Heimskringla - 09.05.1912, Blaðsíða 5

Heimskringla - 09.05.1912, Blaðsíða 5
HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 9, MAl 1912. 5. BCSf Sherwin - Williamsl AINT fyrir alskonar húsmálningu. Prýðingar-tfmi nálgast nú. Dálftið af Slierwin-William8 húsmáli getur prýtt húsið yð- £ ar utan og innan. — Brúkið <í> ekker annað mál en þetta. — S.-W. húsmálið málar mest, endist lengnr, og er áferðar- fegurra en nokkurt annað hús mál sem búið er til. — Komið inn og skoðið litarspjaldið. — ^ CAMERON & CARSCADDEN QUALITY HARDWARE ^ Wynyard, - Sask. 4 ♦ % □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□ □ YEITIÐ ÞÉR LAN ------------ I' 15 Ef svo, þá tryggið hags-- muni yðar með þvf að ger- ast áskrifandi að “Dun’s” Legal and Commercial Re- cord. Allar upplýsingar veittar 53 er óska. R. G. DUN&CO. Winnipeg, Man. 9-5-? □□□□□□□□□□□□□□□□□□□aat: S.D.B.STEPHANSON Fasteignasali. LESLIE, - SASK. Ræktaðar bújarðir til sölu með vægu verði og góðum skil- málum. Útvega lán mót veði f fasteignum. Agent fyrir Lffs og Eldsábyrgðar félög. PÁÖL BJARNÁSON FASTEIGNASALI 1 11 ■pr SELUR ELDS- LÍFS- OG SLYSA- ABYRGÐIR OG ÚTVEGAR PENINGALÁN WYNYARD : : SASK. JÓN HÓLM, jrullsmiður á Gimli gerir við allskyns gullstáss og býr til samkvæmt pöntunum. — Selur einnig ágæt gigtarbelti fyrir $1.25. Gœttu túngu þinnar. Mr. Georjre R. Scott ritar um það málefni á þessa leið : “ Að tala vel er þess virði, að lög-ð sé rækt við að læra það, — að vita, hvenær beita skal alvöru Ojr hvrenær að vera við öllu búinn. Gættu þess, hvernig þú talar, því að velg-engni þín er að mestu und- ir því komin, hvað þú segir, og hvernig þú segir það. Tala þú aldrei meðan þú ert reiður, annars getur svo farið, að þú segir eitthvað, sem þú síðar vildir ekki,bafa sagt. Vertu ró- legur undir öllum kringumstæðum og láttu þér aldrei verða það á, að segja ósatt ; því að það er framtíð þinni hættulegt, að þú sért þektur að ósannindum, og> þess utan er það l.jótt. Ef þú ger- ir þig kunnan að því að segja ó- satt, þá verður þér ekki trúað, þegar þú segir satt. Umfram alt ber þér að tala þannig, að allir, sem lilusta á mál þitt, fái óbil- andi sannfæriugu fvrir því, að þú flytjir rétt mál. Sjáðu til þess, að loforð þín séu eins áreiðanleg, eins og þó þú gæfir skriflega skulú- bindibg, í öllum þínum viðskift- um, og gerðu jafnan alt, sem í þínu valdi stendur, til þess að efna loforð þín. þau tilfelli geta að höndum borið, að þér v.erði þetta ómögulegt, en láttu þau verða eins fá og frekast er unt. Gættu þess i tali þínu, að ýkja aldrei, þvj að ef þú reynist ýkinn, þá lækkar það tiltrú til þín hjá öllum mönnum, sem eru þess virði að eiga að vinum, Og sem þér er hagur að njóta tiltriiar hjá. Tung- unnar skyldi vel gætt, og orðin, sem töluð eru, skvldu vel og ná- kvæmlega yfirveguð. Vertu ekki ofsafenginn í tali, því það skapar það álit á