Heimskringla - 01.06.1911, Blaðsíða 7

Heimskringla - 01.06.1911, Blaðsíða 7
HEIMSKRINGE -K WINNIPEG, 1. JÚNÍ 1911. BLS7*1' íslands fréttir. FRA ALí>INGI. Síðustu íslandsblöð, frá 3. maí, báru það með sér, að nábrast tók óðum þinglok, og virtist augljóst að mörg frumvörp myndu daga uppi í þdnginu, — eitt meðal ann- ars fánamálið, sem sofnaði í nefnd í efri deild. — Kjörtimi hinna kon- ungkjörnu þingmanna var útrunn- inn 29. apríl, en var framlengdur ait konungi út þingtímann. • • • liannfrestunar frumvarp séra Sigurðar frá Vigur, sem samþykt var i efri deild með miklum at- kvæðamun, var felt eftir harðar umræður í< tieðri deild, án þess að nefnd væri kosin. Voru 15 á móti frumvarpinu en 10 með. Var séra Ðjörn þorláksson aðal andmæl- andi frumvarpsins, og fanst séra Sigurði í Vi.gur hann ganga svo nærri sér með persónulegum að- dróttunum, að hann ( Sigurður sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum, sem hann þó var formaður fy,rir. jþótti Heimastjórnarmönnum þetta happ mikið ; en skamma stund rstóð það. því allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, að Birni Jións- .syni undanskildum, biáðu hann í guðanna bænum kyrran vera i ilokknum. Og séra Björn þorláks- son lýsti því hátíðlega yfir, að meining sín hafi ekki verið, að móðga séra Sigurð, og bað hann .að virða ummæli sín á betfa veg. Hafði þetta þau áhrif, að Sigurð- ur tók úrsögn sína úr flokknum aftiur. * * * Samþykt hefir verið af þinginu að stofna háskóla íslands í Rvík á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar 17. júní. En laun háskólakennar- anna reiknast frá 1. október að beija. — það eru Bjarni Jónsson ■frá Vogi og Hannes Hafstein, sem bezt hafa barist fyrir að fá máli þessu framgengt. Aðgangur kvenna til allra em- bætta á tslandi var samþyktnr í neðri deild 22. apríl og afgreitt sem lög frá alþingi. • * * Ekki er ráðherraskipunin enn úr söigunni, því tillaga til bingsálykt- unar var borin fram í neðri deild svohlj.óðandi : ■'Neðri deild alþingis ályktar, að skipa þriggja manna nefnd til að rannsaka símskeytd þau, er ýmsir þingmenn hafa sent til íslenzku skrifstofunnar í Kaupmannahöfn viðvíkjandi ráðherraskiftunum i vetur. Nefndin liefir vald til að heimta skýrslur munnlegar og bréflegar, bæði af embættismönn- um og einstökum mönnurn, sam- kvæmt 22. gr. stjórnarskrárinnar” Flutningsmenn hennar voru : Hkúli Tihoroddsen, Benedikt Sveins son, Jón Jónsson frá Ilvanná og Jón þofkelsson. IJmræður urðu hinar heitustu um iþingsályktunartillögu þessa, sérstaklegia milli Skúla Thorodd- sen og H. Hafstein. En úrslitin urðu þau, að hún var feld með jöfnum atkvæðum. • * • Stjórnarskrárfrumvarpið liefir verið samþykt af þinginu, segir datiska blaðið Ptlitiken 10. þ.m. og fara því aukakosningar íram á þessu sumri. • * • Gœslustjóri