Heimskringla - 01.06.1911, Page 2
BI& 2 WINNIPEG, 1. JÚNÍ 1911.
HBIMSKRINGLA
Tóbak-Yísindalega meðferð þess
TIL-BÚNINGURINN. — Tóbalc er jurt, og eins og allar
aðrar jurtir jxirf undirbúninj; til mannlegra nota. J>aö er eins
mikill munur á réttilega tilbúnu tóbaki og blöökutóbaki eins
Ofr á hrárri eða hælilega soö inni fæðutegund. Sósan er tóbak-
inu það sem suðan er faeðun ni, eða ólgan víninu. NKh'TÖBAK
ER VÍSINDALEGA TILBÚID TIL MANNANOTA.
Hversvegna tóbaks iiotendur kjósa Danskt
framar öllu munntókaki:
það er tilgert tóbak í þess hreinustu mynd.
það er keim-betra og hel dur styrkleik sínum og keim.
það er drjúg.t af því það endist betur. þiað dregur ekki at-
hygM, því það er ekki tuggið — að eins sett milli .munngómanna
það eftirskilur kælandi smekk í munninum. það er tó-
bak vísindalega tilreitt til mannlegra nota.
Gæði og hreinleiki ábyrgstur.
Kaupmannahafnar Munn-Neftóbak er gert aí bezta og kröft-
ugasta blöðku-tóbaki, að við bættum þeim efnum, er hafa sömu
eiginleika og blöðku-tóbaks hreinsaður keimlögur. Tilbúningur-
inu viðheldur tóbaksgæðunu m og hrekur remmuna úr laufinu.
AÐVÖKUN
Takið að eins lítið í mun n, — annars finst yður máske tó-
bakið of kraftmikið.
Danskt Munn-Neftóbak er smá korn af hreinu, sterku munn-
tóbaki. þiess vegna veitir þa ð betur kraft sinn, en blöðku tó-
■bak eða stórskorið tóbak, rétt eins og smámalað kaffi gefur
kraftinn frá sér betur en grófmalað.
COPENHAGEN SNUFF
Er heimsins bezta
munntóbak
NATIONAL SNUFF COMPANY, LIMITED
900 St. Antoine St., HONTREAL
Blessaðir englarnir.
1. Fyrst er þorsteinn minn með
mjög viðfeldna bögu til mín í Hkr.
11. maí. Hann segir að alt sé lof
um sig, sem óg hefi um hann ritað
sem skáld. J.æja, blessaður engill-
inn, verði þér að góðu.
2. Sama mánaðardag kemur
“Spectator" í Lögbergi, fjarska-
lega vitur latínu-hestur, og höfuð-
engill í rithætti. Hann kemur sér
ekki að því, — hefir líklega ekkj
tíma til að sýna neina rökfærslu
fyrir því, að dómur minn sé rang-
ur um þ.þ.þ. Einungis í hjajrtan-
legri góðviJd og barnaskap heldur
hann því fram, að ég só fávís og
illgjarn. En það er eitt, sem þessi
blessaður engill ber á mig, sem er
ósatt, nefnilaga það, að ég hafi
stælt rithátt. þetta hefir enginn
fyrri, vihur,eða óvinur minn, sagt,
hvorki á bak eða brjóst, að ég til
veit. Líka hrein ósaunindi. Eg
þykkist ekki, j>ótt bent sé á fávísi
mína o.g mörgu galla af heiðarleg-
nm mönnum, sem hafa dug til að
sýna sitt rótta naf:i ; en ósannmdi
tek ég illa upp, og j>að með, þegar
þeim er kastað úr myrkrinu. Svo
kveð ég blessaðan engilinn.
3. Eg var næstuin genginn fram
hjá himneskum verndarengil, sem
ætjaði að verða, það er jiaulæfður
prestaskólakandídat og heitir þor-
steinn Björnsson, sem drotti' af
náð sinni sendi hingað fyrir nokkr-
um mánuðum. þessi heiðursmaður
hefir verið bér íremur fáskiítinn og
aðgerðasmár í menta og mennitig-
ar framsókn Vestur-lslendinga !
fram að Jæssum tíma. En nú í
Hkr. 11. maí j>á kemur andinn yfir
kandídatinn, og hefir þá alt á horn
>um sér (og veður í villu og svíma
eins og sá ógleymanlegd HalJgrím-
ur prestur sagði), — fmnur að
flestu og reynir að rífa niður, en
kvggir fátt í skörðin. þessa höfum
vér æði oft orðið varir af möiin-
t».h, sem hingað hafa komið með
bókstaflegu mentunina að heiman,
sem í alla staði er virðingarverð.
