Heimskringla - 16.06.1910, Blaðsíða 2

Heimskringla - 16.06.1910, Blaðsíða 2
Bts. 2 WINNIPEG, 16. JÚNÍ 1910. HEIMSKRINGLA Vorið vekur gamla og uaga af svefnd vetrarins, en sannledkurinn gietur aldrei vakið þá, sem bliud oísatrú — hverju nafni, sem hún ruefnist — hiefir einu sinni svæft. * * * Sönnustu ánægju lifs þíns finnur þú í vinnu þinni ; ljúfustu stundir æfi þinnar með vinum þínum og ástmennum ; en speki og hugsjónir yerður þú að sækja til einvcrunnar * * * Ef J. G., þar heima á ‘‘Gamla landinu”, álítur vestur-íslen7,ka hagyrðinga leirbullara, þá ætti hann að hala svo mikið vit, að vera ekki að skatnma út stéttar- bræður sína og samvinnendur. * * * það er ekki hægt að sjá, að ‘‘menningunni”, svokölluðu, með öllum sínum vélum og vélabrögð- um, hafi getað tekist að létta á- nauðar-byrðinni af herðum verka- lýðsins. Miklu fremur virðist hún hafa reyrt hana ennþá fastar. — þetta er að kenna hinum f r j álsu ednokunarfélögum vors f r j á 1 s a lands, sem binda f r e 1 s i vort verkmanna í líkamlegum og and- legum skilningi. * * * það eru fjötrarnir en ekki of- mikið frelsi, sem gerir manninn að villidýri. það er hefndin og hegn- ingin, en ekki kærleikurinn og, rétt- lætið, sem halda mannkvninu í sama eymdarástandinu öld eftir öld. » * * “Viltu vera með?” — “Já, hver vill vera með?” spyrja þeir, safn- endur hins svonefnda júbilsjóðs kirkjufélagsins lúterska, í Lög- bergi sednast. í nokkrum undan- farandi blöðum hafa staðið áskor- andr til “kristinna” íslendinga, um að gefa í þennan sjóð, og oft hefir þar verið mjög vel blandað saman Guði og Mammon, en aldrei eins vel og i seinustu greininni “Viltu vera með”, þvi þar er ómögulegt að þekkja þá sundur, Frelsarann og Iiollarinn, og erum vér hrædd- ir um, að einhver trúmaðurinn taki þar ill misgrip. Sannast það líklega bezt á næsta kirkjujúngi. * * * Fimm þúsund dalir, ef vel er með þá farið, ættu að geta haldið jafn mörgum mönnum í þræls- böndum fávizkimnar. Jafnvel ætti að geta orðdð svolítill afgangur, sem kaupa rnætti fyrir hnútasvipu á þá, sem ekki samþykkja allar kórvillur kirkjunnar. * * * Gefið, gefið í júbilsjóðinn, þér, sem eruð til hægri hliðar (þ. e. e.: sauðir) í kirkjumálum íslend- dnga hér vestra! — Gefið, — reitið alt af yður---------nema hornin. Ilaldið þeim í lengstu lög, hvað sem safnendurnir segja ; því koll- óttir getið þér tæplega varist þeitn hinum sömu bræðrum yðar til lengdar, á einstigum samkepn- innar, jaínvel þótt þér séuð að vinna fyrir sáluhjálp yðar í nafni Jesú Krists. • » • Enginn maður hefir siðferðisleg- an rétt til að drepa annan mann, nema hans eigdn lífi sé dauði bú- inn. — Hið eilífa afl lífsins gefur mátt sinn í hin mismunandi gerfi einstaklinga síns. — Finst yður ekki, kæru lesendur “Upptínings”, að fíllinn og ljónið 'i Afríku, sem búa langt inn í frumskógar-heimil- um sínum, hafi hinn sama rétt til lífsins og ég eða þú : Hafi réttinn að njóta þeirrar ánægju, sem lífið v-eitir ? Ef fíllinn og ljónið gera oss skaða, ,þá höfum vér fylsta rétt til að verja oss og fyrirbyiggja það. En þegar drápsferðir — heimsfræg- ar eða ekki heimsfrægar — eru gerðar ai stað til að svifta lífi, hvort heldur eru fuglar eða £er- fæ’tlingar, þá virðist oss réttd. lífs- ins misboðið. það þótti ódrengilegt í fyrri daga, þegar réttlætistilfinningin er álitin að hafa verið höfð í