Landsbankans var kosinn í neðri deild séra Vilhjálm- ur 'Briem með 13 :10. Áður hafði 'það starf séra Eiríkur bróðir hans. Jón samábyrgðarstjóri fékk 10 atkv. og 2 seðlar voru auðir. Gœzlustjóri Söfnunarsjóðsins var kosinn í neðri deild fhv. landsh. Magnús Stephensen með öllum þorra atkvæða. Hann hefir gegnt því starfi undanfarin ár. * * * Yfirskoðunarmenn landsreik'n- inganna voru kosnir : í n. deild— Skúli Thoroddsen alþm. með 15 gegn 10 atbv. í efri deild—Lárus H. Bjarnason með 6 :5 atkv. * * * Endurskoðunarmaður Lands- bankans var af sameinuðu þingi kosinn Beniedikt Sveinsson. * * * Skúli Thoroddsen hefir af þing- inu verið kosinn erindsreki íslands við hátáðahöldin í Rúðuborg á Frakkl'andd, sem haldin verða þar í júnímánuði í minndngu þess, að 1000 ár eru liðin frá því að Göngu- Hrólfur lagði Norður-Frakkland undir sig. — Guðmundur Finn- bogason magister verður erinds- reki 'Bókmentafélagsins við þessi hátíðaihöíd. Hefir þingið veitt styrk til þeirrar farar. * * * Á sunnudaginn 23. apríl héldvj ílojkks'menn Jóns alþingismanns frá Múla honum veizlu i í minningu þess, að þá var hann 56 ára gam- all og hafði 'verið 25 ár þingmað- ur. Voru þar kvæði flutt : eftir llannes Hafstein fyrir minni Is- lands, og tvö fyrir minni heiðurs- gestsins eftir Jón ölaisson og I Guðmund Magnússon. íslands- | minni Hafsteins birtum vér á öðr- I um stað i b'.aðinu. I Embættisvieitingar : Héraðs- I læknar hafa verið skipaðir—Guðm. j Guðfinnsson í Axarfirði, Ölafur Lárusson í Hróarstungu, Jónas Kristjánsson á Sauðárkrók og Guðm. þorsteinsson í þ'istilfirði. — Frið'björn Steinsson danne- brogsimaður varð 73. ára 5. apríl. Ilann hefir verið bóksali og bók- bindari í Akureyrarbæ í 52 ár, en hætt'ir nú í vor þeirri atvinnu. — Hann hefir verið einn hinn nýtasti i og merkasti borgari þess bæjar og j haft mörgum trúnaðarstörfum að | gegna, og ætíð verið vinsæll og mikils virtur, því að ha,nn er gæt- inn og fastur fyrir, hagsýnn og ráðhollur. — í Sandfellshaga í Axarfirði er komin upp illkynjuð fjársýki í I sauðfé. Sex sauðir voru dauðir, er i síðast fréttist og 90 höfðu tekið j sýkina. Lýsingin á sýkinni er ó- nákvæm, en sagt er að hún byrji | með hálsbólgu og höfuðbólgu og eyrun detti jafnvel af og augun úr augnatóftunum, er sýkin er á hæsta stigi. — þann 27. apríl féllu dómar í 22 meiðyrðamálum, sem Tryggvi I Gunnarsson', fyrv. bankastjóri, höfðaði sl. sumar, í málaferla- þrættinni þá, móti Isafold. Sektir j frá 15—50 kr. í máli og málskostn- aður 15 kr., alls sektir og máls- ; kostnaður samtais, að sögn, 785 j kr. Sýknaður var ritstj. Isafoldair ! í þremur af málunum. Einar Arn- I órsson lagaskclakennari dæmdi. — i Hann er settur aðstoðarmaður bæj arfógeta meðan á þingi stendur. i Enn eru eftir ódæmd af þessum | blaðamálum 