Heimskringla - 26.10.1911, Side 2

Heimskringla - 26.10.1911, Side 2
2. BIvS. WINNII’EG, 26. OKT. 1911. ^HEIMSKRINGLA Hugsanabrot. Kæri vinur Baldvvinson : Éfe hefi um nokkurn tíma að undanförnu ætlaö aö senda þér 1 nu, en ýmislegt hefir oröiö því til tafar þangaö til nú. Ég hafði hlakkaö til aö geta sent þér ó- blandin samfagnaðarorð á 25 ára afmæli h'rirrny ndar hjónabands, “en hann dauöi’ á öörum staö endapunktinn setur”, segir þ. E.— og svo varð það hér. Ég votta þér innilega samhygð mína meö þessum línum. En gleöilegt er það aö sjá æíiminning íslenzkrar konu, þar sem alt er eins satt sagt og það var, er blöðin íluttu um Ilelgu sál. Baldwinson. Um það kemur öllum safflan. II. þá er þaö annaö þýöingarmikiö atriði nátengt lífssögu þinni, sem ég vildi minnast á ; það er 25 ára afmæli blaös þíns Iieimskringlu. þegar • miðað er við meðalæfi ís- lenzkra blaöa, þá er þaÖ hár ald- ur. J>ótt viÖ höfum ekki verið já- bræöur í öllum málum, þá hefi ég alt af haft mætur á Heimskringlu ýmsra orsaka vegna. það er mín skoðun og sannfær- ing, að fullkomið málfrelsi og rit- frelsi sé einn af sterkustu litum sannrar siðmenningar. Almenn blöð eiga aö mínu áliti, að leyfa öllum mönnum aðgang aö dálkum sínum, hvaða flokkum sem þeir , fylgja, hvaöa mál, sem þeir vilja ræða og hvaöa skoöun sem þeir hafa. Aö bæla niöur hugsanir manna meö því aÖ banna þeim málfrelsi og ritfrelsi, er andleg þrælmenska sprottin af lítilmensku Að þora ekki að heyra eöa sjá ! andmæli gegn sér eða stefnu sinni, j ber vott um ragmensku eða van- "traust á málstað sínum. Hvert það mál, sem gott er og heilbrigt, græðir við það, að andmæli komi fram gegn því, þegar til lengdar lætur. Heimskringla hefir verið öllum • opin, eins og frjálslynd blöð hljóta að vera. þó braut hún þá reglu á Stephani G. Stephanssyni og þorsteini Björnssyni, og var þaö í hvorttveggja skiftið henni til vanvirðu og hnekkis. þótt ég álíti, að blöðin eigi að vera öllum opin, þá er það ekki svo að skilja, að já og amen eigi að segja við öllu, sem þeim berst; nei, því fer fjarri. Allar stefnur og 1 öll mál eiga a& hafa heitnild til þess, að um þau sé rætt, en það er heilög skylda ritstjórans, að andmæla því jafnframt, sem haan telur rangt og sýn í hverju villan sé fólgin. Ritstjórinn á að leyfa öllum ritfrelsi af tveimur ástæð- 5 um : 1 fyrsta lagi af því, að hver einasti maður á þann meðfædda rétt, að hafa sínar eigin skoðanir og láta þær í Ijósi ; blöðin brjóta því fyrsta og æðsta boðorð rétt- lætisins í hvert skifti, sem þau revna að hefta málfrelsi eða rit- frelsi ; þetta er önnur ástæðan. í öðru lagi eiga blöðin að birta all- ar skoðanir, sem þeim berast í þeim tilgangi, að geta þeim mun betur andmælt því, sem þau telja rangt og skaðlegt. Fyrra atriðið — skoðanafrelsi manna — hefir Heimskringla verndað flestum blöðum betur ; fyrir það ber henni þakkir og heiður. Ilins aðriðsins — að andjnæla því óheilbrigða — hefir hún miður gætt, og er það illa farið. þannig hefir hún með þögninni sett sinn eigin stimpil, sitt eigið mark á ý mislegt það, sem allir vita, að hún hefir í raun og veru ekki verið samþykk. — þetta er blaði ósamboðið. Heimskringla hefir flutt margar nytsamar bendingar undir stjórn þinni, sérstaklega um fjármál ; að því