Heimskringla - 14.12.1911, Side 7
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 14. DES. 1911.
7. BLSf
Sven Anders Hedin
svenski landkönnunarmaðurinn
heimsfrægi, er íæddur i Stokk-
hólmi 19. íebrúar 1865. Hann er
bróðursonur eins aí merkustu
stjórnmálamönnum Svía á öldinni
sem leið, Sven Adolph Hedin, sem
Jengi var ritstjóri Aftonbladet;
framfaramaður hinn mesti. Ettin
er að góðu kunn meðal Svía, og í
henni margt af méntuðu og efn-
uðu fólki. — Sven Hedin fékk á-
gætt uppefdi og var þegar í æsku
settur til náms. Hann heíir sagt
sjáffur frá atviki einu frá skólaár-
um sínum, sem hefir ef til vill haft
mikil áhrif á Hf lians. Hann var
15 ára drengur, nýlega kominn í
mentaskófa, þegar Nordenskjöld
kom lieim úr hinni frægu ferð sinni
norðan um Asíu sjóleiðis. Hedin
stóð á liæð í Stokkhólmi, þar sem
útsýn var mikil yfir borgina og
höfnina, og horfði ásamt vanda-
mönnum sinum á hinar hátíðlegu
móttökur. öll borgin var dúðuð í
flöggum og fánum og fólkið safn-
aðist saman prúðbúið, þangað sem
helzt var von um að sjá eitthvað
af allri dýrðinni. Allur herskipa-
flotinn létti akkerum og sigldi i
fögrum fylkingum út úr höfninni
til þess að fagna ‘Vega’, — þess-
ari fitlu, ísnúnu rannsóknarskútu,
sem Nordenskjöfd var á. Skipin
voru prýdd fánum frá hæstu hún-
um ofan á borðstokka og fellin
umhverfis höfuðstað Svía og und-
ir honum skulfu af skotdunum.
Mitt í þessari skrautbúnu skipa-
þvögu, seig ‘Vega’ áfram hægt og
hægt inn í höfnina. þar beið kon-
ungur með föruneyti sínu til þess
að taka fyrstur manna við hinum
fræga landkönnuði, er hann stigi
þar fæti á land. Líkar þessu höfðu
viðtökurnar verið í öllum löndum
og álfum heimsins, þar sem ‘Vega’
kom við á heimleiðinni frá Behr-
ingssundi. — Öll þessi mikla við-
höfn steig hinum framgjarna æsku-
manni til höfuðsins og í kyrþey
setti hann sér það markmið, að
vinna sér líkan orðstír eins og j
Nordenskjöld. þó mun hann þó j
fráleitt hafa hugsað svo hátt, að j
réttum 30 árum síðar yrði hann
búinn að vinna sér þeim mun ;
meiri frægð en Nordenskjöld, að ;
herflotadeild Stokkhólms yrði send j
á móti honum, —- ekki að eins út1
úr höfninni, heldur alla leið til i
Finnlands.
Sven Hedin varð stúdent tvítug-
ur að aldri (1884), stundaði síðan ,
nám við Uppsalaháskóla og tók 1
heimspekispróf 1888.
Sama árið og hann varð stú- i
dent, fór hann fyrstu landkönnun- j
arferð sína. Ifann lagði þá á stað
frá Baku, sem er bær á Suður- |
Rússlandi við • Kaspíska-hafið
vestanvert, ferðaðist þaðan um
fjöllin og hálendið í norðurhluta
Persíu, Mesopótamíu og Kákasus-
fjall-lendið. Um þetta ferðalag reit
hann fyrstu ferðasögu sína bg j
vakti sú bók þegar almenna at-
hygli.
