Heimskringla - 01.06.1911, Blaðsíða 1

Heimskringla - 01.06.1911, Blaðsíða 1
Talsími Heimskringlu Garry 4110 Heiœilis talsími ritstjórans 1 Garry 2414 XXV. AR. WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN, 1. JONÍ 1911. Nr. 35. Kosningar í september. MIKILL UNDIRBÚNINGUR HJÁ STJÓRNARSINNUM. J>að var auglýst í Conservative austan-b.lö ð'um þaan 25. maí, að Laurier stjómin hefði fastlega á- TcveðiS, að láta almeunar ríkis- kosningar fara fram í Canada ekki siðar en um miðj-m september næstkomandi. Alt kapp hefði verið lagt á það frá stjórnarinnar hálfu, að halda ákvörðun þessari leyndri eins lengi og auðið væri, eða þar til Sir.Wilfrid kæmi heim lir Kng- landsferð sinui í júlí næstk. En nú er því svo varið, að ekki verður kosning haldin án at- kvæðakassa, og þeir hafa á siðari árum gengið talsvart af sér, auk þess sem vaxandi fólksf jöldi í land- inu krefur fleiri kjörstaða en áður. J>ess vegna var það, að herra J. G. Toley, sá sem fy.rir stjórnarinn- ar hönd á að sjá um kjörsefla- kassana fyrir alt ríkið, fór nýlega irá Ottawa til Toronto borgar til þess þar að semja við félag eitt um tilbúning nokkurra þúsunda af 'kjörseðlakössum, og að tryggja það, að þeir yrðu fullsmíðaðir tímanlega í júlímáánuði. — Herra Foley sagði ferð sína til Toronto í engu sambandi við almennar kosn- ingar, og þó hann hefði pantað at- kvæðakassana, þá væri það ekki •óvanalegt, því að hann væri edn- att af og til að lárta búa þá til. En andstæðingaflokkurinn í þing- inu lét sér ekki nægja þesSa um- sögn harra Foleys, með því að íleiri merki þess voru sjáanleg, að kosniugiar væru í nánd., því svo má heita, að Ottawa borg hafi verið öll í uppnámi um síðastliðna mánuði við kosninga undirbúning. Mar.gir tugir tonna af kosninga- bæklingum margvíslagum, hafa verið í prentun og í útsendinga- undirbúningi, og sumir þefrra þeg- ar fyrir nokkru sendir út um land- ið. En það er vanalega talið ljóst merki um, að kosningar séu ná- lægar, þegar kosningabæklingar og atkvæðakassar eru efst á baugi hjá stjórnarráðinu. þegar þessi fregn kom xit í blöö- um andstæðinganna, varð stjórn- inni hverft við. Ráðgjafafundi var þegar skotið á og málið rætt, og að honum loknum fóru ýmsir ráð- gjafanna út í kjördæmi sin í Que- bec fylki, og er nú bardaginn þeg- ar byrjaðnr þar. Og hinir aðrir ráðgjafarnir fóru þegar að undir- búa til bardagans í kjördæmum sínum í öðrum fylkjum. það er og í almœli, að Bourassa með sitt fylgi alt muni sækja móti Laurier við þessar kosning- ar, og að hann muni keppa um sæti það í Montreal, sem Gervais er nú þingmaður fyrir, og að Sif- ton muni einnig sækja móti Laur- ier stjórninni og keppa um þing- sæti í Brockville móti Graham járnbrautaráðgjafa. það mun mega telja áreiðanlegt, að ríkiskosningarnar fari fram í september næstkomandi. BJARNASON & THORSTEINSON Fasteignasalar Kaupa og selja lönd, hús og lóðir víðsvegar um Vestur- Canada. Selja lífs og elds- ftbyrgðir. LANA PENINGA út á fasteingir og innkalla skuldir. Öllum tilskrifum svarað fljótt og áreiðanlega. Wynyard - - Sask. Fregnsafn. Markverðusru viðburðir hvaðanæfa — Bandaríkjastjórnin hefir gert gangskör til að útrýma einokunar- auðfélögunum þar í landi. Stan- dard olíufélagið mikla var 15. maí af hæstarétti landsins dæmt tdl að leysast upp innan sex mánaða. Og þann 29. s. m. feldi hæstiréttur samskonar dóm yfir tóbakssatn- steypunni (T.obacco Trust), sem starfsemi hefir rekið þar í landi. Er skýrt tekið fram í dómsákvæð- inu, að félögin séai einokunarfélög, sem hindri írjálsa verzlun á tó- baki, og ef samsteypan ekki innan 8 mánaða hafi breytt fyrirkomu- lagi sínu þannig, að það