Heimskringla - 12.09.1912, Blaðsíða 1

Heimskringla - 12.09.1912, Blaðsíða 1
j~HVEm I HVEITI l j f Vér viljum ráölejrgja öllum ' f bændum, að senda íslenzka f f korníélaginu f f ALEX. JOHNSON & CO. f ^ Ilveiti til sölu næstkom. haust. f * Alex. Johnson & Co. $ ^ Eina íslenzka kornfélag. Vér j getum útvegað hæst verð á öll- i um korntegundum. Gefið okk- > ur tækifæri að selja fyrir ykkur ♦ XXVI. ÁR. ■ . .. ■■ ------------------- ------ ' — WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN, 12. SEPTEMBER 1912. m a ho. ,„ , 1 Nr. 50 HEIMKOMA MR. BORDENS Rt. Hon. R. L. Borden kom kom heim úr Englandsför sinni á föstudaginn var. J»egar hann sté á land í Quebec, voru samankomnar margar þúsundjr manna við lend- ingarstaðinn, er fögnuðu stjórnar- formanninum með miklutn innileg- leik, og var borgarstjórinn þar í broddi fylkingar ; hann hélt ræðu til heiðurs Mr. Borden og las upp ávarp frá biorgarráðinu, þar sem stjórnarformaðurinn var beðinn a£> vera gestur borgarinnar þá um daginn, og þáði Mr. Borden það, 1 og var viðhafnarsamsæti haldið honum til heiðurs og tóku þátt í því fjöldi manna ; voru þar ráð- herrar, sambandsþingmenn, hers- höfðingjar og margt annað stór- menni, og gerði Quebec borg alt, sem liægt var, til að heiðra stjórn arformanninn sem vegsamlegast. | í Montreal fékk Mr. Borden sömu viðtökurnar, nema hvað þær voru ennþá stóríeldp.ri. Til höfuðborgarinnar Ottawa kom svo stjórnarformaðurinn á Sunnudagsmorguninn ; en sökum þess, hvaða dagur var, var alt með kyrð, þó borgin væri í há- tíðaskrúðanum, en á mánudaginn varð fagnaðurinn því háværari. — þúsundir manna gengu skrúð- göngu um göturnar með fána í höndum, og hljóðfæraslátturinn glumdi við úr öllum áttum. Borp- arráðið með borgarstjórann í broddi fylkingar fór heirn til bú- staðar stjórnarformannsins, og bað hann i nafni borgarbúa að kotna til borgarráðhússins og heiðra þá með því að hlusta á á- varp þeirra og heillaóskir. Mr. Borden þáði boðið með þökkum, en á leiðinni til ráðhússins var manngrúinn svo mikill á báðar hendur, að örðugt var umferðar. Herfylkingar gengu fyrir og eftir bifreiðalestinni, sem flutti Mr. Borden o,g ráðgjala hans, þing- menn og bæjarráðsmenn, og hafði slík skrúðför aldrei sést í borginni áður. Fagnaðarópin glumdu við úr öllum áttum, þar sem sást til Mr. Bordens, og má með sanni segja, að Iáberalar heiðruðu stjórnarformanninn engu síður en flokksmenn hans Conservatívar. þegar til ráðhússins kom, var það alt fagurlega skrýtt, bæði fán- um og blómum og ljósum, og í ljósahafi uppyfir aðaldyrunum stóð j letrað : “Velkominn heim! ” — A- j varp borgarbúa, er borgarstjórinn las, lýsti velþóknun á gerðum ! stjórnarform,annsins og bauð hann i innilega velkominn heim aftur. TJm kveldið var vegleg veizla haldin til heiðurs Mr. Borden að Chateau-Laurier og sátu hana fult þúsund manna ; þingmenn af báð- um flokkum voru þar, einnig borg- arráðið og flestir aðrir leiðandi menn borgarinnar ; þar voru og allir ráðgjafarnir sem í borginni voru staddir. Samsætið fór fram með hinni mestu viðhöfn, og voru margar ræður haldnar til heiðurs stjórnarformanninum. Allir voru samhuga um, að fagna Mr. Bor- den sem veglegast og bezt eftir fjarveruna, vitandi þaö, að hann í þessari Englandsför sinni hafði hafði unnið landi og lýð stórgagn, og komið fram til heiðurs Canada. Nú er Mr. Borden seztur í for- sætið