Heimskringla - 08.02.1912, Blaðsíða 1

Heimskringla - 08.02.1912, Blaðsíða 1
l Talsimi Heimskringlu ► ▼ J J Garry 4110 # W ' Í 4 Heimilistalsími ritstj. Garry 2414 * * XXVI. ÁR. WINNIPEG, MANUOBA, FIMTUDAGINN, 8. FEBRÚAR 1912. Nr. 19. KINA STYRJÖLDIN. KeisaxadæmiS Kína, e£tir aS hafa staöiS í 4800 ár, er nú liSiS undir lok og lýSveldi komiö í staöinn. En sem stendur skiitist Kína í tvö lýöveldi, og er Nank- injr höfuöborg annars, en Peking hins. Afnám keisaradæmisins skeöi á mánudaginn var, er keisraekkjan lét birta þann boÖskap þjóöinni, aö kieisaraættin aísalaöi sér völd- um, 0£ aö Kína skyldi veröa lýö- veldi. Fól hún kanslaranum, Yuan Shi Kai, stjómartaumana, og tók hann sér þegar bráöabyiigöarfor- seta nafn. Fyrsta verk hans, þegar hér var komið, var aÖ tilkynna Dr. Sun Yat Sen, uppreistarforsetanum, málavö|x.tu, og óska þess, aö samningar kæmust á þannig, aÖ Kína yrði eitt ríki sem áður, en ekki tvö, og að sá þeirra yröi forseti hins sanaeinaða lýöveldis, sem meirihluti fulltrúa frá öllum hlutum ríkisins kysi á sameigin- legum fundi ; og jafnframt, að höfuðborg ríkisins yrði Peking, sem áður, en ekki Nanking. Dr. Sun Yat Sen og stjórn hans hefir enn ekki svarað sáttaboð- skap kanslarans, og er óvíst talið aö uppreistarmenn fallist á slíkar sættir. þykir mörgum, sem eitt- hvaö grunsamt sé við þetta alt saman, og vilja heldur halda styrj- öldinni áfram og vinna Peking og jafna um keisaraættina. Sumir halda því fram, að Kína sé hetur borgiö sem tveim ríkjum en einu, og sé ekkert betra en að Dr. Sun Yat Sen verði forseti í Suður-Kína, með Nanking fyrir höfuöborg, og að Yan Shi Kai veröi forseti Norður-Kína, með Peking fyrir höfuöborg. Orusta stóð á laugardalginn við mynni Yalu fljótsins í Manchuria, og fóru svo leikar, að uppreistar- menn unnu mikinn sigur. Síðustu frétttir segja, að heí mikill af uppreistarmönnum sé skamt frá Peking, og mutíi ráðast á borgina innan fárra daga. Borgin Hon Kow hefir fallið í hendur uppreistarmönnum. óaldarflokkar fara víða um landið meö ránum og gripdeildum, brenna bygðir og bæi og drepa og myrða hlífðarlaust karlmenn, börn og eldra kvenfólk ; það, sem yngra er, hafa þeir á burt með sér og selja mansali í borgunum. Ofan á þetta og aðrar hörmungar styrjaldarinnar bætist svo hung- ursneyð og hallæri í mörgum hér- uðum, og hafa margir orðið hungurmorða. Ástandið er því hörmulegt. Fregnsafn. Markverðustu viftburftir hvaðanæfa. — Neðansjávar tundurselidill, tilheyrandi brezka flotanum, fórst við Isle of Wight fyrra fimtudag, eftir að hafa rekist á herskipið . Hazard. Kngri blörgun varð aö- I komið og druknaði öll áhöfnin, — 14 manns. — Sneed-málið í Fort Worth, 1 Texas, er nú komið fyrir dómstól- ' aVa. Hefir kviðdlómur verið kall- I aöur og vitnayfirheyTsla byrjuð.