Heimskringla - 16.06.1910, Blaðsíða 6

Heimskringla - 16.06.1910, Blaðsíða 6
Rá* 6 WINNIPEG, 16. JÚNl 1910. HEIMSKIIN GLA. NÚ ER FLÓÐ OG FJARA HJÁ PENINGAMÖNNUM í VESTUR CANADA OG I>ETTA FLÓÐ LEIÐIR MENN ALMENT TIL CAMROSE I ALBERTA "1 Hvaö viSvíkur ver/.lunarjwegindum op framfara- von, er CAMROSE ednhver bez.ti bær í Vestur-Can- ada. Allar járnbrautir, sem piröa Alberta-fylki frá noröri til suðurs, eru lagðar um Camrose, og þess vegna hlýtur hver einasti hluti Alberta fylkis, að njótia þess hagnaðar, sem þessi bær færir um le.ið öll- um þeim, er þar eignust bæjarlóðir. Camrose, _sem eitt sinn verÖTir höfu&borg þessa fylkis, hefir það. að bjóða, sem enginn bær í Canada getur boðið þann dag ‘i dag. Fyrir utan það, að gegn um þenman bæ liggja þrjár járnbrautir frá hafi til hafs, þá höfum vér ótakmarkaða auðlegð í kolamámum og akuryrkju- löndum. Nú þegar hafa flest hin meiri heildsöluhús í Canada stofnað útibú í þessum bæ, og sýnir það betur en annað tiltrú þeirra manna, sem kunna að meta þetta landsvæði. Herskarar af Innflytjendum llvar á bygðu bóli, sem til er litið, er það íramfara. En hvergi vitum vcr að finnist jafn auð- sannreynd, að nýbyggendastraumur fylgir œtið járn- bramtunum. þær eru sú lífæð, sem leiðir alt til sælt land frá hendi náttúrunnar eins og umhverfis Camrose. Mount Royal Hverfi í Camrose þessi nvj;i deild bœjarins er öll innanvið mílu svæði frá miðpunkti bæijarins og mjög nálægt aðal- skemtiigarðinum. þessi nýja deild verður áreiðan- lega dýrmætasta byggingiarsvæðið í Camrose. Allar lóðir ©ru sléttar, háar og þurrar, og vér seljum þær nú fynir $75.00 til $86.00, meö $10.00 niðurborgun og $5.00 á mánuði þar eftir. — álissið ekki af þessu á- gætaj gróðatilboði. Minndst þess, að kolanámurnar sköpoiðu Lethbridge og járnbrautirnar mynduðu Sas- katoon. Camrose hefir þetta hvorttveggja. Sams- konar kringumstiæður vralda samskonar úrslitum. Góðar byggingalóðir eru nú seldar í Lethbridge og Saskatoon fyrir $400.00 til $1,000.00. Hin sama mun og reyndin bráðlega verða í Mount Royal, Cam- rose. Nú er því tíminn að kaupa. ) Framúrskarandi Gróðave?ur það getur æfiulega komið fyrir, að óhöp.pi geri menn alt í einu fólausa, og hin álitlegustu gróðafyrir- tæki geta oft og einatt orðið að falsvon. En hver sá maður, siem ver fé sínu til kmdkaupa 1 bænum Camrose eða í námunda við hann., má óyggjandi reiða sig á fljótan og mikinn hagnað. því engin íúlgia er jafn örugg til framtíðar búsældar, sem móð- ir vor jörð. Margir hafa á skömmum tíma orðið vellríkir á landkaupum í smábæjum. Margir barma sér nú, til dæmis, yfir því, að þá skorti framsýni til að kaupa lóðir í Calgary, Edmonton, Lethbtídge eða Saskatoon, meðan þær voru í afarlá.gu verði. því það er kunnugra, en frá þurfi að segja, að margan speikúlant hafia þessir bæir gert stórauöugani, þrátt fyrir það, að mörg ár liðu áður en t.d. Calgary fékk þrjár járnbrautir. En Camrose fæddist óskabarn hamingjunniar með þrjár járnbrautir þegar í byrjun. Ágœtasta Tækifæri Lítið hvar sem er og komist að raun um, að hygnustu gróðamenn leggja óhikað fé sitt til land- kaupa í vaxandi bæjum Vestur-Canada, eins og. Cam- rose. IMargir, sem fyrir nokkrum tíma höfðu kevpt lóðir fyrir það verð, sem vér nú bjóðum, hafa þegar selt aitur með stórum hagnaði. Og þessi saga mun marg-endurtaka sig 'í framtíðinni. Nýir bœir fœra auð og velmegun það tekur ekki ýkjalangan tíma, að stórar borgir myndist meðfram þverlandsbrautum. Námur og landrækt mynda