lægra gildi en nú á sér stað, ef einhverir réðust að öðrum óviðbúnum og drápu þá, allra helzt þegar slíkur verknaður var framinn án allra saka. Samt á þetta sér alt af stað milli mannlífsins og dýralífsins. Og þó hefir lífið verið gefið dýrunum af satna föður — af sama mætti, og oss mönnum, Hin heimsfrægasta herför á hend ur hinu ferfætta lífi, nú í seinni tíð, mun sú, er hinn ókrýndi kon- ungur Bandamanna, TheodorRoose velt, hélt til Afríku. Einn hiun mikilhæfasti stjórnmálamaður, sem heimurinn á, og hinn mesti um- bótamaður að mörgu leyti. Virð- ingar, ástsældar og auðlegðar átti hann og að njóta í íöðurlandi sínu, Bandaríkjum Vesturheims. En hann þurfti að létta sér upp, sér til heilsubótar, þegar forsetaár hans voru uppi. Og heilsubót sína og hvild finnur hann í því, að herja á skógardýrin í moginlöndum Afríku. Aldrei höfðu þær þó reynt að komast til Ameríku til að gera ófurstanum skaða, en svona er drápseðlið ríkt, jafnvel hjá beztu mönnum þjóðanna, og þeim, sem leitast við, að semja írið í mann- heimum! — Aldrei sjáum vér eins eðlilegt ánægjubrosið á Winnipeg- mönnum og þá, er þeir koma úr skotferðum sínum utan úr sveit- unum, með fáeinar snípur og ak- urhænur í pokahorninu. þá er andlitið ekkert annað en bros, og þeir verða aldrei þreyttir á því, að segja kunningjum sínum af drápsferðum sinum. Nær skyldum vér skilja, að þetta er ekki göfugt ? — Líklega ekki fyrri en vér öðlumst næmari r-étt- lætistilfinningu gagnvart mannlíf- inu sjálfu ; — gagnvart vorum eig- in bræðrum og systrum, sem skapnað lífsins hafa hlotið í okkar efgin mynd. * * * Nú eru þau skötuhjúin, “Sam- einingin” og “Breiðablik” hætt að hnotabitast. Að .minsta kosti ber síðasta heimsókn ]>eirra þess vitni. En hvort þeifra hafði nú betur í viðureitgninni ? Hvort þeirra komst nær sannleikanum, þessum eilífa uppáhaldsguði, sem alt af breytist en alt af er þó hinn sami ? — Ann- ars munu allir þeir, sem unna sóma og innbyrðis friði þjóðar- brotsins íslenzka fyrir vestan hafið vera- og verða þeim þakklátir fyrir að geta sem lengst seúð á strák sínum. Nægum illdeilum og óheill eru þau búin að valda hjá oss Vestmönnum, án þess þó að hafa komist einu hænufeti nœr hinu rétta og sanna. * * * Kaldur og einstrengingslegur andi, í hvaða mynd sem hann birt- ist í mannlífi voru, getur aldrei fest rætur og þróast í hjarta “fólksins", hversu “stór”, sem hann kann að vera. Eins og fræið þarf sólarylinn til að geta fest rætur í jörðunni og blómgast, eins þarf hver hugsun, hver kenning, að geyma í sér hita og ljós, ef hún á að geta blómgast og margfaldast í hjörtum samtíðarmanna sinna. * » » FRÚ JOIINSON (við kjötsal- ann) : Síðan ég fór af Islandi hefi ég aldrei fengið edns indælt kjöt eins og svínslappirnar, sem ég fékk frá þér síðast. Maðurinn minn. var alveg vitlaus í þær. það hlýtur að hafa verið ágætis svín. KJÖTSALINN : Já, það var nú ekki alið á fiski eins og þau þarna í Nýja Islandi. En hvað vilt þú fá mikið m-eira af þeim, ifrú Johnson? FRÚ JOHNSON : Eitt dúsín af þeim væri gott, ef þær eru allar af sama svíninu. KJÖTSALINN : Ég skal láta þig hafa tvö dúsín af þedm, frú mfn, ef þú bara vilt, oit ábyrgj- ast þær allar af sama svíninu. * * * Ef yður dettur eitthvað fallegt f hug, þá sendið það í “Upptíning” Th. Svd. Lamb. Utanáskrift til hans var auglýst í Hkr. 2. þ.m. ALDREI SKALTU