Heimskringla - 09.05.1912, Blaðsíða 2

Heimskringla - 09.05.1912, Blaðsíða 2
2. BLS. WINNIPEG, 9. MAÍ 1912. HE1MSKB.IN GLA Mrs. Lárentína Markússon. jt Pöstudagsmorguninn þann 26. apríl síöastliöinn lézt aö Gimli, Man., eftir því nær tveggja ára veikindi húsfrú Lár- entína Mikólína Sijrurðardóttir, eiginkona Magnúsar Mark- ússonar í Winnipeg. Hún var jarðsungin hér í bænum af séra Friðrik J. Bergmann þann 80. apríl síðastl. Lárentína heitin var fædd á Vatni í Haukadal í Dala- sýslu þann 6. janúar árið 1868, og var því 44 ára gömul þann 6. jan. síðastl. Foreldrar hennar voru þau hjónin Sig- urður Guðbrandsson og Guðfinna Benediktsdóttir, er siðar híuggu á þorsteinsstöðum í sömu sveit, og fluttu þaðan hingað vestur árið 1882 með 4 börnum sínum : Lárentínu sál.; Guðfinnu, sem dó hér í Winnipeg fyrir nokkrum árum síðan, þá um tvítugsaldur; Guðbrandi, sem nú er í Calgary, Alta., og Gesti. sem býr hér í bænum með Guðfinnu móður sinni, háaldraðri ekkju. Tvö s\rstkini Lárent'nu sál., Bene- dikt Og Kristín, búa á Isl índi. — Foreldrar Lárentínu sál, settust að í Norður-Dakota og bjuggu þar í níu ár ; þá fluttu þau hingað til Winiipeg. Árið 1890, þann 4. jan., giftist Lárentína heitin Magn- úsi Markússyni í Winnipeg . þau hjón hafa ávalt síðan búið hér í bænum. þeim hjónum varð 6 barna auðið, þar af eru 2 dáin, Guðfinna, sem dó að eins 5 mánaða gömul, og Ólaf- ur, sem var elzta barn þcirra og dó rúmra 10 ára gamall. þau, sem eftir lifa eru þessi : Jónína, 19 ára ; Guðfinna, 17 ára ; Philip Sigurður, 12 ára, og Ólafía Hallfriður, 7 ára. Lárentína heitin var hin mesta mvndarkona í sjón og raun ; sérstaklega ástrík og umhyggjusöm móðir ; þrifin og reglusöm. Ilún var höfðinglvnd eftir því sem efni hennaV framast levfðu ; i góðu meöallagi greind, trvgg sínum vin- um, fáorð og gætin. Hún var sérlega stilt kona, og ba'r hin löngu veikindi sín með frábærri þolinmæði. Hfún hafði mál og rænu fram að hinni sí'iustu stundu. Hennar er sárt sakna'i af eiginmanni hennar Og börn- um, sem nú hafa orðið að sjá á bak ástríkri konu og um- hvgg.jusamri og elskandi móður. Guð blessi alt hennar æfistarf! Blessuð sé minning liennar! M. M. íslands íréitir. Samskota áskorun til hjálpar eftirlifandi ættingjum og vanda- mönnum þeirra, er druknuðu á iiskiskipinu G e i r , liafa Reykja- víkurblöðin birt. Gangast þessir fyrir samskotunum : Páll Einars- son borgarstjóri, Magnús Jónsson sýslumaður, Jens Pálsson prófast- ur, séra ólafur ólafsson, Hannes Hafliðason bæjarfulltrúi, og kaup- mennirnir Ásgeir Sigurðsson og Aug. Flvgenring. Undirtektir manna kv-áðu þeg<at hafa orðið dá- góðar. Friðrik Danakonungur Og drotning hans hafa gefið 2,000 kr. — Sigurjón Markússon lögfræð- ( ingur er settur sýslumaður í Snæ- fellsnessýslu. —' Reykjavíkur læknishérað er laust. Hafa yfir fimm hundruð af bæjarbúum skorað á stjórnina, að hún veitti þórði J. Thoroddsen fvrv. héraðslækni embættið. Hefir hann nokkur undanfarandi