20 mál, sem Eiríkur Briem prestaskólakennari höfðaði gegn ísafold. — Mokafli fyrir Suðurlandi; hafa botnvörpungarnir reykvíksku aflað aíburða vel. Góður afli einni.g á fiskiskútur og mótorbáta. Allmik- ið af sel og síld á Eyjafirði. — Bátur fórst í Miðnessjó 25. apríl sl. og drukknuðu fimm menn, en þremur varð bjargað af ensk- um botnvörpiung. Báturina var frá Nýlendu í Hvalsneshverfi og var á lveimledð úr fiskiróöyi, drekkhlað- inn. Skolað’ist sjórinn yfir hann og hvolfdi honum ; komust þeir þrír,. sem bjargað varð, á kjöl, oy gá'tu haldið sér þar í fullan hálf- an tima, unz björgun kom. Ildnir fimm tirðu strax viðskila við bát- inn og druknuðu. þeir voru : For- maðurinn Tón Jónsson frá Ný- lendu í Hvalsneshverfi, fertugur maðtir ; Páll Pálsson frá Nýjabœ ; þorvaldur Bjarnason, Benedikt Guðmundsson og Guðmundur Sveinsson. Allir höfðu þessir menn verið ósyndir og varð það þeini að fjörtjóni. — Jóhann skáld Sigurjónsson frá Laxamrýiri hefir nú fullsamið sjón- leik á dönsku, er hann kallar i F'jalla-Eyvindur. Er ráðgert, að hann verði á þessu sumri sýndur ; á einti helzta leikhúsd Hafnar, og ledki frú Dybwad, frægasta leik- j kona Norðmanna, Höllu konu Ey- I vindar. — Finnur Jónsson er nú orðinn neglul'egur prófessor í norrænu við j háskólanu í Kaupmannahöfn. — Magnús Jóhannsson, bóndi frá Ásbjarnarstöðum í Húnavatns- sýslu, andaðist á Landakotsspítal- anumri Reykjavik í apríl. Var um sextugt. SÍÐARI FRÉTiTIR. Alþingi var slitið miðvikudaginn 10. maí, eftir tæpa þriggja mánaða setu. ‘“Vandræðaþingið” hefir það verið nefnt, og mun réttnefni fyrir margra hluta sakir, og munu sum- ar af aðgerðum þess lengi í minn- um hafðar. Frumvörp til laiga voru lögð fyrir þingið 107 alls, 24 stjórnarfrumvörp og 83 þingmanna frumvörp, og af þeim náðu sam- þykki 45 og voru afgreidd sem lög. þingsályktunartillögur voru 49 og af þeim 25 samþyktar. Ein fyrir- spurn til ráðherra var borin fram og 11 rökstuddar dagskrár. Merk- ustu lögin, sem samþykt voru, auk fjárlaga og fjáraukalaga, eru : Stjórnarskráin, viðskiftalögin, jafn réttislög kvenna til embætta og hafnarlög Reykjavíkur. þingið samþykti að halda áfram viðskiftaráðunautsstarfinu og að 'Bjami frá Vogi gegndi þeim starfa sem áður. Var þetta samþykt í sameinuðu þingi með 20 atkv. gegn 19. Ráðherra Kr. J. kvað það vera að lýsa vantrausti á stjórn- inni, nfl. sér sjálfum, að binda fjár- vedtinguna við nafn sérstaks manns. En þar sem samþykt var að biinda hana við nafn Bjarna, þá hefir ráðherrann að sjálfs síns dómi fengið vantraustsyfirlýsingu síðasta þingdaginn. — Sigurður Sigurðsson, ráðu- nautur og alþingismaður, sag.