þér, að þú sért bráðlyndur og ekki félagsleg- ur. Allir ættu að varast háværan mann, og hávær kona ætti að vera látin tala við sjálfa sig. Viðhafðu ekki löng orð eða þungskilin í viðræðum þínum, en veldu algeng orð til þess að gera hugsanir þínar skiljanlegar. Ein- földu orðin eru auðskildust, og það veitir hinum grunnhygnu á- nægju, að hlusta á þig, ekki síður en þeim, sem eru skynsamir. Talaðu hægt og ljóst og graut- aðu ekki saman málsgreinum þín- um. ]>ú getur ekki verið o£ var- kár í þessu efni, ef þú vilt verða skiiinn rétt. Láttu þig ekki henda það, að fara í stælur til þess að auglýsa yfirburða þekkingu þína ; en að eins í þegar það er nauðsynlegt til þess að styrkja einhvern sannleiba, sem nauðsynlegt er að gera Ijós- an. þú getur ekki verið of vandur að þvi, hvernig þú beitir málrómi þínum og hverjar hreyflngar þú hefir í viðræðum þínum, og hvern svip þii setur á andlit þitt. það er virði alls þess ómaks og umhugsunar, sem til þess krefst, að læra að tala vel, og það marg- borgar þér alla. þá fyrirhöfn, sem þú verð til þess. Vertu góðgjarn í umtali þínu utn aðra. Reittu ekki til reiði með því, ‘sem þú segir, en vitnaðu með taU þínu, að þú búir yfir göfugu hugarfari. Mikið ilt getur hlotist af ógxti- legum orðum, jafnvel fyrir það málefni, sem þú ert meðmæltur, og það verður ekki afmáð með neinum réttlætingar afsökunum. Tem þú þér þá list, að hugsa meira en þú segir. Vottaðu göfgi þitt með daglegu tali þínu, og vertu eins umburðarlyndur og þér er hægt í umtali um andstæðinga þína. Haga þú svo orðum við vini þína, að þeir finni velvild þína til þeirra skína út úr þeim. Smjaðr- aðu ekki fyrir þeim, né hlað neinu hóli á þá, og vertu einlægnr í að- íinslnm þínum um gerðir þeirra. þegar þig greinir á við þá, þá tala þii í mildum rómi, og gættu þess vandlega, að velja hentugan tíma til þess. Vinirnir ættu að vera of dýrmætir til þess, að breyta ógætilega við þá, og þú skyldir jafnan vera viss um, aö hafa réttmæta ástæðu til þess þú takir að þér að leiðrétta þá. Ilaltu öllum þínum reiðihugsun- um leyndum, og gæt þess jafnan, að segia ekkert það, sem skvgt geti á þá góðvild, sem þú og vinir þínir berið hvor til annars. Talaðu eins litið og þér er mögulegt um einkamál kunningja þinna, en reyndu að tala hugg- andi og hughr.eystandi orðum við alla, sem þú mætir. Eftirskildu hughreystandi orð í allra eyrum, ogr reyndu af mætti að koma fram þeitn til hagnaðar. Láttu orð vara þinna og hugsanir hjarta þins vera ævarandi hlessun öllum þeim, sem þú kynnist. Segðu ekk- ert orð, sem geti tnóðgað þá, en vertu öllutn sannur friðareugill. Tak þú alla handabandi og þrvstu hendi þeirra alúðlega, og skildu ekki s>vo við nokkurn, að þú revnir ekkj að tryggja þér gott álit hans eðá hennar. það verður mikil hrevting fyrir suma, þegar þeir hafa lært að haga vel orðum sínum, og það verður mikil hrevting