Heimskringla - 25.05.1911, Blaðsíða 3

Heimskringla - 25.05.1911, Blaðsíða 3
HEIMSKRINGIv a WINNIPEG, 25. MAÍ 1911). 8 Dauðastríð. Jiess heíir veriö getiö í ýmsum blöðum, að fjórir menn af lög- regluliði Norðvesturlandsins hafi farist á sl. vetri. J«að var Fitz- gerald eftirlitsmaður og þrír und- irmenn hans, sem lagt höfðu upp í eitirlitsferð norður um óbygðir. — En er þeir komu ekki aftur úr ferð þessari, á þeim tíma, sem á- kveðinn hafði verið, var gerð eftir- leit 'rftir þeim, og hafa lík þeirra fyrir skömmu fundist norður í ó- bygðum, 50 mílur norður af Fort McPherson, og báru þau þess merki, að mennirnir hefðu liðið miklar þrautir áður en þeir létfist. Nú hefir dagb'ók Fitzgeralds fund ist og verið send til stjórnarinnar og kaílar úr henni auglýstir, sem sýna, hve karlmannlega þessar betjur hafa háð baráttu við ó- ’biíðu náttúrunnar fyrir lífstilveru sinni, og fallið í þeirri viðureign, — af hungri. Dagbókin sýnir, að mennirnir fundu ekki leið þá, sem þeir leit- uðu að, og þann 17. janúar segir í bókinni, að þeir vaeru þá búnir um vikutíma að leita að Forrest Creek, sem jteir áttu að fara eftir til þess að komast leiðar sinnar. þá var ákveðið, að snúa til baka til Fort McPherson, en svo voru þeir þá bjargarlausis orðnir, að þeir urðu að drepa hunda sína sér til viðurværis, með því að þeir höfðu þá ekki önnur matvæli ó- eydd en 10 pund af mjöli og 8 pd. af íleski. þann 20. janúar luku þeir við matvœlin, og þá áttu þeir eftir afarlanga leið til Fort McPherson, en kuldar afarmiklir og ófærð. Eftir það var bókin fœrð 15 dagana næstu, eða þar til 5. febrúar, og mun þá ritarinn ekki hafa haft mátt til að skrifa lengur. Skýrlurnar eru átakanleg- ar hina síðustu tíu daga, og sýna hve mjög mennirnir hafa liðið : 27. jan.—18 stig neðan zero ; mikil snjóþyngsli og dimmveður. Drápum þá annan hund til matar. Dagleiðin 11 mílur. 28. janúar—34 stig neðan zero. Svinnanstormur. Færðin ill, Qg einn maðurinn, Taylor, veikur. Dagleiðin 12 mílur. 29. janúar.—20 stig neðan zero. Norðaustanhríð. Drápum hund til matar. Menn og liundar máttlaus- ir. Dagleiðin 10 mílur. 30. janúar,—51 stig neðan zero. 'Bjart veður ; vestanvindur. Ófærð. Allir menn veikir ; líklega vegna þess við átum hundalifur. Dag- leiðin 14 mílur. 31. janúar. — 45 stig neðan zero fyrir hádegi, en 62 stig neðan zero síðdegis. Suðvestanvindur. Húðin að detta af andlitum mannanna og sumstaðar af líkömum þeirra.- Varir þeirra bólgnar og sprungn- ar. Talið að orsakast af hunda- kjötsátinu. Öllum finst kalt. Dag- leiðin 17 mílur. 1. febrúar.—51 stig neðan zero. Gott veður með sunnanvindi. Drápum áttunda hundinn til mat- ar. Dagleiðin 16 mílur. 2. febrúar.—23 stig neðan zero ; gott veður, en þoka síðdegis. Ferð- uðumst á fjallvegi, ófærð ; afar- kalt á fjaliinu. Dagleiðiu 10 mílur. 3. febrúar.—26 stig neðan zero ; þoka árdegis, heiðskírt síðdegis. komumst yfir fjallið. Drápum hund til matar. Menn og huu’ar magrir og afllausir, geta ekki kom- ist mikið lengra. Höfum nú ferð- ast 200 mílur og ekki haft annað til matar en hundaket. þurfutn að komast hundrað mílur enn. Dag- leiðin 14 mílur. 