Árið 1890 sendi öskar Svíakon-
ungur sendiherrasveit til Persa-
keisara. í þeirri sveit var Sven
Hedin, — líklega sá eini í því föru-
neyti, sem búinn var að kynnast
landinu og þjóðinni. Hann varð
þó ekki förunautum sínum sam-
ferða heimleiðis, heldur skildist
hann frá þeim í Persíu og lagði út
í nýtt ferðastórræði. Fór hann þá
um norðurhluta Kaspíu, Khorist-
an, Turkestan, Samarkand og
Kasligar eða inn í miðja Asíu. Á
heimleiðinni fór hann aftur um
Kákasus-hálendið og norður um
eudilangt Rússland.
þessar tvær ferðir voru ekkj
annað en inngangur að lífsstarfi
Hedins, en þó nauðsynlegur inn-
gangur. Á þeim komst hann í
kynni við lönd og þjóðir, sem fáir
Norðurálfumenn hafa mikið af að
segja, lærði tungur þeirra, vandist
siðum þeirra og háttum og vand-
ist ferðalögum um fjöll og óbygö-
ir, þar sem engin farartæki nútím-
ans eru fyrir höndum ; vandist
allri þeirri áreynslu og örðugléik-
um, þreytu, skorti, kulda, ófærð
og illviðrum, sem slíkum ferðalög-
um eru óhjákvæmilega samfara.
Á þeim vandist hann líka við það,
að nota lítt siðaða menn til föru-
neytis, fara með vinnudýr, sem
lítt þekkjast hér í álfu, og allan
þann útbúnað, sem þörf er á að
þekkia og nota f slíkttm ferðum.
Alt þetta kom honum að góðu
haldi siðar.
Eftir að Sven Hedtn kom heim
úr þessari ferð sinni, hélt hann
kyrru fyrir um stund. Stundaði
hann þá nám við háskólann I
Halle á þýzkalandi og vann sér
þar doktorsnafnhót 1892. Eftir
það fór hann að búa sig undir
Wna fyrstu miklu landkönnunar-
för sína austur um þvera Mið-
Asíu, og var þeim útbúnaði lokið
tveim árum síðar (1894).
það hlýttir að verða all-erfitt
fyrir allan þorra lesenda alma-
naksins, að gera sér ljósa grein
fyrir lífi og starfi Sven Hedins af
þyí einu, að rekja spor hans á
langferðum hans um Mið-Asíu. Til
þess er kunnugleikinn um þessa
miklu heimsálfu af alt of skornum
skamti. Auk þess eru öll staða-
nöfn af austurlenzkum uppruna,
tnjög ólík þeim orðum, sem vér
eigum að venjast, og ómunntöm.
þetta verður ásamt mörgu öðru
til þess, að gera þekkingu vorri
örðugra fyrir.
Mið-Asía er geysimikið hálendi,
hæsta og víðáttumesta hálendi
heitnsins. það liggur frá austri til
vesturs um endilanga álfuna sunn-
arlega og er breiðast austast. Á
einum stað, norður af Vestur-Ind-
lattdi, er það nærri því slitið sund-
ur. þar tengja það saman nokkrir
risalegir fjallgarðar. Vestan við
þessa mjódd breikkar hálettdið aft-
ttr, nær suður að Persítt-flóa, norð-
ur að Kaspíu-hafi og vestur tneð
Svartahafi sunnánverðu langt
vestur á Litlu-Asíu. 1 norðurbrún
jtessa hálendis ertt Kákasusfjöllin,
Elbrús og Armeníu-fjöllin (Ara-
rat). Austurhluti hálendisins er
langt tttn meiri fyrirferðar og fjö',1-
in þar ennþá hærri og verri yfir-
ferðar. í suðttrbrún þessa hálettflis
er Himalayja-fjallgarðurinn. Hantt
liggur í boga suður á Indland,
girðir fyrir það alt að norðan-
verðu, og sveigist þá austur á
bóginn inn í Kínaveldi. Meðalhæð
þessa fjallgarðs er ttm 16,000 fet
(5,300 m.) yfir sjó, en mesti fjöldi
tinda er þar yfir 21,000 fet (7,000
m.), og sá tindur, sem hingað til
hefir verið talinn hæstur á, jörð-
ttnni, Gattrisankar, eða Mount Ev-
erest, er um 27,000 fet á hæð. í
norðurbrún hálendisins eru fjall-
garðar, sem ekki gefa þessum mik-
ið eftir að hæð og hrikaleik.