ár ver- ið “prakíserandi” læknir þar í höf- uðstaðnum og átt miklum vin- sældum að fagna sem slikur. Auk hans eru þrír aðrir umsækjendur um læknishéraðið. — Fyrir skömmu strandaði fær- eysk skúta við Landeyjarsand. Ilafði verið að fiska þar úti fyrir, en haf var órótt og bar aldan skipið á land. Allir komust skip- verjar lifandi af- En önnur færeysk skúta, sem skamt var frá, sendi upp bát með 6 mönnum til hjalp- ar, Og fórust þeir allir í brimgarð- inum. Björgunarskipið Geir fór héðan austur til þess að reyna að ná skútunni út, en það reyndist ó- gerlegt. — Að tilstuðlun verzlunarmanna félagsins á Akureyri var nýskeð stofnað “ferðamannafélag” þar i bænum. Tilgangurinn er sá, að reyna að beina straum útlendra ferðamanna meira til norðurlands- ins en verið hefir, bæði með því að kj’nna útlendingum landið, og leið- j beina þeim, er til norðurlands kem ur. — Frá Stokkseyri er að frétta prýðisgóð aflabrögð um miðjan þ. m. (marz). 16. marz var t.d. þrí- róið og hlaðaífi í hvert skifti. Net eru hagnýtt þar við veiðarnar um þennan tíma árs. — þann 29. febr. sl. hljóp snjó- ilóð í Mjóafirði eystra, og tók með sér 12 símastaura, og þeytti þeim á land hintt megin fjarðarins, að Asknesi, og æddi sjórinn þar þá hátt upp á landið. — Síldarbræðsluverksmiðju ætl- ar norskt félag að setja á stofn á Syðra-Krossaneslandi í Eyjafirði. í'élagið kvað ætla að reisa þar bryggjur og leggja akveg til Akur- evrar. — Ekkja frá Fremri-Brekku í Saurbæjarhreppi í Dalasýslu, Lilja Jóhannesdóttir að naini, sem í sl. des. var á ferð yfir Krossárdals- íjallveg — milli Gilsfjarðar og Bitrufjarðar — varð bráðkvödd á nefndri leið. Maður var með henni og teymdi hestana nokkurn spöl á undan, með því að færðin var eigi góð, Og var konan hnigin niður og örend, er hann Leit við, til að sjá, hvað henni liði. Hefir hún að lík- j indum eigi þolað ganginn, en vilj- I að hlífa hestunum, og þá farið sem fór. — All-vel um netafisk suður tneð sjónum, er þaðan fréttist síðast,— í verstöðunum, sem net leggja í Garðssjóinn, og þar um slóðir. — Meiðyrðamál. Landsbanka- stjóramir hafa nýlega höfðað meið yrðamál gegn hr. Tr. Gunnarssyni fyrv. bankastjóra. Hafði hann brígslað þeim um það, að þeir hefðu gefið falskar skýrslur, og þeim áburði vilja þeir nú, sem von er, fá hrundið með dómi.— Banka- stjóri Björn Kristjánsson hefir ný- lega höfðað mál gegn ritstjóra Lögréttu, út af meiðyrðum. — Nokkrir af starfsmönnum Lands- bankans hafa og höfðað mál gegn Lögréttu ritstjóranum, og er það einnig risið út af meiðyrðum. — Á almennum fundi, sem hald- inn var í Dyrhólahreppi í Vestur- Skaptafellssýslu nýskeð var með öllum atkvæðum samþykt tillaga um stofnun lýðháskóla ,á Suður- landsundirlendinu. Sams konar til- lögu hafði og sýslunefndin í Vest- ur-Skaptaíellssýslu samþykt litlu áður. þann 1. marz sl. var og haldinn fundur um málið að Efra- Hvoli í Rangárvallasýslu, — eða átti að haldast ; en hvað þar hefir gerst, höfum vér ekki frétt. — Frá Hornströndum (Norður- Ísafjarðarsýslu) er þjóðv. ritað 14. jan. þ.