4. febrúar.—52 stig neðan zsro. Mikil ófærð og allir líða mjög mik- ið af kuldanum. Dagleiðin 8 milur 5. íebrúar.—48 stig neðan zero. Bjart veður með sterkum sunnun- vindi. Datt niður um ís og varð að kveikja eld til þess að þíða frostið. Annar fóturinn dálítið frosinn. Drápum hund í dag til fæðu ; nú að eins 5 hundar eftir. tftbrot nú á líkama allra mann- anna, og skinnið að detta af þeim. Dagleiðin 8 mílur. þetta er það síðasta, sem ritað er í bókina, og má ætla að eftir 'það hafi allir gefist upp af hungri, þreytu og veikindum og lagst nið- ur til að deyja. þó hafði ritarinn gert erfðaskrá sína : Skrifað hana á blaðsnepil með viðarkoli eða brunninni spítu. Hann gaf móður sinni allar eignir sínar. Skáldskapur. Eftir þösund &r er mælt, að almennningur— Verði orðinn vittirringur. Verða kannske—vfsindin ei vita‘ um alla— Einstöku með öllum mjalla. Einangraðir öðlast þeir þá eitthvert bæli— Stofnað verður vitra hæli. Guttormur J. Guttormsson NIG AD WEST HOME Fregnsafn. Markverðustu viðburðir hvaðanæta. Herra Jón Hólm, gulismiöur að 770 Simcoe St., biður þess getið, að hann selji löndum sínum gull- og silfur-muni og gigtarbelti. — Belti þessi eru óbrigðul við gigt, ef þau eru notuð samkvæmt fyrir- skipunum Jóns. Kosta að eins $1.25. — Hörmulegt flugvélaslys bar við skamt frá París á sunnudag- iun. þann dag hófst hið fyrirhug- 1 aða kappflug frá París til Madrid, höfuðborg Spánar. Við þetta tæki- færi var saman komið múgur og margmenni t;l að sjá, hvernig flug- görpunum tækist byrjunin. Meðal annara viðstaddra voru ráöaneyt- isformaður Frakka og aðrir ráð- gjafar. Alt virtist ganga greiðlega þar til einn flugmannanna, M. Train að nhfni, misti stjórn á vél sinni, O" féll hún niður á ráðherra- hópinn. Misti hermálaráðherrann, Henri Berteaux, lífið, og Monis forsætisráðherra særðist hættu- lega. Tveir aðrir særðust minna, en sjálfur var flugvélarstjórinn ó- meiddur, og eins maður sá, sem með honum var í flugvélinnL — ! Slys betta sló óhug miklum á I manngrúann, en hermenn héldu öllu í skefjum, svo engin vandræði hlutust af. Frakkar bafa borgað ( þunga tolla í viðleitni sinni að [ le'—;a und'ir sig loftið, en þetta hörmulega slys er þyngst allra. — Fjórir menn dóu úr hfta í Chicago' á fimtudaginn var. Náði hitinn 92 stigum í forsælu um há- degtsb l;ð. — Tónskáldið Gustav Mahler audaöist í Vínarborg 18. þ. m. — Tveir franskir ílugmenn, Dup- ins liðsforingi og Pierre Bourni- •que, féllu úr ilugvél sinni um 250 fet úr lofti og biðu bana. Slysið vildi til nálægt borginni Rheims á Frakklandi. — Merkilegt atvik kom fyrir i lögregluréttinum í Berlín, Ont., á föstudaginn var. Maður einn, Fred Reamert að nafni, sem bera átti vitni í máli einu, neitaði að taka hinn lögboðna eið, vegna þess að hann tryði ekki á vuð, himinn, helvíti eða forsjónina. Dómarinn neitaðd að láta hann bera vitni í tnálinu, — því samkvæmt lands- lögum verða