og tekinn við stjórnartaum- unum, Nægur starfi liggur fj*rir höndum. SJÖTÍU ÞÚSUNÐ MANNS FARASTí Fregnir frá Kína segja, að voða- legur hvirfilbylur hafi geysað yfir héraðið Chekiang í ^Kína 29. ágúst, og hafi hann sópað t burtu heilum bæjum og þorpum og drep- ið sem næst 70 þúsundir manna, en þrjár milíónir manna standa uppi húsnæðislausar og allslausar. Neyðin er því hörmuleg, og það scm verst er, stjórnin er ekki fær um, að bæta úr henni, svo nokkru nemi, því hún er í fjárþröng mik- illi. Einar hjálparvon þessa natið- stadda fólks eru því hinir útlendu trúboðar, sem þar dvelja, og hafa þeir þegat brugðið drengilega við, og jafnframt skorað á hinn ment- aða heim, að koma til hjálpar. Samfara þessum hvirfilbyl voru gríðarmiklar rigningar, svo ár flóðu yfir bakka sína og gerðu stórskemdir ; einnig gekk sjórinn langt á land upp og gerði stór- tjón. það er eins og náttiiran hafi gengið i bandalag með innanlands óeirðunum til að eyðileggja, og er hún öllu stórtækari. — Ástandið r Kina er hörmulegt. VILHJÁLMUR STEFÁNSSON Ilinn frægi landi vor, landkönn- unarmaðurinn og mannfræðingur- inn Vilhjálmur Stefánsson er nú nýkominn til Seattle ásamt fólaga sínum, Dr. R. M. Andersen, eftir fjögra ára rannsóknarferð um ó- tiygðir Canada. þeir lögðu upp í þessa. rannsókn- arferð sína sumarið 1908, og hafa allan þann tíma verið við rann- sóknir í norðvestur óbygöum Can- ada og Alaska, mest í kringum Coronation Gulf (Krýningarfló- ann). þeir félagar hafa gert stórmerki- legar rannsóknir, sem mikla þýð- ingu hafa fyriir vísindin, en merki- legasta má telja hvitu Eskimóana, sem þeir fundu þar við Krýningar flóann. Telur Vilhjálmur þá muni vera afkomendur manna þeirra, er fylgdu Sir John Frankidn og se töpuðust þar mn slóðir fyrir um hundrað árum síðan, eða öllu held ur afkomendur Norðmanaa þeirra og Islendinga, er Grænland bygðu á 11. og 12. öld. — Eskimóar þessir eru bláeygðir, ljósir á hör- und og karlmennirnir skeggjaðir ; en það eru hinir reglulegu Eskimó- ar ekki. Um 2,000 manns eru af þessum nýja kynflokkí. — Síðar meir mun HeMnskring.la geta frekar um árangur af rann- sóknum þeirra félaga, og raunir þær, sem þeir rötuðu L Vilhjálmur Stefánsson hefir unn- iö sér heimsfrægð með þessani rannsóknarferð sinni, og er það þjóðflokki vorum stór heiður, að hann skuli vera íslendingur. þeir munu fáir vera iandarnir, sem meira hafa vinnið í þarfir vís- indanna og í aðrar eins mannraun- ir hafa ratað um dagana og hænn. Fregnsafn. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. — Kosningar hafa nú farið fram í tveim ríkjum Bandaríkjanna, Maine og Vermont, og hafa Repú- lilikar borið hærra hlut i báðum. Kosningar í Vermont fóru fram 3. þ.m. og voru þær merkastar fyrir það, að })ar reyndi nýi Roosevelt- llokkurinn í fyrsta sinni styrk sinn og undraði flesta, hve mikið fylgi hann hafði. Ríkisstjóri varð eng- inn löglega kosinn, því til þess að ná kosningu þarf helming greiddra atkvæða, en það fékk enginn hinna íimm umsækjenda. Repúblika ríkis- stjóraefnið fékk 26,000 atk-væði, Demókratinn 23,000, Fratnsóknar- flokkurinn eða Roosevelt sinninn 17,500, og bindindismanna kandí- datinn og Jafnaðarmanna um 2000 atkvæði hvor. Verður nú neðri málstofa ríkisþingsins að kjó!sa rikisstjóra, og sigrar þá Repúbik- aninn, því andstæðingarnir, Dem- kratar og Framsóknarmenn eru í minnihluta ; hafa Repitblikar 