Heimskringla - 12.09.1912, Blaðsíða 6

Heimskringla - 12.09.1912, Blaðsíða 6
6. BLS. WINNIPEG, 12. SEET, 1912* HEIMSKRINGLA MARKET HOTEL 146 Princess tít. á móti markaOonm P. O’CONNELL. elgandl, WINNIPEQ Beztu vtoföng vindlar og aöhlynning góö. Islenzkur veitingamaöur N. Halldórsson, leiftbeinir lslendingum. JIMMY’S HOTEL BEZTU VÍN OG VINDLAB. VÍNVKITARI T.H.FBASKB, Í8LENDINGUB. : : : : : James Thorpo, Elgandl Woodbine Hotel 466 MAIN ST. Stmista Billiard Hall 1 Norftvestnrlandinn Tln Pool-borö.—Alskonar vfnog vindlar Qlstlng og fteOi: $1.00 á dag og þar yflr Lennon A Hebb, Eigendur. i l Hafið þér húsgfign til sölu ? The Starlight Furniture Co. borgar hæsta verð. 593—595 Notbe Dame Ave. tíimi Garry 3884 ♦---------------------------------- A. M. NOYES KJÖTSAU Cor, Sargent & Beverley Nýjar og tilreiddar kjöt tegundir fiskur, fuglar og pylsnr o.fl. SIMl SHERB. 2272 13-12-12 DOMINION HOTEL 523M AlíiST.WINNIPEG Björn B. Halldörsson, eigandi. P. S. Anderson, veitingamaftur. TALSÍMI 1131 BIFREIÐ FYRIR GESTl. Dagsfœði $l,5o Legsteinar A.L. MacINTYRE selur alskyns legsteina og mynmstöflur og legstaða grindur. Kostnaðar áætlanir gerðar um innanhús tigla- bkrant Sérstakt athygli veitt utan- héraðs pöntunum. A. L. flacINTYRE 23« Notre Dame Ave. WINNIPEG PHONE MAIN 4A22 6-12-12 1------------------- Frá fyrri tíð. J>að var í ungdæmi mínu, að ég var við sjóróðra við sunnanverð- an Faxaílóa. J>á kyntist ég- þeim þorsteini á Brattabergi og Auð- unni í Arnaríelli. það var á álið- inni vetrarvertíð, að skipið, sem við vorum á, þurfti að fara til að- drátta inn til Hafnarfjarðar. Veð- ur var hið ákjósanlegasta til sjó- ferða, hæg og stilt frostkæla. Tí- æringurinn, sem við vorum á, skreið mjúkt og drjúgt undir ár- um inneftir, því andvarinn var á móti þá leiðina. Ferðin var gerð, svo sem þá var títt, til að sækja ýmislegt, svo sem sútað leður í sjóskó, ósútað leður í brækur, kork í dufl, netakúlur, og þó eink- anlega salt í fiskinn, því þá var aflavertíð við Faxaflóa í betra meðallagi. Og margt fleira var nú reyndar sótt, sem ég ekki a^nni nú upp að telja. Nokkrir höfðu og haft með sér páskapelann, þó lítið kvæði að drykkjuskap á þessu skípi. Ferðin gekk vel inneftir, við lentum ,við Gunnlaugsens brygg- una, og þar var fleytan fermd. þegar langt var komið að bera á, sat Auðunn á miðskipsþóttunni en þorsteinn kemur ofan brygg- una með salt hálfttinnu, þá sið- ustu, sem ofan var borin. Hann steig léttilega með byrði sína af bryggjunni ofan í skipið og lagði hana af sér jafn léttilega o? vana- legir menn mundu fara með eina skeffu, því þorsteinn þessi var tröllefldur að burðum. “Laglega af sér vikið, lagsmað- ur”, sagði Auðunn. “Ojá”, sagði þorsteinn ; “ekki hefði nú þorsteini uxafœti þótt þetta mikið þrekvirki, þótt hon- um yrði aflfátt við afturgengna tröllið. Mikið heljarmenni hefir sá maður verið ; og ólán hygg ég það verið hafa Ölafi Tryggvasyni, að lofa honum ekki að ráða á Orminum langa. Kn