Heimskringla - 22.12.1910, Side 1
XXV AR
WI
(i, VfANÍTOBA, KI.MTUDAGINN, 22. DESEMBKR 191
NR. 12.
Fregnsafn.
Mtirkverðustu vuV
hvaðunætH
— Ilerra VV. K. Stewart, einn af
tnientamalarnönnum Alberta fylk.is,
er um þessar mundir á leiö til
Rnglands til þess aö ráöa þar þús-
und skúlikennara tíf starfa i Sas-
katchewan og Alberta fylkjum. —
Hann sejjdr, aö skólakennurum þar
vestra sé óöum að íækka af því að
flestír þeirra séu stúJkur, og þær
kjósi heldur að ganga í hjónaband
en halda áíram skólakenslu.
— þýzkt guíuskip strandaöi ný-
lega á klettum við vesturströnd
Spánar, — öll skipshöfnin, 19
memn, og einnig 5 fctrþegar drukn-
uðu. Skipiö brotnaði í sdóh.
__ járnbrautarskýrslui' /oru lagö
ar fram í Ottawa þinginu þann 16.
þ.m. þoer sýna, að á þessu ári hafa
C27 mílur af járnbrautum verið
lagöar í Canada, og að alls eru nú
í ríkinu 24,731 mílur af járnbraut-
um. Af þessum nýbygðu 627 mfl-
um, eru 519 í Vestur-Canada. Með
þessu er ekki talið neitt af því,
sem tilheyrir Grand Trunk Pacific
brautarfélaginu. Sú braut öll er
talin ‘‘í smiðum”, jafnvel þó fullar
þusund mílur séu fullgerðar og
starfræktar á þessu ári. Svo er
talið, að 30. júní sl. væru 4500
mílur í smíðum í Canada. Skýrsl-
urnar sýna, að á þessu ári hefir
höfuðstóll sá, sem liggur í canad-
ískum járnbrautum, aukist um nái-
lega 102 milíónir dollars, og að als
liggja nú í járnbrautum í Canada
rúmlega 1410 þúsund milíónir doll-
ars. — Skuldir járnbrautafélag-
anna 30. júní sl. voru taldar að
meðaltali $52,361 á hverja mílu.—
Inntektir járbrautaíina í Canada
voru á árinti nálega 174 milíónir
dollara, en útgjöldin 120J£ milión
doU. Hreinn ágóði þess vegna 53tí
milfón doll., eða rúmlega milíón
dollara á hverri viku að jafnaði.—
Allar inntektirnar uröu á hverja
brautarmílu $7,034 og gróðinn
^2,166 á hverja mílu að jafnaði. —
Jnntektahlutföllin urðu þanndg, að
^yrir farþegaflutning komu 46 og
(vrir vöruflutning 117J^ milíón
dollars.
~ Gamli Carnegie hefir gefið 10
milíónir dollara til að mynda það
sem hann nnrndr friðarsjóð. Pening-
unum eða vöxtuuum af þeim á að
verja til þess að starfa að því, að
koma framvegis í veg fyrir stríð
tnilli þjóða, Gjöf þessi madist vel
íyr.if’ °K .taRö að hún muni í
mörgum tilfellum geta haít þann
árangur, sem gefandinn ætlast til.
— það kviknaði í gasi i kola-
náma í Virginiu þann 14. þ.m.. J
námanum voru þá 13 menn, 11
létust strax, en tveir náðust lif-
andi og dó annar þeirra skömmtt
síöar. — Svdpað tilíelli varð í
sama náma fyrir 3 árum, og dótt
þá 6 mcnn þar.
— Ilr. Saunders, formaður can-
adisku fyrirmyndarbúanna, segir
í Canada ríki séu 636 milíónir
vkra af ræktanlegu landi, og að
enn sé ekki nema tiundi hluti þess
un ir ræktun. í Fritish Columbia
segir hann vera 36 milíónir ekra
ai ræktanlegu 1^.,^
— Alberti, fyrrum dómsmálaráð-
gjafi Dana, var þai,n 16. þ.m.
dæmdur t 8 ára fangelsi fvrir fjár-
pretti þa, sem hann varð uppvís
að árið 1008. Aður hafði hann um
14 ára skoið verið einn af helztu
stjórnmálamönnum Dana, og fyrir
fáum árutn var hann Islands ráð-
^jafi.
