Heimskringla


Heimskringla - 22.02.1912, Qupperneq 4

Heimskringla - 22.02.1912, Qupperneq 4
«. BLS. WINNIPEG, 22. FEBR. 1912. HEIMSKRINGLA pt"”9H,D ■"ætk”“,i>*5' ” HEIMSKRINGLA NEWS & PUBLISHING COMPANY, LIMITED Verö blaCisins 1 Canada n* Bandartkjnm. $2.00 um árift (fyrir fram borgað). Sent tii Islands $2.00 (fyrir fram borgaO). B. L. BALJ) WINSON, Editor & Mariager 729 Sherbrooke St., Winnipeg. Box 3083 Phone Garry 4110 Vikan stóra í Winnipeg. Aldrei íyr í sögu Vestur-íslend- inga haía þeir stoinaö til jafn mik- ilíenglegra satnkvama og skemt- ana eins og þeirra, sem hér ióru íram í borginni í síöustu viku og sem byrjuðu á mánudagskveld og enduðu á fimtudagskveld. Eins og lesendum er þegar kunn- ugt, þá fer hér fram í borginni ‘‘Curling” leikmót mikið, sem al- ment er nefnt “bonspiel”, og er leikið á ís. Mót þetta sækja menn úr öllum pörtum Canada og frá Bandaríkjunum og Bretlandi. Leik- mót þetta er orðin fastsett skemt- un hér i borg og látin fara fram í sama mund ár hvert, í febrúar- mánuði. þá setja járnbrautafélög- in fargjöld niður í hálfvirði um vikutítna, svo að þeim, sem sækja yilja mót þetta, veitist þess kost- ur með hálfu flutningsgjaldi. ís- lendingar í öllum bygðum í Can- ada austan Klettafjalla hafa á liðnum árum notað þennan íar- gjaldsafslátt til þess að koma til Winnipeg borgar, ýmist til að heimsækja kunningja sína og ætt- menn hér, eða til þess að reka hér verzlunarerindi. í leikmóts eða ‘‘bonspiel” vik- unni hefir því jafnan verið mjög fjölment af löndum vorum úr hin- um ýmsu bygðarlögum í Vestur- Canada, og oft einnig margir hér frá Dakota og jafnvel Minnesota í Bandaríkjunum. það mun hafa verið með tilliti tii þessa leikmóts og fargjalds- lækkunarinnar í sambandi við það að ‘‘Helgi magri” klúbburibn setti á stofn fyrir nokkrum árum hið svonefnda ‘‘þorrablót” sitt og. sem síðan hefir árlega viðhaldist. Að- .sókn utanbœjarfólksins á ‘‘blótiið” reyndist þegar frá fyrstu svo heilladrjúg inntektagrein, að aörir, sem eitthvert samkvdæmisfjör höfðu að bjóða, fóru að undirbúa og halda samkotiiur þessa sér- stöku viku, — vér mættum nefna það gestaviku. Ýmsar sýn- ingar eru þá haldnar hér í borg- inni, t. d. mótorvagna sýning, hunda sýning, hænsa sýning og aðrar smásýningar, svo og gleði- samkomur ýmislegar. Er þetta gert jöfnum höndum til þess, að .veita gestunum sem mesta skemt- jm meðan þeir dvelja í borginni og til þess að tryggja aukinn arð af isamkomunum. Islendingar hafa fylgst með hér- lendu þjóðinni í þessari viðleitni, að skemta gestunum — og græða á þeim. Winnipeg búum er það Ijóst, að ferðakostnaður sveita- fólksins, sem hingað sækir leik- móts-vikuna, hækkar ekki eða eykst tilfinnanlega fyrir það, þó gestirnir verji fáeinum centum til aðgöngu á skemtisamkomur þœr, sem þá eru hér á dagskrá, og sjálfir sjá ferðamenn ekkert í þau útgjöld ; því þeir koma langflestir, ef ekki allir, með þeim tilgangi, að njóta hér þeirra skemtana, sem bjóðast, um leið og þeir hressast og hvilast frá daglegum störfum heima fyrir. 