á.: Öndvegistíð mátti heita hér til sólhvarfa, en síðan sífeldur hríðarbjdur, að heita má, Og allar skepnur á gjöf. Stafar það mest af áfreða, þar sem verið hefir saman- hangandi svellhúð yfir öllu, svo að hvergi sér í þúfu. Áflabrögð urðu í betra lagi í Hornavík. * * « Peningamála nefndin, er kosin var á síðasta alþingi, hef- ir nú lokið störfutn sínum nýskeð. Tillögur nefndarinnar eru : 1. Nefndin vill, að landið helgi sér einkarétt, að því er snertir flutning og sölu á kolum. — Einkarétt þennan telur hún réttast, að landið íái s ðar ein- hverju erlendu félagi í hendur, — um alt að 15 ára tímabil, — Býst liún við, að þegar á hinu fyrsta ári geti þetta gefið landssjóði 160 þús. kr. tekjur, er síðar fari vaxandi að því ska])i, sem eimskipum fjölgi, er til fiskiveiða ganga. — Nefndin hefir gert lauslegan samning við erlent félag, er leigja vill einkaréttinn, og er gert ráð fyrir, að það sendi hingað um- boðsmann, er alþingi geti sam- ið við, er til kemur. 2. þá er það og önnur tillaga nefndarinnar, að landið helgi sér einkarétt, að því er að- fiutning og sölu á steinolíu snertir. — þennan einkarétt sinn ætlast nefndin til, að landið hagnýti sér á þann hátt að selja hann einhverju félagi í hendur, gegn 4 kr. gjaldi af hverju steinolíufati. — Ekki hefir nefndinni þó tekist, að komast að samningum við neitt félag, en vill, að þingið feli stjórninni það mál. *» •» 3. Ennfremur leggur nefndin það til, að tollur sé lagður á að- fiutta vefnaðarvöru og skó- fatnað. — Ætlast nefndin til, að tollur þessi muni nema um 130 þús. kr. á ári. Faflist þingið á tillögur nefndar- innar, er nú hefir verið getið, þá er búist við, að landssjóðnum auk- ist tekjur um 400 þús. kr. á ári, eða um 800 þús. kr. yfir fjárhags- tímabilið. Að því er snertir einkarétt á til- búningi og aðflutningi tóbaks, hef- ir nefndin íhugað það atriði, en telur eigi gerlegt, að landið taki sér hann að svo stöddu, en vill á hinn bóginn, að safnað sé skýrsl- uin næsta ár (1913), eftir fyrir- mynd, sem nefndin hefir samið. þá leggur nefndin það og enn- fremur til, að stjórnin semji frum- varp um stofnun veðbanka, og gef- ur ýmsar bendingar um það, hvern i<r hann þyrfti að vera. —(Eftir þjóðviljanum). * * * Bókmentafélagið ernú sem kunnugt er, eitt og óskift orð- ið, og það í Reykjavík. Eiga' nú í jtmí í fyrsta sinni að fara fram fulltrúaráðs kosningar, og eiga all- ir meðlimir félagsins jafnan rétt til að kjósa, hvar á landi sem þeir eeu, verða að eins að hafa sent kjörseðlana til kjörstjórans, Jóns bæjarfógeta Magnússonar, fyrir 14. júni. ísafold skorar á meðlimina, að vanda sem mest til kosningar þessarar, og að skflta um stjórn, því núverandi stjórn sé þröngsýn og stefnulítil. Skorar blaðið á meðlimina, að kjósa í fulltrúaráð- iö einhverja 6, er þeim lítist bezt á, af mönnum þeim, er hér greinir — : Einar Arnórsson prófessor, Einar