líklega hefir þó Grettir verið sterkari. það hef- ir nú veriö skárri byrðin, þegar hann krækti hrútunum sarnan á hornunum og bar þá þannig. En enn meira afarmenni hefir þó Hall- mundur hálftröll verið, og sterkir hafa beizlistaumarnir mátt vera, að þola það átak, sem fletti skinn- inu úr lófunum á Gretti Ásmund- arsyni. Ellidauður ímynda ég mér að Grettir hefði orðiö, hefði hann borið gæfu til að henda steininum í hausinn á kerlingarnorninni, i stað þess að lærbrjóta hana”. “Já, það held ég líka, þorsteinn minn”, mælti nú Auðunn; “eu Við megum aæta þess, að forlögin hafa verið óraskanleg”. “Getur verið”, mælti þorsteiun. Nú var alt ferðbúið, ýtt frá, snúið við, undin upp segl. Skeiðin tók skrið. Kári blés beint aftan í seglin. Allir voru glaðir og ánægð- ir, og þessir tveir áminstu lags- inenn voru þess auðsjáanlega al- búnir, að halda samræðunni á- fram. þá datt mér í hug vísan fornkveðna, sem mig minnir að prentuð sé í Kambránssögunum og hljóðar þannig- : “Helzt er gaman að hlusta til þá hyRnir ræða, ég lield það megi heimskan fræða”. -Nú tók þorsteinn til máls ; “Já, Auðunn minn, það hefir verið meiri þróttur í gömlu mönnunum, heldur en nú gerist, þó þeir lifðu minna á útlenda matnum heldur en nú er tíðkað. Mikið hraust- menni hefir Kgill verið, þó líklega hafi hann varla verið nærri svo sterkur sem Grettir”. “Nei”, segir Auðunn, “krafta hefir hann víst ekki haft á við kappann frá Bjargi ; enda er víst eitt mesta þrekvirki Egils, þegar hann í Bjarmalandsför sinni batt framan á sig helluna, og barðist og varðist þannig við ofurefli liðs, eins og þú manst”. “Já”, segir þorsteinn. “Gaman hefði mér þótt að lifa á þeirri öld, þó líklega hefði þá lítið munað um mig. Skyldi Ormur Stórúlfs- son ekki hafa verið allra íslend- inga sterkastur, þ. e. a. s. þeirra, er menskir menn mcga teljast?” Auðunn mælti : “það tel ég ó- efað, ef trúa má sögunni”. “Trúa sögunni?” v-arð þorsteini að orði. “Heldurðu að nokkur maður hafi farið að skrökva öðru eins. upp! Ekki get ég haldið nokk urn mann svo lýginn : enda man ég ekki betur, en að sú saga komi við aðrar sannar sögur”. “Já, þorsteinn minn, það er auð heyrt, að þú heldur alla aðra eins og þig vandaða til orða og verka. Eg held annars líka, að frásögnin um Orm sé sönn, að því leyti, að liann hafi til verið og hafi enda verið afburðamaður ; en sannleik- urinn er sá, að mörgum þykja hreystiverk Orms, eT sagan getur um, svo ótrúleg, að þeir halda að ýkjur hljóti að hafa slæðst inn i”. “Já", segir þorsteinn, “nú á 'tímum eru menn orðnir svo merg- lausir og máttlausir amlóðar, að þeir halda, að allar sögur um frægð og hreysti forfeðranna séu lygar tómar”, “Eitthvað mun hæft í þessu hjá þér, lagsmaður”, mælti Auðunn. “En svo er annað athugavert : Vorra tíma menn halda að þeir séu miklu vitrari, en fornmenn voru, og halda sig líka mikið betri menn. En það get ég sagt þér, lagsmaður, að þar skjátlar þeim stórlega, því í þessu hvoru- tveggja