1 þetta skifti höfðu íslendingar óvanalega mikinn skemtiviðbúnað hér í borg, og fóru þær allar fram eins og áður var sagt i sl. viku. iTil þessa bar tvent aðallega : 1 fvrsta lagi það, að hér var stadd- *ir einn víðfræghsti listamaðurinn íslenzki sem nú er uppi, prófessor Sveinbjörn Sveinbjörnsson, tón- skáld, og sem mjög fáir Vest- nr-tslendingar höfðu nokkurntíma Séð eða átt kost á að heyra til fvr en á þessari ferð hans hingað vestur á yfirstandandi vetri. það þarf því vart að efa, að margir hafa að þeesu sinni gert sér ferð hingað til Winnibeg eins mikið til að sjá og hlusta á herra Svein- Jjjörnsson, eins og fyrir nokkra aðra ástæðit. Enda höfðu bæði ‘‘Ilelgi magri” klúbburinn og þeir, 1 sem stóðu fvrir Borgfirðinga mót- inu, auglýst það óspart, að próf. íSveinbjörnsson ætlaði að koma fram og spila á píanó á báðum (þeim samkomum, og er ekki ólík- legt, að það hafi talsvert aukið | aðsóknina að þeim átveizlum. En gestunum til mikjlla vonbrigða var J prófessor Sveinbjörnsson á hvor- j íigri þeirri samkomu, þótt haJin væri hér í borginrii. — í öðru lagi yar nú í fyrsta skifti haldið hið svonefnda ‘‘Borgfirðinga-mót”. það er tilorðið út af þeirri meignu ó- ánægju landa vorra í öllum bygð- um vestan hafs við ‘‘Helga magra klúbbinn”, fyrir frávikning hans frá því grundvallaratriði, að hafa samkomu sína í því íslenzka sniði, sem hann í fyrstu auglýsti. það er tvímælalaust, að þetta mót dró til borgarinnar margan, er annars hefði heima setið. Tjaldðúðarsamkoman, mánudagskveldið 13. þ.m. var ekki markverðari en aðrar samkomur í þeirri kirkju, að því undanteknu, að séra Friðrik J. Bergmann flutti þar erindi um Islandsferð sina á síðasta ári, og álit það, sem hann fékk þá á landi og þjóð, nútiðar- ástandinu og framtiðarvonum og möguleikum á ættjörðinni. Annars var samkoman vel sótt, og var nokkur hluti áheyrenda utanbæjar- fólk, sem komið var til þess að vera hér alla leikmóts-vikuna. Þorrablótið. það fór fram eins og auglýst hafði verið þriðjudagskveldið 13. febr. í Manitoba Hall, og var að vanda mjög svo í ensku sniði og aðallega danssamkoma. En nægur var matur og góður fyrir alla. Aðsóknin var eitthvað milli 3' og 4 hundruð manns, en tiltölulega færra af utansveitafólki en á liðn- um árum ; enda var hér þá mesti fjöldi gesta í bænum, sem ekki sótti ‘‘blótið”, og mun það hafa hafa orsakast af óánægju frá fyrri árum með alla frammistöðu þar, sem nú er almenningi kunn. Ann- ars var það eftirtektavert, að ýmsir þeir borgarbiiar, sem alla- jafna á liðnum árum hafa sótt samkvæmi þetta, og þar með nokkrir, sem á parti hafa staðið fyrir því, — komu þar ekki að þessu sinni ; og ekki var annað jsýnilegt þeim, sem kunnugir eru } mönnum og málefnum þeirra hér í borg, en að samtök hefðu verið til þess gerð af flokki manna,að halda j sér algerlega frá þorrablóti þessa árs. — Annars voru ræðurnar og j söngurinn, sem hvorttveggja íór ífram á íslenzku, og einnig músik I otr dansinn fullkomlega ígildi þess, j sem áður hefir bezt verið, og að jþví leyti hepnaðist ‘‘blótið” vel. þess má geta, að nýtt lag hafði samið verið við hið gullfallega j kvæði St. G. Stephánssonar skálds ‘‘þótt þú lítngförull legðir”, er J snngið var fyrir minni Islendinga í útlöndum. Lagið var eftir Jón tónskáld Friðfinnsson, og þótti mikið til þess koma. Cantata. Miðvikudagskveldið 14. þ.m. var söngsamkoma mikil haldin í 1. lút. kirkju, og var þá aðsókn svo mikil, að ekki fékk húsið fleiri rúm að uppi né niðri. Mun þar verið hafa full 800 manns — máske nær þúsund — saman komið. þangað höfðu allir