— Lagfrumvarp er nú fyrir Ot-
tawa þinginu, sem akveður, að
kosningadagar við almennar ríkis-
kosninnrar skuli vera almennur
hvfldardagur (Holidayl í öllu Can-
ada rikj. Knnfremur, að kjörstaðir
í öllum borgum og löggiltum bæj-
um og kauptimum skuli vera opn-
ir frá kl. 6 að morgni til kl. 8 að
kveldi, og úti í sveitum frá kl. 9
að morgni til kl. 5 síðdegis.
— Mælt er, að Komura greifi,
utanríkisráöherra Japans, muni
ráðlega segja af scr embætti, og
sto látið heita, að það sé af
et sulfisleik, en aðalástæðan er sú,
að hann er ósáttur við hina ráð-
gjafaná nt af tollmálastefnu beirra
Nokkur hluti ráðgjaíanna vill gofa
Bretum sérstaka tolla-fvflnun, en
sumir eru avf andvígjr. Komuta er
Yinanna skilnaður viðkvæm stund.
einn þeirra og í minnalihita f ráða
neytinu eins og stendur. Ilana seg-
tr enga ástæðu til, að gera Bret-
um hærra tindir höíði en öðrum
þ.jóðum, þó þeir séu í bandalagi
við Japana til sóknar og varnar.
Ivn hindr halda fram þvi, að Bret-
ar hefðu aldrei gengið í bandalag-
ið, nema með þeim skilningi, að
þeir fengju sérstök verzlunarhlynn-
indi þar eystra.
— Stortnar og stórsjóar, þeir
mestu, sem komið hafa um mörg
ár, hafá berið strendur NewBruns-
wick undanfarna daga. Svo hefir
ógangur sjávarlns verið mikill, að'
heilar rastir af allskyns fiskttm
hafa hlaðist í fjörnborðið á löng-
um svæðum meðfram norður-
strönd fylkisins. þúsundir krabba
hafa rekið og talsvert af öðrum
fisktegundum, sérstaklega svo-
nefndum ‘ rock-eels”, ðg seg.ja í-
búarnir þar, að meira hafi rekdð af
þeim fiski ett vanalega veiðist þar
yfir heila haust og vetrarvertíð.
— George V. Yeandle í NewYork
var í sl. viku dæmdur í 5 ára fang-
elsi, eða alt að ári eftir ástæð-
um, fyrir það að hann heimtaði
mútur. Hann var einn af 12 kvið-
dómendum, sem áttu að ákveða
um sekt eða sýknu manns, sem
var undir ákæru fyrir morð. Ye-
andle fór til vina fangans og bauð
svknu-atkvæöi sitt í málinu fyrir
pen.inga, annars kvaðst hann verða
ntótí fanganum. Yeandle er 50 ára
gamall. Dómarinn fór hörðum orö-
um um gla\p Jjennan, þegar hann
birti dóm sinn.
— Mjólkursali einn í New York
var í fyrri viku skotinn til bana
fyrir að neita að borga þúsund
dollara, sem Svarthandarfélagið
hafði heimtað af honttm undir líf-
látshótun. Aður en hann andáöist,
sagöd hann nafn þess, er sig heíði
skotið, en það var margra ára
vinnr hans, sem engann grunaöi
að væri í þessti félagt.
— Senator Ctillotn bar fram í
Vi'ashington þinginu þann 13 þ.m.
frumvarp til laga um að verja 2
milíónum dollara aí ríkisfé til þess
að reisa Abraham I.incoln minnis-
varða í Washington borg.
— Áætluð útgjöld Bandaríkja-
stjórnarinnar fyrir íjarhagsárið
1911—1912 eru samkvæmt ávarpi
forsetans 687jý milfónir dollars.
Af þeirri upphæð eru rúmlega 236
tnilíóndr ætlaðar tíl hernaðarþarfa,
að fráteknum byggángum og hafn-
bótum, sem jncra þaxf í sambandi
t ið sjóherinn, og sem áœtlað cr að
kosti þjóðina rúmlega 41 milíón
dollars. Til aknryrkjumála verður
varið tæpum 20 miljónum dollars.
— íbuatala Berlínar borgar á
þýzkalandi er nú orðin 2,180,000,
hefir aukist tim 7 prósent á sl. 5
árutn. Að öllttm umhverfum með-
töldum er íbúatalan oröin 3 mili-
ónir manna.