Ganga þeir langt norður í suður-
hluta Síberíu. Austurhluti héraðs-
ins greinist stindur í marga fjall-
garða, er liggja um Tíbet og Kína
alla leið austur að Kyrrahafi. —
þetta feikna-hálendi tekur yfir ná-
lega þrjá fimtu hlnta af allri Asíu
og er svo hátt, að því hefir verið
gefið nafnið ‘þekja heimsins’.
Norðan að þessu hálendi liggja
flatlendur Suður-Rússlands og
suðurhluta Síberíu. Eru þar mörg
og mikil stöðuvötn, flest með
söltu vatni. Mest þeirra allra er
Kaspíuhafið og rennur fljótið
Volga út í það. Næst þvi að
stærð er Aral-vatnið og Balkasj-
vatnið, bæði nokkttð austar. Stór-
fljót renna úr þessu hálendi í allar
áttir. Mest þeirra er Irtisj og An-
gara, sem bæði renna um þvera
Síberíu norður í íshaf ; Amttr,
Iloangho og Jangtsekiang, sem
renna austur í Kyrrahaf, og Indus,
Brahmaputra og Ganges, sem
rentia suður i Indlandshaf.
Innan við fjallgarða þá, sem
mvnda brúnir þessa mikla hálend-
is, eru afar-víðlendar hásléttur,
sem mönnum voru lítiö sem ekk-
ert kunnar og enn eru lítt kunnar.
þar er mesti fjöldi stórra, saltra
stöðuvatna, ár, sem renna úr
fjöllunum út á háslétturnar og
hverfa þar ofan í jörðina — eða
einhvern veginn úr sögunni, og
tniklar eyðimerkur, þaktar gulum
foksandi. Austurhluti hálendisins
er eintt nafni nefndttr eyðimörkin
Gobi.
Tvö höfuðríki skifta þessu
tnikla hálendi á milli sín, Rúss-
land að norðan (Síbería) og Kína
að austan (Mansjúría, Mongolia
og Tíbet). Sunnan að því ligg.ja
ýms ríki, svo sem Indland, Afgan-
istan, Persía, og lönd Tyrkja í
Litlu-Asíu.
Áður en Sven Hedin hóf rann-
sóknarferðir sínar, var þekking
inanna á þessu afskaplega hálendi
öll í brotum. Uppdrættir af því
voru allir skakkir og víða í þeim
auðir flákar, þar sem enginn vissi,
hvað átti að standa. Árnar voru
markaðar á landabréfin í sundur-
lausum spottum. Enginn vissi um
upptök þeirra, enginn vissi, hvað
af þeim varð. Menn höfðu komið
að þeim hér og þar, dregið það
upp, sem þeir náðu til, en hitt
vantaði. Heila fjallgarða vantaði
alveg, eða stefna þeirra og sam-
band við aðra fjallgarða var öll
af handa hófi. Vegir um fjall-
skörðin vortt gersamlega ókann-
aðir. Enginn vissi glögt, ltvar
landamerki ríkjanna vortt og hver
átti þetta, hver hitt. Stöðugar
landamæraþrætur höfðu gengið
milli Englendinga og Rússa út af
landamærum Afganistan og Rúss-
lands, Rússa og Kínverja út af
austurlandamærunum, og Rússa
og Tyrkja aftur vestar á hálend-
inu. Hvað eftir annað lá við ó-
friði. Rússar höfðu fært út kví-
arnar suður og austur á bóginn,
svo langt sem þeim var frekast
fært. Slegið þar eign sinni á stór
en strjálbygð landflæmi og hálf-
viltar þjóðir. þar höfðu þeir kom-
ið ttpp sterkum landamæravirkj-
um, áður en nágrannaþjóðirnar
áttuðu sig á, ltvað þeir voru eig-
. I
inlega að gera, — höfðu hervald
og góða stjórn og voru alt annað
en árennilegir. Einkum var það
landspilda í miðri Asíu nálega,
sem Pama heitir, sem var þrætu-
eplið. Rússar höfðu hremt það.