komið til að hlusta á söngstykki það hið mikla eftir prófessor Sveinbjörn Sveinbjörns- son, sem auglýst hafði verið að snngið yrði í fyrsta skifti hér vestra. Herra Hall, organisti kirkj unnar, stýrði söngnum, en sjálfur spilaði prófessor Sveinbjörnsson ttndir á píanó. Sýnt var, að söng- flokkurinn hafði haft talsverða fyrirhöfn við æfingar til þess að geta borið ‘‘Cantata” þessa fram fyrir áheyrendurna, og álit Hkr. er, að honum hafi tekist það vel. Samkoman fór hið prýðilegasta fram í alla staði og áheyrendurn- ir virtust vera hið bezta ánægðir með þá kveldskemtun. En bezt mun flestum hafa þótt V a 1 a- g i 1 s á , sem próf. Sveinbjörnsson söng og spilaði, og víst vildu margir fá hann til að endurtaka það, þó ekki yrði af því. — þessi söngskemtun hafði meðal annars það til síns ágætis, að hún stóð ekki vfir ne.ma tæpar 100 mínútur, svo fólk komst heim til sín í góð- an háttatíma um kveldið. Aðgang- ur að henni kostaði 50 cents, en hún var miklu meira virði fyrir þá utan af landsbygðinni, sem á- huga hafa fyrir þvi, að koma á góðum söng hjá sér og smekklegri framkomu þeirra, sem að þvi starfa. Borgfirðinga-mótið. þeir höfðu heitið því, BorgfirÖ- ingarnir, eða þeir, sem fyrir móti því stóðu, að gera það al-íslenzka samkomu, og þeim tókst það vel. Borgfírðinga-mótið var, eins og að framan er sagt, til þess stofn- að : 1 f y r s t a 1 a g i, að sýna sýna þjóðflokki vorum hér vestra, að Islendingar séu ekki ánægðir með fyrirkomulag það, sem nú um nokkur ár hefir verið á þorrablót- inu, þar sem ekkert hefir íslenzkt verið annað en það, sem forkólfum þess hefir verið með öllu ósjálf- rátt, sem sé málið ; og í ö ð r u 1 a g i til þess,. að sýna Islending- um, að hér sé hægt að hafa aí- íslenzka samkomu, ef nokkur við- leitni sé til þess höfð, og að slík samkoma geti borið sig fjárhags- lega, án nokkurs tillits til þess, hvort þangað komi nokkrir dans- I endur eða engir. En stofnendur þessa samkvæmis tóku það feilspor þegar í upphafi, } að gera of lága áætlun um gesta- fjöldann, sem sækja mundi mót beirra. þess vegna leigðu þeir Goodtemplara salinn — sem aldrei skyldi verið hafa — og lé.tu prenta 350 aðgöngumiða, sem þeir ætluöu að verða mundi nægilegt til þess að mæta eftirspurninni, og þótti þá húsið ftillskipað, svo vel væri rúmt um alla. En þessi aðgöngu- miðar seldust allir upp á 5—6 döp-um hér í bænum. En svo Jcomu utanbæjarmenn i stórliópum og kröfðust jafnréttis. til aðgöngu á mótið, gegn fullri borgun. For- kólfar mótsins urðu því til neydd- ir, þvert á móti vilja sinum, 'að tvöfalda tölu aðgöngumiðanna, eða því sem næst, og að troða inn í húsið öllum, sem þar gátu rúm- ast, heldur en að vísa þeiin frá, sem komið höfðu hingað frá 100— 400 mílur vegar og vildu vera þarna viðstaddir. þeim ski’dist fljótt, að þetta mundi valda nokk- urri óánægju, vegna þess hve þrengslin yrðu mikil , eu ógerning- ttr var að vísa gestunum frá með- an nokkurs annars vas k 'stiir. þeir revndu á síðustu forvcðnm. að leigja stærri sal, cn þá var hann leigður. Manitoba Hafl hefðu þeir máske geta fengið, en ein- göngtt með þeim frágangskosti, að hafa engin ráð þess, hver matur væri á borð borinn, og var þá þar með loku fvrir það skotið, að hann vrði íslenzkur, eins og lofað hafði verið. þeir héldtt því áfram með að hafa