— Nokkrir menn háðu nýlega 6
sólarhringa kapphjólreiðar í New
York borg. þeir enduðu kappreið-
arnar j>anii 10. þ. m. Sá, sem
lengst komst, fór 2542 mílur, en
sá næsti varð að eins 3 fetum á
eftir. Fyrstu og öðrum verðlaun-
um var skift með þeitn, og fékk þá
hvor þeirra 800 dollara í hlut.
— Fregn frá Jerúsalem, daigs. 9
þ. m., segir að flokkur af Syriu-
mönnum haíi ráðist á tyrkneska
setuliðið í Iverak héraðinu og strá
driei'ið það, ásamt eitt hundrað
kristntim mönnttm búsettum þar í
héraðinu. þetta var gert í heíndar-
skyni fvrir það, að einn af höfð-
irHgjum Syríumanna ltafði verið líf-
látinn. Óaldarílokknr þessi, sem
hefir gert herliði Tyrkja mikið ó-
naeði í sl. 18 mánuði, hefir nú her-
búöirnar í sínu valdi og lætur ó-
friðlegja. lCngttm kristnum manni
er 1 fvænt neinstaðar þetr í ná-
gron-ninu.
— l/ovísa prinsessa i Belgíu hefir
gert kröfu til dómstólanna aö
dæma sér 8 milíónir dollara af fé
því, sem faðir hettnar, I.eópold
Belgíu kommgur, lét eftir sig. —
Belgíu stjórnin heimtar eiltnig íéð
af þeirri ástæðu, að konungur hafi !
grætt það á verzlun í Afríku, sem
heyri unelir Belgíu, og að þess
vegna sc það ríkiseign. — Prins-
essan hefir og stefnt ýmsu af hirð-
fólki hitts látna konungs, til þess
að skj'ra frá, hvað verið hafi í
þeitn kistum, sem leyni-kona kon-
ungsins tók í sina umsjá að hon-
ttm látnum. l’rinsessan heldur því
fram, að kistur þessar hafi verið
fullar af veröbréfum og ýmsu öðru
fémæ-ti, sem leynd-konunni ekki
beri að halda f\-rir sér.
— Franskur loltsiglingamaður
að nafni Logagneus flaug þann 9.
þ.m. 10,499 fet í loft upp í bænum
Pan þar í landi, og er það hærra
ílug en aðrir hafa áður gert.
— Blaðið Montreal Wctness end-
aði hálfrar aldar tilveru sína þanu
10. þ.m. Margar heillaóskir voru
þá í blaðinu frá helztu mönnuin
þessa lands og ýmsum utanlands.
Sömuledðis hlýlegar blaöajgreinar
ur ýmsum áttum. — MontreaJ
Witness er eitt af stórblööum
landsins, og áhrifamestu sérkenni
þess eru, aö flytja edngöngu þær
kenningar, sem útgefendur þess
telja réttastar, og að fjalla um
þau mál, sem miða til að lvpta
lesendunum á hærra svið þekking-
ar og umhttgsunar.
— Walter A. Hall, bankaþjónn í
New York borg, strauk þaöan eft-
ir að hafa fært sér til eigin nota
$44,600 af fé bankans. 1 útlegöinni
frétti hann, að kona hans haföi al-
ið barn. En svo mjög langaði
hann til að sjá barn sitt, að hann
fór beint heim tíl sín og síðan á
lögrejTlustöðvarnar, og gaf sig í
hennar hendtir, og afhenti lögregl-
unni 15 þús. dollara, sem hann
áttí óeydda af bankatis fé. Mælt
að bankastjórnin muni hlífa hon-
um það vSem hún getur.
— Slagur varð í Calcutta þann
9. þ.m. Svo stóð á, að Móhamets-
trúarmenn voru að halda trúar-
-/
Royal Household Flour
Til Brauð
og Köku
Gerðar
Gef ur
Æfinlega
Fullnœging
EINA MYLLAN í WINNIPEO,—L.ÍTIÐ HEIMA-
; IÐNAÐ SITJA FYRIR viðskiftum YÐAR.
\
bragöalega hátíð og fórnuðu kúm
við þá athöfn, eins og vandi var
til. Hindúar sem voru í borginni,
andmadtu þessari kúafórn, og við
það ráddust hinir. Deilan jókst
orð af orði, þar til flokkunum
lenti saman í blóðugan bardaga,
og voru nokkrir drepnir af hvor-
umtveggja. Að síðustu var her-
de'ld tilkvödd til að koma á friöi.