Englendingar vildu ná í það, Tyrk-
ir lika, en Kínverjar þóttust eiga
það. Rússinn var þó ekki á því
að sleppa því og heldur því enn.
Austan við landamæri Rússa gekk
alt á tréfótum. þar hafði maður
verið á ferð fyrir skömmu, sem
hét Jakub Beg, tyrkneskur að upp-
runa (sjá Almn. síðastl. ár). —
Hann stofnaði þar stærðarríki í
beinni óþökk allra manna, og
stýrði því um mörg ár, án þess
nokkur fengi við ráðið. Loks var
hann myrtur ; en stjórnin í ríki
hans batnaði ekki við það. Og enn
ráða þar mongólskir ræningja-
flokkar lögum og lofttm.
Sven Hedin lagði- á stað í hina
fyrstu miklu rannsóknarferð sína
á miðjum vetri 1894. Fór hann á
járnbrautum suður um Rússland
að Kaspíuhafi, þaðan um hávetur
í hinni verstu færð attstur um
þvert Turkestan, yfir hina miklu
fjallgarða í norðurbrún hálendis-
ins, og komst til Pamir um vorið.
þar höfðu Rússar fast aðsetur og
fögnuðtt honttm eins og þeir ættu
í honum hvert bein. 1 bænum
Pamir, höfuðborg landsins, hafðist
hann yið um hríð og fór þaðan
rannsóknarferðir út í óbygðirnar.
Meðal annars rannsakaði hann
þar gríðarmikið jökulfjall, sem
heitir Mústagata og er yfir 22,000
fet á hæð. Reyndi hann að kom-
ast upp á jökttlinn, en varð frá að
hverftt, vegna þess, hve loftið var
þunt. Hann þoldi það að vísu
sjál'fur, en hvorki menn hans eða
vittnudýr. þá lagði hann um sum-
arið á eyðimörkina Malka-Takan,
setn er austurhluti Pamír-sléttunn-
ar. þar lenti hann í hinar mestu
hörmttngar sökutn sandstorma og
vatnsskorts. Misti flest-alla menn
sína Og mestan hluta farangurs
síns og komst með mestu naum-
indurn lifandi til mannabygða. —
Hann lét þó ekki þetta á sig fá,
en bjó sig út af nýju í Pamir og
lagði út á evðimörkina. 1 þetta
skifti gekk honum betur. Náði
hann þá til stöðuvatnsins Lob-
nor og kannaði löndin umhverfis
það, sem áður vortt pkunn með
öllu. þaðan hélt ltann austur á
bóginn, yfir fjallgarða mikla norð-
ur af Tíbet og eyðimerkttr í Mon-
golitt, fullar af ræningjaflokktim,
hvar sem bjargvænlegur blettur
var fvrir. Loks náöi hann til Pek-
ing í Kína 2. marz 1897. þaðan
fór hann vestur um endilanga Sf-
beriu heimleiðis.
Síðari ferðir Sven Hedins hafa
verið beint framhald af hinni
fyrstu. í 16 ár hefir hann haldið
þeitn áfram, verið 2—3 ár í hverri
ferð, og einungis komið heim til
sín í því skvni, að leggja fram á-
rangurinn af rannsóknum sínum
°g týgja sig á stað í nýjan leið-
angur. Allar hafa ferðirnar stefnt
að því, að kanna austur-hálendi
Mið-Asíu, frá vestur Turkestan
alla leið austur í Kína, eða “lönd-
in bak við Ilintalat'a” (Trans-
Himalavja), sem hann nefnir þau í
bókttm s num og landabréfum. Á
þessum ferðum hefir hann farið \'f-
ir mikil fjall-lendis flæmi. þar rent
enginn vísindamaður hafði komið
áður, fttndið fjallgarða, fjallvegi,
stöðuvötn, dali og ár, sem allur
hinn inentaði heimur hafði enga
hugmynd um að til væri. Fundið
meðal annars upptök stór(l| >t.?ins
Indtts og Brahmaputra, sem ret na
út í arabiska flóann og bengalska
flóann og öllum vortt áður ókunn.