Goodtemplara húsið og þanvað sóttu fttll 600 manna fyrir kl. 8 um kveldið, og þó hélt stöðugur straitmur þar að dvrum | þar til kl. 8.30, að bvrjað var pró- I grammið. Margir urðii því frá að I ltverfa, sem ekki komust að, — : sem ekki var rúm fyrir innan hús- I veggjanna. j Borð voru sett í neðri salnum og þrísetin. þau voru hlaðin íslenzk- um réttum, eins og auglýst hafði verið, Og geðjaðist gestum vel að því. Full tuttugu skemtistykki voru á skemtiskránni, og þó meira, því að bætt var við glimu, sem ekki hafði auglýst verið ; þar áttust við þeir Jón Hafliðason og Valdimar Thorsteinsson og höfðu gestir hina mestu ánægju af því. Forstööumenn þessa Borgfirð- inga-móts eiga þökk skylda fyrir það, hve <vel þeim tókst að gera samkomuna al-íslenzka, eins og þeir höfðu lofað ; og eins fyrir það hve vel þeim tókst að greiða fram úr vandræðunum. sem af þrengsl- um í húsinu leiddi. Konurnar, sem önnuðust um borðhaldið, eiga og skylda viður- kenningu fyrir það, hve vel þeim fórst að seð ja þá svöngu i þrengsl- unum og ösinni þar niðri í borð- salnum. Á þessari samkomu bar ekki lít- ið á ísleaizka þjóðbúningnum : Nokkrar konur báru skautafald, aðrar voru í peysufötum og enn aðrar í bol-klæðum þeim, sem tíð voru á Islandi um miðja síðustu öld. Væntanlega sjá Borgfirðinga- móts menn til þess, að tryggja sér rúmbetra húspláss á næsta vetri, ef þeir þá halda mót í líkingu við þessa samkomu. Athugasemdir. Líklega hafa mestu vonbrigðin við báðar þessar samkomur — Blótið og Mótið — verið þau, að prófessor Sveinbjörn Sveinbjörns- son sótti hvoruga þeirra, þrátt fyrir það, að hann hafði verið aug- lýstur sem þátt-takandi í skemti- skránni á þeim báðum. Hér er því ekki nema um tvent að gera : annaðhvort hefir hann rofið heit sín við báða málsaðila, eða þeir hafa í leýfisleysi aUglýst nafn hans á skemtiskrám sínum, og í hvoru- tvego-ja tilfeflinu á íslenzk alþýða heimtingu á, að fá að víta sann- leikann í þessu máli. Jægar þess er gætt, hve innilega landar vorir hafa tekið prófessor Sveinbjörnsson, hvarvetna þar sem hann hefir heimsótt þá hér vestra, og hve ant þeir hafa látið sér um það, að gera þessa heimsókn hans honum bæði ánægjulega og arð- sama, — þá sjáum vér ekki betur, en að. hann skuldi Vestur-íslend- ingum þá kurteisi og sinni eigin virðingu þá sann,girni, að láta þá afdráttarlaust vita, hvort að það er brigðmælgi hans eða frumhlaupi Blóts- og Móts-manna að kenna, að hann kom ekki fram á þessum síimkomum eins og auglýst hafði verið. 1 öðru lagi hafa þessar tvær samkomur, frekar en nokkru sinn fyr, vakið þá hugsun, að títni sé t: 1 þess kominn, að íslendingar hér i borg komi sér upp á eigin kostn- að v.eglegu samkomuhúsi, sem sé nægilega stórt til þess að rúma 12 eða 15 hundruð manns. því að svo eru nú landar vorir orðnir vel efnaðir, að þeir geta þetta, ef sam- tök eru nokkur til þess, og þarf ekki að eía, að sú eign gæti borg- að sig, jafnvel þó hún væri vestar- lega í borginni. En hún yrði að vera gerð í nýtízku leikhússsniði. Mætti þá nota hana daglega til hreyfitnynda sýninga og annara leikja, messa í henni á sunnudög- um og hafa þar sunnudagaskóla ; halda í henni stórfundi, hvenær sem nauðsyn bæri til. Og ættu þá Islendingar öruggan stað til eigin þinghalda eftir þörfum þeirra. það er enn annað í