102 þingmenn, Demókratar 44 og Framsóknarmenn 14. Báðir kon- gressmennirnir eru og Repúblikan- ar. Engu að síður ltafa Repúblikar aldrei haft jafnlítið fylgi og þetta í Vermont og verið ætíð megnugir að kjósa ríkisstjórann við hinar almennu kosningar. Dcmókratar ttnnu mikið á við koshingarnar. — Aftur fóru þeir ófarir við kosniug- arnar í Maine, sem fram fóru 9. þ.m. Núverandi ríklsstjóri, Demó- jvr, tinn Frederick W. Plaisted, féll, cn Kosningu náði Repúbikinn Wm. Haines, með 4000 atkvæða yfir- burðum. þeir tveir voru að eins i kffiri. Við kosningarnar 1910 hafði Plaisted 6,500 atkvæði umfram gagnsækjanda sinn, svo hér er g? gnger t tap fyrir Demókrata. Rattnar ber þess að gayta, að ríkið Mai::. liefir lt af verið sterk rep- | úhlikanskt, að undanskildu við j kosningarnar 1910, og kom það iþví fáum að óvörttm, þó það sner- ist a'ftur á þá sveifina. Af fjórum kongressmönnum er eintt Demó- krat. En i Maine þinginu verða flokkarnir seim næst jafnir.— Kosn- ingarnar í þessttm tveimur ríkjum ! gefa ekkert hugboð um hin endi- legu úrslit í nóvember. Undirbún- insrskosningar hafa farið fram í California og Kansas ríkjunum, og hafa Repúblikanar beðiö þar ó- sigur fyrir Framsóknarmönnum, og veröur því baráttan aðallega milli þeirra stðarnefndu og Demó- krata. Spádómar ganga Woodrow Wilson í vil, og eru menn í óða önn að veðja á hann. Kosninga- bardaginn er nú byrjaður fyrir al- jvöru, og ferðast mælskugarpar ilokkanna ríki úr ríki. Forsetaefnin jeru lika komin á stúfana og hafa j þegítr haldið ræður á nokkrum stöðum. Wilson byrjaði kosninga- bardaga sinn í New York og átti þar góðum undirtektum að fagna. — Fangar í ríkisfangelsinu t Jackson, Mich., í Bandarikjunum, gerðu uppreist gegn yfirmönnum fangelsisins nýverið, og kvað svo ramt að henni, að herlið varð að kalla til að j’firbuga fangana og koma friði á. Ástæðan fyrir þess- ari uppreist fanganna var sú, að maturinn, sem föngunum var bor- inn, þótti vondur, og höfðu fang- arnir kvartað yfir því, en enga leiðréttingu fengið mála sinna. Öx þá óánægjan með degi hverjum, unz til þeirra úrræða var gripið, að gera uppreist. Fyrst var að eins ráðist á brytann, er hann kom inn í mátsalinn ; var hent að honum skálum, diskum og öðru því, er á borðinu var, en hann slapp þó undan lítt meiddur. Yfir- völdin héldu nú, að hér með væri búið, en svo reyndist ekki. Næsta dag, er fangarnir voru færðir i verkstofurnar, nedtuðu þeir að vinna, og er fangaverðirnir höfðu í hótunum, var ráðist á þá og þeirn misþyrmt. Fangarnir voru nú yfirráðendur um stund, því margir fattgavarðanna höfðu flúið, er þeir sáu ófarir félaga sinna. En þá kont herlið, og voru fangarnir yfirbugaðir og reknir í klefa sína, og þeir, sem forsprakkar liöfðtt veriö, færöir fjötraðir í neðanjarð- arklefa. Margir liéldu nú, að hér við mundi lenda, og að fangelsis- yfirvöldin mundu ekki hegna föng- unum með öðrtt en vatni og brauðt í nokkra daga, en svo revndist ekki. Meiri hluti fang- anna slttppu að vísu með það, en 62, sem taldir höföu verið leið- andi, urðu að þola þyngri refs- ingu. þeir voru sem sé allir teknir og húðstrýktir og það af grtmd mikilli ; voru fangarnir lamdir á bert bakið með þykkum leðuról- um, blej'ttiun í saltlegi, og fékk hver fangi frá 10—30 högg, sem íláðtt húðina af bakinu. Nokkrir fangahna gátu ekki afborið þessa refsingtt, og féllu í yfirlið, og