Fjallalandið Tíbet hefir fram að
þesstt verið harðlokað fyrir öllum
útlendingum, einkum þó Norður-
álfttmönnttm. Hedin er fyrsti vís-
indamaðurinn, sem um það hefir
ferðast, og það í beinni óþökk
þjóðarinnar. Árið 1906 reyndi
hann að komast dulklæddur til
höfuðborgar ríkisins Lahssa, hinn-
ar heilögu borgar Vestur-Kín-
verja, en varð frá að ltverfa fáar
dagleiöir frá borginni. þá komst
upp, hver hann var, og var hann
rekinn vægðarlaust úr landi. Árið
eftir sendu Englendingar hersveit-
ir frá Afganistan til Lahssa. þær
var ekki eins auðvelt að gera aft-
urreka. í þeirri ferð neyddu Eng-
lendingar Tíbet menn til að opna
landið fvrir frjálsum viðskiftum og
siðmenningtt vesturþjóðanna. Kín-
verjar vörðtt ltina “heilögu borg”
sína af mestu grimd, en Englend-
ingar létu ekki undan síga. Eng-
inn Norðurálfumaður hafði komið
þangað á undan þeim.
Árangurinn af ferðum Sven Hed-
ins er ekkert smáræði. Eftir
hverja ferð hefir hann gefið út
langar og ítarlegar ferðasögur í
tveim þykkttm bindttm með fjölda
af myndtim og uppdráttum. þess-
ar bækur ertt þó fremur ætlaðar
mentaðri hluta alþýðu og lýsa
þær öllu, er fyrir hann hefir borið
á ferðum ltans, svo að lesandittn
ferðasx með honum í huganum all-
!
ar hinar löngu og erfiðu leiðir.
þessar bækur eru gefnar út sam-
tímis á 12 tungumálum og þykja
í öllum löndum hinir beztu gestir.
Hedin segir skáldlega og skemti-
lega frá ferðum sínum. Eftirtekt
hans er einstök og hæfileikinn til
að raða efninu, búa það viðfeldn-
um búningi og koma orðum að
öllu, svo frásögnin verði hvergi
langdregin, hvergi þreytandi og
hvergi full mælgi eða endurtekn-
ingu, er miklu meiri en menn eiga
að venjast i ferðasögum vísinda-
manna. Yfir allri frásögninni er
bjartur blær, einhver yndisþokki,
sem laðar að sér engu síður en
verk beztu skálda. Öllum, sem
lesa ferðabækur Hedins, lærist að
þykja vænt utn hann sjálfan.
Vísindalegi árangurinn er þó
miklu meiri og dýrmætari, en auð-
j vitað hafa ekki aðrir með hann að
gera en þeir, sem sérstaklega
IuÍIgja stund á landafræði, nátt-
urufræði eða tnannfræði. Eftir
eina af hinum miklu ferðum sinum
'í fjallabeltinu norðan við Hima-
layja-fjöllin, lagði'hann fram 173
landauppdrætti, og í þeirri ferð
hafði hann fundið 23 sölt stöðu-
vötn, sem mönnum voru ókunn
áður. í mannfræðislegu tilliti er
árangurinn engu minni. Ilann hef-
ir brotist -áfram í löndum, sem
þeir þjóðflokkar bvggja, sem ald-
rei hafa áður verið athugaðir vís-
indalega, dvalið hjá þeim lang-
dvölum, kanrfað trii þeirra og
siðu, ætterni, útlit og líkamsbygg-
ingu og fært hinum mentaða
heimi ótæmandi fróðleik í þessu
efnij tTr þessari visittdalegu starf-
semi er auðvitað ekki unnið til
hlýtar. það verður verk margra
manna og margra kynslóða. —
Árið 1903 veitti sænska ríkisþing-
ið honttm 75,000 kr. til útgáfu
bóka sinna og landabréfa úr þeirri
ferð, sem þá var nýafstaðin. Við
sama tækifæri var hann gerður að
aðalsmanni í föðurlandi sínu, og
látinn fá miklar árstekjur. Útlend
vísindafélög hafa einnig stutt
starfsemi hans rækilega með fjár-
framlögttm og útlend ríki, einkum
Rússland og enska stjórnin á Ind-
landi hafa greitt götu hans af öll-
um mætti og jafnan haldið vfir
honum verndarhendi sinni.