SíUnbandi við þessar Blót- og Mót-samkomur, sem vel er þess vert að íhugað sé: svo sem það, hvort s t e f n a n eða markmið það, sem þessar samkomur grundvalfast á, — að jé.ta og dansa, sé í nokkru sant ræmi við stöðu Islendinga í þessu borgarafelagi, og þá virðingu., sem þeir, sem þjóðflokkur, njóta hér í landi. Og í öðru lagi má ihuga, hvort æskilegt sé, að hlúa að þeirri hugmynd meðal landa vorra vestan hafs, að þeir myndi félags- skap sinn á héraðslegum grund- velli. Héimskringla skoðar þá stefnu rangá. Vildi heldur sjá hér myndað eitt aflsherjar Islendinga- félag, á þjóðernislegum grundvelli, þar sem hver bygð hefði sina sér- stöku deild, en allar deildirnar væru í einu félags-sambandi og ynnu sameiginlega að velferðar og framfaramálum vorum hér vestra; — og einnig að velferðarmálum heimaþjóðarinnar, ef það álitist viðeigandi. En stefna og markmið þessa fé- lagsskapar ætti að vera eitthvað æðra og meira en að éta og dansa. því það getum vér allir gert daglega hver i sínu heima- húsi. Með slíkum félagsskap mætti halda ágætar al-íslenzkar sam- komur hér gestavikuna, þegar ‘‘bonspiel” fer hér fram, og gæti ltún varað alla vikuna. þar gætu landar vorir haldið daglega fyrir- lestra með ttmræðum um aðal- áhugamál Vestur eða Austur Is- lendinga, og rætt um, hvað gera þyrfti til hagsmuna og framfara þjóðarheildinni hér vestra. þar gætu Islendingar sýnt listir sínar og þekkingu og kunnáttu í ýmsum greinum, og hlúð þannig að þjóð- ernisböndunum og gert þau traust ari en ella. Hér er ekki timl eða rúm til þess að gera áætlanir um væntan- lega stefnu eða framkvæmdir slíks félags. En fullyrða má, að það gæti orðið þjóðflokki vorum hér óviðjafnanlega miklu notadrýgra en smáflokka félagsskapur, sem nú virðist í aðsigi að myndast. Ræktað íyrir Vesturlandið JíO o> > c McKENZIE’S FRÆ Vér hðfum rannsakað hinar breitilegu þarfir Vestu rlandsins. Vér seljum þær fræ tegundir sem bezt eiga við jarðveg Vestur Canada. Allir framtakssamir kaupmenn selja þær, ef verzlari yðar hefir þær ekki þá sendið pantanir beint til vor. LÍTIÐ eftir MeKenzie’s frækössum f hverri búð. Postspjald fœrir ybur voru ensku vörulista. A. E. McKenzie Co. Ltd. BRANDON, MAN. CALGARY, ALTA. xr •-l ÍT N < fD c/> P 3 Fegursta Fræ-bygging í Canada Sameignar verzlun. (Eða saga um það, hvernig 28 vefarar á Englandi hafa með sam- tökum stofnaö verzlun, sem nú er stærst sinnar tegundar í heimi). Árið 1844 höfðu 28 vefarar í Kochdale á Englandi samtök til þess, að útvega sér lífsnauðsynjar sínar með lægra verði, en þeir höfðu áður orðið að borga. þeir mynduðu félagsskap með sér, og greiddi hver þeirra $5.00 inngöngu- eyrir í félagið. Með þeim sjóði var stofnuð fyrsta sameignarbúð í lteimi. þeir keyptu $100.00 virðd af vörum. þeir keyptu beint frá bændttm og verkstæðaeigendum og seldu beint til sín og stéttar- bræðra sinna. þessi Rochdale verzlunaraðferð sem nú hefir staðið nær 70 ár, er sama aðferðin, sem öll sameignar- félög byggjast á fram á þennan dag. 1 fyrstu tók hreyfing þessi að eins yfir norðurhluta Engfands, enda kom þá stofnendunum ekki í hug, að sameignarfélag þeirra gæti annast um framleiðsfu nauð- synja, heldur að eins um kaup þeirra og sölu. Eftir að verkafólk- ið fór að kynnast Rochdale búð- inni, voru svo hundruðum skifti sameignarbúða