En þá sameinuðu óvinirnir sig
móti hiermönnunum, og létu ekki
unde.it þeim fyrr en eftir nokkrar
atrelinur, að svo margir voi u
| fallnir, að þeir, sem eftir stóðu,
sáu sitt óvænna Og flýðu,
— Nátnaslys varð í Bellevtie
námanum þann 9. þ.m. Fjörutíu
I og fimm námamenn luktust þar
inni, 18 af þeim náðust lifandi, en
20 voru dregnir þaðan dauðir.
Vonað' er, að hinir 7, eða að
íninsta kosti 4 þeirra, kttnni síðar
að nást lifandi.
— Félag hefir verið myndað í
Toronto með 10 milíón dollara
höfuðstól til þess að starfa að afl-
leiðslu með vatni og rafi hver-
vetna í Canada ríki, en einkanlega
þó í Vestur-Canada, eftír því er
séð veröur. Hkki er enn vítanlegt
um alla þá, er félagiö mynda, en
talið líklegt, að öll prívat afl-
leiðslu félög landsins séu í þessu
nýja félagi, sem í raun réttri sé
samsteypa. eöa einokunarféfag.
— George Smith, einn af þeim
fáu eftirliíandi Englendingum úr
flokki þtirra, er börðust í Bala-
klava bardaganum mikla, og sean
var í 600 manna deiild þeirri, sem
skipað var að gera áhlaup á 10
þúsund manna defld Rússa, — er
nú orðinn 84. ára gamall, og svo
allslaus, að hann hefir orðið að
leita styrks af því opinbera f Oak-
land bæ í California, þar sem hann
hefir htiið um margra ára tfma.
Ilann á eina dóttur barna, setn
ekki megnar að vinna fyrir þeim
: báðum. Nú hefir gamla hetjan beð-
j ið um styrk til þess að komast til
I Englands með dóttur sína, í því
i skyni, að biðja stjórnina þar að
j veita sér éllistyrk, sem laun fyrir
I þær orustur, sem hann háði fyrir
| ættjörð sína á sínum beztu mann-
i dómsárum. þessi maður barðist
einnig i indversku uppreistinni, og
þáði fyrir það heiðursmerki af
Victoriu drotningu, og að auki 100
dollara peningag'jöf frá henni
sjákrri. Eftir það fluttí hann til
Ameríku og hefir dvalið hér síðan.
— Robert E. Davie, hlutabréfa-
sali í Boston, straiik þaðan fyrir
rúmri viku með hálfa milíón doll-
ara virði af annara fé, að sagt er.
Ilann fór fyrst | til Mexicb, en skrif-
aði þaðan, aö hann ætlaði til Al-
aska. Lögreglan vill hafa hendur í
hári hans, og hygst að leita hans
i vandleea í Vestur-Canada, því þar,
en ekki í Alaska, er talið víst að
hann felist.
— Riddaralið norðvesturlandsins
hefir fengið skipan ttm, að finna
Friðrik Kristjánsson, frá Aktir-
evri, sem ætlað er að flutt hafi til
Vestur-Canada.
— Manntali í Bandaríkjunum,
sem byrjaði 15. apríl sl., er nú
lokið. ]>otta er 13. manntalið, sem
þar hefir tekið verið, *g nær yfir !
öll Ikindaríkin, að meðtöldu Al-
aska, Ilavaii og Porto Rico eyj-
um, og sýniir íbúatöluna að vera
93,482,151. Ef Filips eyjar væru
meðtaldar, þá er þegmatalan 101
milíóndr og 100 þúsundir. Á sl. 10
árum hefir fólki í Bandaríkjunum
fjölgað um rúmar 16 milíónir. Á
FiUps eyjuni er talið að séu nú
7,634,426 manns.
— Svo má segja, að nú séu kosn
ingarnar á Bretlandi um garð
gengnar, og að hlutföllin millj
stjórnarinnar og andstœðinga henn-
ar séu nákvæmlega cins og þau
voru fyrir kosningarnar. I.iberal-
stjórnm hefir því unjtið þrennar
kosningar á sl. 5 árum. Engitm
efi leiknr á því, að vald lávarða-
deildarintiar verður takmarkað
með lögum, svo að hún nái ekki
að skerða áhrif hinna þjóðkjörntt
þingfulltrúa þjóðardnnar. það er
og talið víst, að' írlandi verði
veitt sjáltsforræði eða heimastjórn
þó ennþá sé ekki ákveðið, hvc full-
komið það sjálfsforræði verður.
— þrettán þumltinga snjófall
varð hjá Niagara þann 7. þ. m., á
minna en tveimur klukkustundum.
