Heimskringla - 12.09.1912, Blaðsíða 7

Heimskringla - 12.09.1912, Blaðsíða 7
HEIMSKB.INGE A WINNIPEG, 12. SEPT. 1912. 7. BLS. ROYAL Lóðir renna út Meir en eitt hundrað og fim- tíu lóðir hafa selzt og þó hef- ir þessi góða eign í Estevan verið til sölu að eins f fáeina daga. Vér erum nýbúnir að fá nokkuð af bæklingum vorum um Estevau og Royal Heights, Þeir innihalda rnyndir og lesmál og upp drátt af bænum Og Royal Heights ásamt 'prfslista, sölu skilmálum og p'lntunarseðli. Þér hafið nú færi til að ganga í valið og kjósa | hverja ”168 sem yður þóknast JafjJÞessari eign. Allar lóðirnar^eru stór- ar. Milli horna lóðir á* $125 og $150 hver.* Hornlóðir $150 J og $175 og Jífáeinar j'stórar hornlóðir,'70 og'J5' feta, á $250 hver. JJ Fyrsta pöntun frá Este- van “Royal jjHeights” lóía nýlega móttekin. í þeirri pöntun falast tólf borgar- ar í Estevan eftir lóðakaup- um. par af eru J>rfr 1 þjón- ustu C. P. R., þrír í þjónustu International Harvester Co., einn er verkfærasali, einn bankaritari, einn kornhlöðu- t 3. st.jóri, einn kaupmaður, einn söngKennari og einn múrari. Þessar pantanir segia betur til um eignirn- ar en nokkur hlutur annar. Fólkið f EstevanJ þekkir eignina og veit hversj virði hún er, og hve vel sett til bygginga, og f>eir nota sór tækifærið til að græða á henni. F’yrir nokkrum dögum [skrifuðum vér allmörgum helztu borgur- um f Eítevan og báðum þá að segja oss hvaða álit þeirhefðu á eign vorri “Royal Heights.” Vér tjáðum þeim að vér ætl- uðum að fara að bjóða eignina til kaups og kvöddum þá til um umsagnar. Eitt svarið er frá ritstjóra eins blaðsins f Estevan, er nefnist “Progress” en ritstjórinn heit- ir W. Anderson. [Hann seg- ir svo: „Royal Heights” er svo sett, að þar verður áreiðanlega |bezta heimilabygðin f Estevan. Lóð- irnar eru allar þurrar ög liggja hátt, og ég segi fyrir mig, að ég állt „Royal Heights” æski- legan stað bæðijtil aðflbyggja þar og kaupa til^gróða. [Það stendur mikið til í Estevan. Bærinn á glæsilega framtið. Verksmiðjur og vöruhús rfsa þar upp hvert á fætur öðru, og áður en langt um lfðar verður bærinn búinn að £á 5000 fbúa.” Veljið yður lóðir strax. Kaupið fyrir lœgsta prís Skrifstofur vorar eru á 7. gólfi Somerset stórhýsis nr. 745, 749. Komið )á hvaða tfma dags sem er, milli 9 árdegis og 6 síðdegis, ef f>ér getið. En ef þér gefið ekki komið þvCvið, þá að komajað kvöld- inu, milikl. 7.30 og 9. Phone nain 296 og 297. Vér höfum sett herra Sigurð Björnsson, að 683 Beverly stræti, til þcss að annast sölu þessarar eignar fyrir oss. Hann gefar allar upplýsingar. Skrifið eða komið. Campbell Realty Co. Samskctin til ekkjunnar á Akranesi. Akra, N.D., 2. sept. 1912’. Háttvirti ritstjóri Hkr. það er áskorun í síðasta blaSi I.öífbergs frá Hielgu Thordarson þar sem hún skorar á alla, er stóðu fyrir samskotum til ekkj- unnar á Akranesi, að svara og sendi ég Heimskringlu mitt svar, vegna þess hún svo góðfúslega veitti samskotunum móttöku. Fj-rri spurningunni svara ég því, að ég safnaði gjöfunum, sem ég sendi, í þeim tilgangi, að íéð yrði brúkað í fargjöld og landgöngu- eyrir handa ekkjunni og börnum hennar. Síðari spurningunni svara ég- því, að ég sé enga ástæðu til, að brey ta um umsjónarmann á téðu £é, þar eð því ætti einungis að vera varið samkvæmt því, sem beðið var um. Mrs. Guðrún Guðmundsson. * * * Winnipegosis, Man., 1. sept. ’12. í Iíögbergi, dags. 29. ágúst sl., stendur áskorun frá Helgu þórðar- dóttur, Antler