ði sig fyrir þingilokin úr Sjálfstæðis- flokknum. Hafði hann þá um tíma fylgt Heimastjórnarmönnum við atkvæðagredðslu. Er hann fjórði þingmaðurinn, sem úr flokknum hefir farið á þessu þingi. Hinir eru : Kristján Jónsson, Jón frá Haukagili og Hannes þorsteins- son. — Á þi:i'gmannafundi voru þess- ir kosnir í stjórn þ'jóðvinafélags- ins : IJr. Jón þorkelsson forseti Og Björn Krist'jánsson varaforseti. En í ritnefnd : Björn Jónsson, Einar Hj irleifsson og séra Jens Pálsson. Tryggvi Gunnarsson hafði verið mjög lengi formaður þessa félags. — Skattamála - milliþinganef'nd var kosin af sameinuðu þingi : Aug. Flygienring, H. Hafstein, M. Blöudihl og Sig. Hjörleifsson. Fimta manninn skipar stjórnin. — Aukaþingskosningar eiga fram að fara á komandi hausti, og auka þingið að koma saman í næstkom- andii febrúarmánu'ði. — Til minnisvarða Jóns Sigurðs- s'onar er ötullaga safnað í Norður- Isafjarðarsýslu, að því er Vestri segir. Hann leggur til, að sjómenn gefi til hans afla úr einum róðri, og væri það stór gjöf. — Minningarsjóð Jóns Sigurðs- sonar eru Isfirðingar að stofna og hefir nokkurt fé þegar safnast til hans. Ekki er kunnugt til hvers sjóðnum verður varið. — Við Hornafjörð strandaði ný- lega franskt fiskiskip frá Paimpol, rakst á ísjika, brotnaði og sökk. Tveir meiin fórust, en hinir björg- uðust og voru komnir til Fá- skrúðsfjarðar, er fréttin kom hing- að af stirandinu. það er sagt, að s’kipið heiti Madelaine. — Prestafundur Hólastiftis verð- ur haldinn á Akureyri 17.—19 júní næstkomandi. — Mokfiski er nti sagt við tsa- fjarðardjúp,. Vlélabátar liafa fengið ílestir 70—90 króna hlut eftir vik- una, en nokkrir á annað hundrað krónur. Bclmgar hafa aflað mest. — Gipsmynd Jóns Sigurðssonar var fullger 8. maí. Hafði Einar Jónsson hana til sýnis í alþingis- húsinu tvo 'eftirfarandi daga, og fanst öllum, er hana sáu, mikið um. — Siglufjarðar læknishérað er veitt Guðmundi T. Hallgrímssyni, settum lækni í Höfðahverfishéraði. — Hafísinn í rénun, að mestu farinn frá Austurlandi, en hroði all-mikill fyrir Norðurlandi ; land- fastur við Horn og Sléittu. — Norskur varakonsúll á Isa- firði er orðinn Guðmundur L. I lannesson lögfræðingur. — Verzlunarskóla Islands var sagt tipp 1. maí. Útskrifuðust 19 nemendur, þar af 3 stúlkur. — M a :i nailá t. Nýdáinn er á Sdglufirði Guðmundur S. Th. Guð- mundsson póstafgirieiðslumaður þar Nær íertugur að aldri. Dugna>ðar- maður og drengur hinn bezti. Krabbamein varð honum að bana. — Árni Gíslason leturgrafari and- aðist í Reykjavík þann 4. maí, eft- ir lanicrvarandi vanheilsu. Hinn mesti merkismaður. Fjörgamall. — I sl. viku voru $30,000 borg- aðir fyrir eitt sæti í Stock Ex- change féTaginti í Montreal. þetta þýðir, að inntökuleyfi í verzlunar- manna félaigið þar kostar 30 þús- und dollars í eitt skifti fyrir öll, og með ákveðnu auka-árstáflagi eftir þörfum félagsins. Dry kkj uskapur og tóbaksnautn. Ef til væri meðal, sem læknaði drykkjuskap og