— ' Hefir Sneed fengiö sér fjölda af beztu lögmönnum ríkis ns til að , verja sig, og Boyce fjölskyldan hefir einnig ráðið sína eigin sak- sóknara til aö sækja máliö á hend ur Sneed. Að Sneed og hans menn svífast einskis sézt bezt af því, aö aðalvitnið á móti honum, sem sat við hliö gamla Boyce, þegar Sneed skaut hann, hefir ver- ið ráðið af dögum. Vitni þetta, Edward Trockmorton, sonur fyrr- um ríkisstjóra i Tejxas, hafði neytt víns með tveimur honum ó- kendum mönnum, en vínið var eiturblandað, og dó Trockmorton degi síðar, eftir að hafa lýst því yfir, að sér heföi veriö byrlað eit- ur. Að það hafi verið Sneeds menn, sem níðingsverkið unnu, er vafaJítiö, því einkis er svifist af þéirra hálfu að veikja sóknina. — Einnig hefir það orðið uppvfst, að revnt hefir veriö að múta sumum af kviðdómendunum, og alt gert, sem hægt var, til að draga málið á langinn. — Álit margra er, aÖ Sneed muni veröa sýknaður af glæp sínum ; en jafn víst er talið, ef svo fer, að honum verði ráöinn bani af einhverjum af Boyce bræðr unum; því föður sinn viija þeir ekki láta liggja óbættan í gröf sinni.— Mrs. Sneed hefir nú höfð- að skilnaðarmál frá manni sínum og gerir kröfu til barna þeirra. — A. G. Boyce yngri er ennþá hér í Winnipeg og bíður átekta. — Við stórtíðindum má enn búast áður málunum lýkur. — Borgarstjóra kosning fór fram í Montreai fimtudaginn 1. þ. m., og var L. A. Lavalle, K.C., kosinn með 12,000 atkvæðum um- fram Ald. George Marcil, borgar- stjóraefni borgaralistans og tem- plara. Kosningin var sótt af hinu mesta kappi, og voru flest öll af blöðum borgarinnar, klerkaiýður- inn og bindindismenn á móti La- valle ; en samt átti hann frægum sigri að hrósa. Einnig voru fimm bæjarfulltrúar kosnir, sem borgara samkundan barðist á móti, og sem uppvísir höfðu orðið a® fjár- glæfrum og féllu við kosningarnar 1910 ; nú unnu þeir þau sæti sín aftur. Yfir höfuð gengu kosning- arnar mjög á móti “social reform’ og bindindisfélögunum. Auðfélögin og bandamenn þeirra báru sigur- inn úr bý.tum. Hinn nýkosni borg- arstjóri Lavalle hefir setið í borg- arráði Montreal 12 undanfarin ár. — Kenslukonur í Quebec fylki eiga ekki upp á háborðið í launa- legu tilliti. Kom það fram við umræður í fyfoisþinginu, að í 12 héruðum væri þeim aö jafnaði borgað 3 dollarar um vikuna, og í mörgum stöðum færu laun þeirra ekki fram úr 5 dollurum á viku. Af þessum litlu launum eiga þær svo að klæða sig og fæða. — | Eftir allmiklar umræður fól þing- | ið stjórninni, að g.era bráða gang- | skör að því, að bæta úr hinum Jágu launum, svo lifvænJeg yrðu. — Brezka stjórnin og Marconi- félagið hafa undanfarið átt í samningum um loftskeytasam- band, og nú berast þær fréttir, að samningarnir hafi tekist og að loftskeytasiamband eigi að tengja Bretland við allar hinar brezku nýlendur. FéJagið á að hafa lofað stjórninni, að sambandið skyldi komið á áður en árið væri úti. En hvaða hlunnindi félagið fær hjá stjórninni, er á huldu. Sam- dægurs og þessi fregn barst út hækkuðu hlutabréf Marconi félags- ins til muna í verði. — Hertoginn af Fife, hinn ný- Játni mágur Bretakonungs, átti engan son, sem gæti erft nafnbæt- ur hans. Næsta skyldmenni hans í karllegg er maður sá, er Jekyl Chalmers Duff