á þjóðfélag- inu, þegar allir hafa það fram- ferði, sem göfugu fólki sæ ir. Talaðtt látlaust og skynsamlega, og gættu þess, að móðga ekki nokkurn með orðum þínum, en reyndu að tala skemtilega um hvert mál, sem her á góJtta. það er hægðarleikur, að tala út í loftið um máfefni, sem þú hefir enga þekkingu á. Tal er léttvægt, og> enginn metur það að neinu, ef talað er um einskisnýt efni. En þær umræður, sem hafa áhrif, eru þær, sem vér ættum allir að taka þátt i. Vertu lítillátur í öllum viðræð- um þínum og reyndu ekki að sýn- ast mestur. En láttu orð þín bera þaö meö sér, að þú hafir íhugað málið, sem þú ræðir um, og ræddu þaö svo, að aðrir sannfær- ist af þekkingu þinni. Að síðustu: Láttu ræður þínar bera þess vott, að þú sért göfugur maður eða kona, og að þú talir til þess að skemta og fræða. Vertu jafnan glaður í bragöi, þegar þú ræðir við aðra.’’ Sunrianfari. Eftir 9 ára hlund er Sunnanfari vaknaður aftur til lífsins, og held- ur nú 'áfram, þar sem hann hætti i janúarmánuði 1903, — það er : 1. blaðið af XI. árg. kom út þá, og er það því nr. 2, sem nú beldur fyrst innreið sina í íslenzka bók- mentaheiminn. Sunnanfari gamli var ætið fróður og mikill stuðn- ingur íslenzkum bókmentum, og eftir því sem hinn endurvakti Sunnanfari byrjar, eru horfurnax, að hann verði að engu eftirbátur fyrri árganga, þeirra, er beztir voru. þrjú blöð eða hefti hans hafa oss borist i hendur, og er hvert þeirra 8 bls. í stóru broti. auk tvöfaldrar kápu. Frágangur allur er hinn bezti og prentun mynd- anna hefir tekist vel. — Innihald þessara þriggja Sunnanfara hefta er Nr. 2 : Minnisvarði Jóns Sig- urðssonar með tveimur myndutn. Inngangsorð Sunnanfara ; Fram- sýn, kvæði eftir Guðm. Guömunds- i son ; Tileinkun, kvæði þýtt úr | Faust ; Bölvaður, saga ; Minuis- varði Magnúsar konferenzráðs Stepliensens, eftir J.þ.; Stúlkuvís- ur, og mynd af þórsmörk. Nr. 3 : Mynd af Matthíasi þórð- arsvni fornmenjaverði og grein um hann ; niðurlag af sögunni Bölv- aður ; m)rnd og æfiatriði Páls | Sveinssonar bókbindara ; þjóð- I menjasafnið, tvær myndir og grein; j Arni Magnússon, eftir Pálma kenn- j -ara Pálsson ; Bókmebtafélag Fær- 1 e3r'nga ; Bækur og þingvísur að síðustu. Nr. 4 : þar eru myndir og æfi- I atriði Sveins prófasts Níelssonar, Skúla læknis Thorarensens, séra Gísla skálds Thorarensens, Björns próf. Halldórssonar frá Laufási; Baugabrot, kvæði ; Ritdómar, o.fl. Ritstjórar og útgefendur Sunn- anfara eru þeir feðgar Dr. Jón 1 þorkelsson og Guðbrandur sonur hans. Var Dr. Jón áður lengst af ritstjórinn, er blaðinu var haldið úti í Höfn, Og munu fáir menn j fjölfróðari nú uppi á Islandi en j hann. Rithöfundur er hann góður, ! smellinn og einarður og skrifar fagurt og íburðanmikið mál. Son- ur hans er og efnismaður. Má því ganga að því vísu, að Sunnanfarí nær aftur sínuin fornu vinsældum í höndum þeirra feðga, sem hann fyTrum hafðf og teljum vér víst, að Vestur-íslendingum muni hann verða kærkominn gestur. tjtsölumaður Sunnanfara hér vestra er H. S. Bardal bóksali, og er verðið hið sama Og áður—$1.00 árgangurinn.