En gætum að því, að hver er sín- ;
um hnútum kunnugastur, minn
kæri kandídat. Við vorum allir
börn, þegar hingað komum, börn
í öllum skilningi, til bess að
mynda göfugan og sjálátæðan þjóð
flokk í landi jæssu. En nú erum
vér komnir á fullorðinsár, — orðn- !
ir 20 til 30 ára gamlir og þar yfir.
1 gegnum barnaskap, veikleika, fá-
tækt og ýmislegt andstreymi hefir
guð og lukkan, og vorir gömlu,
þrautseigu leiðtogar leitt oss fram
á þennan dag, — fram á þetta stig
sem vér nú stöndum á, til heiðurs
vorri íslenzku þjóð og til gagns og
uppbyggingar þesstt mikJa landi og
þjóðfélagi, sem vér nú tilheyrum.
þess vegna er það, að vér tök-
um nú ekki lengur gildar neinar
unglinga ávítanir. Eg held ég megi
segja það fyrir þjóð tnína, að all-
ar leiðbeiningar, sem sagðar eru
af hjarta.nJegri velvild og bróður-
kærleika séu baeði virtar og vel
þegnar. En alt stórlæti Qg ósann-
girni þolnm vér ekki af neinum ný-
græðingi. — Kandídatinn seTÍr, að
flónska og fólska hafi stýrt penna
minum, j>egar ég ritaði um ‘Skelja
-brot' þorstedns þ. þorsteinssonar.
það j>arf nú ekki stóran mann eða
sterkan til að böðla }>essu á papp-
írinn, qg ,enga vörn get ég álitið
J)að íyrir leirburð þorsteins. —
GamJa hetjan séra Snorri var átt-
ræður, þegar hann hóf steininn af
stéttinni, sem var þriggja eða
fjögra manna tak, og lagði hann
upp á veggsundið axlarhátt á
IIúsaifelLi. Gaktu nú í spor íeðra
þinna, ef þú vilt frægur 'Vierða, og
veltu Jeirburðar-bjarginu úr göt-
1 unni. þú ert í blóma lífs, á beata
I skeiði, snúðu mentun þinni og
I manndóm að því, sem gerir veginn
, greiðan og fagran. Vér erum engjn
börn lengur, og gerum j>ar af leið-
j andi hærri kröfur nú, en áður var.
; En ef þú vilt endilega halda því
fram, að það sé ílónska og fólska
af mér, að kalla ‘Skeljabrot’ nafna
þíns viesælasta og íllgjarnasta ledr-
burð, — þá hefir þú, herra kandí-
1 dat, ekki meira vit á skáldskap
en kötturinn, og er þér þá illa i
ættina skotið. Vertu sæll.
4. Að viku liðinni — 18. maí —•
hefir stórskáldið Stephan G.
I Stephansson í Lögb. blindingað
saman bögu-grey, sem í raun og
sannlL’ika er ofur-efnisrýr, en stirð
og ógeðfeld í rimi og kveðanda, —
eins og svo fjölda margt eftir þann
snilJing o.g gáfumaun. Vísan er
' innfærð í tekjudálk ‘Skel jabrota’
j>orsteins, og á að vera huggun
hans yfir skil.iingsleysi mínu. Lát-
um svo vera. Væri ég einn úr hópi
allra hér, sem illa gengur að ná
ljósinu, gullinu og gróðanum und-
j a:i mælikeri einræningsskaparins
1 og sérvizkunnar, sem einkennir
j sum viðhafnarskáldin hér, þá væri
j enginn skaði skeður. En því er
: ver, að j>að eru æði margir fleiri,
sem illa gengur að skilja. En j>eir
eru fáir, sem hafa hug og djörfung
til j>ess, að ganga beint framan að
skáldínu og segja, að beir skilji
ekk.i hót af þessu dýrmæti, sem
þeim er boðið. það nái hvorki til
hjartans eða tilfinninganna, og
verði j>eim að eilífu ískaldur o-
steindauður bókstafur, sem engri
fo.stu og engri rót getur náð í sál-
arlífi þedrra. — Enginn einn er
réttur dómari skáldanna, hv.ersu
vitur og hálærður, sem haun kann
að vera. það er alþýðan, með allri
sinni takmörkuðu þekking, sem er
rétti dómarinn. Komist skáldið,
hvort sem er í buudnu eða ó-
bundnu máld, inn að hjartarótum
aLmenning.s, þá fær hann vængi
kveldroðans og svífur með skýjun-
um ódauðlegur of alla heima. Nái
skáldið ekkd }>essu, þá er hann
gleymdur, þegar rrröfin hylur hann.