heitir, og er lög- regluþjónn í Sidney í Ástralíu. Ilann erfir því nafnbætur hertog- ans, nema hertogatitillim, sem eru “jarlinn af Fife, Macduff greifi og barún Braco”, en engar eignir fvlgja þessum titlum, og verður lögregluþjónninn jafn fátækur eft- ir sem áðtir, þó hann bæði sé jarl, greifi og barún. Hertogatitillinn gengur til elztu dótturinnar Alejx- öndru, og verður hún eftirleiðis “hertogainnan af Fife”. — þann 29. jan. sl. andaðist í Guelp borg, Ont., kona ein 103 ára gömul, Mrs. Hubbard að nafni. Hún haföi sjón og heyrn alt fram í andlátið. í sl. 30 ár hafði hún ekki farið neitt út um borg- ina, þar til fáum dögum áður en hún dó, þá keyrði hún um strætin í miótorvagni, til þess að athuga breytingar þær, sem bærinn hefði tekið á þessum 30 árum. — Franska stjórnin biður þing- ið um 4% milíón dollara fjárveit- ingu til þess að smiða flugvélar fyrir land og sjó her ríkisins. — Sagt, að 180 af stjórnmálamöpn- um Frakka séu tilbúnir að leggja fram féö,, ef þingiö neitar veiting- unni. — Blaöið “Die Post” í Berlin á þýzkalandi segir, að friður sé hið mesta skaðræði fyrir þýzkaland, og skorar á keisarann að hefjast handa og binda enda á þetta á- stand meÖ því að leiða þjóðina út í nýjar framkvæmdir og til sigurs. Beztu kraftar þjóðarinnar liggi nú í dái ; en tneð hernaði myndu þeir vakna og kæfa svefnmlók þaö, sem nú hvíli yfir landinu, og sem Sósí- alistar hlynni að af öllum mætti. Blaðið staðhæfir, að þýzkaland hafi aldrei tekið neinum framför- um á friöartímum. þess vegna sé nauðsyn til, að leiða þjóðina út í stríð. — Brezku konungshjónin komu heim til Englands úr úr Indlands- för sinni á sunnudaginn, — höfðu verið að heiman síðan 11. nóvem- ber. Frá Bombay lagði konungs- skipið Medina af stað 10. janúar, kom til Gibraltar þann 20. og 15 dögum seinna náði það höfn með heilu og höldnu í Pcrtsmor.th á Englandi. Konungshjónunum var fagnað með kostum og kynjum við heimkomuna. — Fylkisþingið í Ontario var sett í gær i Toronto með viðhöfn mikilli. Forseti þess var kosinn W. II. Hoyle, þingmaður fyrir' North Ontario kjördæmið. Fyrver- andi þingforseti, Hon. Thomas j Crawford, hafði sagt skilið viö j stjórnmál og ekki sótt um þing- mensku. — Hásætisræðan hafði ! ýms mikilsvarðiandi ným'æli að j flytja, viðvíkjandi samgöngubót- um og þjóðeignum. Afstaða flokk- . anna er: 83 Conservatívar, 22 Lib- 1 eralar og einn verkamanna full- trúi. — C. N. R. járnbrautarfélagiö ætlar að verja 25 miliónum doll- ara á þessu ári til umbóta og stækkunar kerfisins í Vesturfylkj- unum. Á að byggja 5—6 hundruð mílur af nýjum brautum, mest þó í Saskatchewan og Alberta. — 1 Manitoba verður brautin viö Win- nipeg vatn fullgerð og smærri framlengingar gerðar. Tvöfalt spor verður lagt á 200 mílna svæði. — Nj'jar . járnbrautastöðvar verða bygðar í Moose Jaw, Calgary, Fort Frances og Dauphin, og Ed- monton stöðin verður stækkuð um 50 fet. Scyctíu nýir bæir verða opnaðir með fram brautunum og verða þar allstaðar reistar járn- brautarstöðvar. Sex