P.O., Sask., til j okkar allra, sem gengust fyrir j samskotunujn til hinnar oftneíndu Maríu Magnúsdóttur á þaravöll- rum á Akranesi. Viðvíkjandi téðri áskorun, það lítið hún kemur mér við, skal ég svara þessu : það var meining mín og allra j þeirra, sem gáfu úr þessu bygðar- lagi, að styrkja þessa ekkju til að flytja hingað vestur ; enda tók ritstjóri Heimskringlu, B. L. Bald- winson, þetta atriði skýrt fram áður en samskotin hófust; svo að ef nokkur misklíð hefst af þessu samskotafé hér eftir, þá er María sjálf, vesalingurinn, skuld í því. Ef ég man rétt, þá voru henni strax sendir 200 dalir, sem hún átti að hafa í ferðaks.itnað hingað vestur; jiessari upphæð virðist hún vera búin að eyöa ; hún hefir því alger- lega fyrirgert eignarrétti sínum á ])eim peningum, sem þessi Helga þórðarson er að tala um. Ritstjóri Heimskringlu gerir miklu betur en María verðskuldat, ef hann ávaxtar þessa peninga enn í tvö ár, í von um að hún komi, þar sem nú eru liðin tvö ár síð- an hún átti að vera komin hing- að. Herra B. L. Baldwinson má því alveg óátalið, það ég á hlut að j>essu máli, verja peningunum eins og hann álítur þarfast. Að senda þa til gefendanna ætti ekki að koma til neinna mála ; það myndu fæstir af þeim æskja þess. Rétt væri, ef þessi ekkja kemur ekki hingað vestur innan tveggja ára, að verja þessum peningum til styrktar einhverju mannúðlegu íyrirtæki hér vestra. Við Vestur- íslendingar ættum hér eftir að svipast kringum okkur í nágrenn- inu, hvort enginn af samlöndum okkar þarfnast hjálpar, áður en við rétkum hendina austur yfir hafiö. Guðbjörg Guðmundsdóttir r * * * ATHS.—]>að er röng tilgáta, að ekkjan á Akranesi hafi eytt þeim 800 kr., sem sendar voru til Is- lands þann 24. marz 1910. Féð var sent til Allan 1 nunnar með þvi ákvæði, að það væri fyr- ir fragjald ekkjunnar og barna hennar frá íslandi til Winnipeg, og til nauðsynlegs undirbúnings við ferðina og tilkostnaðar á leiðinni vestur. Féð var ekki þegið með þessu skilyrði þar heima, og var því endursent hingað vestur, að frádregnum flutningskostnaði, sem var rúmir $2.00, þann 7. febr. sl. Allur sjóðurinn er því hér á v-öxt- um á banka. ♦ Ritstj. Stutt athugasemd. Hr. ritstj. Heimskringlu. öskir árs Og friðar. það er að bera í bakkafullan lækinn, að bæta fáeinum athuga- semdum við það langa Op- oft leið- inlega málefni, sem staðið hefir í yðar heiðraða blaði nú um langan liðinn tíma. Eg meina um Islend- inga í þessn landi, og samanburð á íslandi og Canada. SamanburÖ- ur á þeim tveimur löndum naer engri átt, og kefði mátt sparast alt það rúm og ómab. En því er ég með, að hefðu þeir, sem vestur fluttu, unnið heima með sama dugnaði og þeir hafa unnið hér, þá væri ísland betur statt en það er. En ég ætlaði ekki að ræða pen- ingahlið málsins, eins Op- allir aðr- ir hafa gert. Ég ætlað að leiða rök að því, að af því að Canada er meira landgæðaland hafa Is- lendingar tapað við hingaðílutn- ing. Fjkki svo mikiö í fyrsta lið, heldur í annan og þriðja og svo á- framhaldandi, þar til þeir hafa al- veg sjálfum sér tapað, og eru má- ske orðnir botnskóf í hinum ó- valda alþjóðagraut, sem hér á sér stað. I Ég skal játa, að allur þorri af Islendingutn, sem hafa flutt vest- ur, hafa bætt kjpr sín. En það voru einmitt íslenzkir þjóðarkost- ii, sem liafa hjálpað þeim meira nokkuð annað, og sakal ég nefna nokkra. Metnaður. þrautsegja. Sparsemi. Dygð. Vöndun í orðum og verkum. Trúmenska. Nú spyr ég : Koma