levti hefir hún unnið Yest- ur-íslendingum stórkostlegt gagn. þú hefir einnig gefið æskulýðnum tnörg þatt heilræði, er hont;m hafa komið að góðu haldi. Ungir menn — sérstaklega námsmenn — eru all-oft á márgum áttum í því at- riði, hvaða lífsstöðu þeir eigi að yelja sér ; þcir eru á mótum margra vega og vita óglögt hvern skuli fara ; þar hefir þú oft leið- j beint. þetta hljóta allir að viður- kenna, hversu stækir andstæðing- ar þínir sem þeir kunna að vera að öðru leyti. Fyrir þetta atriði hefðu Vestur-f.slendingar átt að þakka þér op'nberlega á 25 ára afmæli Heimskringht. Áftur á móti hefir blaðið undir þinni stjórn verið hlutdrægt í um- sögnum þtnum og fréttavali, þeg- , ar um fsland befir verið að ræða ; I fvrir það átt þú og blaðið óþökk allra sannra fslendinga. Barátta néimskringlu með eða j móti félagsmáltim Vestur-íslend- j inga, hefir, að míntt áliti, oftast j verið heilbrigð og drengileg, þótt j frá því kunni að finnast undan- ! tckningar. Um það tjáir ekki að deila, að blað þitt er orðið og verður fram- vegis áhrifamikið vopn í hvaða baráttu sem er meðal Vestur- Islendinga ; þeir eiga því mikið undir því, að þú stjórnir því sam- vizkusamlega og til heilla ; og að það sé einlægur vilji þinn efast víst enginn um, — nema þegar til stjórnmála kemur. Meira um það síðar. Jæja, vinur, ég óska þér þess einlæglega. að blað þitt megi fram vegis verða þér til sóma og þjóð þinni til heilla ; að þú haldir á- fram, að leyfa öllym skoðunum aðgang ; að þú andmælir jafn- framt því, sem þú telur rangt eða óheillavænlegt, svo þii getir með sannri ánægju Utið yfir starf þitt og Heimskringlu á 50 ára afmæli hennar. III. Skúlamálið nýja eða R.úðuborg- ar málið er talsvert rætt hér sem annarsstaðar. Vanvirða mikil er það Ileimskringlu og Lögbergi, hversu hlutdrægt og rangt þau hafa skýrt frá því máli. í fám orðum er það svona : Skúla Thor- oddsen var veitt fé — 1200 kr. — úr landssjóði til þess að koma fram sem fufltrúi íslenzku þjóðar- innar á 1000 ára afmæli Normand- íu, sem haldið var í Rúðuborg á Frakklandi í sumar. Hann fer ut- an og kemur heim aftur, kveðst hafa verið á hátíðinni og birtir í blaði sínu ávarp mikið frá sjálfum sér til frönsku þjóðarinnar. Nokk- uru síðar kemur það upp, að Guð- mundur Finnbogason, sem einnig átti að mæta á hátíðinni, hafi sagt, að hann hafi hvorki séð Skúla þar né hcyrt. jþetta þykir mönnum kynlegt ; um það er svo deilt fram og aftur, hvort Skúli muni hafa verið þar eða ekki. Stjórnin, sem borgaði ferðakostn- aðinn, er ámælt fyrir það, að grenslast ekki eftir sannleikanum í þesstt máli. Kristján Jónsson ráðherra símar þvf til gistihúss þess, sem Skúli kvaðst hafa dval- ið á, og spyr, hvort íslendingur- inn ækúli Thoroddsen hafi gist þar á þessum ákveðna tíma. Ráð- herra fær svar og það er n e i t - a n d i. Hann símar einnig til full- trúa Dana (danska konsúlsins) í Rúðuborg og biður hann að kom- ast eftir, hvort Skúli hafi verið þar. Svar hans er einnig n e i t - andi. þessi svör birtir ráðherra að sjálfsögðu. Nú töldu það marg- ir sannað, sem von var, að Skúli hefði aldrei til Rúðuborgar komið; en hann kvaðst hafa reikning frá gistihúsinu sögu sinni til sönnun- ar. Ráðherra símar aftur til full- trúa Dana og krefst þess, að hann