Heimskringla


Heimskringla - 08.06.1911, Qupperneq 7

Heimskringla - 08.06.1911, Qupperneq 7
HEIMSKRINGEA WINNIPEG, 8. JÚNÍ 1911. * 7 Töfralæknirinn. EFTIK ■ÁLF ORMSTUNGU. Ilefiröu séð lækniritm ? Er hann ekki ákaflega einkenni- legur ? Er hann ekfci skelfilega fallegur ? Er hann ekki góömannlegur ?; Er hann annars nokkuö líkur öörum mönnum ? Svona spurningar og þessum lík'- ar beyröi maður á hverjum gatna- anótum, í hverju húsi, og, hvar sem tveir eöa fleiri töluðu saman. Alt var í uppnámi. Allir uröu lasnir. Meira að segja þeir, sem alment voru álitnir heilsuhestar ó> ■drepandi. þteir fundu til gigtar- stingja eða innvortis kvilla,kveisu, höfuðverkjar, sjóndepru, magnleys- is eða einhvers sjúkdóms. Allir vildu verða fyrstir að ná fundi ■þessa töfralæknis, sem læknaði all- ar meinsemdir með makalausum töfrakrafti, svalaði hverri þrá, sef- aði allar sorgir, — að eins með ±rú og handaþukli. Og nú var læknirinn kominn mitt á meðal þeirra. Fólkið þyrpt- ist utan um þennan undramann. Eyrsta dag.inn fékk mannauming- inn ekki tíma til snæðings, enda trúðu sumir því fastlega, að hann aeti ekki mat, hann neytti einhvers reðra sýr til 1 fsviðurhalds. Umhverfis húsið, sem hann dvaldi í, stóð fjöldi af fólki frá morgni til kvelds, eins og á upp- iboðsþiugi. þar var fólk á öllum aldri og öllum stærðum, með alla upphugsanlega sjúkdóma, o,g allir keptu að sama takmarkinu, að ná fundi hans, — taka í hendina á honum, einkum gamla kvenfólkið. .Kerlingarnar þóttust sjá einhverja guðdómlega blíðu skína úr augum hans, og sumar þóttust finna þægi legan hitastraum og nýtt líf fara um sig alla frá hvirfli tdl táa, þeg- ar hann snerti þær, og sumar þóttust meira að segja sjá, og fuli- yrtu að það væri, geislahringur um höfuðið á honum, eins og þær höfðu séð á myndum af Kristi. ■Og í bvert sinn sem einhver vesal- ingur ko út frá þessum lausn- ara, troðfullir af fölskum vonum, þá var sleginn um hann hringur af fölum og hóstandi aumingjum, öðr- um með kreftar fætur og höndur, og allir spurðu að því sama : Hvað gerði hann við þig ? Hvað sagði hann þér ? Sagði hann þér hatnaði ? Finnurðu nokkurn mun á þór ? Ertu nokkuð betri ? því allir þráðu það sama, að fá bót meina sinna, — fá að lifa. En læknirinn virtist ekki taka neitt eftir öllum þessum gaura- gangi. Hann leit framan í alla, sem inn komu, néri með höndun- um ofurlítið þá, sem einhverja út- vortis meinsemd höfðu og sagði, að þeim mundi betur hatna með tímanum, en þeir yrðu að trúa að þeim batnaði. Suömm innvortis veikum vísáði hann á meðul, en sá varð stunidum gallinn á því, að iþegar sjúklingurinn átti að fara að :fá þau meðul, þá þektu vísindin ekk'ert til þeirra. Sumu af yngra fólkinu spáði han:i fyrir, hel/.t um giftdngar og glæsilega framtíð. Sumum sagði haim að loka sig afsíðis einhvern ■vissan tíma á hverjum degi, og kasta frá sér öllum áhyggjum og ’ibara trúa og biðja, þá fyltist alt í kring um þá með anda framlið- iuna, og þeim mundi batna. Og allir trúðu og allir