- Vér óskutti Sunnanfara allra heifla. Bismarck og Sankti-Pétur. Bæði guð o,g menn vita og vissu að Vilhjálmur þýzkalandskeisari I., gerði ekkert riema að ráðíæra sijr fyrst við kanslarann sinn, hann Bismarck. Sá skröggur kom keis- aranttm úr margri klípunni, jafn- framt því, sem hann kom honum í keisarasessinn. Keisaxinn fól sig að síðustu ásjá Bismarcks gersamlega. Svo einn góðan veðurdag deyr Vilhjálmur .keisari Og Bismarck varð auðvitað að sjá um, að hon- ttm yrði veitt inngan,ga i himna- riki. En þannig var mi ástatt þá í svipinn, að Bismarck gat ómögu- lega fylgt keisarantim sínum, sök- tim þess, að hann var að berja á Tafnaðarmönmtm. Keisarinn varð því að bíða í hreinsunareldinum, ttnz Bismarck kæmi. Svo dó nú Bistnarck og hitti Vil- hjálm sinn og báðir löbbuðu þeir í áttina til himnaríkis. Mikil rigning var og kalsaveður, og urðu báðir gagndrepa. Loks náðu þeir fordyri himna- ríkis og Bismarck harði að dyrum. Sankti Pétur opnaði í hálfa gátt og leit spyrjandi á komumenn. “Htindavæður, laxi”, sagði Bis- marck, og vatt um leið miili handanna ílókahattinn barðastóra, er hertog.afrúin af Fríslandi hafði gefiið honum, er þau voru að bralla saman í Myrkvaskógi. Keisarinn snýtti sér og þagði sem gorkúla. Sankti Pétur hafði nú liðkað málheinið og gat nú hafið umræð- ur. “Hvað viljið þið ?” spurði hann önugur. “Eg vil fá húsrúm fyrir keisar- ann”, svaraði Bismarck. “Hér er alt fult, svo ómögulegt ee við að bæta ; við höfum orðið að leggja flatsængur á gólfið”, sagði dyravörður. “Já, en minn góði Pétur, keisar- inn er enginn algengttr maður, og einhver af landevðunum þarna inni ætti að víkja fyrir honum”. “Ömögulegt! ” og sánkti Pétur gerði sig líklegan til að skella hurðinni á nefið á Bismarck. “Bíddu ögn ; má ég ekki horfa gegnum riftina og sjá. hvaða mann- val er inni?” sagði Bistnarck ógn blíður, og um leið setti hann fót- inn fyrir hurðina o^ stakk höfðinu í gættina. En sú sjón! Öll sætin voru skip- uð, frá því æðsta til hins lægsta ; — og hverjum ? Auðvitað Gyð- ingum, Gyðingum því nær allstað- ar. “Hm! Einvalalið,, Pétur minn, einvalalið”, sagði Bismarck. ‘‘Ja-há”, sagði Pétur og hækk- aði á honum brúnin ; honum þótti alténd væntum, þegar stórmenni hældu löndum hans. Keisarinn fór nú að ókyrrast og glömruðit í honum tennnrnar. ■— Hann mundi það, að hann hafði hatað Gyðinga næst Dönum, og þótti nú ráð sitt harla óvænlegt. En Bismarck hafði hugsað ráðið sem duga skyldi. Hann hóf upp raust sína, svo undirtók í sjö milna fjarlægð og kaplar köstuðu af skelfingu :i “það verður uppboð í Helvíti í kveld! ” Hann hafði ekki slept fyr síö- asta orðintt, en allur Gyðinga- skarinn þaut upp