stóöu fornmenn vorra tíma fólki mjög mikið framar, og mætti sanna það með mörgum dæmnm”, “Jú, það mun vera setn þú seg- ir", svaraði þorsteinn. “Gam-an hefði mér þótt að sjá o? heyra Gunnar kveða með gleðibrag í haugnum forðum daga. Vfet tel ég það, að það hafi verið fyrirboði þess, að hann hafi farið vel eftir dauðann. það kemur líka heim viö það, sem prestar vorir kcnna, að ef við lifum vel, séum kirkjurækn- ir og borgum kirkjugjöldin, þá för- um við í himnaríki til guðs, þegar við deyjum. En skyldi engjn jörð né himinn vera í himnaríki ? það hefi ég aldrei heyrt séra Bárð minn ast á ; en hann fullyrðir, að góðir menn séu í alsælu-ástandi hjá guði eftir dauðann, en segir þó, að holdið rísi upp aftur af moldinni. É'g fyrir mitt leyti er hræddur um, að ég kunni illa við að fara aftur úr sælunni frá guði og í þennan heim, eftir að vera orðinn betra vanur um þúsundir eða jafn- vel milíónir ára. Aðrir geta sagt fyrir sig”. Auðunn, sem auðsjáanlega var orðinn djúpt hugsandi, tók nú til máls og mælti : “Svo segi ég þér eins og é? bezt veit, þorsteimi minn, og það er, að helzti uncir- stöðusteinninn undir þessari ?lis- holds upprisukenning er sá, að klerkar vorir vita, að sánkti Pall trúði, að þannig löguð uppr-sa væri sjálfsögð ; en sannleikurinn er sá, að Kristur gerir hvergi ráð fyrir neinni slíkri upprisu. það er líka auðvitað, að það muni vera maðurinn sjálfur, sem rís upp en ekki holdið. Prestar vorir eru í æssu efni andlega blmdir, og þá auðvitað hentast fyrir þá að vera blindra leiðtoga ; og sumir þeirra eru jafnvel svo skammsýnir, að þeir halda, að sálin í manni sé einhver sérstakur hlutur, eins og til dæmis sálin í skötunni”. Nn er liér var komið samtalinu, vorum við komnir það langt heim- leiðis, að turninn á Kálfatjarnar- kirkju var farinn að gægjast upp fyrir Keilisnesið, og við það slitn- aði þessi fróðlega samræða. Álfur í Hól. Thor. Johnson RAlvARA tíTOFA Selur vindla, sætindi og svaladrykki. POOL ROOM f sambandi. EF YÐURIVANTAR isz j ö aijp þá hef ég: Nýtt Roast Beef pundið......12^c Nýbúin til sausageJ2 pd......25c Hamborgarsteik 2 p<l.........25c Reykt svfnakjöt^pd..........16c Vér fáum nýjan fisk í ver/.l- anina tvisvar á dag. Allskonar jardepli, Gleymiðíekki staðnum; ' ALEX- BRUNSKILL, 717 hnrient Ave. C.P.K. LOl C.P.R. Lönd til sölu, 1 town- ships 25 ,til 32, Ranges 10 til 17, að báðum meðtöldum, vestur af 2 hádgisbaug. Þessi lönd fást keypt með 6 eða 10 Ara borgun- ar tfma. Vextir 6 per cent. Kaupendum er tilkynt að A. H. Abbott, að Foam Lake, tí, D. B. Stephanson að Leslie; Arni KrÍ8tinsson að Elfros; Backland að Mozart og Kerr Bros. aðal sölu umboðsmenn,alls heraðsins að Wynyard, tíask., eru þeir einu skipaðir umboðsmenn til að selja C.P.R. lönd. Þeir sem borga peninga fyrir C.P.R. lönd til annara en þessara framan- greindu manna, bera sjálfir Abyrgð á þvf. Kaupið pessi lönd nú. Verð þeirm verður bráðlega sett upp KERR BROTHERS OENERAL SALES AOBNTS