vonuðu, og allir vildu lifa, og allir börg- ruðu guðsmauninum eitthvað. En enginn mundi minstu vitund eftir Narfa gamla í Koti, aema gigtar Gudda gamla ; hún sagði það væri himinhrópandi synd og bölvuð skömm af kristnu fólki, að láta ekki Narfa gamla vita af þess- um lækni. Hún vœri sannfærð um, ■að hann gaeti læknað hann. Hún sagði, að mjaðmirnar á sér væru eins og nýsleginn túskildingur síð- , an hún hefðd farið til hans, og hún hljóp í einum spretti heim til Narfa gamla. Narfi gamli bjó ofurlítið utau- vert við bæinn með kierlingunni sinni. Hann hafði verið talsverður búnubbur og gróðamaður á fyrri árum, og framúrskarandi sparsam- •ur, en hafði nú síðustu árin legið alveg rúmfastur í hjartveiki og máttleysi í fótum, og nú bjuggu þau á ofurlitlum landsbletti og höfðu tvær kýr og dálítinn garð, hænsi og andir og ýmsar tegundir alifugla, og voru vel sjálfbjarga efnalega. Og nú var Gudda gamla sest hjá Narfa og farin að fræða hann á þessum nýja læknir. Eg er alveg hárviss um, að hann getur læknað þig. þú vissir tiú, , hvernig ég hefi verið í mjöðlninni, gigtin sem hefir ætiað mig lifandi að drepa ; en nú get ég ekki sagt ■ég finui til bennar. Mér finst ég nærri getd flogið, sagði Gudda í nokkurs konar eldmóð. Eg er ibúinn að kosta ærið nógu til meöala árangurslitið, mælti Narú dauflega. Ó, blessaður, hann læknar ekki svoleiðis, sagði Gudda, og baðaði út höndunum, og hann setur ekk- ert upp, og maður þarf ekki að ■borga honum neitt, fremur en manni lízt. Hann læknar með anda trú. •er það áburð- spurði Narfi Andarú, andarú, ur ©ða iuntaka ? nokkuð hressari. það er hvorki áburður eða inn- taka, blessaður vert, sagði Gudda I alvog forviða hissa á þekkingar- ideysi Narfa. Ilann læknar með ' öndum og kostar ekkert. En andir eru peningavirði núna, kella mín, og varla heid ég að ég fari að lóga öndunum okkar, þœr eru ekki svo margar, upp á von en enga vissu um bata, sagði Narfi með ákafa. Ó, þú skilur mig ekki, Narfi i minn góður, sagði Gudda, dálítið háðslega, en þó hreykin af ment- unaryfirburðum sínum fram jrfir Narfa.. Nú, eru það þá viltar andir, eða máske einhver ný anidategund ? spurði Narfi hikandi og hálfragur , að edga mikið undir kunnáttu ! Guddu. iSJei, nei, nei, blessaður Narfi minn, ég hélt að allir könnuðust við andatrú. það eru engar andir, engir fuglar. Hann notar anda framliðinna til að hjálpa sér að lækma lifandi menn, sagði Gudda, og þandist út við þessa mikilvægu skýringu. j Andir — framliðinna — lækna — ldfandi — menn, tautaði Narfi í einhverri skilningsleysis leiðslu. Geta þær þá ekki flogið? i Nú fór að vandast málið fyrir Guddu. Hún vissi ekki, hvernig hún gueti komið Narfa í skilning á þessu, án þess hann kærnist í geðs- hræringu. — það eru gúðar sálir dáinna manna, góðar vofur, góðir draugar, sem læknirinn segir að séu alt í kring um okkur og vilji okkur vel, og geri alt fy.rir okkur, ef við bara trúum á þá, og leitum þeirra réttilega, sagði Gudda, og þóttist nú hafa komið heppilega : orðum að