Og í skúmaskotunum verður kveð-
ið eins og eftir Jón kuða, sem var
sí-malandd sérvizkudallur, sem eng-
iun botnaði í upp eða niður :
“Gekk Kuði grýttan mó,
gangruður sínar hjó ;
málsuðu mauk til bjó
úr mögnuðum leirusjó.
5. í Hkr. 18. mal sendir Hag-
yrðingur mér mjög böðulslega
skammavísu. Sá breklausi myrkra
púki er óefað úr hagyrðinga klík-
unni, því allir hagyrðingar, sem
utan vdð hana standa, eru þeim
Langt frannar að fegurð á efni og
máli og öllum búningi.
Hagyrðingafélagið ætti að vita
j>að, að það sækir aldrei gull eða
græna skó til mín. Og þar sem ég
hefi haft þrek og ednurð til að for-
myrkva stærstu plánetuna í j>eirra
hóp, þá má geta nærri, hvaða út-
reið litlu Hornafjarðar-mánarnir
fengju, sem kring um hana snúast,
ef ég til þeirra tæki. það bezta,
sem þeir hagyrðingar geta gert er
það, að senda mér ekki fleiri
skammavísur.
Svo kveð ég alla' þessa mikils-
virtu verndarengla leirburðarins.
Lárus Guðmundsson.
Prentpappír.
Nefnd sú, sem Bandaríkjastjórn-
in setti fyrir nokkrum tíma til
þess að íhuga framledðslukostnað
á prent- og öðrum pappír j>ar í
landi og í Canada til samanburð-
ar, hefir nú Lokið starfi sínu og
sent skýrslu yfir það til Tafts for-
seta, og hann,aftur sent skýrsluna
frá sér til þingsins.
1 skýrslunni er, eins og vænta
má, heilmikið af upplýsingum um
pappírsgerðarmálið. þar er meðal
annars, skýirt frá því, að i Canada
sé tonnið af prentpappír búið til
fyrir $5.35 minna en í Bandaríkj-
unum. Framleiðslukostnaðurinn í
C^nada á einu tonni af pappír er
talinn að vera $27.53, en í Banda-
ríkjunum $32.88, en tollur á papp-
ír er talinn undir núgildandi lög-
um $3.75 á hvert tonn.
Skýrsáan fjallar nákvæmlega um
ednstök atriði í sambandi við
framleiðslu prentpappírs í báðum
löndunum, og hún Jændir til j>ess,
að nefndin hafi leitað sér allra upp
Lýsinga um málið, sem hún hefir
átt kost á að fá. Aðalorsökdn til
þess, að pappírsframleiðslan er ó-
dýrari í Canada segir skýrslan að
sé sú, að tonn af trjákvoðu, sem
pappírinn er gerður úr, sé nálega
tvöfalt dýrara í Bandaríkjunum en
í Canada.. Meðalverð á trjákvoðu
við pappírsgerðar verkstæðin í
Bandaríkjunum er talið $14.59, en
í Canada að eins $9.56. ‘Sulphite
fibre’, sem einnig er notað til
pappírsgerðar, kostar í Bandaríkj-
unum $31.39 hvert tonn, en í Can-
ada $26.47. Alt efnið, sem þarf til
þess að tilbúa eitt tonn af prent-
pappír í Canada, kostar $16.82, en
í Bandaríkjunum $22.75. Verka-
launin við hvert tonn eru talin í
Bandarikjunum $3.27, en í Canada
$3.19. Alt annað, sem reiknast til
framleiðslunnar, atik efnis og
vinnu, er í Bandaríkjunum $6.87,
en í Canada $7.45. Verkalaun í
báðum ríkjunum eru mjög svipuð.