o,g ruddist til dyra, og ittnan lítillar stundar voru salir himnaríkis því nær auðir. “Er nú rúm fvrir keisarann?” spurði Bismarck glottandi. “Já”., sagði sánkti Pétur og var dattfur í dálkinn, “þið getið komið inn". “Ég var ekki að biðja um gist- ingu fyrir mig, ég kann betur við kolin og eldinn”, sagði Bismarck börkulcga. Siðan sneri hann sér að keisaranum. ‘Vertu nú sæll, Vilhjálmur ; — þetta verður síðasta þægðin, sem ég geri þér”. Að svo mæltu sneri hann frá for- dyrum himnaríkis og labbaði í hægðum símim stiginn, sem Gvð- ingarnir höfðu hlaupið eftir niður á við. En Vilhjálmur og sankti Pétur héldu inn. G. T. J. færði í stíliun. ™e DOMINION BANK Hornl Notre Dame og Sherbrooke Str. Höfuðstóll uppb. $4,700,000.00 Varasjðður - - $5,700,' >00.00 Allar eignir - - $70,000,000.00 Vér óskum eftir yiðskiftumverz- lunar manna og ábyrgumst ati pefa Þeim fullnægju. /Sparisjóósdeild vor er sú stærsta sem nokRur banki hefir i borginni. íbúendur þessa hluta borgarinn- ar óska að skifta við stofnun sem þeir vita að er algerlega trygg. Nafn vort er full rygging óhnl'- leika, Byrjið spari innleag fyrir sjálfa yður, konu yðarog börn. GHO. H. MATHEWSON, KáSsmaíur Phone <4nrry 3450 KLONDYKE HÆNUR SaíHrti Klondyke hœna verpir 250 eggjum á ári, fiðrið af þeim er eins og bezta nlL Verð- mætor hænsa bækliupur er lýsir Klon- dyke hœnum verður sendur Ókeypi9 hverjum sem b i ö u r þess. Skrinö; Klonilyke l*<>■■ 11ry Kaiicli MAPLE PAKK, ILLINOIS, O. S. A. Agrip af reglugjörð dm heimilisréttarlönd í Canada Norðvesturlandinu. Sérhver manneskja, sem fjöh skyldu hefir fyrir að sjá, og sérs hver karlmaður, sem orðinu er 18 ára, hefir heimilisrétt til íjórðungs úr ‘section’ af óteknu stjórnarlandi í Manitoba, Saskatchewan og Ab berta. Umsækjandinn verður sjálf-i ur að koma á landskrifstofu stjórn arinnar eða undirskrifstofu í þvi héraði. Samkvæmt umboði og með sérstökum skilyrðum má faðirf móðir, sonur, dóttir, bróðir eða systir umsækjandans sækja umi landið fyrir hans hönd á hvaða skrifstofu sem er. Skyldur. — Sex mánaða á’-* búð á ári og ræktun á landinu f þrjú ár. Landnemi má þó búa ál landi innan 9 mílna frá heimilis- réttarlandinu, og ekki er minna en 80 ekrur og er eignar og ábúðar-i jörð hans, eða föðttr, móður, sont ar, dóttur bróður eða systur hans^ I vissum héruðum hefir landnem-i inn, sem fullnægt hefir landtöku skyldum sínum, forkanpsrétt (pre-< emption) að sectionarfjórðungi á-< íöstum við land sitt. Verð $3.00 ekran. Skvldur :—Verður að sitja 6 mánuði af ári á landinu í 6 ár frá því er heimilisréttarlandið var tekið (að þeim tíma meðtöld- um, er til þess þarf að ná eignar-i bréfi á heimilisréttarlandinu), og 5U ekrur verður að yrkja auk-i I reitis. | Landtökumaður, sem hefir þegar I uotað heunilisrétt sinn og getus ' ekki náð forkaupsrétti (pre-emtion , a landi, getur keypt heimilisréttar- land