geyma til _ morguns sem hægt er að gera g f dag. Pantið Heimskringlu í dag. mmmummmmmmmmammmmn Gleymið ekki að láta skr&setja nðfn yðar. Skrásetning. ^ ardagar f Winnipeg 15, 16, 1V Júní. M ó ð u r m á 1 i ð. Við sætum því færi, á meðan ei mist hér málið á íslenzku höfum, að helga því alt, sem helgast er finst, í hugsunum, orðum og gjöfum, — að hrednsa burt af því hvern ednasta blett, en eiga það hredmmikið, fagurt og rétt. því hvar fanstu mál, sem að betur þig batt við blíðustu hugsanir þínar, sem skyrði frá hlutum og sagði þér satt. Oig seinast, þá lífsfjörið dvínar, þá felurðu á íslenzku allslausa önd í alföðurs guðlega kærleikans hönd. Og þá verður kærledkans höndin sú hlý, sem hjálp er í nauðum hin eina ; hún kveikir það ljós, sem að lifnar á ný, svo lærirð.u sannlaikann hreina : AÖ alt þetta þezta, sem eðli þitt bar, var íslenzkt,— í heiminum hvar sem það var. Ég helga þér alt, sem að helgast ég veít í hugsunum, orðum og verkum. Og hvar, sem ég mæ-ti þér, sundraða sveit, ég segd með áherzlum sterkum : Að elska það mál, sem hún móðir þín ann, — þú mátt ekki vanhelga dýrgripinn þann. SlGUKÐUR JÓHANNSSON. Hvar stöndum vér verkaf ólkið ? Eftir Th. Svcl. Lamh. Öll þekkjum vér orðtækið forna, “Vinnan er móðir auðæfanna”. það er orðið rótgróið spakmæli, sem foneldri kenna börnum sínum strax á unga aldri, sem eina hald- beztu undirstöðu undir lífsheill þeirra og hamingju hérnamegin. Jafnhliða málshætti þessum er annar lærður, sem þannig hljóðar : “það er ekki minni vandi að gæta fengins fjár en afla þess”. Svo kemur ritningin og kennir, að “sá sem ekki vill vinna, á ekki heldur mat að fá”, mun sú kenning nokk- uð beisk á bragðið fyrir letingja, en þó ekki ósanngjörn að öllu leyti. Að vinnan sé móðir auðæfawna, er ekki nema að sumu leyti rétt. Sá, sem m-est vinnur og er dug- legastur að þræla í hinu og þessu, er sjaldnast sá maðurinn, sem rík- astur verður nú á dögum, heldur sá, sem dýpsta hefir hagfræðisspek ina : Sá, sem lætur hræður sína þola hita og þunga dagsins, — lætur aðra vinna og safna saman auðæfum handa sér. Vinnan að visu framleiðir auðæfin, — fram- leiðir alt, en sjaldnast handa þeitn manninum, sem mesta verkið vinti- ttr. Vinna án hagfræðisgáfu gjörir fáa menn efnaða, en maður, sem haglræðishæfileika hefir, getur orð- ið ríkttr, þótt hann drepi aldrei hendi sinni í kalti vatn, sem kallað er. Að þessu leyti er það rétt og ekki réitt, að vinnan sé móðir auð- æfan-na. Öll viljum vér verða efnalega sjátfstæð. það er -eöliLeg og nattð- synleg löngun hvers einasta manus sem vaknar hjá oss jafnsnemma og meðvitundin um þarfir vorar, á- byrgð og skyldttr, sem á oss hvíla sem einstaklingum þjóðfélagsins. Til þess að ná þessu takmarki eru mörg meðul brúkuð, sum heilsu- samleg eins og öll vinna, en sum } eitruð eins og þjófnaður, svtk o<r j allskonar harðýðgi og samvizku- leysi. Sökum þess, hve peningarnir or- saka mikið vald, hjá þedm mönn- um, sem hafa þá handa á millí, þá nægir sumum mönnum ekki að vera efnalega sjálfstæðir og kapp- kosta að ná undir sig auð fjár til þess með því að svala drotnunar- girnd sinni. Gullið í höndum sumra manna nú á dögum, er eitthver:. hið ægilegasta ofurvald og undra- máttur, sem heimurinn þekkir. Vilji, heiður og líf þúsunda mantta fátækra, er sem hjaðnandi bóla á móti afli miljónerans. Atkvæði bil- jónerans