar lét
biinda hann, áður en hann var fluttur til Babel. Þannig
rættust orð Drottins.
13. kap. 17.—23. v. Hér er lýst athæfi falsspákvenna og
dóminum yfir þeim. Þær saumuðu bindi á úlnliði manna,
sem leituðu þeirra og skýlur fyrir höfuð þeirra. Þetta var
gert sem töfrabragð. Niðurlagið á 18. v. er bezt að þýða
þannig: „Þér veiðið sálir (fólk) hjá þjóð minni til að
halda lífinu í sálum yðar.“ (ykkur sjálfum.) Þær lifðu á
því að fólk borgaði þeim, er það leitaði til þeirra. Minnir
þetta á svipaða starfsemi nú á dögum, þegar fólk er að
leita til miðla.
19. v. Bygghnefafyllar og niðurmulið brauð var notað,
þegar leitað var spáfrétta, sbr. kaffikorg og tekorg nú, En
nafn Drottins var ákallað um leið. Þetta var vanhelgun
nafns hans.
14. kap. 1.—11. v. Hér lýsir Drottinn því, hvaða boð-
skap sannur þjónn hans eigi að flytja þeim manni, sem
tekur skurðgoðin fram yfir Drottin, en leitar þó á fund
hans. Boðskapurinn er: Snúið við og snúið yður frá skurð-
goðum yðar. Það átti að boða afturhvarf. Hins vegar,
ef spámaðurinn fékk einhvern annan boðskap til skurð-
goðadýrkarans, og flytti hann þann boðskap, en ekki aftur-
hvarfsboðskapinn, þá var það spámanninum dauðasynd
og áheyranda hans líka.
Drottinn er liinn sami enn í dag, og afturhvarfsboðinu
hefir hann ekki breytt. „Nú boðar hann mönnunum, að
þeir allir skuli alstaðar gera iðrun.“ Prédikari, sem flytur
ekki syndugum mönnum afturhvarfsboðskap Guðs, bregzt
Uði, bregzt þeim, sem þarfnast þessa boðskapar, og bregzt
þar með köllun sinni og sjálfum sér. Við dómstól Krists
oiun hann verða þess var.
15. kap. Vínviðurinn, teinungurinn meðal skógartrjánna,
er villi-vínviður, ekki hinn ræktaði. Flonum var safnað
saman og brennt. Þannig átti að fara fyrir Jerúsalem.
-------:—x--------- ( Framh.)
Litla hálenzka hetjan
I norðanverðu Skotlandi liggur aðaljárnbrautin yfir
stóra gjá eða gil. Kvöld nokkurt geisaði þar ægilegt ofviðri.
Lækurinn litli, sem rann á botni gilsins, varð að freyðandi
elfi.
Ungur smaladrengur hýsti fé sitt sem bezt hann gat um
kvöldið. Löngu fyrir dögun lagði hann af stað til að vitja
þess. Á leiðinni upp brekkurnar sá hann sér til skelfingar,
að miðstöpullinn var hruninn og brúin brotin. Hann vissi,
að von var á póstlestinni þá og þegar, og væri ekki gefið
aðvörunarmerki, mundi hún mölbrotna. og fjöldi fólks
farast. Hann leit á æðandi strauminn. Skyldi hann komast
yfir um? Hugsunin um lífshættu margra manna rak hann
áfram. Hann var illa til reika, er hann komst yfir. Hann
klifraðist upp úr gilinu. Jafnskjótt sem hann komst að
járnbrautinni, heyrði hann hljóðið í eimlestinni. Hann
stóð á milli teinanna og veifaði og veifaði ákaflega. En
hann sá ekkert nema hönd lestarstjórans, sem benti honum
að víkja. Lestin var orðin of sein, og hann var að flýta sér.
Lestin kom nær og nær, og smalinn hélt áfram að benda
henni að stanza. Loks kom hún fast að honum, og þá
fleygði hann sér þversum á teinana. Lestarstj órinn skellti
hemlunum á og tókst að stöðva lestina. Svo snöggt nam
hún staðar, að farþegarnir vöknuðu og komu út til að sjá,
hvað væri að. Þegar þeir sáu ekkert urðu þeir mjög reiðir,
en eimreiðarstjórinn sagði: „Það skall hurð nærri hælum
í þetta sinn. Við hefðum öll getað verið dauð.“ Þegar þeir
sáu, hve nærri þeir voru brotinni brúnni, bliknuðu þeir
af ótta.
Lestarstjórinn sagði við þá: „Komið með mér, og ég
skal sýna ykkur, hver það var, sem frelsaði okkur í nótt.“
Þeir gengu spölkorn til baka, og þar fundu þeir sundur
marðar leifar litla hálenzka smalapiltsins. „Ef liann hefði
ekki dáið fyrir okkur, sagði lestarstjórinn, „þá hefðum
við öll farizt í nótt.“
Þetta var það, sem Drottinn Jesús gerði fyrir oss, þegar
hann dó á krossinum. Hann varpaði sjálfum sér á milli
vor og guðlegrar reiði og glötunar. Hann dó fyrir oss,
annars mundum vér hafa dáið. Hefði það ekki verið sví-
virðulegt vanþakklæti, ef fólkið hefði ekki verið þakklátt
fyrir það, sem drengurinn gerði fyrir það? En hve miklu
svívirðulegra vanþakklæti er það, ef þú hafnar kærleika
Krists og gerir lítið úr dauða hans á krossinum. Þú munt
þó ekki ætla að æða yfir líkama hans niður í glötunina?
Hví viltu tortíma þér? Það er engin þörf á því? Guð elskar
þig og þráir að veita þér hjálpræði sitt. Jesús dó til að
frelsa þig frá synd og glötun. Veittu honum viðtöku.
Treystu honum. Trúðu á hann, þá munt þú aldrei glatast.
Megi Guð hneigja hjarta þitt til að veita honum við-
töku. NÚ. (Þýtt.)
„Af því þekkjum vér kærleikann, að hann lét lífið fyrir
oss; svo eigum vér og að láta lífið fyrir bræðurna.“
(I. Jóh. 3. 16.)