tóbaksnautn, án vitundar og tilverknaðar neytand- andans sjálfs, þá yrði það merk- asta uppfynd'ing aldarinnar, þvi hver drykkjumaður og tóbaksneyt- andi hyrfi á skömmum tima. Hver sem hefir í hyggju að lækna annanhvorn þennan ávana kunningja sinna á þennan hátt, mun sjá, hversu fráleitt bað er, eí hann hugsar ögn um það. það þarf að beita fullkominni einlægni við þann, sem lækna skal. Með hans aðstoð má lækna hann af hvorum þessum löstum, en á- rangurslaust án hans hjálpar og samþykkis. Dr. McTaggart í Toronto, Can., ábyrgist, að lækna menn ai drykkjuskap á þremur til fjórum dögum, ef forskriftum hans ar ná- kvæmlega framfylgt. Læknirinn hefir selt þétta ofdrykkju læknis- lyf til fleiri ára og hefir bætt fjölda manns. Lyfið kostar að eins $25.00 og mun reynast eins vel, ef ekki betur, Qg nokkur $100 lækning, sem völ er á. Meðal hans móti tóbaksneyzlu, er sérstaklega tilbúið í því skyni. Kostar að eins $2.00, og geta menn læknast af því á hér um bil tveimur vikum Bæði lyfin eru ágæt til styrking- ar líkamans, og hafa engin óholl eftirköst á þann, sem læknaður er. Fjöldi vottorða gefin af fúsum vilja. Getur hver fengið að sjá þau, sem þess óskar» Lyfin send, þegar borgun er fengin. Burðargjald ókeypis. Bréfa- viðskjfti boðin, — stranglega heimuleg. Skrifið eða ráðgist við K K AIBERT, einka-umboðsmaður í V.-Canada, 708 McArthur Bldg., Winnipeg. Á öðrum stað í þessu bJaði aug- lýsa þeir Johnson og Carr jaf- leiðsluiðnað sinn, að 761 Wifliatn Ave. Johnson mun vera eind ís- lendingurinn hér í borg, seti stund- ar það starf á eigin reikuing, og með því að maðurinn hefir mikla starfsþekkingu af margra ára vinnu við allskyns rafleiðslu, } á ættu Islendingar að unna lionum viðskifta sinna. þeir hafa meira en nóg verk fyrir ednn mann að gera á öllum ársins tímum. TVÖ SMÁKVÆÐI. Ást. Ást er naust, sem að eins hjartað skilur, ást er lind, sem þomað getur ei ; ást er hvöss, sem æðis fellibylur ; ást ier iþíð, sem drauma fögur mey. Ást á heima á efsta fjallatindi ; ást er fólgin í instu hjarta þrá ; ást sér hreyfir með örlaganna vindi ; ást er sælu-drauma vorra spá. Perla. I. Mörg er perla í djúpi ins dulda dysjuð í eilífðar reit. Mörg er lika mannleg perla máske falin, og enginn til veit. II. Mörg er perla í grundu grafin, geymd þó mannlegt auga týni. Margur steinn, sem mun ei skafinu er máske gimsteinn, þó ei skíni F. H. Herra Jón Hólm, guBsmiður að 770 Simcoe St., biður þess getdð, að hann selji löndum sínum gull og silfur-muni og gigtarbelti. — Belti þessi eru óbrigðul við gigt. ef þau eru notuð samkvæmt fyrir skipunum Jóns. Kosta að ein? $1.25. JÖN JÖNSSON, járnsmiður, af 790 Notre Dame Ave. (horni Tor onto St.) gerir við alls konai katla, könnur, potta og pönnui fyrir konur, og brýnir hnífa op skerpir sagir fyrir