vitni einhvern eið að ta-ka áður en framburður þeirra er tekinn gildur. — B'ezta gróðrarútlit er um ger- völl Vesturfylkin. Má búast við miki li uppskeru, ef ekki koma nein óhöpp fyrir. — Villijálmur þýzkalandskeisari ætlar að heimsækja Noreg í júlí- mánuði. Drotning lians verður í fylgd með honum, og er það ný- breytni, því vanalega hefir keisar- inn heimsótt Noreg á hverju sumri, án drottningar sinnar. — Camorra glæpamálið st-endur nú sem hæst yfir. Réttarhöldin fara fram í smábænum Vitero, sem er skamt frá Rómaborg, og ílykkist fólkið þangað í hópatali til að sjá glæpaseggina og vera við yfirheyrsluna. Glæpir, sem bornir hafa verið á félag þetta, nema nú hundruðum, — morð, rán og svik, og ýms önnur ofbeldis- verk. Svo stóð mönnum stuggur af glæpamönnum þessum, að ill- mögulegt var, að fá menn í kvtð- dóminn, af ótta að það mundi kosta einhvern þann lífið, sem þar ætti sæti. Hefnigirni félagsmanna var öllum kunn. En um síðir tókst þó, að fá kviðdóminn settan, með þeim skilyrðum, að þeir, sem í honum sitja, eru grímulúnir, svo glæpaseggirnir þekki þá ekki. — Mest gætir í þessu máli, auk glæpamannaforingjans Enrico Al- fano, prestsins Vittozzi, Sem er einn hinna ákærðu, og sem haldið hefir þrumandi ræður í réttarsaln- um. Einnig er kona ein Maria Stenardo, ein í hópi hdnna á- kærðu, og talin einn af leiðtogun- um. Glaepaseggirnir eru færðir í járnbúri inn í réttarsalinn, og hafðir í því meðan yfirheyrslan stendur yfir, því áhætta þykir of mikil, að hafa þá í fjötrum einum. En engu aðjsíður hefir oftlega orð- ið að fresta réttarhöldum fvrir ó- hemjulæti, óip og bölbænir hinna á- kærðu. Sá eini, sem virðist taka öllu með ró, er Abbatemaggio, sá sem sveik félaga sína í hendur lög- regdunni og er nú aðalvitnið á móti þeim. Ilann hefir gefið ófagra lýsingti á störfum Camotra félags- ins, og lýst glæpum beim, sem drýgðir voru þann tímann, sem hantt var meðlimur félagsins. — Glæpamál þetta er búist við að muni standa yfir í fleiri mánuði, og er mjög óvist talið, að takist að dómfella hina ákærðu, þrátt fyrir það,. þó engir séu í efa um sekt þeirra. Úrvals lögmenn verja mál þeirra, og ekkert er tilsparað, er verða mætti hinum ákærðu að liði. Camorra félagið er ein deild Svarthandarfélagsins, sem illræmt er um heim allan fyrir glæpaverk sín og grimd — Alexandra ekkjudrottning hef- ir v.erið veik undanfarnar viku, en er nú talin í afturbata. Ekki er samt búist við, að hún muni taka þátt í krýningu sonar síns. — Óeirðunum í Marocco heldur áfram. Gera uppreistarmenn hvað eftir annað árásir á hersveitir Frakka, sem eru áleiðis til Fez, soldáninum til hjálpar, en verða að hörfa undan með manntjóni í hvert sinn. A föstudaginn sl. var all-hörð orusta. Féllu þar um þús- und af uppreistarmönnum o,g marg ir særðust, en einir tólf féllu af Frökkum. — Merkilegur atburð'ur gerðist nýverið í bæ einum á Póllandi. í einu af leikhúsum bæj trins var verið að leika pólskan sjónleik, þegar lögreH istjóri bæjarins með flokk manna braust inn í kithúsið