afkomendur vorir tif að skara fram úr foreldr- um sínum eins mikið og líkindi væru til, þar þeireru hér uppaldir og hafa fengið þssa lands ment- un ? Ef ekki, hver er þá gróðinn ? Ég veit, að þið byrjið að telja upp öll þessi landgæði ; en þau eru mjög lítilsvirði, ef manngildið sjálft fer minkandi, scm það hlýt- ur að gera hjá hverjum þeim þjóð- flokki, setn hefir sett sér það skeytingarleysi fyrir markmið, að verða að engu. Forfeður vorir lögðu alt í söl- urnar til þess að geta verið frjáls- ir sjálfstæðismenn. Við, sem ílutt- um til þessa lands, sem heita má að fljóti í mjólk og hunangi, lands, sem er svo sjálfstætt, að einskis þarf meö frá öðrum löndum, — \ ið ætlum að vera búnir að éta okkur dauða á tveimur þremur mannsöldrum. Og hver verður þá gróðinn hjá íslendingum í þessu landi, þegar þeir eru ekki til ? það þurfa sterk bein til að þola góða daga. þið auðs og dalsins dýrkendur, munið þið það, að til eru í fari bæði einstaklinga og þjóða það, sem ekki veröur til verðs metið, og ef það tapast, þá er alt farið. Sigurður Jóhannsson. Alta Vista P.O., B.C.’ Jón Sigurgeirsson dáinn að Svold P.O., N. Dak., 27. apríl 1912. Sorgin og dauðinn er samfylgdin manns, sjálfkjörið erfðafé fæðingin hans. Alt sem að lifnar í ljósvakans heim lifir og dej7r undir forlögum þeim Ilarðlyndur dauðinn mcr harm- ana jók, hjartans soninn í burt frá mér tók ; athvarfið bezta og aðstoðin var, umhyggjusemina og trúleikann bar. Fratngjarn þú ætíð og fylginn þér varst, fvrir þér lífið í huganum barst. Úr nútiðar hégómans glepjandi glaum þú gerðir mjög lítið og gafst engan gaum. Ég sakna þín, vinur, en sorgina ber, særð er í brjósti og harka af mér. Lífstíðin styttist og leiðin að Rföf, þá legg fram á djúpið um eilífð- ar höf. Vorblómin fölna og visna sem strá, viðlíka er æskumannslífið að sjá. Tuttugu og eins ára tekinn varst burt; að takmörkum aldurs ei dauðinn fær spurt. Mögla ei tjáir um mannlifsins tjón, — mun ég brátt sjá þig, minn ást- kæri Jón. Undan mér gekstu, en eftir kem élT, að unnu lífsstriði, þann almenn- ingsveg. Systkinin kveðja þig sorgfull 4 brá, saknaðartár streyma augunum frá. þó samvistum skilin að séu í heim, þið sjáist brátt aftur í ódáins geim. Angurmædd móðir, sem útslitin er, andvörp í hljóði af munni fram- ber, er langar að losast við lífsstríð- ið hart, því leiðin var erfið, en dagsverk- ið margt. (TJndir nafni móðurinnar). ISLEBZIAB BIEKD8 Ég undirritaður hefi,til sölu ná- le>ga allar ísknzkar bækur, seta ti! eru á markaÖinum, og verð að hitta að Lundar P.O., Man. Sendið pantanir eða'finnið. Neils E. liallson. n Heimskringla Dtbreiddasta fréttablað á íslenzkrí tungu Hvort heldur hér í landi eða send til íslands. Stjórnariutfnd Heimskringlu er ant um að auka útbreiðslu blaðsins svo sem'mest má verða með heiðarlegu móti. Það er enn f jöldi íslenzkra heimila hér vestra, sem ekki taka blaðið. Útgefendurnir óskaað sem flestir landar vorir vildu gerast áskrifendur að þvi, og borga það skilvíslega einusinni á hverju ári. Heimskringla er nú orðin meira en tvöfalt stærri en hún var fyrir fáum árnm. KOSTAR ÞÓ ENGU MEIRA. Yestur Islendingar eru beðnir að íhuga hvort blaðið verðskuldi viðhald og stuðning þeirra. Sé svo, þá óskar nefndin að sem flestir þeirra vildu gerast áskritendur að því og borga það skilvíslega einusinni á ári. ÍTtbreiddasta íslenzka blaðið er : P. 0. Box 3083. WINNIPEG, MAN.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.