karlmenn. — Alt vel af hendi leyst fyrir litla borgun. Giftingaleyfisbréf SELUR Kr. Ásg. Benediktsson 424 Corydon Ave. FortRoug Hvað cr að ? Þarftu að liafa eitthvað til að lesa? Hver sá er vill fá sér eitthvað nýtt að lesa í hverri viku, ætti að gerast kaupandiað Heimskringlu. Hún færir lesendum sfn- nm ýmiskonar nýjan frðð- leik 52 sinnum á ári fyrir aðeins $2.00. Viltu ekki vera með ? PRENTUN VÉR NJÓTUM, sem stendur, viðskipta margra Winnipeg starfs- og “Business”-manna.— En þó erum vér enþá ekki ánægðir. — Vér viljum fá alþýðumenn sem einatt notast við illa prentun að reyna vora tegund. — Vér ábyrgjumst að gera yður ánægða. — tífmið yðar næstu prent. pðntun til — PH03STE 334 THE ANDERSON CO. PROMPT PRINTERS 555 Sargent Ave. Winnipeg, Man. The Hyland Navigation Co. hefur nú opnað SUMAR SKEMTIFERÐA SKRÁSETNINGAR Margar þegar skiáðar. TJALDSTAÐIR til leigu til sumardvalar, í “HYLAND PARK’’ Rétt við ána. Dýrðlegt útsyni. Btrætisvagnar á hverjum tuttugu - mfnútum. HYLAND NAYIGATION CO. 13 Bank of Hamilton Chambers. Winnipeg. M_eö þvl aO biöja œfinleí?a um “T.L. CIGAR,” þá ertu viss aö fá ágœtan vindil. T.L. (UNION MADE) -**— Western Cigar Factory Thomas Le«, eiizandi Winnnipeg (s' asaaa?* mamsam nmanma antaaaauuanBn V LDREI SKALTU geyma til É H morguns sem hægt er að gera 1 * f dag. Pantið Heimskringlu f dag. j| WBsamm hhhiiiih *emœsiamsiewmt&mn!r.% 6) AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA Bókalisti. N. 0TTEN30N S,- River Par. W’p’g. Ljóömæli Páls Jónssonar í bandi (3) 85 Sama bók (aft eins 2 eint. (3) 60 Jökulrósir 15 Dalarósir (3) 20 Hamlet (3) 45 Tíftindi Prestafélagsius í hinu forna Hólaskifti (2) 15 Grant skipstjón (2) 40 Börn óveftursins (3) 55 Umhverfis jöröina á áttatlu dögum (3) 60 Blindi mafturinn (3) 15 Fjórblaftafti smárinn (3) 10 Kapitola (1 II.fBindum) (3) 1.25 Eggert ólafsson (B, J.) 15 Jón Ólafssonar Ljóftmæli 1 skrautbamdí (3) 60 Kristinfræfti (2) 45 Kvæfti Hannesar Blöndal (2) 15 Mannkynssaga (P. M.) í^bandi (3) 85 Mestur í heimi, t b. 15 Prestkosningin, Leikrít, eftir P.E., í b. (3) 30 Ljóöabók M. Markússonar 50 Ritreglur (V. Á), í b. 20 Sundreg ur, 1 b. 15 Verfti ljós 15 Vestan hafs og austan, Prjár sögur eftir E. H., 1 b. 90 Víkingarnir áHálogandi eftir H. Ibsen 25 Porlákur'helgi 15 Ofurefli, skálds. (E. H.) 1 b. 1.50 Ólöf 1 Ási (£) 45 Smælingjar, 5 söw?ur (E. H.), 1 b- 85 Skenr.tisCgur eftir S, J. Jóhannessou 1907 25 Kvæfti eftir samalfrá 1905 25 Bóndinn MinninparitJ (Matt. Joch.) Týndi faftirinn Nasreddin, í bandi Ljóftmæli J. Pórftarsonar Ljóömæli Gestur Pálssou Maximi Petrow Leyni-sambandift Hinn óttalegi leyndardómr Sverft og bagall Waldimer Nlhilisti Ljóftmæli M. Joch. I,-V. bd.. í skrautb. (15) 4,0 Afmælisdagar Guöm Finnbogasonar l.C 35 (3) 45 “ 75 [(2)1 45 (2) 40 (2) 50 (2) 30 (4) 75 (4)1.1! (10) il.8< 90 9C 27.80 5.15 Ljóömæli eftir sama.