Sýnt er það, meðal annars, í
þessari skýrslu, að framleiðslu-
kostnaðurinu er mjög misjafn i
Bandaríkjunum ; lægstur kostn ið-
ur þar við framleiðsluna á prent-
pappír er $24.50 á tonnið og hæzt-
ur $43.00, og er þá meðal ’ram-
leiðslukostnaður, eins og að fra.n-
a:i er sagt, $32.88. í Canada er
lægsti framleiðslukostnaður $24.97,
en hæztur $30.18, meðal fram-
leiðslukostniaður því, eins og áður
var sýnt, $27,53.
Skýrslan sýnir, að pappírsgerð-
arverkstæðdn í Canada eru betur
útbúin en þau í Bandaríkjunum,
mest vegna þess, að útbúnaðurinn
er nýrri. En allur er hann samt
útbúinn í Bandaríkjunum. Skýrsl-
an sýnir einnig, að undir núver-
andi krinigumstæðum gœtu Banda-
ríkja verkstæðin ekki kept við hin
caaadisku, nema með þvi að auka
og bæta útbúnað sinn að miklum
mun, og að minka ýms útgjöld í
sambandi við pappírsgerðina. En
jafnframt er á það bent, að verk-
stæðin syðra, með beim útbúnaði,
sem þau nú hafa, gætu framleitt
aðrar pappírstegundir í samkeppni
við canadisku verkstæðin. Annars
gefur nefndin það sem sina skoðun
að þó útbúnaðurinn í pappírsgerð'
ar verkstæðunum væri ja£n í t>áð-
um ríkjunum, þá snæti Canada
samt fromleitt prentpappír ódýrar
en, Bandairíkin, vegna þess hve trjá
kvoðuefndð er hér miklu ódýrara
en þar. Jafnframt er því haldið
fram, að yfirleitt séu í Bandaríkj-
unum hæfari verkamenn á pappírs-
gerðarverkstæðunum, en í Canada,
og að þess vegna sé það, að ekki
muni nema 12 cents á tonni —
vinnukostnaðurinn — þrátt fyrir
mdklu betri útbúnað á Canada
verketæðunum.
Nefndin segir, að þedr sem vinni
við pappírsgerð í Canada, séu ná-
lega eingön.gu franskir Canada-
menn, að undanteknum sumum
þedrra, sem stýra vélunum á verk-
stæðunum. *
Skýrslan öll er fróðleg, og sýnir
að í þessari framleiðslugreia, að
minsta kosti, eru Canadamenn |
jafnokar nágranna þjóðatinnar,
Þar sem skuggar trjánna og svalinn frá vatninu,
hressir og kalir um hina heitu sumardaga.
gilver Sand Reach
Ágætur staðar fyrir sumarbústaði. Lóðir-
nar liggja að Winnipeg ánni sem breikar f
fagran fióa á þeim stað. Silver Sand Beach
er aðeins tvær mfiur frá Keuora og ein og þrfr-
fjórðu úr mílu frá Keewatin. Allar eru lóðir-
nar með fögrum trján og það er nógur viður á
hverri lóð til að byggja úr myndarlegt sumar-
skýli. Stjórnin hefir nýverið fullgert 500 feta
brú yfir ána og vegur verður bráðlega fullger
frá biúnni til flóans hinum meginn lóðanna.
Matvörusalar flytja vörur til enda brautarinnar,
kaupendunum að kostnaðarlausu.
Sameinist “bungalow” nýlendu vorri!
Allar eyjarnar í 25 mílna fjnrlægð hafa verið
seldar og þessar eignir vorar eru hinar ákjósan-
legustu til sumarbústnða sem fáanlega eru á
þessum stöðvum.
Þar sem þör þurfið ekki að kanpa trjáviðin
er lftið suinirsk/li hægt að reisa með
sára litlum tilkostnaði. Með nokkrum teppuni,
trúboðs húsgðngum vatnslitum hér og þar og
garði með blómuin l,tré vötn og himin hvelring-
unni, með öllu þessu ertu komirin f undraland
þar sem sumarieyfið lfður sem í draumi. Þetta
er staðurinn að gleyma heimsáhyggjunum stað-
urinn sem veitir hvild og hressing.