varö að leggja 10 á sjúkrahúsið. Refs- ing þessi fór fram eftir fyrri daga venju : var tunna bttndin á stiga, sem næst miðju, síðan voru fang- arnir bundnir yíir tunnuna á þann hátt, að hendur og fætur voru revrðar við stigarimarnar. Einn af fangavörðuntim segir svo frá : Eftir að tíu menn höfðtt veriö húð- strýktir, var gólfið löðrað blóði, líkt og sláturhús, því hvert högg Idró blóð. Ég býst við, að menn I þessir hafi verðskuldað þessa refs- | ingu, en ekki hefði ég viljað vera böðull þeirra, þó allir peningar Bandaríkjanna hefðu staðið mér til boða. — Flest af blöðum Bandaríkjanna telja þessa refsingu fanganna hina mestu óhæfu og fara hörðum orðttm um fangelsisyfir- völdin. Eitt blaðið segir : Yér hrakyrðum fangelsisyfirvöldin á Rússlandi fyrir meðferð þeirra á föngunum þar, en hér í himim frjálsu Bandaríkjum, er þá sömu fantameðferðii ni beitt. — Skorað liefir verið á rí isstjórann, aÖ reka fangclsisstjóraim írá völdum, og vfirleitt ríkir gremja um öll Banda ríkin yfir þessari nýuppteknu refsi- aðferð í Jackson fangelsinu. — Líkur ertt til, að Lloyd George fjármálaráðgjafi Breta heimsæki Bandaríkin á næsta sttmri. Hefir hann fengið margítrekað heimboð frá Welsh-mönmvm, er þar búa, og nú fyrir fáum dögttm kom sendi- nefnd á fund hans af Welsh-Ame- ríkönum, sem lögðu hart að hon- um, að koma vestur yfir hafið. Hann gaf góðan ádrátt, en engin skýlaus loforð. — Konungsfjölskyldan brezka er ekki sérlega samrýnd um þessar mándir, og er það prinsessa Mar- ía, einkadóttir konungshjónanna, sem er orsökin til misklíðarinnar. Ilún hefir verið uppalin í ströng- um aga, upp á gamla vísu, og aldrei fengið að hafa vinstúlkur á líkorn aldri og hún s-jálf. Nú liefir prinsessan ekki getað borið harð- ýðgi móður sinnar lengur og klag- að fvrir ömmtt sinni, Alexöndru ekkjudrotningu, sem tekið liefir að sér að rétta hluta hennar. það, sent prinsessan er sérstaklega gröm við móður sína yfir er, að þegar veizla er í konungshöllinni °g ungar stúlkur eru til staðar, þá er hún verst búin af þeim öll- um. Kjólar hennar eru jrerðir eftir fvrirskipan drottningarinnar, sem fvrirlíttir tízkuna, og stingur því búningur prinsessunnar mjög í stúf við hina skrautlegu kjóla og hatta, sem aðrar ungar stúlkur bera. Prinsessan heimtar nú, að liún fái að hafa kjóla eftir tízku- sniði, og að hún megi sjálf haia hönd í bagga með að velja búnað sinn. Einnig heimtar hún að fá að njóta hins satna frelsis og frænkur hennar, hertogadæturnar af Fife og Connaught hafa að jafnaði haft. En drottningin hefir algerlega daufheyrst við þessum bænum eða kröfttm dóttur sinnar, og hegnt hettni fyrir mótþróann með stofu- fangelsi oftar en einu sinni. Alex- andra ekkjudrottning hefir talað máli prinsessunnar rækilega, en það hefir að eins gert ilt verra, því María drottning fyrirlítur og hatar Alexöndru af alhuga, vegna þess, hvað hún er unnandi gleði og skemtunum, því sjálf er María drottning frábitin öllu slíku ; bæn- arsíimkomnr og líknarstarfsemi, er það htlzta, sem hún heíir áhuga á. Eru því sífeldar rimmur milli þeirra drottninganna, og þó Ge- org konungur sé sagður sammála móðtir sinni, þá forðast hann sem rnest að blanda sér í sakirnar, og er setn mest í burtu frá heimilinu, aí iíann getur. — Annars er Mar- ía drottning lítt elskuð af höfð- ingjakonum á Bretlandi og því síðttr af almenningi, en Alexandra er átrúnaðargoð