eins, gildir í sumura greinum meira en atkvæði miljóu fátækra verkamanna. Að visu er þetta samtakaleysi fátæklinganua að kenna, en svo lengi, sem það á sér stað, þarf hver auðæfaleysingt að berjast upp á sínar eigin spítur eins og bezt gemgur. Hann þarí að vinna ifyrir aðra sínar vissu stund- ir á dag, fyrir vissri peningaupp- hæð, og láta aldrei útgjfildin svelgja innkomuna, ef örbirgðin allslausa á ekki að koma í st.að fá- tæktarinnar. það er eitt víst, að tkki geta allir orðið ríkir, eftir mælikvarða þeim, sem nú er notaður. Eu það ætti enginú að þurfa að vera blá- fátækur. Með öðrum orðum, all r •ættu að geta verið efnalega sjákf- stæðir, ef afurðir vinnunnar skift- ust ekki svo heimskulega og sorg- lega illa og misjaínt niður. það er nœgilegt framleitt í lieiminun» handa öllum mönnum. Allir ættu að hafa rétt til þess, að minsta kosti þeir ei hvað sízt, sem mest og bezt vinna að því, en því miður er þvú eigi þannig varið enn sem komið er. Ef til vill lagast það áður en mörg ár líða ; ef til vill bíður það óratíma enn. því er nú einusdnni þannig varið, a-ð stunri- um er erfiðara að brjóta en byggja, einkum þar sem hefðin og vaninn hafa setið að verki í tugi alda eins og á sér stað í stjórnmálum þjóð- anna, ekki síður en trúmálutn þeirra. Ekki er því að neita, að margir eru umbótamennirnir og margir þeirra góðir og vilja vel, en þeim sýnist sitt hvað, eins og öðrum ; getur ekki komið saman um, að nota sömu aðferðirnar til að minka bölið í heiminum, og verður því eðlilega ekki eins tnikið ágengt eins og þeir stæðu saman setn einn maður. Samt sem áður hjálpa þeir óendanlega mikið til, að opna augun á fólkinu, svo það sjái, frá hverju hörmung hess staf- ar, sjái orsökina, sem afleiðingarn- ar bölþrungnu koma frá. Enda er nú svo komið, að llestar þjóðir,eru að meira og minna leyti vaknaðar til nýs l;fs, þótt auðkýfingar og forráðamenn þjóðanna standi enu á verði með nakið sverðið yfir höfði þeirra, svo írelsdð fái ekki að brjótast út. En á meðan að fyrirkomulagið ekki breytist ; á meðan samkepn- in gjörir fátækan og ríkan, niður- lægir og upphefur, — á meðan þurfum vér, sem verðum aftastir í samkepnis-lestinni, oss, sem vant- ar tækifæri og kun'náttu á að græða, vér, sem því verðum að vinna öðrum, í stað þess að aðnr vinni oss, að reyna að gæta bess sem bezt, hvar vér stöndum. Að muna það, að ekki er minni vandi, að gæta fengins fjár en afla þess. Vcr ættum aldrei að glevma því, að þess erfiðari, sem vinna vor er, þess dýrri verða jæningarnir, sem vér fáum í laun fyrir starf vort. Verkamaðurinn ætti aldrei að eyða •]>eim peningum gálauslega, sem hann hefir dr.egið saman með súrum sveita, því með því kastar hann frá sér öllum tækifærum til að geta orðið sjálfstæður maður. — Hug- ljúfar vonir og glæsilegir loftkast- alax eru' fagurt smíði og geta stytt stundirnar fyrir mörgum draumsjónamanninum, einkum á æskuárunum, en vonirnar vilja dey.ja og kastalarnir hrynja, þegar út á stríðsvöll lífsins kemur, og tilveran sýnir oss það svart á hvítu, hvað hún í raun og veru er. Stedktar giæsir fljúga ekki í munn íjöldans, þær fljúga upp í einu mamn af hverri mdljón, þú og ég gietum tæpast búist við, að verða fyrir því láni. Athugum því vcl, hvar vér stöndum, vinnumenn og vinnukonur. Reynum ekki að hylja hdnn raunsannoj virkileika nútím- ans undir tálmyndum þeim, sem vér drögum upp fyrir oss af fram- tíðinni, því með því móti svíkjum vér oss sjálf. Hið eina sanna lif vort er nútíðin. Notum yfirstand- andi tíma sem bezt, sjálfum oss og öðrum til gagns og gæfu, og þá getum vér með sanngdrni vonast eftir einhverri uppsteru, sem á einhvern hátt verði oss til heilla, þegar framtíðin breytist í nútið.