(Meft mynd höfund- arin9} frá 1897 25 Safn til sögn og Isl. bókmenta 1 b., III. bindi og þaö sem út er komift af því fjóröa (53c) 9.4 íslendingasaga eftir B, Melsted I. bindi bandi, ogþaö sem út er komift af 2, b. (25c) 2.85 Lýsing íslands eftir P. Thoroddsön 1 b.(16c) 1.90 Fernir fomlslenzkir rtmnaflokkar, er Finnur Jónsson gaf út, bandl (5cj 85 Alþingisstaftur hinn forni eftir Sig, Guft- mundson, í b. (4c) Um kristnitökuna árift 1000, eftir B. M. Olsen (6c) fslenzkt fornbréfasafn,7. bindi innbund- ift, 3 h. af 8 b. (1.70) Brskupasögur, II. b. innbundift (42c) Landfræftissaga íslands effcir Þ. Th., 4. b. innbundift (55c). 17.75 Rithöfunda tal á fslandi 1400—1882, ef- tir J. B., í bandi (7c) 1.00 Upphaf allsherjarríkis á íslandi eftir K. Maurer, í b. (7c) 1.15 Auftfræöi, e. A. ól., í bandi (6c) 1.10 Presta og prófastatal á íslandi 1869,1 b.(9c 1.25 Norfturlaudasaga eftir P. Melsted, 1 b.(8c) 1.50 Nýjatesfcamentiö, 1 vönduöu bandi (lOc) 65 Sama, 1 ódýru bandi (8c) 80 Kóralbók P. Guftjónssonar »90 Sama bók t bandi 110 Svartfjallasynir (5) 60 Aldamót (Matt. Joch,) 20 Harpa V4) 60 Feröaminningar, 1 bandi (5) 90 Bréf Tómarar Soemundsson Sam a bók í skrautbandi íslenzk-ensk oröabók, G. T. Zoega Gegnum brim og bofta Ríkisréttindi íslands Systurnar frá Grænedal Œhntýri handa börnum Vísnakver Páls lögmans Vldalins 1 Ljóftmæli Sig. Júl. Jónannesson 1 Sögur fré Alhambra Minningarrit Templara 1 vönduöulbandi 1 Sama.bók, t bandi i Pétur blásturbelgur Jón Arason Skipið sekkur Jóh. M. Bjarnason, Ljóðmæli Maftur og Kona j Fjarfta mál Beina mál Oddur Lögmaður Grettis Ljóft. Dular, Smá"Ögur Hinrik Heilráfti, Saga Andvari 1911 Œflsaga Benjamin Franklins Sögusafn þjóftviljans I—II árg. 35c; III árg. IV árg. 20c; V.árg. 20; VI. 4«;; VII. 45: VII árg. 55; IX.árg. 55; X. árg. 55; XI. árg. . XII. árg. 45; v XIII. árg, 45 : XIV. árg, XV. árg. 30: XVi. árg. 25; XVii, árg. 45; XV árg. 55; XiX, árg. 25. Alt sögusafn þjóöviljan selt'á $7 Eidraunin (Skáldsaga) Vallyes sögur Valdimar munkur Kynlegur þjófur Sagan af staraafti Stórvirkssyni t bandi óbundin Rtmur af Sörla sterka Lbandi óbundin Myndin af fiskiskipinu j Bækur söglnfélagsins Reykavlk; Moröbréfabæklingur ] | Byskupasögur, 1—6, ] ! Aldarfarsbók Páls lögmanns Vídalin Tyrkjaránift.I—IV, ; I Guftfrœftingatal frá 1707—"07 1 Bækur Sögufélagsins fá áskrifendur fj , nœrri hálfvirfti,—$3.80. Umboftsmenn mínir t Selkirk eru] Daln bræöur. Pess skal getið viftvíkjandi bandinu á Fo aldarsögunum Norfturlanda, aft þaft er m vandaft, handbundiö skrautband, vel frá geo eins er meft Bréf Tómasar Sæmundssonar. Tölurnar í svigum tákna burftargjald,er se: • st n>eö pöntuuum

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.