þeim óyggjandi grundvöll. þeir, sem bezt kunna að sjá fram í tímann, hafa örugga trú á framtíð Camrose-bæjar. “Torrens Title” fylg- ir hverri lóð, er vér seljum. Upplýsingar viðvíkj- andi oss persónulega geta menn fengið hjá Bank of British North America, Calgary. Duglegir agentar óskast Skrifstofa vor er opin að kveldinu til kl. 9.30 Agentar íinnið oss Camrose Security Co., T47 Main St., Winnipeg, Man. það verður bráðum uppi fótur og fit í Camrose. þér getið skrifað oss á ís- lenzku, ef þér óskið. MEIRA — MEIRA. Ileiðraði ritstjóri Heimskringlu, viljið þér gera svo vel og ljá eftir- fylgjandi línum rúm í yðar beiðr- aða og vinsæla blaði. Meira þarf ef duga skal, segja einhverir fyrir munn prestanna í Lögbergi ; allir að gefa, enginn aö komast undan, æ meira og meira. þarna er fjöður 'i ekkjubúningi, kippið í bana. þarna er ullarlagð- ur á þeim föður- og móðurlausa, náið honum. Meira, — í einu orði, gangið fyrir hvers manns dyr í landinu og reymð í drottins nafni að gnía svo mikið fé saman, sem fífsins mögulegt er, — og þeir sem hafa gefið, eiga að gefa meira — meira. Er ekki þessi peningakrafa orðin endalaus eins og alvidd himin- geimsins ? Er nú óinögulegt, að íá prestana til að taka sönsum með þennan óhemjulega fjárdrátt, sem lítur út fyrir, að sé orðinn svo klestur við hjarta þeirra, að þar komist engin andleg hugsun að ? Er nú þessi græðgislega peninga- fýkn heppileg, skynsamlog, rétt- mæt, eða er hún kristileg ? það er eins og þeir væru að safna fé fyrir þúsundir fólks, sem að eins lífs hefðu sloppið úr sjávarháska, elds- voða, flóðum eða ‘jarðskjálftum. Væri nú ekki ráð fyrir presta- skepnurnar, að brúka nú þennan fengna sjóð til þessa að kristna þessa íslenzku heiðingja, sem þeir ge;a í skyn að sé svo mikið til af, og sjá svo ávextina ? Kynnu líka með því að ná nokkrum undir veldi sitt, í stað þeirra burtflúnu. það er annars sárt að vita til þess, þegar mikálhæfir menn, gáf- aðir og mentaðir, fæddir O" klædd- ir af almennings fé, ekki sízt begar þeir eru andlegrar stéttar, — skuli gera si'g seka í deilum, yfirgangi og takmarkalausu fjárbetli. Ov alt á það að vera fyrir drottinn. En hvað segir hann að gert sé fyrir sig : Hungraður var ég og þér gáfuð mér aðéta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig, nakinn var ég og þér klædduð mig, sjúkur var ég og þér vitjuðuö mín, ov í fang- elsi var ég og þér komuð til mín, — það, sem þér gerðuð við mina minstu bræður, það gerðuð þér mér. — þotta kallar drottinn að gcrt sé fyrir sig, en ekki að ría þá lifsbjörg sinni. Mikið gætu prestarnir aukið vin- sældir sínar, ef þeir héldu fyrir- lestra með vínbindindis og kven- néttinda málefnum, sem nú eru efst á dagskrá þjóðanna. Eða móti alheims ófriðarhorfunum, sem einlægt er verið að spá og undir- búa. þá ynnu þeir fyrir drottinn sinn, en aldrei með sjálfshrósi, mannlasti, ófrið eða eilífum fjár- beimtum. — Hvað skyldi Luther segja, ef hann mœtti líta upp af gröf sinni ? Hætti ég að sinni og bið lesend- ur að virða á betra veg. Kr. Sv.d. JÖN JÓNSSON, járnsmiður, að 790 Notre Dame Ave. (horni Tor- onto St.) gerir við alls konar katla, könnur, potta og pönnur fyrir konur, og brýnir hnífa og skerpir sagir fyrir karlmenn. — Alt vel af hendi leyst fyrir litla borgun. Áritun Friðriks Sveinssonar, málara, er nú 443 Maryland St. (áður 618 Agnes St.). $1.00 Á YIKU er góð és æða ryrir yöu að eignast VICTOR Herra T. H. Hanrrave er vor tslenzicur urr boðsmaöur CROSS, G0ULDING & 4 