öðru eins vandamáli. Andar, sálir, vofur, góðir draug- ar dáinna manna, — þetta er ó- mögulagt ; allir draugar eru vond- ir og vilja munnum ilt eitt, sagði Narfi og fór hrollur um hann, og augnaráðið varð flóttalegt. Hann liafði frá barndómi verið ákaflega myrkfælinn, og sumir héldu, að hjartveikin ætti aðallega þangað rót sina að rekja. En Gudda var þrautseig og þíbbin fyrir, og áður en hún fór var hún búin að vinna Narfa gamla til að láta læknirinn koma næsta dag. Maður hefir þá ekkert að naga sig í handarbökin f/rir, ef maður reynir alt, sem í manns valdi stendur, sagði gigtar Gudda um leið og hún kvaddi Narfa. i Daginn eftir var fenginn túlkur, því Narfi gamli var viðlíka vel að sér í ensku og andatrú, til að fara með læknirinn heim til Narfa gamla í Koti. Dæknirinn leit ógn- ar blíðlega til Narfa og skoðaði hann í krók pg kring og neri ofur- lítið á honum fæturna, og lét svo túlkinn segja honum, að hann yrði að varast allar geðshræringar og áhyggjur, og hafa scm mesta kyrð og rólegheit í kringum sig, Inðja og trúa að honum batnaði og helzt að hugfea ekki neitt. En þá vildi Narfi fá að vita, hvort nokkirir andar eða góðar vofur væru í kring um sig. Læknirinn hugsaði sig um stund- arkorn. Já, hann sagði það væri kveumannsandi, sem hefði stöðugt gát á honum, og elskaði hann og vildi honum vel, og það væri kon- an hans. Nú var Narfa öllum lokið. það var svo sem engum blöðum um ) það að fletta, að hann vissi meira en aðrir menn.. Hvernig fór hann að vita, að hann hefði átt konu áður en þessa. Hún sem bafði dá- ið fyrir mörgum árum heima á Islandi. En það þótti Narfa einna ótrúlegast, hvernig anda konu sinnar gæti þótt vænt um sig nú, henni hefði aldrei þótt vænt um hann í lifanda lífi, og fann liann sart til þess, hvað hann hefði oft verið vondur við hana og nískur og stundum slegið til hennar og j hún grátið. Og Narfi varð gagn- tekinn ótta trú og auðmýkt fyrir þessum alt sjáandi manni. Hann hlaut að vita um það alt ; hann j hlaut að vita alla skapaða hluti á himni og jörðu, og honum fanst hann ætla að bráðna og verða að engu. Læknirinn áminti Narfa um, að varast allar áhyggjur, og alt, sem hefði æsandi áhrif á geðsmunina, og helzt að hugsa ekki neitt. Svo kvaddi hann og fór. En það fanst Narfa hörð kenning, og hann sá á svipstundu alt búið splundrast og ver'ða að engu ; hann hafði þó hingað til haldið því saman með óþreytandi umhugsun og fyrir- hyg.gju. Og nú fór Narfi að æfa sig í því, að hugsa ekki ueitt, en það varð þyngri þrautin. Hann sneri sér upp í horn, lét aftur aug- un og reyndi að leggjast í dá; en þá var eins og hugsanirnar vökn- uðu fyrir alvöru, og nti seildust upp úr öllu ýmsar óþægilegar end- urminningar löngu liðinna tíma, eins og til að kvelja hann og stríða honum. En hugsunin u'm að nurla og draga saman, varð þó yfirsterkari öllu. Hvað skyldu nú kýrnar græða sig mikið næsta mánuð ? Og hvað mikið smjör yrði hægt að leggja inn í búðina ? Hvað skyldu nú hænsin verpa mörgum dúsínum á dag ? O.g hvað ætli vtrðið verði á eggjunum ? þau voru i langt of lág.u verði í fyrra ; ef þau yrðu dálítið hærri, þá skyldi hann ,ekki smakka eitt einasta egg, — nei, svei mér ekki eitt egg. það væri annars réttast, að fara og drepa sumt af þessum gömlu hænum, þær væru hvort sem er hættar að verpa, eins og hún Loðlöpp gamla, móðir og amma og langamma biníia hænsanna. Og svo gamla hanann, hann Ráðrík, sem allir litiu hanarnir væru hræddir við.