WYNVARD :: :: SASK. ÓKEYPIS BÓK UM MANITOBA AKURYRKJU og innflutninga deiklin mælist til samvinnu allra íbúa fylkisins til þess að tryggja aðsetur í þessu fylki, nokkurs hluta þeirra mðrgu innflytjenda sem nú koma til Vestur-Cahada. Þetta fylki veitirj’duglegum rmönnum óviðjafnanleg tækifæri. Hér eru þúsundir ekra af ágætu landi til lieimilisrettartöku ásamt með stórum land svæðum sem fAst keypt á lágu verði. Margar ágætar bættar bújnrðir eru fáanlegar til kaups með sanngjörnujverði, og aðrar bújarðir fást leigðar gegn peninga borgun eða árlegum hluta uppskernnnar. Gróða möguleikinn f Manitoba er nákvæmlega lýst í nýju bókinni, sem akuryrkju og innflutninga deildin hefir gefið út og sem verður send ókeypis hverjum sem um hana biður. Allir þeir sem láta sér annt um framfarir’ Manitoba ættu að seuda eintak af bók þessari til vina sinna og ætt- ingja f heimalandsins, ásamt með bréfi um líðan þeirra og framför hér. tílfk bröf ásamt með bókinni um “Prosper- ous Manitoba” mun suglýsa þúsundum komandi inn- flytjenda kosti þessa fylkis. Skrifið f dag eftir bókinni til undirritaðra sem svo senda yður hana tafarlaust, J. J. GOLDKN. Depuly Mininter of Agrículture, Winnipeg iíunitoba J08. BURKK, 178 Logan Aeenue. Winnipeg, Manitoba. JAS. HARTKET, 77 Tork Street, Toronto, Ontario .1. F. TESNANT. Oretna, Mani'.eba. W. IV. UNSWORTH. Emermrn, Manitoba; og allra umboðsmanna Dominion etjórnannnar utanríkis. MeA þv1 a6 biCja nflnlega nm 'T.L. CIGAR,’’ t>6 ertu viss a6 fá ágsetan vindil. TL. (UNION MAPE) Wentern Cijear Facfwry Thomas Lee, eigandi Winnnipeu *ééé*********é****6±Aé ééééééééééééééééééééA* \^ITUR MAÐUR er varkár með að drekka ein- * göngu hreint öl. þér getið jafna reitt yður á. 2 DREWRY’S REDWOOD LflGER I það er léttur, freyöandi bjór, gerður eingöngu úr Malt og Hops. Biöjiö ætið um hann. IE. L. DREWRY, Manufacturer, WINNIPEG. *************#*<******4 444*444*44 4444 44444444 Sigrún M. Baldwinson ^TEACHER OF PIANOÖ (o _ . O) að það borg- alves ar8i«aðauK- V lýsa í Heim- 727 Sherbrooke St. PhoneG. 2414 V lSt skringlu ! ♦ 64 Sögusafn Heimskringlu aði hann heldur við, er hann var kominn þangað heimundir, að hinkra ögn við hlið og horfa inn um riíu, — bá sömu og betíarinn haiði horft í gegnum tveim döjium áður. Sólin skein glatt yfir garðinn hálf skrælnaðan, því eigi hafði rigut í fleiri daga ; hænsnin höfðu dregið sig í skugga og varðhundurinn, er var bund- inn, hætti við að gelta að komumanni, svo var hit- inn mikill. Aftur á móti sýndist sem hitinn væri velkominn inn i saggafullu stofuna gamla fólksins ; báöir glugg- arnir stóðu opnir ; við annan sat amtmaðurinn og Jas í bók, en gegnum hinn sá hr. Markús konu hans Jisöfja > rúmi sinu með spentar greipar. Gömlu hjón- in voru alein, enginn sást í herbergjum á hægri hlið hússins. Hr. Markús leit rétt í svip til loftgluggans. Honum stóð á sama, hvort kenslukonan sat þar eða einliversstaðar úti i skóginum, — hann hugsaði að eins um eitt, og