— The Weekly Examiner segir : “Verkalýður! hefirðu vætt þess, hvað það þýðir að fá kaupið sitt fyrir viku eða mánaðarvinnuna ? | “það þýðir, að þú hefir selt part af æfi þinni, og að þú befir í vas- anum eða pyngjunni verð- ið, sem borgaði var fyrir hana. Vér svíkjum sjálfa oss í nútíð og framtíð, margir hverir, sem vinn- um fyrir viku eða mánaðarlaun- um. Vér lítum fram á ógengna braut, til hins glæsilega “einhvern- tíma”, þegar oss mun ganga bet- ur en nú, þegar vér ætlum að vinna fyrir sjálfa oss en ekki aðra. “En þetta “einhverntíma” hrað- ar ekkert ferð sinni til vor, eða vér til þess. það kemur til fæstra vor ; en ellin, sem engin bein þola, kemur til vor allra, sem lifum. “Ef þér menn og konur, sem fyrir aðra vinnáð, ekki getið skilið þetta nú, þú íærir ellin yður heim sanninn um það, að hver sá mað- ur, sem selur part eftir part af lifi sínu, ætti vissulega að hugsa alvarlega um það. ‘ Ilvað er æfi þín annað en fá- einar vikur, mánuðir og ár ? Ef þú værir að selja líkama þinn í smápörtum, eitt stykki i senn, — segjum tærnar og fingurn- ar fyrir 10 dali stykkið, og hvern þumlung í fætinum fyrir 20 dali, o.s.frv. — myndirðu þá ekki kvarta ? Jú, þú myndir segja viö sjáltan þig : “Hvað er að tarna! Fjórar tær og tveir fingur algjör- leoia farið, og ég búinn að eyða peningunum, sem ég íékk fyrir þá. þeir eru horfnir mér um aldur og æfi og ég hefi ekkert í staðinu. Hvað á ég að taka til bragðs, þegar ég er búinn að selja á mér fæturna og handfeggina ? Ég verð að sjá svo til, að ég fái sem allra hæst verð fyrir þá ; að minsta kosti verð ég að fá einhverskonar sjálfstæði og örj’gð, sem sér mér borgið, í skiftum fyrir líkamann, sem ég er að selja. “þetta virðist máske svakaleg samlíking. En þú selur æfi þína part eftir part. þú ert að selja æsku þina og lífsafl, sem bú getur ekki endurnýjað. Gamall maður eða kona horfin að kröftum og lífsfjöri og yfirgefm allslaus af heiminum, er sannarlega eins illa á sig komin og hjálparlaus sem sá maður, sem hefir selt hand- leggi og fætur, tær sínar og fingur smátt og smátt. ‘•‘Dragðu ekki sjálfan þig á tálar með raunsannindi lífsins. Mundu að tilvera þín, framtíðar hamingja og mögulegleikar til mannlegs og kvenlegs sjálfstæðis, stendur eða fellur með þeirri einlægni, sem þú sýnir sjálfum þér, — byggist á því, að þú opnir augun á því að þú sért að selja líf þitt sneið eftir sneið. “Verkgefandi þinn afhendir þér vikulaun þín, og þar með eru við- skifti ykkar á enda. þegar þú hef- ir selt honum tíu vikur eða tutt- uigu ár, eftir þeim lögum og sið- venjum, sem nú hafa gildi, þá hef- ir þú hvorki rétt né ástæðu til, a5 ✓ 0 •key pis Píai ió fyrir yður fara til hans og segja : “hiú er ég gamall, svo þú verður að sjá fyrir mér”. “Eftir öflum skrifuðum og ó’ skrifuðum lögum í heimi sam- kepninnar, þá befir hann gilda á- stæðu og fylsta rétt til að svara þér : “því gættir þú ekki sjálfs þíns ? því hugsaðirðu ekki um þetta, þegar þú varst að selja æú þína í smásnedðum. því