af þessum nýju stöðvum verða á framleng- ingu Goose Lake brautarinnar milli Kindersley og Vegreville. Ein af stöðvum þessum verður skifti- stöð. Við Jack Fish brautina milM Nortli Battleford og AthabaSca Landing verða fjögur ný bæjar- stæði opnuð og stöðvar bygðar; þrjár v.erða bygðar milli Shell- brooke og North Battleford. Sesx verðá bjrgðar við aðalbrautina vestur af Edmontob ; heitir ein þeirra Tullerton og verður hún fvrsta skiftistöð vestur af Edmon- ton. Aðrar sex verða á Dunvegan brautinni, milli Edmonton og Peaœ River. Fimm verða milli I/ethbridge og Calgary ; fjórar á Maryfiéld-Lethbridge viðaukan- um ; fimm milli Henry og Swift Current, og þrjár verða Thunder- hill brautinni, sem rennur milli Swan River og Humboldt. Hinar verða víðsvegar með fram braut- um félagsins í Vesturfylkjunum. — Núv.erandi “yards” félagsins hér í Fort Rouge verða stækkuð um íleiri mílur. Sömuleiðis verða “yards” stækkuð í Dajjphin, Sas- katoon og Edmonton. Fjörutíu þúsund dollara járnbrautarbrú verður bygð í Port Arthur, og ýms smærri og stærri mannvirki gerð af félaginu hér og þar. — Baráttan fyrir heimastjórn írlands hefir hleypt öllu í hál og brand á Bretlandi, og í dag stend- ur öll brezka þjóðin á öndinni yfir því, hvað gerast muni í borginni Belfast, þar sem flotíimálaráðgjaf- inn, Winston Churchill, fyrir hönd stjójrnarinnar opnar formlega bar- dagann og skýrir afstöðu hennar í málinu. Churchills fundurinn hef- ir verið umræðuefni blaðanna og leiðandi manna viku eftir viku, og Ulster menn hafa hamast sem óð- ir væru landshornanna á milli og hótað uppreist og blóösúthelling- um ; og það unnu þeir á, aö Mr. Churhill varð að skifta um fundar stað, og í stað þess að tala í Ul- ster Hall, sem áöur hafði verið á- kveðið, talar hann í Celtic Park. En svo mikilli æsingu höföu Ul- ster menn hleypt í lýðinn, að 5000 hermenn hafa, eftir beiðni borgar- stjórans, verið settir til að halda uppi reglu og vernda ráögjafann. Má af því sjá, aö útlitið er I- skyggilegt, þó það skelfi ekki Winston Churchill. Auk hans talar John E. Redmond, leiðtogi Iranna — en fundinum stýrir Canada- maöurinn Pierre lávarður. Svo eru horfurnar ískyggilegar í Bel- fast, að katólsku klerkarnir hafa daglega haldið messur og heitið á alla sannkristna menn, að halda kyrru heiima fyrir í húsum sínurn, og koma ekki á fundinn, því blóös ( úthelling og önnur hermdarverk | væru fyrirsjáanleg. — Fregnir full- yrða, að 30,000 skammbyssur hafi keyptar verið síðustu dagana af borgarbúum, og aS járnstykkjum og steinum hafi safnað veriö sam- an, og sé fjöldinn einhuga um, að berjast. Hinn mikli dagur er nú upprunninn (8. febr.). Hvernig hann endar, mun öllum hulið, en stótrtíðindasaimur mun hann veröa áður lýkur. i — Uppreist er hafin í Mepcjco aÖ nýju gegn sigurvegaranum frá Di- az byltingunni, Madero núverandi forseta. Hafa blóðugir bardagar orðið hér og þar, og hefir upp- reistarmönnum oftar veitt betur, og eru margir, sem álita, að ! stjóirnardagar Maderos