fái fullvissu í þessu máli. Eftir nokkurn tíma kemur svar, þar setn hann kveðst, eftir persónu- lega rannsókn, hafa komist að þeirri vissu, að Skúli hafi vertð í þessu tiltekna gistihúsi um þetta leyti. þessa frétt birtir ráðherra jafnskjótt. Á því leikur enginn efi lengur, að Skúli hefir farið til Rúðuborgar, en samkvæmt eigin framburði hefir hann a 1 d r e i farið á fund nefndar þeirrar, sem fyrir hátíðinni stóð ; a 1 d r e i framvísað kjörbréfi sínu eða full* trúaskjali við rétta hlutaðeigend- ur, aldrei komið fram á Frakklandi sem full- trúi Islands. 1 stað þess hafði hann — að eigin sögn — tek- ið sér aðsetur á gistihúsi einu og sagt gestgjafanum eða þjónum hans frá því, að hann væri Skúli Thoroddsen fulltrúi Islands á há- t ðina. þar við lætur hann sitja. Sérstakt sæti hafði verið ætlað fulltrúa Islands, en það uar autt, þvi Skúli gaf sig aldrei fram í há- tíðasalnum ; hvort hanii hefir ver- ið þar staddur eða ekki, sem prí- var maður. það vita menn ekki og varðar ekki um, en hitt er víst, að sem fulltrúi íslands var hann þar ekki. Hann átti að sjálfsögðu að koma þar fram með kveðju frá íslandi ; ella brást hann því trausti, sem til hans var borið og sveikst um það erindi, sem honum var á hendur falið. Hugsið vkkur, að Goodtem- plari væri sendur á stórstúkuþing í Winnipeg, tæki sér gisting á Woodbine og segði gestgjafanum frá því, að hann væri fulltrúi á stórstúkuþingið, en framvisaði aldrei kjörbréfi sínu á þinginu, léti svo þar við sitja og færi heim aft- ur. Væri hann að gera skyldu sína? Nei, Skúli kom aldrei til Rúðuborgar, sem fulltrúi íslands, þótt hann væri þar sem prívat- maður. — Ráðherra fór eins sam- vizkusamleg-a að í þessu máli og framast mátti vera. Hefði hann birt fvrri skeytin frá gistihúsinu og fulltrúa Dana, þar sem þvf er neitað, að Skúli hafi verið í Rúðu- borg, en þagað vfir þvi siðara, þá hefði hann sýnt hlutdrægni, — en Kristján Jónsson er samvizku- samari maður en svo. Mótmæli þeir því, sem þora, að sagan sé hér rétt sögð. Dæmi þeir betta mál Skúla til heiðurs, sem vilja. Ég hefi símskeytin orðrétt eins og þau voru send á víxl á frakknesku, íslenzku og dönsku og mönnum er velkomið að sjá þau. IV. Nú er talsvert liðið frá kosning- unura, farin að stillast suðan, minka hitinn og lækka froðan í stjórnmálapottinum. það er merki legt, hversu mikið ósamræmi á sér stað í veröldinni ; merkilegt, hversu það góða og illa virðist ná tökum á hugsun manna á víxl. Ég hefi aldrei þekt æ r 1 e g r i aðferð í stjórnmálastarfi, en þá, sem þú viðhafðir við mig ári eftir að ég kom til þessa lands. þú fékst mér heilmikinn böggul af blöðum, pésum og bæklingum, og mæltir á þessa leið : “lestu þetta, karl minn, og lestu það vandlega ; hér hefurðu alt sem þú þarft til þess að þekkja stefnur beggja ílokkanna. þetta er bæði þaðf sem við höfum látið prenta og Liber- alar. Ef þés lízt betur á okkar stefnu, þegar þú hefir kynt þér þetta alt og hugsað um það, þá vonast ég eftir, áð þú hallist fremur að okkar flokki, annars auðvitað ekki”. — þetta þótti mér framúrskarandi ærleg aðferð, og ég hefi alt af virt þig miklu meira síðan. Eg las og las og lík- aði hvorug stefnan ; sérstaklega var ég þó mótfallinn tollstefnu í- haldsmanna. — það er gleðilegt, þegar