reyndirðu ekki að líkjast mér og hlaða und- irstöðu undir efnaleigt framtiðar- sjálfstæði þitt, annaðhvort meS sjálfsafneitun eða þá öðruvísi?” ” I>annig segist blaðinu í San Francisco frá. jþað er vissulega •þess vert, að því sé veitt eftirtekt. Auðæfi verkafólksins er tími þess og heilsa. Fari það illa með hvort- tveggja er óhamingjan vís. Vér aumkum þann ungling, s?m eyðir arfi sínum svo gálauslega, að hann lendir seinast á vonarvöl. Vér köllum hann óráðsmann og heimskingja. En þó ferst honum í raun og veru ekkert ver en þeim, sem eyða vinnulaunum sínum í allskonar óþarfa og svall, spilH með því heilsu sinni og ónýta þann tíma, sem þeir gætu notaS sjálfum sér og öðrum til gagns. það er ekki meining mín meS grein þessari, aS halda því fram, aS peningar ættu eSa þyrftu aS vera þaS hámark, sem stefnt skal aS, því sannfæring mín er sú, að þeir séu ónauðsynlegur gjaldmiSiH og eigi drýgstar og dýpstar rætur til alls hins mikla óréttlætis, sern viðgengst í heiminum. En sökum þess vér erum nú einusinni svo ó- hamingjusöm, aS búa í heimi, sem þetta fyrirkomulag ríkir í, þA verSum vér aS taka það til greina og sníða oss stakk eftir því, tal verndar sjálfum oss. þar kemur fram sem St. G. Stephansson seg* ir : “Sannfrjáls maSur velur vont, verra til að forðast”. Frelsi vort, sjálfstæSi og mann- dómur er undir því kominn, uð vér gætum aS, hvar vér stöndutn> gætum þess, aS vér ekki strönd- um á grynningum allsleysisins vesaldómsins. Höfum það í huga, vinnumetiu og vinnukonur. Málrúnir. lieimskringla 5. maí sl. birti 2 vísur í málrúniim, sem J. J. Dan* íielsson var beðinn að útþýða. Höf- undur þeirra hafði bundiS nafn sitt í þeim báðum. Eftir því, sem undirritaður k.emst næst, þá er nafniS í fvrrj vísunni Kristján, en í þeirri síÖan Asgeir. IIitiknrxbeðja, hrœfisl/t, />rant og höldafaðl1 og hugtarband, — mitt heiti það er. > Hefir þú borgað $ Heimskringlu ? LESIfí 1>ETTA = STEFNA þessa félags liefir ver- ið, að “fullnægja, eða pening- um yðar skilað aftur”. Og nú gerum vér það bezta tilboð sem nokkrir Pfanó-salar hafa nokkru sinni gert 1 þessu landi. Það veitir yður fría reynslu hljóðfær- isins og kauprétt á pví nieð HEILDSÖLU verði qsí væ^nr11 afborgunu m ef þess óskast. *ér biðjum ekki um 1 cent af ýðar peningum fyrr en þér eruð alveg I>etta er vort “Louis Style‘k Piano, fegursta hljóöfæri f Cana ia. Sent yöur til reyuslu 1 **nœgOir. 30 daífa ókeypis. — -----------Tilboð vort-------------------- Fillið út og sendið meðfylgjandi “ COUPON ” og vér sendum yður strax sýnismyndir af vorum ýmsu hljóðfærum með verði hvers þeirra. Þér veljið Pfanó, og vér sendum yður það tafarlaust og borgum flutningsgjald; þér reynið það í 30 daga ókeypis. E f t1 r það getið þér sent það oss á vorn kostnað, eða keypt það af oss með hcildsölu verðj, Er þetta ekki gott boð ? W. DOHERTY PIANO & ORQAN CO., LTD., Western Branch, Winnipeg, Man. Factories, Clinton, Ont. COUPON W. Doherty Piano & Organ Co., Ltd., ___ 286 HARGRAVE STREET •, WINNIPEG, MANITOBA. * •" _ Kæruherrarl Sendiö mér strax sýnismvndir af Piano tegundum yöar^meðjverö- lista ot npplýsiufrum um ókeypis reynslu-tiíboö yöar, er sýuir hveruig ég’, got reyu Píanó-iö um 30 daga, mér kostuaöarlaust. NAFN_______________________________________________________ ÁEITAN.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.