Heimskringla - 12.09.1912, Blaðsíða 3

Heimskringla - 12.09.1912, Blaðsíða 3
HEIMSKRIN GLA WINNIPEG, 12. SEPT. 1912. 3. BLS- B- ................■■---- ■■ ■ - -■-=« Helga in fagra EFTIR tíuðm. Guðmuudsson. I. • Mér leiöist viö lín og sauma og langdegisglauminn á B o r g! Eg, hlakka til dúra’ og drauma, en dögunin vekur mér sorg. — I sól-löndum dulraeðra drauma er ég drottmng í skínandi borg. Og kongurinn ? Mér er sem kenni .ég karlmensku-svipinn hans, og hjart er um brá hans og enni, — í bragði hins unga manns ég O r m s t u n g u ættarmót kenni og augun hin náttmyrku hans. Mig dottar við dúka’ og sauma og dyngjan er orðin mér leið : Á land minna ljósu drauma mig langar hvert dægvirskeið. — Til hans ber mi.g dularvald drauma, en — dreyri’ er á miðri leið! II. Hve eintjeitt og fast var hans augnaráð hvasst. og alvara’ í gamansvörum! Og hvernig siem fer, mig festi hann sér með íallega brosið á vörum, og bráleiptur tindruðu’ und brúnaskörum. En fööur míns brún var mér ráðgáta’ og rrán,. cr rétti’ hann fram höndina tregu, og svipurinn hans á mér sýndist þá, að sæi' hann um óra vegu — um ókomnu daganna dularvegu. En lund min er siðan svo létt og blið og ljóst j’fir öllum dögnm. Hvort léku þeir sér, eða sannleikur er að sitji ’ég í.íestum að lögum, é(g brýt um þaö heilann, — barn í lögum! III. 0, að ég valkyrja væri! Gegnum reiðarslög, yfir loft og lög á vinar míns fund ég færi, hvort sem lífs eða Jiðinn hann væri! En — ég er svanur í sárum, — varpa einatt önd, hugsa út í lönd, — hver dagur er orðinn að árum, þessi þrjú ár að jnisund árum! IV. ' 1 þungt stynur hafið! ..... Til brúðkaups að Borg- er boðið um héruð víða. Dimmt er i lofti...... É’g sá með sorg hann sjálfan að garði ríða. Hugurinn reikar svo víða, — víða! þær bundu mér nálín : mitt brúðarlín! — Hve brimið í fjarska drynur! — Og H r a f n i var gefin h ö n d i n mín. En h j a r t a ð mitt, elsku vinur, þ a ð áttu lífs og liðinn, vinur! V. Hans svipur er mikill. — Viö Ö x a r á ég áðan hann sá litverpan hólmgöngu hverfa frá með herklæðin dreyra roðin, — með ægishjálm víkingsins undir brá í elskunnar kvöldbjanma roðinn. þeir settu sér mót fvrir handan haf. Og himninum af síðasta geislanna gidlinstaf í grátskýjum sá ég renna. — 1 Hve langt ber Gunnlaugur öllum af,— en — engjnn má sköpum renna! VI. þeir hétu mig II e 1 g u’ ina f ö g r u , en hver er mér styrkur í því, er helgasta kend míns hjarta’ er meidd og helgasta ást mín er rétti sneydd ?, Já, kvöl er að vera kona, og seld eins og þræll og þý! Hvers á ég, guð minn, að gjalda? IIvi gafstu mér hjarta’ og mál, er minninga’ að njóta í náðum mér með nýju valdboði meinað er ?. ö, drep þú ei svo í dróma dætranna minna sál!i VII. Látið skíðin loga, svo skikkjuna hans við skinið ég sjái’ að rekja! í hinsta smn vil ég. svipinn hans, er syrgt hef ég elskandi, vekja. Og lofið mér höfuð að hneigja að hægindi. — Gott er að deyja! ........ Fjær, fjær mér himneskii brúðsöngvar hljóma! Nær, nær haun kemur í litbrigða ljóma! Við þennan síðasta sólskinsblett fær sorg mín og ást sinn heilagan rétt. Og sveipið mig skikkjunni! — Svona er létt að sofna — og eiska — og deyja! — (Sunnanfari). Samkvœmislíf í Paris. þó ParísE'Xborg sé miðstöð gleð- innar og þangað komi menn og konur frá 'öllum löndum til að skemta séx, þá samt sem áður er samkvæmislíf hins mentaða hluta fólksins þar mjög svo frábrugðið himun eiginlegu skemtunum, þó vitanlega glaðværð sé þar oft á ferðum. Mentaða fólkið í París hefir mest yndi af því að hittast tál a ð t a 1 a s a m a n. Samræðan á þar enn ráö til sálfræðilegrar auðgun- ar og itil aukningar lifandi fróð- leiks, — þekkingar, sem gleymist síður en bókfræðslan. Menn koma ekki saman til að éta og drekka, svo sem hér er siður. Víndrykkja í Parsar samkvæmum má heita al- veg lögð niður. Sjálf veitingahjónin drekka olt- ast vatn, eða fá sér þá tebolla, og gestirnir drekka sem allra minst af áfengnm drykkjuin. Matnum sjálf- um, liversu góður sem liann er, er ekki mikið gert úr. þar er ekki komið samau til að fá sér vel að borða, heldur til að skiftast á hugsnnum og áhrifum, kynnast hver öðrum og heimimim. þar sem dugandi fólk og íhug- ult er s-aman komið, þar er ekki hæbt >við að vanti umræðuefni ; þax vex tilhneiging .til að gera heyxinkunnugt það, sexn sagt er frá Qg hafa af því einhvern ábata. Frægur geðveikraheknix -sagði einu sinni i samkvæmi sögur um glæpa- menn, sem gera sér upp vitfirring til þess að losna við hegningu. — Stcu-þiófur nokkur hafði til dæm- is þann sið, að ráfa fram og aftur um brautarstöðvarnar Og- tína þar saman alla brunna eldspítnabúta, sem hann fann. Árlega sendi hann forseta lýðveldisins og yfirráðgjafa að gjöf fullan sekk af þessu. Og tvær .eðá þrjár shkar brjálsemis- athaínix framdi hann. að jafnaði í viðbó-t. Aileiðingin af þessu var sú að jaínskjótt sem .lögregluþjónn kom drattandi með hann, sakaðan um eitthvert ódæðið, v.ar honum slept lausutn jafnharöan á skrif- stofunum, með því hann var ekki með öllum mjaUa. — þessar smá- sögur skemta, en ósjálírátt spinn- ast út úr þeim íekari hugleiðing- ar. Tilnætt varð um takmörkin milli geðveiklaðrar og heilbrigðrar hegðunai;, þar til samræðan varð að íhugun ,um vitlirring LLarls VI. — í hverju hún væri .fólgin, aí hverju hún .væri sprottin og hvern- viðurgexning .hún hafði. 1 París er það siður, eins og í Kaupmannahöfn, að hver talar við sína dömu, Qg eins lítið eitt við dömuna á hina hUð ; en þar sem samr.æðan verður svo að kaUa aldrei almenu i Kaupmannahöfn (af því aidrei er hreyf.t við neinum íilmennnm áhugamálum), en þótt ekki sé við borð nema tuttugu manns, þá er slíkt altítt í París. Og venjan hefir það áreiðanlega verið þar fyr rneir. Fyrir tuttugu árum var tið- nefndur salur einn i París, salur Madame d’Aubernon. Hún var vön að segja við gesti sínaEí þið viljið skemta ykkur sérstaklega viö dömuna ykkar., getið þið gert .það eftir borðun, sða þá annar- staðar ; ég vil haía ánægju af samkvæmisgestum mínum og á- bata af mælsku þeirr.a, og ég krefst þess, að samræðan sé al- menn hér við borðið. Hún hafði meira að segja hjá sér bjöllu, sem hún hringdi eins og í þingsal, ef einhver tók fram í mál, sem var á baugi, eða glapti þann, sem þá var að tala. Sv’o vinsæl sem frúin var, skcmtu menn sér mikið í París að þessari smásmygli hennar, og len^i var sögð sagan um liana og ritsnillingin Renan. það var einn dag í samkvæmi hennar, að heim- spekingurinn Carlo var að tala og Renan gerði sig líklegan tif að gera einhverja athugasemd, þá hríngdi hún bjöllunni og sagði : það kemur bráðum að yður, hr. Renan! það drógst þó úr lopan- | um hjá Carlo, og þegar húsfreyjan t leyfði Renan loks að tala, hafði bann sagt með gletnis-vandrseðs* : svip : Ég er hræddur um það komi of seint, sem ég ætlaði að leggja hér í belg. Mig langaði til að biðja um grænar baunir, en nú ■e.r kominn ísinn!. Menn eru ekki grónir hver upp að öðrum eins og í samkvæmum á Norðurlöndum, sex tíma í röð. — það er komið seint og snemma, eftir því sem hver vill, verið hálf- an tíma eða heilan, eða hálfan annan ; talað viö þá, sem maöur lendir í samræðum viö, án þess að húsbóndi eða húsmóðir séu á vakki eins og varpsjúkar hænur og linni til ábyrgðar á, að gestunum sé skemt. Gestgjafar hafa engar á- hyggjur út af samvistunum. það er jufnlitið tekið eftir, aö einhver fari eins og hann sé kyr, og langi liann til, getur hann kkmiö í mörg hús á tveimur, þremur klukkutim- um. Eitt hefir París í stærri stíl en bæði Berlin, London og Róm : Að í samkvæmum þar liittast allir þjóðernisílokkar, og það mestu mierkismenn hverrar þjóðar : Suð- ur- og Norður-Ameríkumenn, Pól- verjar, Finnar, Rússar, típánverj- ar, Rúmenir, Tyrkir. Öllum finst þeir eiga heiina í Paris. Og það er ekki verið að skifta um tnál, þó erlendir menn sé.u viðstaddir. þar er að eins talað eitt mál, með því allir útlendingar skilja frönsku. Og alveg sama, þó húsbóndinn kunni ílest Evrópu-mál, jafnvel rússnesku og viðstaddir séu menn frá öllum löndum. Eins og þjóðernismunurinn í frönsku samkvæmislífi sundrar ekki heldur auðgar, eins gerir ekki stéttamunurinn eða eignaanunur- inn. 1 frönskum samkvæmum eru engir mannvirðingailokkar. það vekur ekki minsta athygli öðru freinur, í borgara samkvæm- um nú orðið, þótt þar sé staddur prins eða prinsessa- Slík hefðar- mær, sem prinse^sa Lucien Murat, fædd hertogafrú af Roan., eða mað- ur eins og- prins Ronald Bona- parte eru stööugir gestir í borg- aralegum húsum. Eins er um ann- að stórmenni, svo se greifa, har- úna, lávarða, hérshöfðingja og nafntogaða stjórnmálamenn og skáld. Gesturinn er metinn þar ein- göngu eflir því, sem hann leggur til samkvæmislifsins, eða hvert andlegt stórmenni hann er ; alt annað er lítiisvarðan.di, sem það væri ekki til. Eins og kunnugt er, er ekkert titlatog á Frakklandi • þar sem tíðir eru á þýzkalandi og í Dan- mörku titlar, sem engi starfsenu samsvara, — já, sem brjóta stund- um hlæ.gilega í bága við iðju maansins, svo sem þegar slátrarar verða jusVisráð og bakaxar etaz- ráð ; og þar sem menu í ger- mönskum löndum gera samvizku- samlega stórskotahrið hver á ann- an með þessum titlum, þá þekkj- ast titlar yfirleitt ekki á Frakk- landi. Maðurinn er m o n s i e u r, húsfrúin m a d a m e og mærin mademoiselle. Franskur ráð herra er aldrei titlaður h o n e r - a b 1 e eða excellence, á sér etigan annan titil eu “monsieur”. Engir nema höföingjaþjónar á- varpa : greifi eða greifafrú. Keis- arafrúr eru meira að segja ekki á- varpaðar öðruvísi en m a d - aiKie. Hinn mikli jafnaðargustur bylt- ingarinnar, sem æddi yfir Frakk- land við fall keisaradæmisins 1870, finst enn, og gerir ókleyft með Öllu, að slikt verði tekið upp aft- ur, — að minsta kosti ekki meðan lvðveldið :er viö lýði á Frakklandi, og sem al.t bendir til að verða muni um langan aldur. Samkvæmislífið á Frakklandi er því framar öUu öðru mentandi og ágætur menningarskóli fyrir út- lendinga ; enda verða fiestir tnjög unnandi París, sem þar hafa ■ dvalið. En þó samkvæmislífið bjóði ekki gleði þá og glaum, sem París er frægust fyrir, þá