og kvaðst taka alla, bæði leikend- ur, áhorfendur og verkamenn leik- hússins fasta, og yrðu aliir að fylgjast með’sér á lögneglustöðina. Allur hópurinn, sem handtekinn var, nam 580 manns, og urðujallir að vera á lögreglustöðinni um nóttina. Um morgunin var öllum slept með beirri tilkynningu, að málsrannsókn yrði höfðuð á hend- ur allra fyrir hættulegt ráðabrugg gegn hinu rússneska ríki. — Deik- urinn, sem st’ndur varjþetta kveld, hafði verið fvrirboð 'nn af rúss- nesku yfirvöldunum, talinn of pólsku í anda. En engu að síður var tilraun gerð að sýna hann, sem svo endaði með handtöku þeirri, sem hér er getið. — At- burður þessi er stórmerkur í sinni röð, því þess munu hvergi dæmi fyrri, að allir áhorfendur, leikarar og starfsmenn leikhúss hafi í eitin verið varpað í fangelsi. En undir rússnesku stjórnarfari má við öllu því cl 'klegasta búast. — Fellibylur gerði miklar skemd- ir í bænum Dell Rapids í Suður- Dakota á fimtudaginn var. All- mörg hús eyðilögðust gersamlega. Manntjón varð ekkert, en þrír | slösuðust. Meginþorri bæjarbúa leitað'i hælis í kjöllnrunum undir húsunum meðan bylurinn stóð yfir. — Sir Wilfrid Latirier orr fvlgd- arlið hans kom til Englands á föstudaginn var. — Alheims kristileg ráðstefna stendur yfir um þessar mundir í Konstantínópel, höfuðborg Mú- hameðstrúairmanna. — Stórmerki- legt, að slik ráðstefna skuli þar haldin, en ekki í einhverri af hin- um kristnu borgum heimsins. — Ráðgjafarnir Hon. Frank 01- iver og Hon. William Patterson ætla að ferðast um Vesturfylkin í júnímánuði til að mæla með gagn- skiftauppkastinu við kjósendurna. — Fimm systur brunnu til dauða í bænum Utica, Kansas. — J>ær voru milli 7—16 ára gamlar. — William James Hughan, höf- uðmaður frímúrara, andaðist í Toronto á laugardaginn var. — Sambandsþingið hætti störf- um á föstudaginn var; kemur saman aftur 18. júlí. Flestir af þingmönnunum hafa farið frá Ot- tawa heim til kjördæma siuna, og má búast við fundahöldum um J. H. MONTGOHERY & COMPANY óska eftir nærveru yðar á Picnic sem haldið verður í dag, 24 maí, á þeirra fögru usubdivision,, WEST-HOME. Sfðnn við opnnðum lóða sölu vora fyrir tveim vikum hetír krafan eftir J>eim verið svo mikil að aðeins 46 ern eftir. Þessar lóðir liafa verið seldar fólki sem þekkja svæðið, og við ætlum að selja þær sem eftir eru þann 24. með því að lofa fólki sjá f>ær og dæma með sfnum eigin augum að. Sjón er sannfæring. Nú er tækifærið að skoða lóðirnar og sannfærast um gæði þeirra, Við b.jóðum tvö faldar lóðir 50x140 á 80 feta briðu stræti, með 20 feta baksig. Verð: $60. og 75. $3. strax og $2. mánaðarlega. Sumar af lóðum þessum sem við seldum fj7rir 10 dögum slðan hafa þrisvar haft eig- anda skifti og eru nú seldar $10. meira fetið en upphaflaga; og eru til þessa góðar orsakir. Þetta er framfara subdivision. Á West-Home er núna verzlunarbúðir, hótel, tvö ‘livery barns’ tvö verkfæra vöru- hús, og kjötmarkaður og brauðgjörðarhús 1 smfðnm. Vér höfum einnig selt lóðir til Headingly Presbyterian kirkjunnar, sem