verði lög- um samkvæmt, verði gangskör að því gerð að uppleysa hana. Af félögum þessum, sem dómurian snertir, eru 65 ameríkönsk og 2 ensk. Auk þess eru 29 einstakling- ar, sem sömu útreið fá. — Dóms- ákvæði þetta er stórmikill sigttr fyrir Bandaríkjastjórnina, því að dóminum verður að hlýta, þar sem ómögulegt er að áfrýja hon- um til æðri réttar. — Níu manns mistu lífið í járn- brautarslysi á mánudagintt, nálægt McCook í Nebraska ríkinu. — Hr. W. Leonard Palmer, aðal- ritstjóri blaðsins Financial News í Lundúaum, sagði nýlega í samtali við iblaðamann, að á síðasta ári hefðu Bretar lagt 375 milíónir doll- ars til atvinnureksturs og umbóta í Ganada, og að á þessu yfirstand- andi ári myndu þeir verja 500 mil- íónum í sama augnamíði. Herra Palmer er um þessar mundir að ferðast um Catiada til þess að kvnna sér auðsuppsprettur og framtíðarlíkur hér. Han.n segir, að Bretar eigi nú 2100 málíónir doll- ars í ýmsum fyrirtækjum í Can- ada, og að á sl. 12 mánuðum hafi vaknað mikill áhugi meðal brezkra auðmannai, að verja fé sínu í Can- a.da. Hvar . sem tækifæri séu til þess, að lána peninga til atvinnu- reksturs í verkstæðum eða til járn brautalagninga, eða annað þess háttar, þá sétt nægir peningar i boði. tEIins vegar segir hann að auðmannaflokkurinn, sem lagt hafi fé í iðnaðarstofnanir og ílutnings- tæki landsins, líti með kvíða á gagnskiftasamnin.gana, sem nú eru til timræðu milli Canada og Ðanda ríkjanna. Hann segir það sé al- menn skoðun á Englandi, að Taft forseti hafi sett sér það markmið, að hefja ver/l in,a(r'letrt stríð á hend- ur Bretum, ,eins og hann hafi sjálf- ur með berum orðum tilkvnt í ræðu sinni á ftindi ameríkönsku bla ðútgefendanna. — Sir Donald Mann segir að C. N. R. félagið ætli að leggja járn- braut frá Montreal til Port Arth- ur, þúsund mílur vegar, og að kostnaðurinn við það sé $59,000 á tníluna að jafnaði, að meðtöldum endastöðvum, sem kosta muni alt að 10 milíónum dollars. Ottawa stjórnin veitir félaginu ábvrgð skulda.bréfa á þessar þústind míl- ur, sem nemttr 36 miliónnm doll- ars, eða jafngildi 36 þústtnd dollars á hverja mílu brautarinnar. — Coney Island sumarskemti- staður New York búa, varð fyrir tniklum eldsvoða á laugardaginn var. Brunnu þar leikhús, hótel, greiðasölustaðir og búðir og ýms- ir skemtistaöir. Einnig brunnu yfir 65 dýr í dýragarðinum, en tnnnntjón varð ekkert. Alls er tjón- ið talið að nema 2J£ milíón doll- ars. — Japanar hafa ákveðið að byggja sex stór-dreka í viðbót við herskipaflota sinn. Verða þeir allir smíðaðir á Englandi. — Gagnskiftasamningarnir eiga ekki upp á háborCÍð í efri mál- stofu Washington þingsins. Virðist sem þeir mnni daga þar uppi, því flestir af RepúMíkönum eru þeim andvígir, og draga á lan.ginn, sem þeir geta. Aftur er Demókrötum mjög hugarhaldið, að fá uppkast- inu framgengt, en þeir eru í minni- hluta og fá því litlu áorkað. — Champ Clark, leiðtogi þeirra i neðri málstofiinni, hefir lýst því yfir, að atkvæðaRreiðsla yrði að fara fram í Senatinu um uppkast- ið, j)ó júngið yrði að sitja til veturnátta. Ný uppfynding. JL' -L —I—i'. Myndin sýnir uppfunding, sem landi vor, G u ð - jón Jónssons að Gurnsey í S askatchewan hefir gert og nýlega fengið einkaleyfi fyrir. það eru stormglugiga-hjarir. Oig s'-o segja einkalevfis fræð- ingar, sem uppfunding þessa hafa skoðað, að hún sú bez.ta sinnar tegundar, sem þeir hafi séð. Félag eitt í Austur-Camada hefir boðið herra Johnson, að taka að sér s< l i 4 einkaleyfi haris, og telur víst að ekki skorti katipendur, því að hjarirnar muni gangia vel út. Tilbúningur þeirra sé auðveldur og þær muni verða ódýrar, er þœr koma á