settar á stofn í Lancashire og Yorkshire héruðun- um. Auðmannaflokkurinn og verzl- unarstéttin börðust af mætti móti þéssari sameignarhreyfingu og fjöl- mörg lagafrumvörp voru samþykt j þinginu með því augnamiði, að hnekkja hreyfmgunni. LandeÍgna- jnenri og verkveitendur beittu alls kyns harýðgi og rangsleitni við þá, sem þeir komust að að verzl- ttðu við sameignarbúðirnar. Eftir nokkurn tíma voru öll þessi smá- sameignarfélög sameinuð, og þá var tekið til að hrinda hreyfing- unni af stað á Suður-Englandi. Nú eru öll slík félög í landinu sameinuð undir eina stjórn og með limatalan er stöðugt að aukast. Félagsheild þessi rekur nú lang- stærstu vöruverzlun, sem til er í heiminum. Velgengni félagsins sýn- ir ljóslega, hve miUiliðirnir svo- nefndu eru óþarfir. Engir slíkir milliliðir eru til í sambandi við Brezka sameignarfélagið. Félagið hefir nú á Englandi, Skotlandi og Irlandi 1428 sölubúð- ir o,g 117 vörutilbúnings-verkstæði, sem framleiða nálega allar hugsan- legar vörutegundir ; og heill skipa- floti færir vörur þessar til notenda í tveimur heimsálfum. Meira en hálf þriðja milíón manna fá frá félaginu aflar lífsnauðsynjar sínar með kostverði, og þó er sagan enn ekki öll. Fullur fimti hluti allra í- búa Englands skifta við búðir fé- lagsins. þessir viðskiftamenn eru í tveimur flokkum : félagslimir og utaniélagsmenn. þeir, sem ekki til- heyra félaginu, skifta við það af því að þeir vita, að þeir fá þar góðar vörur rétt mældar og vegn- ar. En þeir njóta ekki þess afslátt- ar verðs, sem veittur er félagslim- um á hverjum þremur mánuðum. En meðlimir félagsins fá ekki að eins áðurnefndan afslátt á öllu, sem þeir hafa keypt, heldur njóta einnig þess hagnaðar, sem felst i auknum gróða félagsins af verzlun utanfélagsmanna. Stefna félagsins er svona : þeir, sem gerast félagsmenn, borga 5 dollara inngöngttgjald. — þetta er tekið af þeim í smáum nfborgunum, svo nemur 6 centum á viktt. Hver félagsmaður hefir einn hlut, sem veitir honum rétt til allra þeirra hlvnninda, sem fe- laginu fylgja, og hann fær 5 pró- sent ágóða árlega af hlutafé sínu. ITltitur hans er ekki seljanlegttr, en félagið kaupir hann fullu verði, hvenær sem hann óskar. Ef hann er nógtt efnaður, má hann kaupa 20 hluti í félaginu, en ekkí fleiri. En atkvæðamagn hans í málum félagsins er ekki meira en þess, sem að eins á einn hlut i því. Hver félagsmaður hefir eitt atkvæði. — Ö11 sameignarhugmyndin er bygð á jafnréttishugmyndinni. Konnr jafnt sem karlar mega gerast hluthafar, og gegna embættum. Bækur félagsins ertt gerðar tt'pp á hverjum ársfjórðungi. Eftir að all- ur starfskostnaður hefir verið borgaðttr og nokkur ttpphæð dreg- in frá fyrir sliti, afföllum o.s.frv., er gróðanum skift upp milli fé- lagsmanna þannig : 1. Hver meðlimur fær afslátt, sem jafngildir því, sem félagið hefir grætt á verzlun hans. 2. Ágóðann af verzlttn utanfélags- manna. Á þennan hátt fá félagsmenn þann ágóða, sem vanalega gengttr til milliliða, og einnig smásala á- I góðann. Einnig fá Keir framleiðsltt- } ágóðann, af þeim vörum, sem j búnar eru til á verkstæðum félags- j ins. Á þennan hátt er lífskostnað- ur þeirra, sem í félagintt eru, lækk- aður full 15 prósent. Engin láns- verzlun er gerð i búðum sameignar félagsins. Enginn hlutur er heldttr seldur með minna