þær þrautir og mannraunir, sem
Sven Hedin hefir ratað í á þess-
um ferðum sínum, eru ótrúlegar.
þær líkjast meira tröllasögum, en
sönnum sögum. Ilvað eftir annað
hefir hann legið úti uppi á jöklum
í hríð og gaddi, miklu hærra yfit
sjávarmál en hæstu tindar Norð-
urálfunnar ná. Ilann hefir kafað
gulan, fínan foksand Asíu eyði-
markanna í brennandi, steikjandi
sólskini, og orðið að horfa á menn
sína og vinnudýr hníga niður
máttvana af þorsta og láta þar
lífið. Hann hefir lent í sandbyljum
á þessum sömu eyðimörkum og
orðið að láta skefla yfir sig og
farangur sinn. Hann hefir ferðast
margar dagleiðir samfleytt á reg-
inhvítu hjarni, i suðurlanda-sól-
skini, — hálfblindur af snjóbirtu.
Ilann hefir orðið að þola þann
geysimikla mismun hita og kulda,
sem fylgja nótt og degi í þessum
löndum, þar sem enginn vindblær
frá hafinu ttær til að milda loftið,
38 stiga hita á daginn, 20 stiga
kulda á nóttunni. Hann hefir orð-
ið að sitja hreyfingarlaus á farar-
skjóta sínum á fjallvegum, sem
I'gR.ía vfir 20,000 fet j’fir sjó. þar
ér foftið svo þungt, að hjartað
hlýtur að springa við hverja
minstu áreynslu. ÚTr einni slikri
fjallaför komst hann aleinn lifandi
af ; allir fylgdarmenn hans hnigu
í valinn og urðu þar eftir. Hann
hefir orðið að velkjast um hin
miklu stöðuvötn í þessum fjalla-
löndum á litlum segldúksbát og
slarka vfir beljandi jökulár, sem
enginn þekti vöð á. Nærri því dag-
lega hefir hann verið í lífshættu og
oft mist góða og ötula fylgdar-
menn. Með dæmalausri karl-
mensku, hugrekki og snarræði hef-
ir hann brotist fram úr öllum
þrautum — einhvernveginn. Ofan
á alt þetta hefir bæzt ógestrisni
þeirra þjóða, sem hann hefir heim-
sótt, ýmugustur á honum sem
njósnarmanni, hjátrú, hleypidom-
ar og siðleysi fólksins, sem fyrir
honum hefir orðið, ótrygð sumra
fylgdarmanna hans, stöðug bar-
átta við ræningjaflokka og villi-
dýr, o. s. frv. þegar á alt þetta er
litið, líkist það góðu æfintýri, að
Sven Hedin skuli ennþá vera til
meðal lifandi manna.
Sven Hedin er lang-frægasti
ferðamaðurinn, sem lifir og líklega
sem lifað hefir. Eftir hann liggur
miklu meira verk og miklu nota-
sælla en eftir nokkurn annan btttd-
könnunarmann. Með þvi einu, að
líta á hið mikla fjallabelti á landa
bréfunum, yfir þvera Asíu, hæsta
fjallabelti heimsins, sem hann einn
hefir kannað og rannsakað, fær
maður nokkra hugmynd um mik-
illeik starfsemi hans, elju og 6-
þreytandi kapp. það er ótrúlegt
nafn hans geti gleymst, meðan
himintindar Ásíu standa fyrir aug-
um hugsandi manna.
tí. M.