markaðinn, og út- bola öllum keppinautum. — Franz Jóseph Atisturríkis- keisari er hættulega veikur um þessar mundir. — Sir Donald Mamn, annar eig- andi Canadian Northern járbraut- arimtar, hefir keypt fyrir sjö milí- ónir dollars allar eignir Island járnbnæðslu og hreinsunarfélagsins í Tioronto borg, ásamt með rétt- indum til þess að mega nota upp- fyndingu Dr. Islands til hreinsunar og jármbræðslu. Dr. Island er einn af tannlæknum Toronto borgar og vann að því um nokkurra ára bil í fristundum sínum, að uppgötva mýja aðferð til j»ess að bræða og hreinsa járn. þegar hann hafði full- komnað uppgötvun sína, myndaði hann félag til þess að nota hana, og félag j>að hefir nú selt Sir D. Mann allar eignir sínar og upp- fyndingar einkaleyfið, og með þeim réttindum, að kaupandinn megi nota jtað, eða láta nota í öllum heimsins löndum. Aðallega er það Dr. Island, tannlæ'knirinn, sem græðir á sölu þessari, því að það er ávöxturinn af hugviti hans, sem hefir verið keyptur. Hann var áður fátækur rnaðttr, en er nú orðinn fleir-milíóna eigandi fyrir hugvit sitt. — Nýútkomnar skýrslur sýna, að um tvær milíónir innflytjenda hafa komið til Canada á sl. 10 ár- um, og sezt }>ar að. Hafa um 850 þúsund manns komið frá Bret- lamdseyjum og ttm 800 þúsund frá Bandairíkjunum. Meginþorri þeirra, sem frá Bandaríkjunum hafa kom- ið, hafa verið bændur eða bú- jarða verkamenn. Hafa flestir þeirra tekið sér lönd í Yesturfylkj- unum og búa þar;. — Aftur hefir rúmur fjórði hluti af þeim, sem frá Bretlandseyjum komtt, verið bíóndamenn, tæpur fjórfi hluti verið algengir verkamenn, álíka margir verið handiðnamenn og af- gangurinn heyrt ýmsnm öðrum at- vinnugreinum til. Að eins rúm 400 þúsund hefir fluzt inn af svert- iniyjtim á þesstim árum, en aftur hafa 5,200 Hindúar komið. Hinir aðrir þjóðflokkar, sem til Canada hafa fluzt á þessum 10 árum, skift- ast þannig : 121,000 Austurríkis- menn og Ungverjar, 63,817 Italir, 18,675 Gyðingar, 38,950 Rússar, 19,349 Svíar, 21,145 þjóðverjar, 16,236 Frakkar, 13,798 Norðmenn, og 5,223 Sýrlendingar og Armeníu- menn. A þessu 10 ára tímabili hafa um 1,200 Islcndingar til Can- ada komið. — Af þessum innflytj- endum fengu Albierta og Saskat- chewan fylkin í sameiningu rúm- lega milíón, Ontario 403,820 og Manitoha tæp 310 þúsund. Minst fengu Austurstrandfylkin, New Brunswick, Nova Scotia og Prince Edward Island, — að eins væp 74 þúsund til samans. Áætlað er að á þessu sumri muni full hálf milí- ón innflytjenda koma og setjast að mestu að í Vesturfylkjunuin. — Diaz Ligði niður völd sem forseti Mexico lýðveldisins á föstu- daginn var, og lagði samdægurs af stað til Spánar, og tr áhtið, að hann tnuni setjast þar að fram- vegds. Madero lagði samdægurs niður völd sem bráðabyrgöarior- j seti, og var Jtann sama dag F;an- cisco de la Barra, fyrrtun sendi- lierra lýðveldisins í Bandarikjun- utn, gerður að bráðatyrgðaiíor- seta, unz nýjar kosningar geta fram farið. Madero verður öunur hönd hans og tveir nákomnir ætt- ingjar ltans (Madcro) verða ráð- gjafar í hinu nýja ráðaneyti. Er nú friður kominn á um gercalt ríkið, og virðast allir una hið bezta við skiftin, o,g er Madero í hávegum hafður, kallaður lausnari lýðsins og hjargvættur Mexico. — En gamli Diaz flýði hulduhöfði úi landinu, sem hann hafði stjóruað í 30 ár með járnhcndi, — án þess að nokkur bæði honum afturkomu auðið. — Flugið frá Parísarborg til Madrid endaði svo, að einum flug- manna, Fierre Verdine, frakknesk- um, hepnaðist jiað. Náði hann Madrid á fimtudagsmorguninn kl. 8.30. Var honum fagnað með við- ./ Royal Household Flour Til Brauð og Köku Gerðar Gef ur Æfinlega Fullnœging EINA MYLLAN í WINNIPEG,—LÁTIÐ HEIMA- IÐNAÐ SITJA FYRIB VIÐSKIFTUM YÐAR. ................