Hjörleifsson skáld, Gísli Sveinsson lögmaður, Guðm.Björns son landlæknir, Guðm'. Hannesson prófesson, Guðm. Finnbogáson, dr. phil., Jón Helgason prófessor, Jón Jensson yfirdómari, Jón þorkels- son, dr. phil., Matth. þórðarson fornmenjavörður, Pálmi Pálsson kennari, þórhallur Bjarnarson biskup. — Lögrétta mælir fram með Ágústi Bjarnasyni prófessor, sem og Guðmundunum á ísafold- arlistanum, sem góðum mönnum í fulltrúaráðið. Vestur-íslendingar, sem eru með- limir Bókmentafélagsins, liafa enn- þá tíma að neyta kosningaréttar síns og senda kjörseðla til kjör- stjórans. KENN ÞEIM UNGA ÞANN VEG, SEM HANN Á AÐ GANGA. Flestum er það ljóst, að miklu skiftir fyrir nýgræðinginn á vorin, er hann skýtur upp úr sverðinum, hvort það er frostbitran, er fyrst tekur á móti honum, eða ylgeislar vorsólarinnar og hlýjuskúrir. Hið 1 f\rrnefnda lamar og deyðir. H'ið síðara lifgar og þroskar. þessu á,þekt má heimfæra til lífs vor mannanna. Börn höfum vér öll verið, og skaðvænleg áhrif á uppvaxtarárum eru eins konar dauði fyrir framtíð barnsins, á borð við kuldabitruna fyrir ný- græðinginn. Ekkert ber því fremur að gera, en að innræta barninu sem fyrst einhverja góða hugsjón, því fremur er því borgið síðar. það er með barnið svipað og eikina. Beykið kæfir hana og útrýmir henni úr skógunum, af því að það springur út hálfum mánuði fyr. Fyrstu á- lirifin hafa svo mikið að segja. það má einnig með réttu likja barninu við vafningsjurtina, er þarfnast styrks atinara, ef hún á að geta vaxjið og lifað. þess vegna má ekki sleppa hendi of snemma af barninu. Tig á ekki við, að menn veiki sjálfbjargahvöt þess. Umfram alt kenna þvi hófsemi lífs- ins. Vér eigum marga menn, er ekki hafa kunnað sér ]>etta hóf. þeir hafa lagt af stað ‘‘út í lífið” stuðningslitlir og þreklitlir, það hefir rétt að þeim hvern munaðar- bikarinn á fætur öörum ; þeir hafa drukkið í botn og ekki uggað að sér. Viljaþrek og mannræna hefir j sljófgast við hvern bikar.— En i mannfélagsbönd og samvizka hafa j sett sínar takmarkalínur. Menn þessir hafa þá orðið að staldra j við, og gá að, hvernig sakir stæðu | — “horfið” sem snöggvast að j i skyldum lífsins, en nú gerist alt erfiðara. þeim finst Lfið ófrjálst, [ tilgangssnautt og hálfbölvað. það hefir blásið af öllum áttum í sál þeirra, og nautnaglamurinn loðir | enn í eyrunum, og í þessum and- j viðru lífs þeirra hefir engin hug- sjón náð að festa rætur, er breytt geti munaðarþránni í sterka starfs löngun. Og hugurinn er hvarflandi og órór. Sú spurning liggur næst fyrir : Bitna ]>essi áhrfl lífsins að eins á j einstaklingnum ? Svarið verður : j nei. þau hafa sín áhrif á þjóðlífið, : eins o<r lítið siirdeig v’erkar á alt j brauðið, og það með svipuðum j einkennum og ég hefi þegar lýst. Ef vér veitum því athygli, hverj- j ir eru og hafa verið bölsýnastir I með þ.jóð vorri, munu það einkum j verða þeir, et mest hafa látið leið- ast af munaðarglaumi heimsins, Ofr ekki ekið þaðan heilum