allra. — Georg Bretakonungur hefir sæmt hinn nýja Japanskeisara sokkabandsorðunni, og var prins Arthtir, sonur hertogans af Con- naught, sendur austur þangað til að hengja hana á keisarann og jafnframt til að vera við jarðarför hins látna keisarai sem fram á, að fara innan fárra daga. Margir prinsar og stórhöfðingjar frá fiest- um þjóðtim heimsins, verða þar til staðar. Frá Bandaríkjunum er Knox utanríkisráðherra. — Nii er talið víst, að I’ort Nel- son verði endastöð Hudsonsflóa brautarmnar. Járnbrauta ráðgjaf- inn hefir verið þar nyrðra og litist tnjög vel á þann stað. — Kolanámaslys varð við bæinn Bruay á Frakklandi 3. þ.m. og mistu þar 37 manns lífið. Slysið orsakaðist af sprengingu, sem lok- aði útgönguntim, og köfnuðu menn irnir til dauða. Lík þeirra náðust næsta dag, en alla nóttina stóðu ættmenni, börni konur og mæður hinna inniluktu námamanna við námaopin og biðu í þeirri voninni, að þeim vrði bjargað ; en er vonin brást og að eins líkin náðust, urðu harmakvein syrgjendanna hljóðbær langar leiðir. Allflestir þeirra, er lífintt týtidu, voru fjöl- skvldufeður, eða stoð og stvtta aldurhniginna foreldra. Rúmlega 100 hörn eru eftirskilin föðurlaus sem afleiðing af slysinu. --- þræta stendur nú milli Breta og Bandaríkjamanna út af Panama skurðinum, og ertt líkur til, að margar fleiri Evr' "þjóðir muni skerast í leikinn r.; tyðja Breta- Orsakirnar til j rar þrætu ligigja í frumvarpi því ttm ákvarð- anir viðvíkjandi Panama skurðin- um, sem Bandaríkjaþingið sam- þvkti nýverið, og Taft, þvert a m-óti því sem alment t ar búist við í útlandinu, staðfesti þessi lög r ð undirskrift sinni. Lög j.essi eru ttm það, hvernig skurðinu'n skuli stjórnað, og jafnframt reglur ttm notkun hans. þegar byrjað var aö grafa skurðinn, gerðu Banda- menn og Bretar samninga ttm, hvernig skipaferðum ttm skurðinn skvldi hagað, og átti eftir þeim 'sairtningum aö gera öllum skipum jafnt undir höfði. En er leið á skurðgröftinn, fanst það brátt., að Bandamenn vildu að skip sín BRIJKIÐ OGILVIE'S Royal House'hold Fiour I brnuð, f kðkur, f Pies, f sœtabrauð, er Loi/al Household" ómeiigað, kjarngott ogHholt, og atið eins. j BIÐJIÐ MATSALANN UM ÞAÐ. The Ogilvie Flour Mills Co. Ltd. Wimiipeg fengju að fara um skurðinn álögu- laust, þrátt fyrir samningsákvæð- ið um, að þeirra skip yrðu sömu lögum háð og annara þjóða. j>eg- ar svo til þingsins koms og þetta áminsta frumvarp var lagt fyrira voru Bandaríkjaskipin. undanþegin álögum, en annara þjóða skip skyldu greiða skurðtoll. Bretar hófu þegar mótmæli gegn frum- varpinu, en Washington þingið gaf þeim engan ganm, og frumvarpið var samþykt með miklum meiri- hluta af báðum þingdeildum, og Taft undirskrifaði lögin. Banda- menn færðu sér til málsbóta, að þeir hefðu bygt skurðinn fyrir sína peninga, og ættu þar af leið- andi að vera rétthærri en aðrar þjóðir. Bretar héldu því engu að síður fram, að hér væri um samn- ingsrof að ræða, og var Taft for- seta valin mörg hörð orð í brezk- um blöðum, kallaður samningsrofi og svikari og fleiri slíkum nöfnum. Heimtuðu nú Bretar, að þessari þrætu væri vísað til gerðardóms- ins í Haag- á Hollandi og studdu Frakkar þá tillögu, en Bandamenn þverneittiðu, og við það situr enn sem komið er. — Blöð Bandaríkj- anna svara árásum Breta á þann liátt, að enginn geti bannað Bandaríkjastjórn, að greiða skipum stnttm tollinn aftur, ef