SKINNER, LTD. 323 PORTAQE AVENLE, « VVINNIHEíí Finniö oss eöa skriric eftir vœjra skilméla fyrir ko-nulasi 02 list-t f vor rni 3,0 » ).. VICTO R REC ORD LOGUM. | ST F^AX í DAG er bezt að GERAST KAUP- k ANDI AÐ HEIMSKRINGLU. — ÞAÐ ER EKKI 8EINNA VÆNNA. | 2Ð4 SÖGUSAFN HEIMSKRINGLU forlagaleikurinn 295 296 SÖGUSAFN HEIMSKRINGLU FORLAGALEIKURINN 197 hefi ég svarið þess dj'ran eið, að efna það. Ég við- nrkenni í fylsta máta gildi hinnar þjóðtélagslegu kemiingar, að hinn ríki eigi að aðstoða hann fátæka, ef hann vill verðskulda þá hagsmuni, sem lukkan hefir veitt honum. — þú, Sterner minn, átt aJS hjálpa mér við framkvæmd þessara áforma”. “É)g ?” “Já, þegar þú verður var við einhvern, sem þarf Og verðskuldar hjálp, þá áttu að láta mig vita það. þú átt að útbýta gjöfunum, því ég vil ekki láta sjá mig. Ég nærri skammast mín fyrir það, að ég veitti ekki Helenu og móður hennar hjálpma i kyr- þey, án þess að láta mín við getið. þú mátt samt vera alveg v.iss um það, að óg gerði það ekki í því skyni, að fá þakklætd í staðinn, né til þess að öðlast almennings hrós fyrir góðgerðas.emi. þegar ég á ó- kotniui tímanum geri eitthvað gott, vil ég engan ann- an trúnaðarmann edga en þig. Og ég vona þú hald- ir því l©3rndu”. Rödd Georgs var á þessu augnabliki svo einlæg, svipur hans svo trygglyndtir og vandaður, að Móritz, sem hjá jafn ungum manni gat ekki látið sér detta í hug jafn mikinn íimleik í þvi, að látast vera annað en hann var, lét alveg blekkjast. Enida þótt Móritz hefði örðið að reyna margt mótlæti í æsku sinni, haíði hann þó ekki séð mikið af heiminum. Önnum kafinn við nám sitt, hafði hann ekki veitt mönnunum neina eftirtekt á síðari árum æfi sinnar. Hann átti því eftir að reyna margt óþægilegt. Hinn ungi, eðallyndi, óspilti Móritz, varð hrifinn af orðum Georgs. Hann þráði svo mjög, að mega treysta því góða, því áhrif hatursins og vantrausts- ins á æskuárum hans, voru farin að réna. Hann gleymdi því, að þessi unglimgur, sem nú talaði svo alúðlega við hann og lét í Jjós svo eðallyudar hugs- anir, var hinn sami, sem á liönum tíina vakti hjá honum gremju yfir óverðskulduðum árásum. Hann gleymdi aðvörun Jakobs Kron, þó ógeðsleg væri : “Tortrygðu ríku mennina, hve blíðmálir, sem þeir eru, drenguf minn, .... vertu viss um það, að úr djöflaeggjum koma djöflaungar”. Móritz gleymdi þessu öllu og lét tilfinndngu sína ráða. Hann tók í hendi Geórgs og sagði hlýle.ga : “Eg trúi þér, barún minn. þú ert í rauninni eðallyndur, þó þú hafir gengið ranga braut um tíma. þegar ég var ungur, átti að kenna mér að haíta þá ríku, og sökum gremju minnar yfir ranglæti sumra þeirra, var rétt að því komið, að ég hcti þeim .ævar- andi hatri öllum til satnans. En þessi skoðun mín hefir brevrzt, og hegðan þín stýrkir mig í núverandi áliti mínu. Við skulum í sameiningu vínna að okk- ar og annara betrun og sáluhjálp( aðstoða hvor annan m.eð góðum ráðum og ámiWingimj, og þó að ég sé fátækur en þú ríkur, skuluitt'U'ýíð 'samt vera vinír. Vilt þú það?” rlVIrt o “Af öllu hjarta”, svaraði Georg,'«g ‘ þrý-sti hendi hans með svo hreinskilnum svip, að eúgmn hefði...til hugar komið að vefengja, að honum væri full al- vara. “Ég skal gera það, setn í mínu valdi stend- ur, til að verðskulda þessa vináttu, því siðan ég sá þig, befi ég borið fult traust til þín. Tilfinningar þínar og lífsskoðanir eru svo göfugar. Líf þitt hefir verið samanhangandi keðja ai aðdáanlegri breytni, ... ég get ekki beinlínis hrósað mér af minni breytni, en