— Og hvað skyldu grísirnir verða þungir, þegar þeim yrði slátrað ? þeir ættu að gera skilding, því nú var svínakjöt í afar verði, — sjálfsagt eina fimtiu dali, já, vel það, ef þeim væri sómi sýndur, greyunum. — Og svo kom læknir- inn, og Narfa varð bilt við, því nú var hann farinn að svíkjast um og farinu að hugsa. Og ef kerlingunni varð á, að gera ein- hvern skarkala með pottinn eða pönnuna, þá varð Narfi gamli æf- ur og sagðist þurfa að hafa næði, og ekkert mega hugsa, það væri skipun læknisins. En svo kom myrkrið og nóttin. Narfi lá glaðvakandi og gat ekki sofnað. Haijn fór ósjálfrátt að hugsa um andaua og vofurnar. tíkyldi nokkuð svoleiðis vera í kring um hann núna ? Hann varð hálfhræddur og órólegur, og nú ruddist fram í huga hans hver draugasagan á fætur annari. Hann ; dauðlangaði til að kveikja á lamp- j anum aitur, en það var eyðslu- I semi. Og nú tók dúsín og hálft af | eggjum fyrir eina könnu af oliu, — nei það dugði ekki. Hann fór að reyna að ryfja j upp einhverja bæn en þá mundi hann ekki nokkurra bæn eða nokk- urt verss, nema rétt byrjunina á faðirvori. það var eins og öllu | svoleiðis væri stolið úr minni j hans. Hann mátti heldur ekkert I hugsa. Og svona lá Narfi andvaka og löðrandi sveittur langt fram á nótt. En skyldi hann nú sjá nokkra anda eða vofur, ef hann opnaði augun. það var ef tif vill ekki eig- andi undir því ; en hann þurfti ekki að vera hræddur við þá, þeir voru alfir góðir og vildu honum [ vel. það var áreiðanlegt, fyrst | læknirinn sagði það. Hann gat j ekki sagt ósatt, hann var langt fyrir ofan það. Og ekki skrökvaði Gudda. það var nú alveg merkilega sannsögul manneskja, eins mikið og hún tal- j aði þó. Og læknir‘nn og Gudda ' stóðu honum fyrir hugskotssjón- ; um, nakin og al-saklaus, eins og J Adam og Eva áður en þau átu eplið. Jú, honum var vost óhætt að' | opna augun, og þ& fanst honum j hann sjá alt eina hnoðra, hvíta j °g rauða og allavega lita, sveima ! yfir rúminu sínu. Hann flýtti sér 1 að loka augunum og varð enn hræddari. En þetta hlaut að vera ímyndun og ekkert annað, honum hafði hlotið að missýnast. En hann þurfti ekki að vera hræddur, — ef þetta hefðu verið andar, þá væru þeir góðir og vildu honum vel, — dæmalaus vitleysa að vera hrædd- ur. Hann Opnaði augun aftur. Nei, það var ekki missýning, það var engin ímyndun. Nú sú hann þá, og honum sýndist sumir taka á sig mannsmynd, og aðrir verða að ó- freskjum og skaka sig og skæla, líða svo í burtu og sameinast myrkrinu. Hann varð magnþrota af skelfingu. Hann langaði til að kalla til konu