en kostvcrði, eins og siður er ýmsra verzlana, sem auglýsa sumar vörttr með minna en kostverði, í þeirri von, að geta ttm leið selt aðrar vörur með ágóða. Okurverð á matvöru er ómögu- legt á Bretlanhi síðan sameignar- félögin komu til sögunnar. þau seljá allar vörur til einstaklinga, og búa til' allar vörur f ifðiaðat- stofnunum sínum, sem kaupendur þeirra verzla með í öllum löndum. J Hvenær sem aðrir kaupmenn | reyna að fá yfirráð á sölu ein- , hverrar vörutegundar, þá koma ; sameignarfélögin til sögunnar og j ónýta þá einokunar tilraun. þetta ■ hefir þráfaldlega komið fyrir. Rétt nýlega hækkuðu ný egg í verði i j verði í Lundúnum upp í 54 cents j tylftin. Markaðsskýrslurnar kendu I hænunum um þetta. Félagið tók | þegar að sér að verja hænurnar I fyrir þessari ákæru, og sannaði mál sitt með því, að selja egg sín fyrir 45 cents tylftina. Félagið hafði nægar eggjabyrgðir á þessu verði. þá urðu okurkaupmenn til neyddir, að setja þau niður úr 54 centum og missa þannig 9 centa okttr-ágóða af hverri tylft, sem þeir ætluðu að kreista út úr fólk- inu. það, sem sameignarfélögin á Knvlandi hafa getað gert fyrir meðlimi sína, getur verkalýðurinn í öðrum lör.dum einnig gert, ef hann hefir til þess vilja, vit og dug. 1 Ameríku, þar sem alþýðaa er margfalt efnaðri en á Bretlandi, mundu slík sameignarféfög ná miklu bráðari þroska, en þau hafa , gert í Evrópu, bæði af þvf, að meiri efni eru til þess að byrja með, og af því líka, að verzlun. einstaklinga hér í landi mundi verða miklu meiri en fyrir austan- ltaf. En alþýðan hér er svo efnuð, að húit hefir ennþá ekki skeytt um að spara fé með slíkum samtök- um. Munið eftir mælskusamkepninnf þann 26. þ.m., sem auglýst er í þessu blaði. þar verða snjallar- ræður og karla og kvenna kórar. — Æjfing fyrir karlakór verður hjá H. Olson kl. 8 í kveld (miðvikud.J Er æskilegt, að allir stúdentar komi þangað, hvort sem þeir syngía eöa ekki. Föstudagskvéldið 2. febr. settr umboðsmaður stúkunnar Heklu» Mrs. Nanna Benson, eftirfarandi meðlimi í embætti : F. E.T.—P. S. Pálsson. E. T.—B. E. Fjörnsson. G. TJ.—Séra G. Árnason. V.T.—Miss J. Sigurðsson. , R.—E. S. Long, A.R.—A. Orr. F. R.—B. M. Long. G. —S. B. Brynjólfsson. K.—Miss K. Johnson. D.—Miss A. E. Björnsson. A.D.—Miss Olson. V. S. Hjörleifsson. U.V.—G. Gíslason. Meðlimatala stúkunnar Heklu er nú 344. Stúkan óskar, að meðlim- irnir sæki fundi eins vel og þeir gera, því hver sá meðlimur, sem ekki vanrækir það, er ætíð líkleg- ur til að gera margt fleira til efl- ingar stúkunni og félagsskapnum i heild sinni. Vinnið fyrir stúkuna Heklu ; hún verðskuldar það. B. M Long. Mr. C. S. Macdonnell, sem í R sl. ár hefir starfað fyrir McDonald Dure Lumber Co., hefir verið sett- ur rettur ráðsmaður fyrir The Canadian Lumber Yards, Limited. Félag þetta hefir sett upp timbur- sölu á McPhillipps stræti, noröan við Notre Dame Ave. Herra Mac- donnell óskar að sjá sem flesta ls- lendinga þar og lofar að skifta svo- við þá að ekki geri aðrir betur. KENNARA VANTAR við Sleipnir skóla, nr. 2281, kenslu tími 6 mánuðir, frá 15. apríl 1912. Kennari tiltáki kaup og menta- stig. Tilboðum veitt móttaka til 25. marz 1912, al undirrituðum. JOHN G. CHRISTIANSON, Sec’y-Treas. 14-3'’ : Wrnyard, Rásk.í

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.