má ekki ætla að það sé ósönn frægð. Nei, París er í sannleika miðstöð heimsgleð- im.ar. þar getur maður séð alt, ] sem augað girnist, og heyrt alt, st»m vert er aS hej’ra, og Parísar- borg eru fleiri leikhús og skeirtti- staðir, en í nokkuri annari borg veraldarinnar, og Frakkar eru menn, sem kunna að skemta og njóta gleðinnar. I Wiis Biisiss Eillw t ■f- * * t ♦ * 4 t ♦ * ♦ » + t 4- t 4- t 4■ STOFNSETT 1882. Helzti hraðritunar vélritunar og verzlunarsköli í Canada. íllaut 1. verðlaun á heimssýningunni í St. Louis, fyrir kenslu aðferð. Dag og kvöldskóli og sérstfik tilsó'gn. Atvinna útveguð hæfum Demendum. Tilsögn veitt með pösti ef óskað er. Skrifið oss eða kallið upp MAIN 45. Wiimipejr línsiiiess College, Horni Portage Ave. og Fort St. ■VsTIlsrdSrr^ElGf, - - iLÆAklsT. •*^-*-ý-*-f-*-f-*-f -*-ý-*ý-*-ý-*-ý-*-ý-*-ý-*-f-»--ý-*--ý-*-ý-*-ý-«-f-»-f;.4£ U 4- » -f t T ■f t -f t -f t -f t -f -f t í t -f t -f t 4- t -f t -f t -f f 6REED BRO’S. —-------723 ELLICE AVE.------ Komið og finnið oss. Vér böfum allar tegundir af Fiski, garðávöxtum og kjöt- meti. Lágt verð, beztu vör- ur og greið afhending. Gleymið ekki staðnum, 723 ELLICE AVENUE. Til að fá bezta árangur sendið korn yðar til PETER JANSEN Co. Heifirtrygt nmboössAluleyfl, PORT ARTIIUR eöa FORT WILLIAM. Fljót afgreiðsla, bezta flokkun,—fyrirfram borgun,—hæzta verð. Meðmwlcmdnr: Canadian haak of Commerce, Winnipeg e?a Vesurlands útiböaráðsmenn. Skrifið eftir burtsei dingaformum.—Merkið vðruskrá yðar: „Advic Pc.TKKJAXáEN Co.Grain Exchange, Wiunipeg.Man.” Stefaa vor: Seljandi krefst árangurs, en ekki afsakana. F CAIVA.OIAIV IST PROOF WBATflER STRiPS. I Sparar 25 prö sent af eldsneyti, varnar ryki og súg að. komRst f húsið. Aftrar gluggum og hurðuin frá að skrölta Þessi “Strips” fást hjá WÍLLIAM30N MANUFACTURERS AGENCY G0. 255 PKINCESS St. TALSÍMI: OARRY 211«. North Star Grain Company URMN EXCHANOE, Wínnipeg, Man. Mfiðnaælendur : BANK OF MONTREAL. Ef þér viljið fá hæsta verð fyrir korntegundir yðar, látið NORTH STAR GRAIN CO. selja þær fj-rir yður. Vér ábyrgjumst greiðar og áreiðanlegar borganir. Formaður félagsins er Mr. W. A. Anderson, er svenskur, og norski konsúllinn í Manitoba. Mr. II. R. Soot er ritarí og ráðs- maður þess. NORTH STAR GRAIN CO. er viðurkent um alt Canada, sem áreiðanlegt félag, og má rita hvaða banka sem er í landinu um upplýsingar þess efnis. Skrifið eftir frekari upplýsingum. ai^faíSÍSJSJSJSrSJaJBJSJBJSfBJSíaJSISíSJSJBii jaiBlSII □□□□□□□□□□□□ KARN eða MORRIS P1AN0 eru búnir til' af stærsu pianvverksmiðju f Canada. Félagið er einnig eitt það stærsta pianofclag f heim num, og hefirlilotið aímenings hylli fyrir ein- staka VANDVIRKNI og CrÆÐI á hverju piano sem frá verkstæðinu hefir farið. Það eru engin hljóðfæri sem hafa hreinni eg fegri tóna en Karn-Mobris, og endingin og prýðin eiga ekki sinn lfka. KARN-MORRIS PIANO & ORGAN COMPANY 587 POKTAGE AVE., WINNlPEG. E. MERRELL Ráðsmaöur. jj^rsi3i5^j£-sb:'a,BíajafBrsiajBfajajaj3jajaja2JaJSJBÆJBJBJBjaj2jajafBEjair^ The West End Dry Goods Store. Það er staðurinn sem þið geti fengið KJARAKAIJP. Vér höfum nýustu tegndir af kvenna, karlinanna og unglinga prjónapeysuin (Sweaters) og allar tegundir af skóm, m. fl Vér höfum sérstaka tegund af skóm fyrir skólabörn. MUNIÐ EFTIR STAÐNUM; 720 SARGENT AVE

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.