vagni. “Funi kv.eikist af funa o.g blóð j af blóði”. Mennirnir hafa meiri á- hrif hver á annan en margur hyggur. Spakmæli eitt hljóðar á þessa leið : “Segðu mér, hverja þú um- gengst, þá skal ég segja þér liver þú ert”. Lán vort eða ólán staíar að miklu leyti frá umgengni við aðra : menn. Einu sinni var fátæk ekkja. Hún átti einn son. Drengurinn lenti oft í hóp misjafnra lagsbræðra. Eitt | sinn bar langferðamann að garðij hennar. Fyrir lítinn greiða, er drengurinn gerði honum, galt hann honmm 2ja krónu pening. þá sagði móðirin við drenginn : Eg vildi að þessi peningur væri orðinn áð holl- um ráðum, er þú vildir þýðast. Saga þessi er ekki löng, en þó má töluvert af þpnni læra. Fl^st- um ætti að skiljast, að góðáhrif eru gulli betri. En mennirnir eru misjafnir, og því ber að vera vand- ’ur í vali, þegar um lagsbróður er að ræða. En ]>ar fvrir má ekki væna menn að óreyndu. Vér eigum meira og minna af góðum ásetningi, en í margbreytni lífsins hættir oss til að gleyma, og ræktarhiti vor minkar ; en þá er oss ekkert jafnholt Og það, ef vér heyrum örfandi og hughreyst- andi orð, sem töluð eru í tima ; þau geta þá verið viðlíka mikið fagnaðarefni, sem þeim manni er ljósið, sem lengi hefir verið í þoku- myrkri. Að þessum mönnmn ber oss að leita, því þeir eru velgerða- menn mannkynsins. Fyrirmynd slíkra manna margfaldar viðleitni vora og styrkir trú vora á lifinu. (Nýtt kirkjublað). Kr.S. JÖN JÓNSSON, járnsmiður, aC 790 Notre Dame Ave. (horni Tor- onto St.) gerir við alls konar katla, könnur, potta og pönnur fyrir konur, og brýnir hnífa og *k,erpir sagir fyrir karlmenn. — Alt vel af hendi leyst fyrir litla. I f u Prentun VÉR NJÓTUM, sem stendur, viðskipta margra Winnipeg starfs- og “Business”-majtna.— En þó erum vér enþá ekki ánægðir. — Vér viljum fá alþýðumenn sem einatt notast við illa prentun að reyna vora tegund. — Vér ábyrgjumst að gera yður ánægða. — Sfmið yðar næstu prent. pöntun til — PHOETE C3-.iYP?,PUy 334= •♦•♦•♦•♦•♦•♦•♦• THE ANDERSON CO. PROMPT PRINTEKS 555 Sargent Ave. Winnipeg, Man. + -f + Meö þvl aö biöja œfinlega um ‘T.L. CIGAR,” þA ertu viss aö fá ágætau vindil. (UNION MADE) Wentern Cigar Factory Thornas Lee, eigandi Winnnipeg s K R I F T Remington Standard Typewriter Enska og fslenzka geta verið ritaðar jöfnum hönd- um með ritvél þessari. Skriíið eftir mynda-verðlista. REMINQTON TYPEWRITER CO., LTD. 253 Notre Dame Ave. Winnipeg, Manitoba The Winnipeg SafeWorks, LIMITE PD 50 Princess St., Winnipeg VERZLA MEÐ Nýja og brúkaða öryggis skápa [safes], Ný og brúkuð “Cash Registers” Verðið lágt, Vægir söluskilmálar, [ 1 VÉR BJÓÐUM YÐUR AÐ SKOÐA VÖRURNAR. « rITUR MAÐUR er varkár með að drekka ein-?1 V1 göngu hreint öl. þér getið jafna reitt yður á. 4 * DREWRY’S REDWOOD LflGER það er léttur, freyðandi bjór, gerður eingöngu úr Malt og Hops, Biðjið æ.tíð um hiann. 4) 4 4J « 4» 4? E. L. DREWRY, Manufacturer, WINNIPEG. {

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.