\ höfn mikilli af íbúum hins spænska höfuðstaðar ; kvenfólkið stráði blómum á vag hans og kysti hana og faðmaði, sem ástmögur þess væri. Konungurinn saemdi hann virðingarmiklu heiðursmerki, og þess utan fékk hann 50 þúsund dollara verðlaun fyrir flugið. Er ílug þetta talið annað merkasta flug, sem flogið hefir vcrið. Hitt var þegar Georgie Chavez flaug yfir Alpaifjöllin 8. sept. 1910, og beið bana, þó sigri hefði að hrósa. — Auk Pierrc Verdine þreyttu fimm aðrir flugið, en mishepnaðist öllum. — Hveitimylnan í Wynyard bæ, Saska'tcbewan, brann á föstudag- inn var. Er talið að tjónið muni nema fullum 20 þúsundum dollara, því byngðir voru miklir af korni og hveiti, sem fórust }>ar. Elds- ábyrgðin niatn 10 þús. dollurum. — Stórmerkur atburðux í loft-1 skeytasögunni skeði á fimtudagintt var. Tókst þá að senda loftskeyti frá Glaee Bay á austurströnd Canada til Eiffelturnsins í París,; og þaðan viðstöðulaust til Dakar á vesturströnd Afríku, og var skevtið 'einar 60 mínútur á aUri þeirri leið. Er þetta lengsta fjar- lægð, sem loftskeyti til þessa hafa náð, Qg tókst svo skilmerkilega^ að ráðgiert er, að koma upp loft- skeytasambandi milli allra hitina brezku nýlenda, hvar sem á hnett*» inum eru, og Bretlands. Og er á* ætlað, að 70 til 80 nýjar loft- skeytastöðvar þurfi til }>ess. Loft- skeytin virðast með degi hverjum afla sér meira og meira trausts og vinsælda hjá menningarþjóðum heimsins. Aldarafmœli Jóns Sigurðssonar. KLÚBBURINN Helgi niagri ætlar að gangast fyrir samkomu hér í borg til minningar um aldarafmæli Jóns Sigurðssonar, og verður hún ’naldin f Good- templara húsinu laugardagskvöldið 17. júní næstk. Vér undirritaðir hðfum verið kosnir f nefnd til að annast um samkomu þessa, og verður þar skemt með ræðum og kvæðum, sðng og hljóðfæradætti, Allir Islendingar eru þangað boðnir og velkomnir. Sfðar verður nánar skýrt frá, hvernig samkomunni verð- nr liáttað. Winnipeg, 29. maí 1911. O. S. Thorgeirsson, form. nefudarinnar Albert Johnson Gísli Goodman, Gunnl. Tr. Jónsson. Baldur Sveinsson, ritari nefndarinnar — Nýafstaðnar þingkosningar i Portúgal haía gengið lýðveldis- mönnum í vil-. Konungssinnar höfðu ekkert þiiigmannsefni í kjöri Má því telja lýðveldinu borgið að þessu sinni og litla von fyrir Man- úel að ná aftur yfirráðum í Port- úgal. — Hermálaráðherra Frakklands, í stað Henri Barteaux, sem lífið misti í flugvélarslysinu í síðustu viku, er útnefndur Goiron hers- höfðingi. — Eldsvoði geysaði í Qnebec borg á sunnudaginn var og brunnu mörg hús til grunna. Tjónið metið rúm 250 þúsund dollars. — ítalskur flugmaður, Cirri að nafni, féll úr flugvél sinni 610 fet úr lofti og bedð bana. þetta skeði á laugardaginn var nálægt borg- inni Voghera á Ítalíu. — Að ekki séu allir boðnír og velkomnir til Canada má sjá af nýútkomnum skýrslum fráOttawa þar gefst að líta, að á áxi'.tu sem leið voru 784 menn endursendir til átthaga sinna, vegna glæpa og sjúkleika og annara orsaka, en 17,614 var bönnuð landgnnga. — Flestir af þeim, sem landgöngu var neitað, voru frá Bandaríkjun- um, — 15,404 talsins. Ilina lög- heimtuðu peninga-npphæð hafði flest fólk þetta, en ýmislegt var í fari þess, sem gerði }>að að verk- um, að yfirvöldin í Canada álitu J>að ekki æskilega þegtva Canada- veldis. VEGGLlM Vönduð bygginga efni: The “Empire” W o o d F i b e r tegundir. Cement Wall og Finish Plast- ers Sackett Plaster Board. Vér höfum ánægju af að senda yður vora “Plaster Book” Manitoba Gypsum Co., Limited. Winnipeg, Manitoba

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.