enda þótt að ég, eins og' þú sagðir, hafi stundum ráfað ranga braut, hefi ég þó, ef til vill, einhverja góða kosti, sem ég ætla að biðja þig að hjálpa mér til að fullkomna og giera notkunarhæfa”. “það skal ég með ánægju gera”, svaraði Móritz glaður. “Ég skal segja þér eins og er, hr. barún, að cg kom hingað með vantraust á áformum þínum — vantraust, sem var bygt á þekkingu minui á fyrra liíerni þínu. Ég fer héðan með virðingu fyrir hugs- unarhætti þínum, sem þú hefir opinberað mér, og scm ég hefi enga ástæðu til að efast um”. “Ég þakka þér innilega fyrir það, Sterner minn, að þú befir breytt skoðun þinni mér í vil”, sagði Georg. “Ég skal bera mig að verðskulda álit þitt. — En afsakaðu uppástungu mína, ...... fyrst við erum orönir vinir, þá skulum við líka vera bræður”. “Með: ánægju’”, sagði Móritz, og þrvsti hendi Georgs, Mog ég vona, að geta reynst þér góður bróðir. Geti ég verið þér til aðstoðar á nokkurn hátt, skaltu ávalt finna mig reiðubúinn. þú ert yngri en ég, og hér er er það algengt, að eldri nem- endurnir styðja þá yngri með leiðbeiningum og góð- um ráðum. — En, vertu nú sæll, Georg. Ég kem hingað aftur á morgun, og þá verðum við samferða til Hielemar og móður hennar”. Georg stóð upp og fylgdi Móritz til dyra. “Há, ha, ha”, heyrðist í honum, þegar hann var orðinn einn, “mér tókst að gaibba hann laglega. Hann gekk í gildruna og verður ekki hættulegur bér eftir. það er gaman að þeim, þessumi miskunnsömu Samarítum, — vorra tíma mannvinum, sem hugsa mest um, að hlynna að almenningi. það, sem þá aðaUegíi skortir, er mannjxikking, og þess vegna er svo hægt, að leiða þá afvega. Nei, góði Móritz Sterner, þú ert ekki nógu skarpskygn til að geta lesið hugsanir mínar, þó þú sért tveim eða þriem ár- um eldri. Ég lék hinn iðrandi symdara allvel, bara að pabbi befði séð það”. “Ég skal verða leiðsögumaður þessa unglin'gs í því góða”, hugsaði Móritz, um leið og hann gekk cf- an stigann glaður í huga, “ég skal kenna honum að elska mennina og dygðirnar, að fyrirlíta skemtanirn- ar, sem hann hefir áður aðhylst. Hugarfar bans er í raun réttri gott, og afglöp hans eiga rót sína að rekja til rangláts nppeldis, hjá drambsömum, hé- gómagjörnum og sjálfselskuríkum foreldrum. Hann er nú ekki undir áhrifum þeirra. IHann á góðar eðl- ishvatir, sem eru nærri eyðilagðar, en sem þó mun mega vekja á ný. Auðurinn og allsnægtirnar eru ekki búin að gera hann að þræl sínum ennþá, ............ hann þarf góðan leiðsögutnann, og það ætla ég að vera honum. þetta skal vera hefndin f>rrir alt rang- lætið, sem ættingjar hans sýndu mér í æsku minni’’. VII. Báðir kennararnir. Við hlaupum nú yfir nokkra mánuði, og fýígjutu svo lesaranum á fögru kveldi í júníbyrjun inn í lag- legu herberg.in í Konungsengjagötunni, j>ar sem Helen og móðir hennar áttu beima. Frú Anderson var óþekkjanleg orðin í samnburði við það, sem hún var, þegar hún bjó í Svartabekkj- argötunni. Kaldan amaði henni ekki lengur, og út- lit hennar bar vott um góða heilsu og vellíðan. þú hún væri ekki skrautklædd, var ullarkjóllinn bennar mjög laiglegur. Frú Anderson sat við gluggann og saumaði. Við lengstu hlið herbergisins stóð legubekkur, og framrni fyrir honum borð, þar sat Helen við bóknám sitt. Síðustu mánuðina hafði " Helen tekið máklutn framförum, bæði á sál og líkama. Hún var nú orð- in 15 ára, svo það var að þvi komið, að barnið breyttist í meyju. Vöxtur hennar og líkamslö.gun var

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.