krafinn væri, og kæmi þá í sama stað niður, hvort skipunum væri lileypt gegnttm skuröinn álögu- laust, eða tollurinn væri af þeim krafinn og goldinn þeim aftur. — Panatna skurðurinn verður opnað- ur til umferða á komandi sttmri. — Akvörðun hefir nú verið tekin af járnhrautaráðgjafa Borden- stjórnarinnar, Hon. Frank Coch- rane, að Port Nelson skuli vera endastöð Htidsonsílóa járnbraut- arinnar við fióann og þar með að- al hafnarbær. Vafið var á milli Port Nelson og Fort Churehill, og áleit ráðgjafinn fvrri staðinn heppilegri, vegna þess, að is lægi þar skemur, og höfn væri betri. sem komið hefði á Winnipeg vatni í þeirra minnum. Mikið er látið af hugprýði Good- mans, osr segja hinir, að honum sé það að þakka, að þeir komust lif- andi af ; enda er hann þaulvanur vatninu og góður bátstjóri. Því ekki að barjast. Brezkur blaðamaður hefir ný- lega ritað í eitt af blöðum París- arborgar um Panamaskurðs-málið, sem all-mjög hefir æst Breta, af því þeim þykja reglur þær, er Bandaríkjamienn hafa sett um notkun skurðarins, vera sér all- mjög í óhaa. Blaðritari þessi bend- ir á ástæður þær, sem Bretar gætu haft til þess, að segja Banda- ríkjamönnum stríð á hendur ; en tekur jafinframt fram, að ekkert verði af sliku stríði, af ástæðum, sem öllum séu Ijósar. það sem sé, að ekkert ynnist tr.eð hernaði, af því fyrst, að Bandarikjaþjóðin sé svo sett, að hún sé óvinnandi, og í öðru lagi vegna þess, að þó Bretar gætu eyðilagt herflota Bandaríkjanna og skotið niður vígi þeirra við hafnstaði landsins, og gert þeim á annan hátt ýmislegt tjón, þá hins vegar hafi Bandar‘k- in það á valdi sinu, að svelta brezku þjóðina, og hjá þvi verði að komast i lengstu lög. 3réf á krifstoíu Hkr. eiga: Miss Guðrún Benediktsson. H. S. Hielgason. Miss Agústa J. Bergmann. Mrs. Ó. T. Anderson. Miss IJora Bergthorsson. Mr. G. Goodman. Eigendur bréfanna eru beðnir að vitja þeirra sem fyrst. Landar í hrakningi. þrír Islendingar tirðu fyrir slæm- ttm lirakningi á Winnipeg vatni í óveðrinu á föstudaginn var. þeir höfðu lagt frá Gim’i um inorgun- inn á gasoline bát, og ætluðu til Mikleyjar að sækja hr. J. G. Christie, hótelshaldara á Gimli, og félaga hans, er þar voru við fuglaveiðar. Er komið var 7 mílur | norður frá bænum, brotnaði stýr- ið á bátnum. Köstuðu bátverjar þá akkerum, en óveðrið var þá orðið syo mikið, að þau náðu ekki festu, og rak bátinn fram og aft- i ur um vatnið, og áttu bátverjar fult í fangi með að verjast áföll- um. Eftir að hafa hrakist þannig allan da,ginn og næstu nótt, sáu þeir giiíubát ekki langt ttndan, og llom h;mn þeim til bjargar. Voru landarnir þá þjakaðir mjög af vos búð og áreynslu, en náðu sér þó brátt aftur. Bátverjarnir sem þannig hrökt- ust vortt : Sæmundur Borgfjörð, aldraður maður héðan úr Winni- ; peg ; Hafidór Goodman, o? Vil- ! hjálmur Seheving, uaglingspiltur | frá Gimli. — Borgfjörð, sem er gaatiall formaður frá íslandi, og sem hefir átt i mörgum svaðilför- um, sagðist aldrei hafa verið á sjó í verra ofviðri. Eins sögðu hinir, að þetta væri hið versta veður, Jii’ Paírnt hardwall vepjglíni (Empiie tegundin)gert úr ÚJips, «ierir bctiii vegglírn en nokk- urt annað vcgg- líms efni cða svo n e f n t vegglíms- íirildi. : : PLÁSTER BOAujJ ELDVARNAR- YEGQLtMS RIMLAR og H LJÓDDE ÝFIR. Manitoba Gypsum Company, Limited woxipo;

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.