sinnar að koma með ljós, en kom ekki upp nokkru hljóði, og nú fanst honum hann sjá ýmisleg undur, þó hann hefði aftur augun. Alt í einu hlunkaðist eitthvað þungt, þungt ofan á fæturnar á honum. Hann rak upp voðaorg, og þegar ráðskonan hans vrar búin að kveikja ljós og komin að rúminu, þá var Narfi gamli steindauður, en uppáhalds kötturinn hans lá mak- indalegur og malandi ofan>á fótun- um á. honum. Og nú var Narfi gamli orðinn að anda eða vofu eða draugi, og gat verið hvar sem hann vildi og farið að lækna lifandi fólk. Og eftir að Narfi var dáinn, fór það að kvisast, að hann hefði átt peninga, og það ekki svo lítið. Og allir mintust Narfa gamla hlýlega, og allir vissu eitthvað um hann, sem var hrósvert, og hver vildi vera fyrstur að hjálpa eitt- hvað til að koma honum í jörð- ina. Og meðan Narfi stóð uppi, voru látin loga tvö stór ljós. það voru einu næturnar, sem ljós höfðu logað yfir Narfa. Honum hefði einhverntíma þótt það eyðslu semi. Og svo var Narfi gamli jarðað- ur með viðhöfn og virðingu, í sjötíu dollara kistu og spánýjum tuttugu dollara fötum. það voru þrisvar sinnum dj'rari föt, heldur enn hann hafði nokkru sinni átl meðan hann réði kaupum sjálfur, — og alt á hans eigin kostnað. Og viku seinna kom út í Lög- bergi skrautprentuð æviminning, að góðum guði hefði þóknast, að burtkalla heiðursöldunginn Narfa Bárðarson. Og svo voru talin upp helztu æviatriði hans : að hann hefði verið trygglyndur og fclags- lvndur, vel greindur og fróður ; hefði verið sannur trúmaður, eu forðast allar kreddur og hjátrú, °íT fylgst með tímanum til hins síðasta ; ástríkur eiginmaður, virt- ur og elskaður af öllum. Nú sárt syrgður af vinum og vandamönn- um. það var í annað sinn, sem Narfa gamla hafði verið minst á prenti ; en hitt skiftið var fyrir löngu síðan heima á íslandi, eitt- hvað í sambandi við nokkur hundruð krónur, sem tapast höfðit En Narfi vissi ekkert um það, — hann var þá á leiðinni til Ameríku. En nú var hann al-saklaus af því fyrir löngu. En á undan hverjum stormi eða veðurbreytingum hljóp gigtin i mjöðmina á Guddu gömlu.og reif þar og tætti eins miskunnarlaust og nokkurntíma, og nú var Gudda orðin veður-spákona alls bæjarins. Hún mintist aldrei á læknirinn eða andatrú. En oft var hún að reyna að ráða þá dularfullu gátu, þegar hún var ein, hvort kötturinn eða læknirinn eða hún sjálf liefði drep- ið Narfa gamla í Koti. Dry kkj uskapur og tóbaksnautn. Ef til væri meðal, sem læknaði drykkjuskap og tóbaksnautn, án vitundar og tilverknaðar neytand- andans sjálfs, þá yrði það merk- asta uppfynding aldarinnar, því hver drykkjumaður og tóbaksneyt- ancLi hyrfi á skömmum tíma. Hvef sem hefir í hyggju að lækna annanhvorn þennan ávana kunningja sinna á þennan hátt, mun sjá, hversu fráleitt það er, ef hann hugsar ögn um það. það þarf að beita fullkominni einlægni við þann, sem lækna skal. Með hans aðstoð má lækna hann af hvorum þessum löstum, en á- rangurslaust án hans hjálpar og samþykkis. Dr. McTaggart í