það kom honum til að ganga með- fram húsinu ov gægjast gegnum eldhússgluggann, en J>ar var sama og í garðinum, — engin lifandi hræða sást. Hann beit sig i varirnar. Átti hann að gera sig að þeim aula, að fara til Grafenholz ? H’onum fanst sem sæi hann framan í kunningja sína, sem hann sjálf- ur hafði oft hætt og hlegið að fyrir ástaræfiatýri þeirra, — gremju stjúpmóður sinnar, er var lög- «annsdó.ltir ; það var sem heyrði hann illgicnisslúð ar ungu stúlknanna, er hann hafði oft fullvissað um, *ieð miklum sjálfbyrgingshætti, að hann væri óvinn- íindi í ástum. En á meðan alt þetta flang gegnum Ituga hans, hraðaði hann göngu sinni eftir sínu eigin landi og staðnæmdist ekki fyr en hann sá heim að «kógvarðarhúsinu. Hann gat \»cl skilið það, að það hlvti að vera góð jimskiftij.að skifta á hússkríflinu í bjáleigunni og Bróðurdóttiramtmannsins 85 rauða húsinu þarna, þó ekki væri nema nokkura kl,- tíma í senn. það stóð þar í skugga undir fögrum beykitrjám, og að baka til skógarhlíðin með öllum lækjunum, er runnu ofan í dalinn. það var sem einhvesju hefði verið breytt inni í húsinu ; fuglabúrið var horfið og í hornherberginu niðri. sem skógarvörðurinn hafði ætlað að lána gömlu hjónunum, þar héngu nú ghiggatjöld, syo langt dregin niður, að ætla hefði mátt að gamla konan væri þegar komin þangað. Helzt leit út fvrir, að húsið væri lokað og enginn heima ; svo herragarðseigandinn ætlaði að fara að snúa heimleiöis, en þá heyrði hann alt í einu hlátur, er fékk hann til að bíða við. þessi hlátur kom frá hornherberginu ; það var hár og óþvingaður hlátur, er smaug í gegnum merg og bein ; svo heyrðist mamwmál og öðrxi gluggatjaldinu var þokað lítið eitt til hliðar. tíkógvörðurinn hafði þá gesti, káta félaga, er nutu svalans inni í húsinu. Ilr. Markús i hugsaði sér herbergið fult af tóbaksrevk og bjórþef og spiluntim myncfi ekki heldur vera gleymt. Ekki gat hann ímvndað sér, að stúlkan væri hér, j þvílíkum félagsskap ; enginn mundi leyfa sér, að j reka upp atinan eins hlátur í nærveru hennar. En einmitt þegar hann var að hugsa um þetta, opnuð* ust dvrnar og út kom engin önnur en sú, er allur hugur hans snerist um. Hún hélt á fötu í hendinni, horfði til jarðar og var mjög sorgbitin á svip. Fyrst datt honum í hug, að rjúka í burtu, en ó- sjálftótt beið liann kvr í sömu sporum. það var sem txervera hennar fevkti í burtu öllum vondttm efa- semcbim. Hún gekk fvrir húshornið .og að kristalls- tærum læk, er uann þar, og hc1t fötunni undir viðar- krana, <*r var í læknum. Hr. Markéis gekk á eltir henni, hítn sneri sér vfð, er hún heyrði fótatak hans og hann sá að hún blóð- 86 Sögusafn Heimskringlu roðnaði og sorgarsvipurinn hvarf, sem væri hann strokinn í burtu. ‘Viltu vatn að drekka?’ spurði hún og setti föt- una frá sér á borö, er lá yfir lækinn undir bununni. ‘Ég skal sækja glas inn í hitsið’. ‘t biblíunni stendur : ‘Og hún setti niður fötur sínar og sagði: drektu’,’ mælti hann hæðnislega. Ilann stóö beint fyrir framan hana. ‘Ef þú vilt likj- ast Rebekku, þá verður þú að hafa orðin rétt eftir hénni ; en ég þakka fyrir og kæri ig ekkert um vatn. Tært uppsprettuvatn, er það það einasta, er þú geíur kátu piltumim í hortistofunní ?’ Hann glotti illilega, er hann sá að henni brá við. ‘Heyrist nokkuð út fyrir?’ spurði hún hikandi. ‘Undrar þig það ? það var ekki haft svo lágt ; ég hélt að piltarnir mundu fara að kveða drykkju- vísur —’. ‘Nú getur þú rangt til’, greip hún fram í fyrir honum. ‘Jæja. Fer ég vilt? Getur verið, að þeir hafi komið þar sciman til bænahalds ; það cr ekki ómögu- legt’. Hann ypti öxlum. ‘Hvað kemur mér annars þetta við ? En mig langar til að spyrja þig að einu: Vita húsbændur þínir nokkuð um komur þínar hing- að tll skógvarðarhússins ?’ Húh lyfti upp hendinni eins og til að þagga niður í honum. ‘Ó, nei, nei, gamla fólkið veit ekkert um það, og má héldur ekki komast að því’. ‘Nú, er það svoleiöis ? Svo þú ætlast til, að ég þegi um það V ‘Ég má tf! að bdðja þig að neína það ekki á nafn, þó svo komi fyTir, að þú komir við í hjáleigunni, áð- ur en þú ferð heim til þín. Ég bið þig, herra Mark- ús — — —’ « Bróðurdóttir amttnannsins 87 Auðvitað skal ég ekki segja frá því, þó ég sé ekki vantir að vera riðinn við óheiðarleg launmæli’. ‘Óheiðarleg! ’ Hún færði sig fjær, og hann velti því fyrir sér, livort heldur hún væri æfð leikkona, eða skalaus unglirigur, er tamið hefði sér háttprýði hús- bænda sinna.. Honum fanst hin fyrri tilgáta sín líklegri. Eða var það ekki tilgerðarlegt, að hylja andlit sitt fyrir honum, en ganga hér í öðrum eins líka félagsskap skýlulaus, — og þar að auki mæltist hún til þag- mælsku af honum, þessi fallega stúlka, með gáfulegu augun og dökku lókkana, er liðuðust um háls henn- ar. Ilonum fanst sem skínandi höggormur hringaði sig um hjarta hans og hann yrði að mola höfuð hans í reiði sinni. ‘Reiddist þú því, er ég sagði?’ spurði hann hæði- lega. ‘Látum okkur þá heldur segja: ‘þetta skemti- lega leyndarmál’. Gamla fólkið þarftu ekki að ótt- ast. þau komast ekki einu sinni yfir þrepskjöldinn og geta því síður f\*lgst eftir þér ; og elSki skal ég verða til að ljósta þessu upp. En hvernig er það ungfrú ‘bl’ásokka’ ? Hún er þó fleyg og fær, — að því komst ég í gaer. H’ún svífur um sem álfmey væri, og gctur horfið alt í einu sem skýhnoðri. Hún gæti komið hér nær sem væri fljúgandi á gráu blæj- unni sinni’. Hún brosti lítið eitt og tók fötuna undan kranan- um. ‘Mig minnir, að ég liafi sagt þér að lifenni er kunnugt um allar m’nar gerðir’, mælti hún og lét sér ant yfð fötuna. ‘Já, rétt er það, og það er, alveg eðlilegt,! að ltús- móður þinni þyki gaman að þessu og þvílíku. J>ví flestu kvenfólki lætur vel< að fjatla um einkamál ann- ara. Ef þær geta það ekki í söltim heldra fólksíns, þá láta þær sér nægja með lægristéttar fólkið, löng- unin er svo mikil. t Ég þekki þetta mjög vel. Auð-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.