69, 75, 100, og 109
frá 184 til 248 fet
STÆRÐ lóðanna er:
fet, breiddin að meðaltali
eftilegu lóðanna.
VERÐ lóðanna er frá $200.00 til $300.00
liver, eftir stærð og legu. ökilmálar: Þriðjung-
ur strax, en afgangurinn með hágkvæmum
mánaða afborgunum eða ársfjórðungs greiðslu.
Munið eftir: Við höfum aðeins 47 lóðir
óseldar. Þessvegna er nauðsynlegt að hafa
hraðan á ef þú vilt ná f beztu lóðirnar. Þær eru
efalaust helmingi meira virði, en við bjóðum
[>ær, en eigandinn er á fðrnm til Európuog ósk-
ar að hafa þær seldar áður en liann fer.
Hímið eða skriíið okKur eftir fullkomnari upplýsingum eða
sendið okkur peniuga, og vér mutnim
velja ykkur það bezta.
708 McArthur Bldg. WINNIPEG, MAN. Phone Main 7323
Sómi íslands, sverð oq skjöldur Gjafir til minnisvaríSa JÓNS SIGURÐSSONAR.
Frá VERNON, B. C.
Th. Thorláksson 50c, Mrs. Ingi-
björg Thbrláksson 50c, Beneddkt
Thorláksson 25c, Miss AÖaLbjörg
Thorláksson 25c, Miss Anna Thor-
láksson 25c, Sölvi Thorláksson
25c, S. Edward Thorláksson 25c,
Haraldur Thorláksson 25c, John
Anderson $1, Gísli J. Húnfjörð $1.
■Frá WINNIPEg, Man.
Miss I>aufey Swanson $1,
Frá GIMLI, Man.
Albert E. Kristjánssou 50c,
Mrs. Anna Kristjánsson 50c, Miss
Nanna H. Kristjánsson 25c, Hjálm
ar A. Kristjánsson 25c, Miss Sig-
rún S. Kristjánsson 25c, Jón Guö-
mundsson 50c, Illíf Guðmundsson
50c, Jóh. Vigfússon 25c, ölöf Guð-
mundsdóttir 25c, G. Strandberg
25c, Charles Neville 25c, G. P.
Magnússon 50c, Magnús Guðlaugs-
son 50c, Sólyeig Bjarnadóttir 50c,
Einar þórarinsson 25c, Sigríður
þórarinsson 25c, Sigurbjörn Bjarna
son 50c, Sigvaldi Jóhannesson 50c,
Iv. Valgarðsson 50c, Mrs. K. Val-
garðsson 50c, Sv. K. Valgarðsson
25c, Miss Kristín K. Valgarðsson
25c, Valentínus K. Valgarðsson
25c, ísleifur Helgason 50c, Sigurð-
ur Ingjaldsson $1, ónefndur 25c.
Frá HNAUSA, Man.
Mrs. Benedikt Helgason 25c,
Gunnar Hfclgason 25c, Herbert
Ilelgason 25c, Miss Signrlaug
Helgason 25c.
Frá SEATTLE, Wash.
Gunnl. Jóuannsson 25c, Ragn-
liildur G. Jóhannsson 25c, J. O.
Jóhannsson lOc, I/. H. Jóhannsson
lOc, B. S. Jóhannsson lOc, Helga
Halldórsson 50c, F. R. Johnson,
kona hans og börn $1.
Samtals ....... $ 19.05
Áður aiiglýst ... 2,787.30
1 alt eru samskotin því $2,806.35
Skrifið yður
fyrir HEIMS-
KRINGLU syo
að þér getið æ-
tíð fylgst með
aðal málum
íslendinga hér
og heima. ^
—55—iT
ÍSLENZKT VÍRAVIRKI
úr gulli og silfri, fæst nú og í
næstu þrjá mánuði smíðað á
vinnustofu
Björns Olafssonar
GULLSMIÐS
752 Victor Street
hér í bænum. -- Allar aðgerðir á
gull og silfursmíði verða þar fljótt
afgreiddar.