Ahnwmks Þjóðvinnfélcig.
Hannyrðir.
Undirrituð veitir tilsögn í alls
kyns hannyrðum gegn sanngjarnri
borgun. Starfsstofa : Room 312
Kennedy Bldg., Portage Av., gegnt
Eaton búðinnl. Phone: Main 7723.
GERÐA HALDORSON.
I
PRENTUN
VER NJÓTUM, sem stendur, viðskipta margra
Winnipeg starfs- og “Business”-manna,—
En þó erum vór enþá ekki ánægðir. —
Vér viljum fá alþýðumenn sem einattnotast við illa
prentun að reyna vora tegund. — Vér ábyrgjumst
að gera yður ánægða. — Öfmið yðar næstu prent.
p'hitun til —
PHONE 334
THE ANDERSON CO.
PROMPT PRINTERS
555gSargent Ave. Winnipeg, Man.
MANITOBA
E3M
TEKIFERANNA LAND.
Hér skulu taldir að eins fáir þeirra miklu yfir-
burða, sem Manitoba fylki býður, og sýnt, hvers-
vegna allir þeir, sem óska að bæta lifskjör sin, ættu
að taka sér bólíestu innan takmarka þessa fylkis.
TIL BÖNDANS.
Frjósemi jarðvegsins og loftslagið hafa gert Mani-
toba lieimsfræga, sem gróðrarstöð No. 1 hard hveitis.
Manitoba býður bændasonum ókeypis búnaðar-
mentun á búnaðarskóla, sem jafngildir þeim beztú
sinnar tegundar á ameríkanska meginlandinu.
TIL IÐNAÐAR- OG VERKAMANNA.
Blómgandi framleiðslustofnanir í vorum óðflugia
stækkandi borgum, sækjast effir allskyns handverks-
mönnum, og borga þeim hæztu gildandi vinnulaun.
Algiengir verkamenn geta^og fengið næga atvmnu með
beztu launum. Hér eru yfirgnæfandi atvinnutæki-
færi fyrir alla.
\
TIL FJÁRHYGGJENDA.
Manitoba býður gnægð rafaíls til framleiðslu og
allskyns iðnaðar og verkstæða, með lágu verði ; —
Frjósamt land ; — margvíslegar og ótæmandi auðs-
uppsprettur frá náttúrunnar hendi ; — Ágæt sam-
göngu og flutningatæki ; — Ungir og óðfluga vaxandi
bæir og borgir. — Alt þetta býður vitsmunum, auð-
æfum og framtakssemi óviðjafnanleg tækifæri og
starfsarð um fram fylstu vonir. Vér bjóðum öllum
að koma og öðlast hluttöku í velsæld vorri og þrosk-
un. — Til frekari upplýsinga, skrifið :
JOS. HARTNEY, 77 York Street, Toronto, Ont.
JOS. BURKE, 178 Logan Avenue, Winnipeg, Man.
A. A. C. LaRIVIERE, 22 Alliance Bldg., Montreal,
J. F. TENNANT, Gretna, Manitoba.
J. J. 60LDGW,
Deputy Minister of Aariculture and Immigration,'Winn’peg
dag er bezt að gerast kaupandi
að Heimskrinalu. Þ«ð er ekki
r*
TlieWinniiicgSafeWorks,
LIMITED
50 Princess St., Winnipeg
VERZLA MEÐ
Nýja o" brúkaða öryggis skápa [safes],
Ný og brúkuð “Cash Registers”
Verðið lágt, Vægir söluskilmálar,
VÉR BJÓÐUM YÐUR AÐ SKOÐA VÖRURNAR,
I____________________________________________I