menn vinna eins æ r 1 e g a og þú gerð- ir í þetta skifti ; en það er grát- legt, þegar menn vinna eins ó - æ r 1 e g a og þii gerðir um sið- ustu kosningar. Ég álít, að enginn flokkur hafi nokkurn tlma í nokk- uru landi drýgt annan eins stjórn- arfarslegan glæp eins og þann, sem íhaldsflokkurinn framdi við síðustu kosningar — að neita þjóð- inni um verzlunarfrelsi —, og ég álít, að aldrei hafi nokkur þjóð sýnt eins mikla fávizku og verið eins leiðitöm út á eyðimörk auð- valds og einokunar eins og Can- ada þjóðin við síðustu kosningar. Að banna sjálfum sér að mega selja og kaupa án sekta, það er hörmulegt ; það er stjórnarfars- leg brjálsemi. þegar ég var svolítill drengur heima á íslandi og las um það frá einokunartímabilinu, að íslenzkur maður, er Ilólmkell hét, hafði ver- ið bundinn við staur og hýddur fyri* það, að hann seldi fimm fiska í öðrum kaupstað en einok- unaríélögin vildu vera láta, þá fanst mér sem ég læsi um þann óhevrilegasta þrældóm, sem hugs- ast gæti. En í mínum augum er verið að endurtaka sömu söguna hér í Canada — í þessu svokallaða landi frelsisins — og það núna á 20. öldinni. Canada bóndinn er hýddur, ef hann dirfist að selja fimm pund af hveiti í öðrum kaup- stað, en einokunarfélögin vilja vera láta ; ef hann dirfist að verzla við nágranna sinn, Banda- ríkjamanninn, þótt hann fái þar langtum hærra verð fyrir þá vöru, sem hann hefir aflað með súrum sveita, en auðfélögin vilja gefa honum í Canada. Vesalings Hólm- kell miðaldanna — verkamaðurinn á íslandi — var hýddur við staur fvrir að verzla með eigin vöru, þar sem honum féll bezt ; vesal- ings Tlólmkell 20. aldarinnar — Canada bóndinn — er sektaður eða settur í fangelsi fyrir það að verzla með eigin vöru þar sem honum er hagkvæmast. — Burt með slíkt ! V. Fréttir eru héðan fáar. Upp- skera misjöfn, frostið olli stór- skemdum. Nú er fullger járnbraut- arstöðin á Leslie, og er hún mjög myndarleg. Rjómabúið hefir búið til 28,000 pund af smjöri 1 sumar, og borgar jafnt og stjórnarbúin ; er það býsna gott. Stofnun þessi er mikið aðdráttarafl fyrir bæinn. Vegir hafa verið bygðir og bætt- ir hér til stórra muna. Nokkur hús hafa verið bygð, og myndar- legt skólahús á að fara að reisa í bænum. Milíónaeigandi einn frá Lundúna borg — Iloman James að nafni — hefir keypt um 20 lönd umhverfis Leslie, og vinnur þar gufuvél nótt og dag. það er ógrynni lands,.sem hann er að rækta umhverfis bæinn og er það ómetanlegur hagnaður, sérstaklega fyrir þá sök, að hann hefir að eins keypt óunnið land, sem félag átti, og hvorki fram- leiddi neitt né var goldið af. Mað- ur þessi hefir látið þess getið, að hann ætli sér að láta Leslie bæ bera þess menjar, að hann hafi átt þar heima. Hann flytur alt sitt fólk hingað að sumri og ætlar að hygg.l’a hér stórhýsi. það er ó- mögulegt að gera sér grein fyrir, hversu mikið hann kahn að gera fjmir bæinn áður en lýkur. Bæjarstjórnin okkar er liðlétt ; tveir hérlendir menn ráða þat lög- ^ um og lofum og sofa þeir 24 klukkutíma í hverjum sólarhring. Kosningar fara fram í næsta mán- uði og vonum við þá eftir betri stjórn, því nóg er hér af vakandi mönnum. SlG. JúL. JðHANNESSON “Lynching5, Ileimskringla af 5. okt. flytur jneðal annars langa grein með fyr- irsögninni “Lynching”. — það eru tvær ástæður fyrir því, að mig langar til að gera dálitla athuga- semd við grein þessa. Fyrst það, að greinin er að ýmsu leyti ab gerður heilaspuni, og hitt að til- gangur greinarhöfundarins virðist vera sá, að kasta skugga á félags- líf Bandaríkjamanna, þar sem hann kallar fólkið skríl og reynir að útmála það á hryllilegan hátt, hvað þessi skríll aðhafist og hvað lög og réttur sé fótum troðinn. Greinarhöfundurinn útskýrir það á marga vegu, hve margir séu myrt- ir án dóms og laga, og segir það vera svartasta blettinn á Banda- ríkjunum. — Að mínu áliti eru svertingjarnir svartasti bletturinn á Bandaríkjunum ; ef greinarhöf- undurinn gæti þvegið hann af Bandaríkjunum, myndi nafn hans verða ódauðlegt um öll Bandarík- in. En nú kem ég að aðalmálinu, j þar sem mér finst ósvífnin keyra i fram úr hófi í greininni. Höfund- ur nn segir : “það er ekki nóg j fyrir hinn blóðþyrsta skríl, að drepa þá hreinlega sem falla hon- um í greipar, heldur pina þá og ! kvelja á sem • dýrslegastan og ! grimdarfylstan hátt”. Fyrst og fremst eru þetta alger ósannindi ; • því hver heilvita maður getur séð, ' að slíkt og þvílíkt væri ekki liðið^ ef svoleiðis aðferð væri notuð. En svo ætla ég ekki lengur að eltast við ofstækisfullar ýkjur og I ósannindi, sem koma fram í grein- | inni, en vil í þess stað — því tnér finst þaö betur við eiga — gefa dálitla upplýsing í þessu máli sam- kvæmt beztu þekkingu og áreiðan- j legustu afspurnum um þetta cít | ítrekaða negra mál. i Sannleikurinn er þetta, að í sumum af Suðurríkjunum eru íiciri negrar en hvítir menn. þar sein negrarnir eru í meirihluta, leyfa þeir sér að fremja öll ódáðavcrk, sem þekkjast í heiminum. Eitt af því átakanlegasta, sem kjtnur sárri gremju inn hjá hvítu fólki, er það þegar negrar ná í stúikubörn, oftog einatt 10 til 12 vetra götnul, i útleika þau á þann svívirðiiegast.a hátt, sem orðið getur, og ekki ó- sjaldan biða þau bana af vefif -ið- inni. Ef að stúlkan eða st’lku- barnið heldur lífi, þá klagar l.'in illræðismanninn. Svo er hann dreg- inn fyrir rétt, en þegar þar kemur koma fram 20 til 30 eða fleiri af negrafólkinu, og sverja þess dýran eið, að hinn ákærði hafi verið á alt öðrum stað þann tímann, sem stúlkan segir frá. Nú kemst dóm- | arinn í vandræði og veit ekki, | hverju hann á að trúa ; en stúlkan I hefir engin vitni, þar sem hinn á- kærði hefir heilan hóp af ljiigvitn- um.— þetta gekk svo langt og öll réttarganga varð svo erfið, að hinn seki var oft og einatt sýknað- ur og gefið tækifæri til að fremja annað eða fleiri níðingsverk. Og til þess með einhverju móti að reyna að vernda konur sínar og dætur, tóku menn sig saman um, að hengja þessa sakadólga ; — fyrst og fremst til þess að koma í veg fyrir, að fanturinn fremdi fleiri illræðisverk, og einnig til þess ef ske mætti, að þessi aðferð yrði öðrum negrum til viðvörun- ar framvegis. Negra spursmálið er svo stórt og umfangsmikið alt í gegn, að mér dettur ekki í hug, að fara langt út í það í þetta skifti. En eftir beztu þekkingu í þau 30 ár, sem ég hefi átt heima í Bandaríkj- unum, hefi ég komist að þeirri nið- tirstöðu, gð negrum hafi verið gef- ið meira frelsi og meiri réttindi, en þeir hafi verið hæfir til að taka á móti. þeir kttnna ekki að meta