Svo mikill stormur fylgdi snjó-
komunni, að tré rifust upp með
róturn, talsímar slitnuðu og um-
ferð stöðvaðist.
Minningarljóð
um aftöku
Jóns biskups Arasonar
og sona hans
í Skálhólti 7. dag nóvember 1550.
Loftið eitts og gröfin girti
grýttan móa, sveitir lands.
Engin íjandmanns ögrun styrkti,
ekkert vinartíllit manns.
þar var hægra um hönd að beygja
höfuð sitt ein missa það.
En þetr gengu út að dey ja
allir þrir af Skálholtsstað.
þótt á lotnum liðum væri
I/Uthers þrælum sigur vis,
hann gat reynt hvor hærra bæri
höfttð sitt í Paradís.
Og þótt brái blóð á grönum,
betra er það en flýja vörð,
eða snikja út úr Dönum
óðul sín og móðurjörð.
— Bardagi mifc'll varð fyrir
skömmu í franska héraðinu í Vcst-
ur-Afríku. Fimm þúsundir manna.
þar undir forustu þrigigja þar-
lendra þjóðhöfðingja réðust á 309
manna franska hersveit, sem hafði
tekið sér aðsetur í einni af höfuð-
borgum liéraðsins. Bardaginn vnr
hinn harðasti. Tveir af þjóðhöfð-
ingjunum féllu, þriðji særöist og
600 fylgdarmanna þeirra lágu cítir
dauðir á vígvellinum. Um 30 tmu
drepnir ai Frökkum og rúmt 100
eærðir. Franska stjórnin hefix þeg-
ar sent þangað dedld hermanna, en
hún verður 6 vikur að komast á-
leiðis til hjálpar löndum sínurn
í Vestur-Afríku.
Jólatréssamkoma.
Únitara söfnuðurinn heldur jóla-
tréssamkomu sína á aðfangadogs-
kveldið, eins og að undanförnu.—
Fólk er beðið um, að koma með
jólagjafirnar, sem eiga að útbýtast
þar, í tirna á laugardaginn.
Sunnudaigaskóla börnin syngja
nokkra söngva og lésa kvæði og
valda kafla í óbundnu máli.
Allir safnaðarmeðlimir, sem
mögulega geta, ættu að vera við-
staddir.
Afmœlishátið.
Tuttugasta og þriðja afmælishá-
tíð stúkunnar Heklu, nr. 33, af A.
R. G. T., verður haldin í Good-
teimplarahúsinu föstudaigskveldið
30. þ.m. Allir íslenzkir Goodteim-
plarar eru boðnir og velkomnir.
Forstöðunefndin .vonar, að setn
fiestir komi.
Skemtiskráin verður auglýst í
næsta blaði.
Rísið örugt, austurglæður,
yfir mó og nái þrjá,
ltér er einskis örvænt, bræður —
isleítzk móðir fœddi þá.
þó má allar vættir villa,
vilji Jóns og Ara þjóð
hæða, níða, hata otr — fylla
hópinn þann sem kring um stóð.
Fá ei svnir svona góðir
svetfn í ró hjá hverri þjóð ?
Fékkstu lítið legkaup, móðir,
lifin þeirra oy hjartablóð ?
Fr ekki orðið litlu að lúka :
lofstír vorum úti um heim,
bresti dtrfsku og dug að strjúka
danskan saur af nöfnum þeim ?
Merki vort að,verki otr óði
var þér fengið, móðurgrund,
bvegið hreint í þeirra blóði
’'ess« köldu morgunstund.
IVupdu úr hverium hrammi að slíta
hvern sem þetta merki ber,
.'inn.'>rs brestur evjan hvíta,
fslattds son, úr hendi þér.
þi. E.
WALL PLÁSTER
“Empire” veggja
PLASTUR kostar ef til
vill ögn meira en hinar
verri tegundir, —en ber-
ið saman afleiðingarnar.
Vér búum til:
“Empire” Wood Fibre Plaster
“Empire” Cement Wall “
“Empire” Finish “
“Gold Dust” Finish “
“Gilt Edge” Plaster of Paris
og allar Gypsum vöruuteg-
undir. —
Eiqum vér «ð senda £
yöur bœkling vorn *
BÚIÐ TIL EINUNGIS HJiC
MANITOBA CYPSUM CO. LTD
SKRIFSTOFUR OG MILLUR I
Winnipeg:, - Man.