Toronto, Can., ábyrgist, að lækna menn af drykkjuskap á þremur til fjórum dögum, ef forskriftum hans er ná- kvæmlega framfylgt. Læknirinn hefir selt þétta ofdrykkju læknis- lyf til fleiri ára og hefir bætt fjölda manns. Lyfið kostar að eins $25.00 og mun reynast eins vel, ef ekki betur, o.g nokkur $100 lækning, sem völ er á. Meðal hans móti tóbaksneyzlu, er sérstaklega tilbúið í þvi skyni. Kostar að eins $2.00, og geta menn læknast af því á hér um bil tvedmur vikum Bæði lyfin eru ágæt til styrking- ar líkamans, og hafa engin óholl eftirköst á þann, sem læknaður er. Fjöldi vottorða gefin af fúsum vilja. Getur hver fengið að sjá þau, sem þess óskan Lyfin send, þegar borgun er fengin. Burða<rgjald ókeypis. Bréfa- viðskifti boðin, — stranglega heimuleg. Skrifið eða ráðgist við K K ALBERT, einka-umboðsmaður í V.-Canada, 708 McArthur Bldg., Winnipeg. PRENTUN VER NJOTUM, sem stendur, viðskipta margra Winnipeg starfs- og “Business”-manna,— En þ<5 erum vér enþá ekki ánægðir. —• Vér viljum fá alþýðumenn sem einatt notast við illa prentun að reyna vora tegund. — Vér ábyrgjumst að gera yður ánægða. — láfmið yðar næstu prent. pöntun til — PH03STE GAKPY 334 THE ANDERSON CO. PROMPT PRINTERS 555 Sargent Ave. Winnipeg, Man. Th«f Hyland Navigation Co. hefur nú opnað SUMAR SKEMTIFERSA SKRÁSETNINGAR Margar þegar skráðar. TJALDSTAÐIR til leigu til sumardvalar, í “HYLAND PARK" Rétt við ána. Dýrðlegt útsyni. títrætisvagnar á hverjum tuttugu mfnútum. HYLAND NAÝIGATION CO. 13 Bank of Hamilton Chambers. Winnipeg. IÐ T.L. (CNIQN MADE)1— Western Uicar Factory Thomas Lee, eieandi Winnnipeg (©' U \ LDREl SKALTU geyma til É § TN morguns sem hægt er að gera §; g f dag. Pantið Heimskringlu f dag. Smbmm—■""";" ° —— 6) ♦----------------------♦ ! Bókalisti. { N. OTrfiN53N S,- River Par, W’p’g. Ljóömæli PAls Jónssonar i bandi (3) 85 Sama bók (aö eins 2 eint. (3) 60 Jökulrósir 15 Dalarósir (3) 20 Hamlet Tíðindi Prestafélagsins i hinu forna (3) 45 Hóiaskifti (2) 15 Grant skipstjón (2) 40 Börn óveðursins (3) 55 Umhverfls jörðina á áttatlu dögum (3) 60 Bliodi maðurinD (3) 15 Fjórblaöaöi smármn (3) 10 Kapitola (í II.|Bindum) (3) 1.25 Eggort ólafsson (B, J.) 15 Jón Ólaf9sonar Ljóömæli 1 skrautbaadi (3) 60 Kristinfræöi (2) 45 Kvæði Hannesar Blöndal (2) 15 Mannkynssaga (P. M.) í’bandi (5) 85 Mestur í heimi, i b. B Prestkosningin, Leikrit, eftir P.E., í b. (3) 30 Ljóðabók M. Markússonar 50 Ritreglur (V. Á), í b. 20 Suudreg ur, 1 b. 15 *,Teröi ljós Vestan hafs og austnn, Prjár sögur eftir 15 E. H.. ib. 90 Víkingarnir áHálogandi eftir H. Ibsen 25 Porlákurjhelgi 15 Ofurefli, skálds. (E. H.) i b. 1.50 Ólöf í Ási (8) « Smælingjar,'5 sögur (E. H.), í b- 85 SkemtisCgui eftii S. J. Jóharnesson 1907 25 Kvæði eftir samaffrá 1905 25 Ljóömæli eftir sama. (Með mynd höfund arins) frá 1897 Safn til sögu og ísl. bókmenta í b., III. bindi og þaö sem út er komið 25 af því fjórða (53c) 9.4 fslendingasaga eftir B, Melsted I. bindi bandi, ogþað sem át er komið af 2, b. (25c) 2.85 Lýsing íslands eftir P. Thoroddson í b.