verði ekki margir. Eru þáð endurbætur hans, | sem vakið hafa óviJja íhalds- manna og klerka, og sauðsvartur almúginn lítur einnig tiJ þeirra óhýrum augum. Á því Madero í | örðugleikum ; og eina hjálpin hans er herinn hans gamli, sem heldur | við hann órjúfandi trygö. Foringi uppreistarinnar er Emilio Vasquez Gomez, er var varaforsetaefni viÖ síðustu kosningar, en féll. Hefir hann dregið saman allmikinn her í Norður Meixico og gert mikiö spellvirki. Uppreist er einnig í Suö ur Metxico. — Aukakosning til sambands- þingsins fyrir South Renfrew kjör- dæmið í Ontario, á að fara fram 22. þ.m.; útnefningardagur þann 15. — Kosning þessi hefir valdiÖ talsverðum spenningi í herbúöum beggja flokkanna, því fyrv.erandi járnbrautaráögjafi LaurLer stjórn- arinnar, George P. Grahanr, sækir þar. Gagnsækjandi hans er Dr. Maloney, er heima á í kjördæm- inu, og eru líkur til, að átrúnaö- argoð Liherala mttni fara þar fýlu för, sem við kosningarnar 21. sep. sl., þó í öðru kjördæmi sæki og Liberal þingmaður legöi þing- mensku niður honum í þágu. — Kosningahardaginn er háður af kappi miklu ; hafa þrír fvrverandi ráðgjafar feröast um kjördæmið og aðstöðað Graham, og tveir nú- verandi ráðgjafar, Hon. W. J. Roche og Hon. Martin Burrell, feröast um og talað máli Dr. Mal- oneys. — Sjálfttr ætlar Laurier að halda fundi til hjálpar Graham síðustu dagana. YILTU BETRA BRAUÐ ? Það eru fáeinar hösmæður sem baka sjálfar en sem mundu verða glaðar að þekkja hinn m i k 1 a leyndardöm er gerir kökur, “pies” og bjjauð betra. Royal Household Flour er ráðning leyndardómsins, fyrir betri bökun. Það er ekkert hveitimjöl betra að gæðum, fáanlegt fyrir peninga. Það er not- að við konunglega htishaldið á Englandi, og unnið f stærstti hveitimylnufh Canada- Biðjið um það ! OPIÐ BRÉF. Venjulegum ársfundi Fyrsta ísl. kvenfrelsis kvenfélagsins verður frestað til annars þriðjudags í marz. Meðlimir beðnir að veita þessu athygli. Eftirfarandi linur voru Heims- kringlu sendar .frá Akureyri, af manni, sem um mörg ár hefir ver- iö sjúklingur á sjúkrahúsinu þar. Hann á fjögur systkini hér vestra, 3 systur og einn bróöir, og eru 2 systurnar — aS hann heldur — hér í Winnipeg. Hann hefir skrifað systkinum sínum, sen ekki fengið svar, og heldur hann þaö komi til af því, aS áritanin hafi verið röng — Hann vonar, aS þessar línur sínar komi einhverju þeirra fyrir sjónir. — Bréfið er svona : — ‘‘Akureyri 1. jan. 1912. Kæru systkini mín!! Éig hefi skrifað ykkur mörgum sinnum, en ekkert svar fengið. Gefið þið mér rétta utanáskrift til ykkar. Eg er sami vesalingur- inn, hvað heilsuna áhrærir, hef veriö og verð áfram á sjúkrahús- inu á Akureyri. Gleymið mér ekkill þórður Guðmundsson (frá Móbergi í Húmavatnssýslu). CANTATA Professors Svb. Sveinbjörnssons, Eftirspurn um stúlku. Hver sem veit um heimili Mar- grétar Ölafsdlóttur, sem kom frá Reykjavík á Islandi sl. ágúst til Winnipeg, — er vinsamlega heðinn aö senda vitneskju um það til F. Johnson Lindal, Thingvalla P.O., Sask. Elín