byggir á þeim á þessu ári. Þarna er ástæðurnar. Ungi maður hugsaðu um það, að þú get ur greitt fyrstu afborgum þfna á lóðum, með peningum, sem aðrir, sem ekki eru eins skyn- samir, eyða f skemtanir, á helgidögum. Hafðu það hugfast. Headingly sporvaguar fara frá horninu á Main og Portage Ave. hverja raðtölu klukku- stund. Komið og hafið vini yðar með. Lftið eftir stóra auglýsinga-merkinu. og tjaldinu þegar þið farið úr yögnunum. Við höfum veitingar fyrir ykkur, og sfnum ykkur svo eignir vorar. Komið á skrifstofa vora 361 Main 8t. eða ‘fónið’ Main 2504 og tölum nánar um málið. KAUPIÐ LÓÐ OG HAFIÐ ÁSTÆÐU TIL HÁTÍÐAHALDS! J. H. MONTGOMERY & COMPANY ÍSLENZKIR UMBOÐSÖALAR ALBERT REALTY C0„108 gjörvalt landið meðan þingfrest- unin stendur yfir. tíambandsþings- kosningar er nú taliö fullvíst að fari fram á komatidi hausti. — Montreal borg hefir nývierið hlotið auðfjár að erfðum, eftir mann einn, Gustv Meurlinsr, sem látinn er fyrir skömmu á Eng- landi. Erfðaskráin hljóðar svo ; •'Ég eftirlæt allir eignir mínar í Frakklandi, Jtýzkalandi, Englandi og Ameríku til borgarstjórans cg bæjarráðsins í Montreal, sem svo eiga að verja þeim til líknarstarf- semi, eða annara nvtsemda meðal borgarbúa, eftir því sem borgar- stjórinn o<r bœjarráðið álítur bezt til fallið”. — Hvað eignir þessar nema miklu, er ekki kunnugt, en það er þegar vitanlegt, að etgnirn- ar á Englandi einu nema 23þús- undum sterlingspunda, eða 188,500 dollurum, og væri bær álíka mikl- ar í hinum löndunum þremur, næmi gjöfin, sem Montreal fær, fullri hálfri milíón dollars. — Friðurinn er nú kominn í Mexico, eða því sem nœst. Hefir Diaz lofað að leggja niður em- bætti fyrir mánaðamótin og Mad- ero' sömuleiðis dregið sig til baka frá forsetatigninni. Hinn nýji for- seti verður Francisco De La Barra i — velþektur stjórnmálamaður, at- orkusamur og frjálslyndur. Mad- ero uppreistarforinginn hefir hald- I ið til höfuðborgarinnar og tekig j að mynda nýja stjórn í sameining með De la Barra. Verða því Mad- ero-liðar mestu ráðandi í hinni , nýju stjórn, og 17 ríkfsstjóra em- ' bættum hefir mönnum hans verið heitið. — Diaz er sjúkur um þess- ar mundir, en eftir að bað varð j kunnugt. að hann ætlaði að leggja i niður embætti, hafa honum borist fjöldi heillaóskaskeyta, og velvild- arhug virðast flestir bera til gamla forsetans, er hafið hefir Mexico til vegs og giengis, þó einráður og ó- væginn hafi hann lengst af verið, og bælt niður frelsishreyfingar með járnhendi, unz þessi hin síð- asta uppreisn varð honum um megn. En tnikilmenni er Diaz þrátt fyrir það, og Meteico á hon- um mest allra manna aö þakka. — Gamli Joseph Chamberlain andmælti nýverið í opnu trcfi bréfi gagnskiftasamningunum fyr- irhuguðu milli Canada og Banda- ríkjanna. Taldi þá sundra alríkis- einingunni, og bæta á engan hátt hagsældir Canada-búa. Nú á með- an alríkisfundurinn stæði yfir (á Englandi), væri tækifærið fyrir j England að gera Canada o«r öðr- um sambaudslöndum sínum að- gengileg tilboð. Jiað væri eini