í sérstökurn héruðum. Verð I íu.uu ekran. Skyldur : Verðið að | stt ja 6 mánttði á landinu á ári í i þrjú ár og rækta 50 ekrur, reisa J hús, $300.00 virði. W W. CORT, Deputy Minister of the lnteriorf I S y 1 v í a 235 ‘það er satt, ég fann Lorrimore í dag’, sagði Marlow. ‘ó, Lorrimore. því komstu ekki með hánn’, sagði lafðin. ‘Ég bauð honum að koma, en haitn afþakkaði það — fremur kuldalega’. ‘Ö, hann er sjálfsagt búinn að heyra um trúlofun Andrey’, sagði lafðin. Sama kvöldið var mannmargt heimboð hjá laiði Dulcimer, og þangað kom Andrey ásamt lafði Mar- low. Hún vakti aðdáun allra, eins og vant var. Sylvía var líka boðin, en hún fór ekki. ‘þegar ég var á danssamkomunni ttm daginn’, sagði hún við Mercy, ‘gat ég ekki losnað við að hugsa um liðna tímann, svo ég gat stundum engu svarað fyrir hrygð, þeim sem ávörpuðu mig, svo þeir hafa ástæðu til að halda að ég sé heyrnarlaus. Hvers vegna get- nr maður ekki gleyimt?’ ‘Karlmenn geta stundum, en kvenfólk aldrei’, svraði Mercy. Mercy var búin að vera v,eik nokkrar vikur, og Sylvíu sýndist henni vera að hnigna. í þrjá daga hafði hvorki Lorrimore né Andrey komið að finna Sylvíu, en að 'kvöldi hins fjórða dags heyrði hún rödd Andrey í anddyrinu, og hljóp fram til að faðma hana að sér. ‘Hiélduð þér ég væri dauð?’ sagði Andrey. ‘Ég veit ekki’, svaraði Svlvía í hryggum róm. ‘Eg hefi átt annríkt’, sagöi Andrey. ‘Hvernig Hður Meecy?’ ‘Heldur skárri', sagði Sylvía. ‘það er gott’, sagði Andrey. ‘þegar þessu kveldi linnir, eigið þér frí í viku?’ ‘Nei’, sagði Sylvía, ‘í fimm daga’. - ‘Mig langar til að biðja yðnr að vera hjá mér þessa fimm daga, úti á landi’, sagði Andrey. 236 Sögusafn Heimskringlu ‘það er ágætt. Úti á landi ? Ilvert förttm við ? ’ ‘l'il Grangie, eignar minnar’, sv.araði Andrey. ‘Til ættaróðals yðar ?’ ‘Já, þér megið t.il að koma, þér þttrfið hvíldar við eins og ég. Við getum gengið þar um beitilönd- in okkur til skemtunar’, sagði Andrey. ‘Verður Sir Jordan þar ekki?’ spttrði Sylvia. ‘Nei, hann verðttr í London. Við skuitim ekki minnast á hann. Við v.erðum þar eins og tvær skólastelpur, sem eiga frí’, sa,gði Andrey. ‘Já, það skulttm við sannarlega vera’, sagði Syl- vía, ‘en ég gleymdi Mercy’. Mercy ko'm inn á þessu augnabliki. Andrey battð henni að verða með, og þó að Mercy vær ófáanlegt til þess í fyrstu, lét hún þó undan á endanttm og kvaðst mundi koma. Mlarlow lávarðttr varð þeim samferða á lestinni, °g þegar þatt komtt á lestarstöðina, var vagninn frá Grange þar fvrir til að flytja þau heim. ‘Hvaða heimili er þetta?’ spurði Sylvía, þegar hún sá Lynne Court. ‘það er Lvnne Court’, svaraði Andrey með við- bjóð, ‘en nú komum við bráðttm heim’. þegar þau sátt Grange, sagði Andrey : ‘Hér á ég heima’. ‘Ó, en sú fegurð. í'g hafði enga hugmynd um, að þér væruð jafn háttstandandi stúlka. Eg get ekki skilið, hvernig sú hugsun er, að vera drotnandi yfir öllu þessu’, sagði Sjflvía Og hló. Andrey hló líka og stundi svo. þegar þau fóru ofan úr vagninuim, fylgdi Andrey Sylvíu til herbergja hennar. þegar þær voru búnar að ltafa fataskifti, fórtt þær ofan til dagverðar. S y 1 v í a 237 Að lokinni máltiðinni gen.gti þær inn í samkomu- salinn, og á eftir jxeim kom lávarðurinn og sagði : ‘Er nokknð í samningum yöar, Signora, setn bannar yður að vera næturgali kunningjum yðar til skemtunar ?’ ‘Ef það væri, skeytti ég því ekki og borgaði skaðabætur’, sagði Sylvía og leiddi Audrey að pianó- inu. Að fám sekúndum liðnttm ómaði hin fagra rödd Sylvíu um salinn og út tnm gluggana, sem vortt oi>nir. ‘H(ve ágæt stúlka,, og hve ágæt rödd’, sagði lá- varðurinn við sjálían sig. Nokkru áður en þetta skeði, kom Trale þjótandi inn til frú Parson með þeitn hraða, seim gerði hana og Neville hálfhrædd. ‘Hafið þið náð þrælnum?’ spurði Neville. ‘Nei, en Sir Jordan er farinn’, svaraði Trale. ‘Farinn?’ sagði Neville. ‘Já, til London, en ég hefi áreiðanlegan mann á hælum hans. En — ég ætlaði að s/egja yður, að Miss Andrey er hér’. ‘Miss Andrey hér?’ sagði Neville. ‘Já, á Grange. Ilún kom hingað með lávaröin- ttm Og ungri stúlku’. ‘Andrey hér, og hún veit ekkert um þrælintt. Ég verð að íara að finna hana, og segja henni eins og er’, sagði Neville. ‘Ekkert bráðræði’, sagði Trale. ‘En ég v.erð að finna Andrev, mína kæru, litlu Andrey’, sagði Neville. Trale sá,r að ekki tjáði að hindra hann, fóru þeir því áleiðis til Grange, en þegar þeir komu inn í blómagarðinn, greip Trale i hann og sagði : ‘Ekki lengra strax’. 238 Sögusafn Heimskringlu Máske hún komi út á pallinn’, sagði Neville o.g horfði á opna glyggana. Á sama attgnabKki heyrðtt þeir syngjandi kv.en- röddti. ‘En ltvað þetta er inndæll söngttr’, sagði Trale. Neville rak upp undrunaróp. ‘Guð minn góður! ’ sagði hann og greip í Trale.,; hverrar rödd er þetta?.’ ‘ÍH*. 1 : i 1 J XIJ. KAPÍTUIJ. Áhrifamiklir v i ð b tt r ð i r. Neville skalf sem strá í vindi og Trale ltorfði ál hantt undrandi. ‘Ilvað gengttr að yðttr, Nevillie?’ spurði Trale. ‘Röddin — heyrið þér hana ekki?’ ‘Já, hún er fögur ; það er rödd ltinnar nafn- kunnu söngmeyjar’, svaraði Trale. ‘Hvað þá, nei, jtað er rödd Sylvíu. Ég þekki hana meðal þúsurtd annara radda, ég verð að fara’. ‘Nei, það er Signora Stella, sem syngur’, sagði Trale og tók í Neville. ‘Nei, nei’, sagði Neville. ‘Ég þekki stúlkuna,' sem er að syngja, ég hefi heyrt rödd hennar of oft til þess að þekkja hana ekki. En ég má ekk fara strax, liún heldur að ég sé dauður’. ‘Að þér séuð dauður?’ ‘Já’, sagði Neviile, ‘ég get ekki sagt yður alt, en ég elska hana af ölltt hjarta. Við urðum aðskilin í Ástnalíu, og hún heldttr að ég sé dauðttr. Ég tná' ekki finna hana fyrstur — þér verðið aö se.gja henni, að ég sé lifandi, Trale’.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.