mannréttindi ; þaðan af síður, að þeir virðist hafa nokkurn villa á, að reyna að hegða sér eins og heiðarlegir borgarar. Eg ætla svo að segja skilið við þetta mál að sinni, og vona að hinir mörgu lesendur Heimskringlu sem þetta mál er ekki kunnugt, sanníærist um það, að höfundur greinarinnar “Lynching” hefir ver- ið nokkuð einhliða og þekkingar- lítill á því sem hann skrifar um, og þar af leiðandi sett hvern sleggjudóminnofan á annan, án þess að vita, hve mikill sannleiki eða réttlæti lægi til grundvallar fyrir öllu, sem hann setur fram í grein sinni. Mauntain, N.D., 15. okt. 1911. PAUL JOHNSON. Hefir þú borgaö Heimskringlu ? ANDATROARFÉLAGID heldur ársfund sinn í kirkju sinni. á, horni Lifton St. og Sargent Ave. hér í borg mánudaginn 6. nóvcm- ber kl. 7 að kveldi. Skeintisam- koma verður haldin á eftir íund- inum. Á sunnudaginn 5. nóvember verða 2 messur, kl. 3 e.h. og kl. 7 að kveldi. Allir boðnir og \el- komnir báða dagana. (n.2j. JOHN DUFF PLHMBEH.GAS ANI) STEAM FITTER Alt ve**lc vol vandað, og veröift rétt 664 Notre Datne Av. Phone Garry 2568 WINNIPEG MARKET HOTEL 116 l’rincess 8t. A móti markaönnm P. O’CONNELL, eigandl, WINNIPEQ Beztu vínfönf? vindlar og aöhlynning góö. Islenzkur veit.in»ramaöur P S. Anderson, leiöbe-nir lslendingum. JIMMY’S HOTEL BEZTU VÍN OGVINDLAR. VÍNVEITARI T.H.FRASER, ÍSLENDINGUR. : : : : : Jamcs Thorpe, Elgandl• Woodbine Hotel 466 MAIN ST. Btmrsta Rilliard Hall 1 Norövosturlandinu Tlu Pool-borö.—Alskonar vfnog vindla* Qiatlng og fæOi: $1.00 á dag og þ«r y/ir Lennon A Hebb Eigendur. MIKIL UPPBOÐSSAtA á liestum, holdagripum, mjólkur kúm. bænda verkfærum, lieyi og húsgöngnun, o,s,frv. að 0AK POINT, MAN. Laugardaginn 4. nóvember 1911 Samkvœmt skipun, herra B. Rafnkelson. Sél égö hesta, frá 9J0 til 1300 punda þunga, Einnigaðra gripi, þar með 5 kynbóta naut, hæns, svln, eyki aktygi, hesta ábreiður, eldstó, hitunarstó, boxstó og allan húsbúnað úr velbúnu húsi. Roll Top Desk, 500 pör af skóm, groceries, járnvöru^ kaðla. hveiti og margar aðrar vörur. Alt þetta verður að seljast þvf eigandinn heíir selt búland sitt. Söluskilmálar; $60.00 kaup og þar undir borgist út í höiid, Fyrir stærai upphæða kaup verður frestur veittur til 1. maf. 1912, gegn viðteknum borgunar — skuldbindingum með 8 per cent vöxtum. D. JONES, Uppboðshaldari Holda nautgripir, svín, fuglar og hey verður selt gegn peningaborgun út í hönd. Kornyrkjumenn þegar þið kaupið akuryrkju leita fyrir ykkur, hvar þau„eru ód En það er alveg eins mikilsvar hæsta verði eins og að kaupa verk Getið þið verið vissir um, að hveitið ykkar, ef þið stöðugt skifti Reynið okkur. Sendið okkur dæmið fyrir sjálfa ykkur, hvort skifta ykkar. Sérstakt tillit tekið til tegund Skrifið eftir vorum 'ýikulega ari upplýsingum. verkfæri, munuð þið vafalaust ýrust, áður en þið gerið kaupin. ðandi, að selja hveitið ykkar með færin ykkar með lægsta verði. fá ætíð allra hæsta verið fyrir ð við þann sama?. eina vagnhleðslu til reynslu og við séum verðir að njóta við- a flokkunar. verðlista (Market Letters) og frek- HANSEN GRAIN COMPANY Grain Commission GRAIN EXCHANGE - - - WINNIPEG, MAN. Members: WINNIPEG GRAIN EXCHANGE. Members: CALGARY GRAIN EXCHANGE I

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.