veg- urinn til að tryggja bönd rikisheiid ariniiar og halda ríkinu sainan. — Ýmsir íleiri stórmerkir stjórnmála mcnn Englendinga, svo sein Bonar Law, Austen Chambcrlain og Bal- four lávarður hafa tekið í sama strenginn og hin:i aldni Chamber- lain. Gagnskiftauppkastið á ekki npp á háborðiö hjá þeim. — Gott dæmi þess, live lóða- kaup eru arðvænleg, skeði í Cal- garyjnúna nýverið. Lóð ein, sem kcyp t hafði verið þar fyrir 17 ár- um á 125 dollars, var seld fyrir 93,500 dollars. — Dágóðir vextir. — Sambandsstjórnin ætlar að fara í mál við fylkisstjórnina í British Columbia út af fylkislönd- | um í Point Grey héraðinu, sem ' lnin telur sér tilheyrandi, en sem fylkisstjórnin hefir ráðstafað. Og nemur verðmæti þessa umþrátt- aða lands'.svo hundruðum þúsunda dolfars skittir, svo stjórnirnar munu ekki liggja á liði sínu|í máli þessu. — Sem kunnugt er, er Eiffel turninn í París hæsta bygging í heimi, en búast má við, að svo verði ekki til lengdar, ef Banda- ríkjamenn fá nokkru áorkað. Nú j er verið að reisa stórbyggingu í New York, setn verður 55-lyft, öll bygð úr stáli og steini. þetta verður stærsta ‘business’ bygging heimsins, og gengur næst Eiffel turninum að bæð, en að ummáli verður hún stærri. Stórbyggdng þessi verðnr kend við Woodworth. ÍSLENZKT VÍRAVIRKI úr gulli og silfri, fæst nú og i næstu þrjá mánuði smíðað á vinnustofu Björns Olafssonar GULLSMIÐÖ 752 Victor Street hér í bænum. — Allar aðgerð'ir á gull og silfursmíði verða þar fljótt afgreiddar. Minnisvarðar iir Málmi. Eru mikiö fallegri og í öllu tilliti fullkomnari, fyrir sömu peninga- upphæð, heldur en úr marmara eða granit. WIÍITE 13RON£E miunisvarðar, búnir til af Tfce Monumental Bronze Co., eru nú komnir í mikið meira ál.t «n steinn. “White Bronze” heldur sin- um rétta, eiginltga, liósgráa lit öld eft;r öld, þol.r öil áh: ;f t; fts- ins, hita og kulda — það ; erir steinninn ekki, — hefir engar a .1- ur, moln.ir hvorki né kl uuar, springur ekki, tekur ekki í íig raka eöa vætu ; verður ekki rm sa- vaxið ; — þetta alt eerir stcinnitm Alt letur er upphlcyp’, steypt um leið, og getur því ckki tlitnað af eða brotnað ; sömtdt ðis ýms merki og myndir til prýðis (sera kaupandi velur sjálfur), — alt sett á frítt. Mörg hundruð úr að velja af j'msri stærð og lögun. Kosta frá fáeinum dollurum upp til þúsunda. Spyrjið um mvndir, stærð þvUgd og verð á þessum minnis- vörðum (bréflega eða munnlega) áður en þið kaupið stein. Allar upplýsingar góðfúslega gefnar af J. F. Leifson, Ouill Plain, Sask 1 he Liquor License Act Eftirfylgjandi beiðnir vm endur- nýjun Hotel lsyfis hafá verið með- teknar og verða íhugaðar af ltyfis- nefndinni fyrir leyfishérað No. 4, i Winnipeg, á skrifstofu Chief Li- cense Inspector, horni Kennedy og Broadwlay stráeta, kl. 2 e. h.mánu- daginn 22. maí 1911 : — G. E Sól- mundson, Gimli Hotel, Gimli, og J. G. Christie, Lakeview Hotel, GimE. Dags. að Winnipeg, apríl 1911. M. J, JOHNSTONE, Chief License Inspector.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.