Johnson. (Einkadöttir Mr. og Mrs. Stefáns A. Johnspn, 498 Maryland St., Wlnmpeg.) Fœdd 9. jimi 1908. Dáin 22. Sept. 19lL Þú hvarfst eins og geisli, sem glampaði’ um fald, Er gekk inir í voginn á blævaktri öldu, En skógarnir fluttu 3itt forsælutjald Að fiörum og skuggarnir þögulu, köldu, Þeir tóku’ ’ann af birtunni’ og’^beygðu’ á sitt vald Og bökkunum uudir f dökkvanum földu. Svo fá voru ár þfn, svo skamt var þitt skeið, Ei skuggi né blika yfir minningu gröfir Og gleðin og ánægjan góðlynd og heið, Sem gekk þar f erfðir, hún blóminu hlúir, Er skildir þú eftir að endaðri leið Þvf einlæga, góða, sem ljósinu trúir. Eg man er þú settist og sönginn þinn hófst Svo sæl eins og iugiinn í gróandi skógum, Og barnshugans kvæðið í kvakið pitt ófst, Þú klappaðir saman af fögnuði lófum. Með vorblóm&’ og sólskin i hjarta þú hlóst. Öll haust voru fjarlæg með kuldum og snjóum. Og lundkvika bernskan á léttstfgan fót, Og líf hennar blikandi árroða geima. Því komst þú oss oftlega kát okkur mót Og kallaðir: Pabbi og mamma’ eru heima. Sem glóhnappur efstur á ungviðarrót Þig ylinn og lffið var farið að dreyma. Við mótdrægu framtíð mun finna sér bót í fullvissu’ að ekkert lff muni sér gleyma. Og sá dagur skína’ ytír rakstorm og rót, Sem raðirnar alda var búið að dreyma. Svo kémur þú aftur þér kunnugum mót, Og kallar: flann pabbi og mamrna’ eru heima. Kb. Stefánsson Cantata Prófessor Sveinbjörns- sons veröur sungin í Fyrstu lút. kirkju miðvikudaginn 14. febrúar næstkomandi, svo semt fyr var frá skýrt. Söngflokkur kirkjunnar syngur, en miklu stærri en venja er til, ai því að fjöldinn allur af íslenzku sönglólki hefir lofaö aö- stoð sinni við samsönginn. Mun því óhætt mega svo aS oröi kveöa að flestalt bezta söngfólk í bæn- um láti þar til sín heyra. Fyrir utan cantötuna veröa sungin mörg fögur og hrífandi sönglög. þess má geta, að eitt þeirra veröur hið ágæta sönglag eftir próf. Sveinbjörnsson ; “ö, guð vors lands! ” þaö lag hefir marg oft verið sungið hér og margar mismunandi skoðanir lát- ið til sín heyra um það, hversu meö það skyldi fara. ITafa menn ekki orðið ásáttir um það. Nú verða öll tvímæli tekin af þar um, því að próf. Sveinbjörnsson ætlar sjálfur að stýra söngnum á þvi, og mun marga fýsa að hevra þaö, og hversu hann stjórnar því. Aðgangur að samsöngnum verð- ur 50c fyrir fullorðna en 25c fyrir börn, og byrjar hann kl, 8.30. Aðgöngumiðar fást hjá öllum íslenzkum ■ kaupmönnum í bænum. — Heimskringla leyfir sér, og það í alvöru, að benda mönnum, að aíla sér aögöngumiöa snemma, því að allar horfur eru á, að fleiri vilji komast á samsöng þenna en Fyrsta lút. kirkjan rúmar. Svar frá “Fróða” til J. J. kem- ur í næsta blaði. VEGGLIM Patent hardwall vegglím (Empire tegundin) «;ert úr Gips, jrerir betra vegglím en nokk- urt annað vegg-' líms efui eða svo nefnt vegglíms- ígildi. : PLÁSTER BOARD ELDVARNAR- VEQOLtMS RIMLA R oq RLJÓDDEÝFIR. Manitoba Gypsum Company, Limited WláSIPEG

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.