(16c) 1.90 Fernir forníslenzkir rímuaflokkar, er Finnur Jónsson gaf út, bandi (5cj 85 Alþingisstaöur hinn forni eftir Sig, Guð- mundson, í b. (4c) 90 Um kristnitökuna árið 1000, eftir B. M. Olsen (6c) 90 íslenzkt fornbréfasafn,7. bindi innbund- iö, 3h. af8b. (1.70) 27.80 Biskupasögur, II. b. innbundið (42c) 5.15 Landfræöissaga íslands eftir Þ. Th., 4. b. innbundið (55c). Í7.75 Rithöfunda tal A íslandi 1400—1882, ef- tir J. B., i bandi (7c) 1.00 Upphaf allsherjarríkis á íslandi eftir K. Maurer, i b. (7c) 1.15 Auðfrœði, e. A. ól., í bandi (6c) 1.10 Presta og prófastatal á íslandi 1869, i b.(9c 1.25 Norðurlaudasaga eftir P. Melstod, i b.(8c) 1.50 Nýjatestamontið, í vönduöu bandi (lOc) 65 Sama, i ódýru baudi (8c) 30 Kóralbók P. Guðjónssonar jíO Sama bók í bandi 110 Svartfjallasynir (5) 60 Aldamót (Matt. Joch,) 20 Harpa (4) 60 Ferðaminningar í baudi, (5) 90 Bóndinn “ 35 Minningarit] (Matt. Joch.) “ 35 Tvndi faðirinD “ 35 Nasreddin, 1 bandi 35 Ljóömæli J. Pórðarsonar (3) 45 Ljóðmæli Gestur Pálssou “ 75 Maximi Petrow [(2)1 45 Leyni-sambandið (2) 40 Hinn óttalegi leyndardómr (2) 50 Sverð og bagall (2) 30 Waldimer Níhilisti 75 Ljóðmæli M. Joch. I,-V. bd.. 1 skrautb. (15) 4,00 Afmælisdagar Guðm Finnbogasonar 1.00 Bréf Tómarar Sœmundsson (4) 75 Sam a bók 1 skrautbandi (4)1.15 íslenzk-ensk orðabók, G. T. Zoega (10)(1.80 Gegnum brim og boða 90 Ríkisréttindi íslands 50 Systurnar frá Grænedal 35 Œflntýri handa börnum 30 Vísnakver Páls lögmans Vldalins 1.25 Ljóðmæli Sig. Júl. Jónannesson 1.00 Sögur frá Alhambra 30 Minningarrit Templara 1 vönduöu’bandi I.65 Sama;bók, í bandi i.5o Pétur blásturbelgur 10 Jón Arason 0 Skipið sekkur 60 Jóh. M. Bjarnason, Ljóðmæli 55 Maður og Koua 1 25 Fjaröa mál 25 Beina mál 10 Oddur Lögmaður 95 Grettis Ljóð. 65 Dular, Smá”ögur 50 Hinrik Heilráði, Saga 20 Andvari 1911 75 Œtisaga Benjamin Franklins 45 Sðgusafn þjóðyiljans I—II árg. 3sc; III árg. 20c IVárg. 20c; V.árg. 20;V1. 4,; VII. 4. VIII. árg. 55: lX.árg. 55; X. árg. 55; XI. árg. 55; XII. árg. 45; XlII.árg, 45: XIV. érg, 55; XV. árg. 30: XVi. árg. 25; XVii, árg..45; XViii árg. 55 ; XiX, árg. 25. Alt sögusafn þjóðviljan selt á $7.00 Eldraunin (Skáldsaga) 50 Vallyes sögur 55 Valdimar munkur 60 Kynlegur þjófur 55 Sagan af star.<aði Stórvirkssyni 1 bandi 5O óbundin 3 Rtmur af Sörla sterka í bandi 40 óbundÍD 30 Myndin af fiskiskipinu 1.10 Bækur söglufélagsins Eeykavlk; Moröbréfabæklingur 1,35 Byskupasögur, 1—6, 1,95 Aldarfarsbók Páls lögmanns Vldalin *s Tyrkjaránið,I—IV, 2,90 Guðfrœöingatal fré 1707— 07 1.10 Bæknr Sögufélagsins fá éskrifendur fyrir nœrri hálfvirði,—$3.80. Umboðsmenn mínir 1 Selkirk eru, Dalman j bræöur. j t>ess skal getið viðvlkjandi bandinu 6 Forn- ! aldarsögunum Norðurlanda, að það er mjög ; vandað, handbundið skrautband, vel frá gengiö ! eins er meö Bréf Tómasar Sæmundssonar. Tölurnar í svigum tákna burðargjald,er send- i t mað pöntunum

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.